Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Blaðsíða 40
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33
SMÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11
86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14
Frjálst, óháð dagblaö
ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS 1983.
Revíuleikhús-
inu boðinn
Bíóbær
Revíuleikhúsiö hefur fengiö tilboö
um aö fá Bíóbæ í Kópavogi á leigu und-
ir starfsemi sína en eins og komið hef-
ur fram mun leikhúsið verða aö hverfa
úr Hafnarbíói eftir einn mánuð. Eig-
andi Bíóbæjar mun reiðubúinn til aö
breyta húsinu nú þegar eftir þörfum
leikhússins.
Þórir Steingrímsson, framkvæmda-
stjóri Revíuleikhússins, sagöi í samtali
viö DV aö allir möguleikar yröu
skoöaðir á næstu vikum. Hins vegar
væri það mat manna aö leikhúsið yröi
að vera sem næst miöbænum og væri
Bíóbær aö því leyti ekki góöur kostur.
En húsnæöi undir leikstarfsemi í miö-
bænum lægi hins vegar ekki á lausu.
„Ætli þaö verði ekki þrautalendingin
aö við fáum gráa húsiö viö
Austurvöll,” sagöi Þórir.
Þess má einnig geta aö Sigmar í
Sigtúni hefur sýnt áhuga á aö hýsa
Revíuleikhúsið í Sigtúni en þaö mun
krefjast mjög kostnaöarsamra breyt-
inga. ÓEF
ÉKÍÐÁKONU
Sextíu og tveggja ára kona varö fyrir
bíl á móts viö Suöurlandsbraut 4 laust
eftir klukkan sextán í gær. Hún var
flutt á slysadeild Borgarspítalans.
Konan var á leiö norður yfir Suöur-
landsbrautina þegar hún varð fyrir bíl
sem ókíausturátt.
Konan mun hafa hlotiö einhver
meiðsl en DV er ekki kunnugt um hve
alvarleg þau eru.
Þess má geta aö tuttugu árekstrar
uröu í Reykjavík í gær og hefur þeim
því fækkaö nokkuö frá því í síðustu
viku en þá uröu þeir nær fimmtíu einn
daginn. -JGH
Byrjað að
bora
Kennsla eldri nema í tannlæknadeild
Háskólans hefst að nýju í dag.
Tannlæknastólarnir 23 eru loks orönir
nothæfir.
Eins og DV skýröi frá varö að kalla
til sérfræöing frá Bandaríkjunum þar
sem tannlæknastólamir leiddu út
rafmagn. Barry Knapp kom til Islands
á föstudag og komst aö því aö lagfæra
þurfti tengingar í stólunum.
Tannlæknastólarnir vorú allir teknir
sundur um helgina. Viðgerð lauk á
hádegi á sunnudag. Rafmagnseftirlit
ríkisins gaf svo stólunumstimpla sína.
Framleiðendur stólanna, Dental-Iz í
Bandaríkjunum, bera allan kostnaö af
viðgerð þeirra. Stólamir vom keyptir
til landsins í fýrrasumar. Meö fylgi-
búnaöi kostar hver þeirra 500 til 550
þúsundkrónur. -KMU.
LOKI
Dönskukunnátta er greini-
lega óþörf í nágrenni
Vallarins.
Mezzoforte:
Komin
Í40.
sætið
Velgengni hljómsveitarinnar Mezzo-
forte í Bretlandi heldur áfram. Á vin-
sældalistanum, sem birtist í morgun í
Bretlandi, er litla platan meö lögunum
Garden Party og Funk Suite No. 1
komin í 40. sæti listans en hún var í 61.
sæti í síöustu viku. Stóra platan hreyf-
isthægar, fór úr78. sætií 71. sæti.
Mezzoforte, sem er stödd í Bretlandi
um þessar mundir, var í viötali viö
BBC í Lundúnum í gær og veröur því
viötali dreift til um 30 BBC stöðva víös
vegaríBretlandi.
Ljóst er aö mjög spennandi verður
aö fylgjast meö framgangi hljómsveit-
arinnar í Bretlandi á næstu vikum. I
útvarpinu í morgun var þaö hermt aö
litla plata hljómsveitarinnar væri
komin í 8. sæti á vinsældalista útvarps-
stöövarinnarRadioLuxemburg. -SþS
Gerðaskóli:
Neitaði að kenna bekknum
Fjárhagsáætlun Akureyrar loks tilbúin:
Notkun gæslu-
valla og bóka-
safns skattlögð
Fjárveiting Akureyrarbæjar til ný-
bygginga á árinu lækkar um 26% að
verðgildi miðað viö fyrra ár. Þetta
kemur fram i frumvarpi aöf járhags-
áætlun bæjarins, sem verður tekin til
fyrri umræöu í bæjarstjóm í dag,
þriðjudag.
