Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1983, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1983, Page 5
DV. ÞREÐ JUDAGUR 22. MARS1983. 5 ÁSKORANIR TIL DR. GUNNARS ÓLEYFILEGUR KOSNINGAÁRÓÐUR? Það er óleyfilegur kosningaáróður og kosningaspjöll að safna undirskrift- um undir áskoranir um framboð til þingmennsku eða loforð um kjörfylgi svo og að undirskrifa slíkar áskoranir fram yfir það sem tekið er fram um meðmælendur með framboðslistum í 27. grein. Framangreind orð eru upphafið að 133. grein laga númer 52 frá árinu 1959 um kosningar til Alþingis. Margir hafa orðið til að efast um að undirskrifta- söfnun sú sem Benedikt Bogason og fleiri hafa staðið að um að skora á dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra að leiða sjálfstætt framboö til komandi alþingiskosninga sé í samræmi við kosningalögin. „Við teljum að þetta sé fyllilega lög- legt,” sagði Benedikt Bogason verkfræðingur. „Það liggur enginn listi fyrir. Þetta eru engin meðmæli og þetta er án skuldbindinga um stuðning. Þetta er bara áskorun á manninn þannigaðvið teljum að þetta sé í samræmi við lögin.” — En þaö segir engu að síður í lögunum ,,að safna undirskriftum undir áskoranir um framboð til þing- mennsku”. Er þetta eitthvað annaö sem þið voruð að gera ? „Við skoðuðum þetta nú aðeins og höguðum okkar vinnubrögðum með hliðsjón af því. Við teljum að þetta gangi ekki á sveig við lögin. Þetta hefur verið gert áður í kosningum að menn hafa safnað svona undirskriftum í laumi og átt þetta en ekki sýnt það. Þegar textinn lá fyrir var þetta borið undir lögfræðing og eins hvemig þetta yrði unnið. Lögfræðingurinn taldi að þetta væri tvímælalaust ekki brot, eins og textinn hjá okkur hljóðaði. Að það væri beinlínis verið að safna undir- skriftum undir framboð sem hægt væri að nota sem slíkar í þágu framboðsins, heldur væri þetta rekið sem skipulögð tilmæli. Við vorum ekki með opinbera undirskriftasöfnun heldur gékk þetta milli trúnaðarmanna sem höfðu svo samband. „Við undirritaðir skorum á dr. Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra að leiða sjálfsætt framboð til komandi alþingiskosninga 1983.” Þetta orðalag er talið vera alveg frítt frá að vera brot á þessari reglu,” sagði BenediktBogason. -KMU. Lætur betur að vinna innan flokks — segir Helgi Már Arthursson „Skýringin á því af hverju ég tek 4. sætið á lista Alþýðuflokksins í Vest- fjarðakjördæmi er sú að mér lætur betur að sinna pólitískum áhuga- málum mínum innan flokks en utan,” sagði Helgi Már Arthursson í samtali við DV í gær. Það hefur vakið nokkra athygli að Helgi Már skipar sér nú í raðir Alþýðuflokksmanna. Hann var með Vilmundi Gylfasyni í uppgjöri hans innan Alþýðuflokksins og tók auk þess þátt í undirbúningi að stofnun Bandalags jafnaðarmanna. Helgi Már var spurður hvers vegna hann hefði hætt að vinna í Bandalagi Forseti íslands til Frakklands Forseti Islands, Vigdís Finnboga- dóttir, hefur þegið boð forseta Frakk- lands, Francois Mitterand, um að koma í opinbera heimsókn til Frakk- lands dagana 12. til 15. april næstkom- andi. JBH jafnaðarmanna. Sagði hann skýringuna þá sem hann nefndi fyrir því að taka 4. sætið fyrir vestan. Aðspurður um hvort lagt hafi verið að honum, einhvers staðar frá, að taka sætið, sagði Helgi Már: „Það voru ákveðnir aðilar fyrir vestan sem óskuðu eftir því að ég gerði þetta.” JBH Sústutta I DV á fimmtudaginn var sagt frá „Sunnudegi í Skálafelli”. Þar birtist meðal annars mynd af krakka að renna sér á skíðum og með myndinni var fjallaö um „þann stutta” eins og hér væri strákur á ferð. Svo var reyndar ekki, heldur var það stelpa. Sú stutta heitir Ásta María og er alveg að verða fimm ára. Um leið og við biðjum Ástu Maríu afsökunar óskum við henni til hamingju með afmælið sem er 10. apríl. -óm utiuf Kr. 617,- ogkr. 645,- Póstsendum GLÆSIBÆ SÍMI82922 Aldrei meira úrval af kommóðum 3skúffur - 1375,- 4 skúffur - 1575,- 5 skúffur — 1778,- 6 skúffur - 1986,- 3 skúffur í stað einnar efst + 195,- Breidd 80 cm. Dýpt 40 cm. Hæð 56 til 101 cm. 4 skúffur - 1292,- 8 skúffur — 1980,- Breidd 45 cm. Dýpt 40 cm. Hæð 71 og 131 cm. sunflMEffi Háteigsvegi 20 - Sími 12811 ODYR í þessari 15 daga póskaferð i sólskins- og skemmtanalífsparadísina á Mallorka eru aðeins 8 vinnudagar. Búið á glœsilegu og vinsœlu íbúðahóteli, TRIANON, alveg viö hina vinsœlu Magaluf-baðströnd. Allar ibúðir meö sólsvölum út að ströndinni móti sól. Svefnherbergi og stofur vel búnar húsgögnum, flísalögð böð og vel búin eldhús meö öllu tilheyrandi. Lyfturnar ganga beint niður á sund- laugarsvœðið þar sem einnig eru barir og lóttar matarveitingar. Sórstök barnasundlaug. Af sundlauga- og sólbaðssvæði byggingarinnar er gengið beint út í sondinn (þarf ekki einu sinni að fara yfir götu). PÁSKAFERD TIL MALLORKA Brottför 30. mars — heimflug 13. apríl — 15 dagar. Verð frá kr. 9.800 AÐRAR FERÐIR OKKAR: KANARIEYJAR alla þriðjudaga LANDIÐ HELGA páskaferð 29. mars VOR Á MALLORKA 13. apríl—28 dagar. NOTIÐ FJÖLSKYLDUAFSLÁTTINN / WWÆf - ^ \ og takip börnin míep í sólina / (Hugfaöir) PANTIÐ STRAX ÞVÍ PLÁSSIÐ ER TAKMARKAÐ Vssturgötu 17 Simar 10661,15331 og 22100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.