Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Page 34
34
DV. ÞRIÐJUDAGUR8.MARS1983.
Mintexrallið:
Sigurvegararnir i Mintexrallinu, Stig Blomqvist og Björn Cederberg á
Audi Quattro, þeytast hér fyrir eina beygjuna og búnir að ná félaga sin-
um Helmut Demuth sem ók hinum nýjaAudi 80 Quattro.
Stig og Björn taka við verðlaum n sinum fyrir fyrst sætið i Mintex-
rallinu sem borgarstjórinn í York afhenti.
islendingarnir
stóðu sig vel
Mintex Intemational rallinu lauk
síödegis á laugardaginn var meö
sænskum sigri þegar Stig Blomqvist
og Björn Cederberg komu fyrstir í
mark eftir harða keppni á Audi Quat-
tro. Islensku keppendumir Haf-
steinn Hauksson og Birgir Viöar
Halldórsson luku keppninni i 25. sæti
og verður þaö aö teljast mjög góöur
árangur í þessari fyrstu keppni
þeirra félaga á erlendri grund. Þátt-
taka þeir Hafsteins og Birgis vakti
mikla athygli í Englandi og var
mikiö f jallaö um íslensku þátttökuna
í blöðum og einnig var viötal viö þá
félaga og sigurvegarann Stig Blom-
quist í sjónvarpsfréttum bresku
sjónvarpsstöövarinnar ITV. Áhorf-
endur kunnu líka vel að meta akst-
urslag Hafsteins á sumum sérleiö-
anna og alltaf þar sem stoppaö var
þurftu þeir aö skrifa mikiö af eigin-
handaráritunum.
„Viö erum mjög ánægöir meö
árangurinn í þessari keppni,” sagði
Hafsteinn í viötali viö DV aö keppn-
inni lokinni. „Þetta var eiginlega
sætiö sem viö vomm búnir aö meta
sem okkar miðaö viö aö allt væri í
lagimeöan á keppninni stæði, svoaö
viö getum ekki annaö en veriö
ánægöir meö aö halda því meö þeim
vandræðum sem við áttum í framan
af keppninni”.
„Vandræöin byrjuðu eiginlega
áöur en keppnin hófst,” sagöi aöstoð-
arökumaðurinn Birgir Viöar Hall-
dórsson. „Þegar viö prófuöum bílinn
fyrir keppnina kom í ljós aö km-
mælirinn sem notaöur er til aö rata
rétta leið og vara sig á hættum sem
gefnar eru upp fyrirfram var bilaöur
bg engin leiö aö fá gert viö hann fyrir
keppnina. Ekki bætti þaö heldur úr
skák aö svartaþoka helltist yfir rétt
fyrir kepþnina þannig aö skyggniö
var oft innan viö 100 m. Þá vorum við
svo óheppnir aö þaö sprakk á ööru
afturhjólinu í upphafi 4. sérleiöar og
þurftum við aö aka alla sérleiöina á
spmngnu dekki og töpuðum því
nokkmm tíma. Einnig átti rafkerfiö
eftir aö bila um nóttina og fengum
viö refsingu á ferjuleiö fyrir aö gera
viöof lengi”.
79 keppendur á 1100 km
/angrí keppnis/eið
Alls vom þaö 79 keppendur sem
héldu af staö frá York aö morgni
föstudagsins 25. febrúar í Mintex
ralliö sem er tveggja daga rall meö
48 sérleiöum sem voru um 400 km
samtals aö lengd, en alls var keppnin
1100 km. Fyrsta sérleiöin var í ná-
munda viö Leeds, aö hluta til malbik
og aö hluta til möl og um 3 km að
lengd. Þokan lét aö sjálfsögðu ekki á
sér standa og tókst henni ágætlega
aö gera keppendum og þúsundum
áhorfenda lífiö leitt. Á nokkrum leiö-
um var einnig snjór og hálka.
Stig Blomqvist tók forystuna
strax á þessari leiö, meö 2 mínútur
og 12 sekúndur í refsistig.
Annar var Þýskalandsmeistarinn
Helmut Demuth á Audi 80 Quattro
meö 2—16, og þriöji Yorkbúinn Yuk
Hodgson á Ford Escort RS. meö 2—
17. Hafsteinn og Birgir áttuöu sig
ekki á einni beygjunni og lentu út af.
Tími þeirra á fyrstu leiöinni var 2—
58 og voru þeir í 74 sæti á þeirri leiö.
Eins og sést er munurinn á fyrsta bíl
og bíl Hafsteins einungis 46 sekúndur
A 4. sér/eið sprakk á hægra afturhjóli hjá þeim félögum Hafsteini og Birgi. Töpuðu þeir við það töluverð-
um tima. Hér er einn viðgerðarmanna þeirra, Bjarmi Sigurgarðarsson að skipta um dekkið.
Lokaúrslitin í Mintexrallinu 1983. Fyrstu 10 sætin. 1. Stig Blomqvist Björn Cederberg Audi Quattro Svíþ. 232:17
2. Jimmy McRae lan Grindrod Ascona 400 Skotl. 238:23
3. Per Eklund Dave Whittock Toyota TE71 Svíþ. 243:22
4. Russel Brookes Mike Broad Chevette Engl. 243:51
5. Harald Demuth Mike Greasley Audi 80 Quattro Þýskal. 245:20
6. Harri Uotila Papari Rydman Escort RS Finnl. 265:44
7. Austin McHale Christy Farrell Chevette Irl. 268:54
8. Bob Bean Biii Stevenson Escort Engl. 270:05
9. Bertie Fisher Austin Frazer Ascona 400 N-lrl. 273:29
10. Jim Sutherland Mark Atkinson Escort RS Engl. 273:31
25. Hafst. Haukss./ Escort RS Isl. 294:23
Birgir Viðar Halldórsson.