Samkvæmt áætluninni veröa tekj-
ur bæjarsjóös á árinu rúmlega 248
milljón krónur, sem er 61,5% hækk-
un, miðað viö áætlun fyrra árs.
Gjalda megin fara rúmlega 177 millj-
ónir króna í rekstur og rúmlega 38
milljónir króna í gjaldfæröan stofn-
kostnað. Þá eru eftir rúmlega 32
milljónirtil eignabreytinga.
Til nýbygginga er ætlaö að verja
34,1 milljón króna, sem er 74% af
verðgildi þeirrar upphæöar sem var-
ið var til þeirra hluta á fy rra ári. Þaö
rýrir þessa upphæð enn aö nær þriöj-
ungi hennar var ráðstafað til aö
halda uppi framkvæmdum á fyrra
ári. Aætlað er aö taka ný lán að upp-
hæö 31,8 milljónir króna á árinu, sem
er nær sama upphæö og fer til af-
borgana á eldri lánum.
Viö gerö áætlunarinnar var gert
ráö fyrir ýmsum aögeröum til tekju-
aukningar og sparnaöar. Til dæmis
er áætlað aö spara 250 þúsund krónur
með því að stytta opnunartíma dag-
vista um klukkustund á dag. Þá er
gert ráð fyrir að tekin verði upp 10
króna gjaldtaka fyrir hverja heim-
sókn á gæsluvelli. Einnig er gert ráö
fyrir 300 þúsund króna tekjum af út-
lánskortum Amtsbókasafnsins og 200
þúsund króna auknum tekjum af
leigu íþróttahúsanna til félaga og
einstaklinga.
GS—Akurcyri/PÁ
Einn bekkur Gerðaskóla á Suöur-
nesjum hefur verið án dönskukennslu í
um vikutíma. Ástæðan er sú að kenn-
arinn hefur neitaö að kenna bekknum
vegna samstarfsöröugleika. I gær
kvartaði annar bekkur yfir sama kenn-
ara en ekki er ljóst hver veröur fram-
vinda þessa máls.
Að sögn skólastjórans, Jóns Olafsson-
ar, hefur mál fyrri bekkjarins veriö
leyst og mun kennarinn hefja kennslu
ánýídag.
Þaö sem deilunum olli var hirting
sem kennarinn veitti einum nemenda
bekkjarins. Taldi bekkurinn þetta vera
aö tilefnislausu og kvartaði viö sveitar-
stjóra. Var kallað til foreldrafundar og
brá þá svo við að kennarinn þvemeit-
aði aö kenna bekknum. Viö svo sat í
eina viku en sem fyrr sagöi hefst
dönskukennslan á ný í dag.
-SþS
Vilja flug milli Islands og Grænlands
Grænlendingar vilja betri flug-
samgöngur milli Islands og Græn-
lands. Sendinefnd frá grænlensku
heimastjórninni ræddi þessi mál við
íslensk stjómvöld og flugrekstrar-
aöila í gær.
Engar reglulegar flugferöir hafa
verið milli Islands og Grænlands
síðan SAS felldi niður millilendingu
félagsins á flugleið þess milli Kaup-
mannahafnar og Grænlands. I
viðræöum grænlensku sendinefndar-
innar og samgönguráöuneytisins
kom fram einlægur vilji beggja aöila
til aö beita sér fyrir reglubundnum
flugsamgöngum milli landanna.
Þrír möguleikar á flugi era einkum
taldir koma til greina: Aö flugfélagið
Grænlandsflug millilendi á Islandi á
flugleiðinni milli Kaupmannahafnar
og Grænlands, sem félagiö hyggst
byrja flug á næsta haust. Að Flug-
leiðir fái leyfi til áætlunarflugs til
Grænlands. Og loks að eitt af litlu
flugfélögunum íslensku fái aö fljúga
reglubundiö til Kulusuk.
I grænlensku sendinefndinni voru
þeir Jonathan Motzfeldt, Lars Emil
Johansen, Moses Olsen og Emil
Abelsen.
I máli Steingríms Hermannssonar
samgönguráöherra og Jonathans
Motzfeldt, formanns grænlensku
heimastjórnarinnar, á fundi meö
blaöamönnum kom fram aö vegna
samskipta þjóöanna á sviöi atvinnu-
og menningarmála væri slæmt að
hafa ekki reglubundið áætlunarflug
milli Islands og Grænlands.
-KMU.
Samgönguráðherra, Steingrímur Hermannsson, boðaði blaðamenn til fundarmeðgrænlenskusendinefndinnii fyrradag. DV-mynd: GVA.