Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1983, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1983, Page 34
34' DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS1983. D/EGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL I skjóli Æskulýðsráðs: Blaðaútgáfa, tölvunámskeið, skrautfiskar... Á vegum Æskulýðsráös Reykjavíkur fer fram margvíslegt tómstundastarf. Það sem flestir þekkja eru æskulýðsmiðstöðvarnar. Þar starfa hópar unglinga í klúbb- um. Þeir bera nöfn í samræmi við megináhugamál, t.d. borðtennis-> klúbburinn og tónlistarklúbburinn.l En þeir heita líka Skálkar, Dýrlingar og Villikettir, svo nokkur dæmi séul tekin. Þessir klúbbar taka síðan fyrir ýmis verkefni. Við ákváðum að, grennslast fyrir um blaðaútgáfu í tveimur æskulýðsmiðstöðvum. í Þróttheimum er nýútkomið blað í Tónabæ er verið að vinna að blaði. En Æskulýðsráð sér um fleira en féiagsmiðstöðvar. Á vegum þess er siglingaklúbbur, reiðskóli og fleira. Ráðið sér einnig um ýmiss konar tómstundastarf í skólanum. Þá geta áhugafélög unglinga fengið inni að Fríkirkjuvegi 11 án þess að borga húsaleigu. Við litum inn eitt fimmtu- dagskvöldið og þá var sægur barna, unglinga og nokkrir fullorðnir mætt- ir á fund hjá félagi íslenskra skraut- fiskaáhugamanna, skammstafað FISK. Heimapósturinn íÞróttheimum: „Fjallar aðal- lega um okkur sjálf' „Blaðið fjallar um skíði, það er viðtal við starfsmenn í Bláfjöllum í því, strák sem sækir Þróttheima, svona ærslabelg, og fieira.” Það er Hugrún Haraldsdóttir úr rit- nefnd Heimapóstsins, blaðs félagsmið- stöðvarinnar Þróttheima sem taiar. Við sitjum í aðalsal miðstöðvarinnar og köllumst á yfir tónlistina. „Við skrifuðum allt efni í blaðið sjálf. Næsta blað ætlum við líka að vinna sjálf, sjá um útlitið ogallt.” — Hvað fannst þér þú læra mest á þessu? „Þegar ég byrjaði þá var ég fremur léleg í stafsetningu. Þegar ég svo þurfti að fara að skrifa lagði ég hart að mér til að bæta það.” Eruðþiðmörg? „Það voru margir sem byrjuöu í þessu en nú erum við 7 eftir.” Hvemig borgið þið blaðið? „Það er borgað með auglýsingum. V ið fengum lítið af auglýsingum í þetta skipti þannig að við höfum oröið að biðja fólk um frjáls framlög þegar við höfum boðið blaðið. Við ætlum að ganga með það í hús í öllu hverfinu og Tónlistarhópur Tónabæjar reynir að koma saman hugmynd að forsíðu blaðs sins. Á myndina vantar umsjónarmennina og hundana íhópnum. &V-ljósmynd GVA. Tónlistarhópur Tónabæ jar í blaðaútgáf u: Allt frá Iron Maiden til pillunnar Tónlistarhópur Tónabæjar er að fara að gefa út blað. Hópurinn er skipaður slatta af strákum, tveimur stelpum, tveimur leiðbeinendum og þremur' hundum. Einn hundurinn var forfallað- ur þetta kvöld. Hvemig datt ykkur í hug að fara að gefa út blað? „Við héngum bara og gerðum ekki neitt, svo datt okkur þetta í hug. Við höfum aldrei gert þetta áður. Þetta var forvitni, mikið.” Hvernig skrifið þið blaðið? Var nám- skeið fyrst um uppbyggingu greina og fjrirsagna? „Nei, við skrifuðum bara um það sem okkur sýndist. Við prófuðum okkur bara áfram og svo var gagn- rýnt. Við skrifuöum greinarnar heima og svo lásum við og umsjónarmennirn- ir greinamar og gagnrýndum. ” Hvað eruð þið gömul? „Við erum 16 ára og elsti hópurinn í Tónabæ. Við erum úr Hagaskólanum, MH og Iðnskólanum. Um hvað f jallar blaðið? „Það er viðtal við DRON (Danshljómsveit Reykjavíkur og ná- grennis), grein um video, grein um Iron' Maiden, hundahald, viðtal viö einn úr hópnum sem vann í plakatkeppni Æskuiýðsráðs. Svo er grein um pill- una.” Hver geröi hana? önnur stúlkan í hopnum gengst við því. Hvers vegna skrifaðirðu um pilluna ? „Eg rakst á bækiing frá landlækni. Þetta liggur í apótekum, þar sem eng- inn tekur eftir því. Svo er ekki víst að allir þori að spyrja um svona bækling,” skýtur einn strákurinn inn í. Er gaman að gera svona blað? Hópurinn lætur i ljós blendnar til- finningar. Það kemur í 'ljós að það langar að minnsta kosti engan til að vera auglýsingastjóri. „Maður hefur frekar misst áhugann á þessu drasli,” segir einn bitur. Það eru þessar hel- vítis auglýsingar. Það eru þó ekki aliir svona neikvæðir í hópnum. Inn á milli heyrast athugasemdir um að maður þekki þetta nú betur. Er enginn sem hefur farið út í þetta af brennandi þörf fyrir að tjá sig á prenti? Eru engar smásögur í blaðinu? Böndin berast strax að annarri stúlk- unni sem hefur sýnt hinum ljóð eftir sig. Hin gefa fremur lítið út á innri þörfina. Sum hafa bara unnið að auglýsingaöflun, önnur hafa skrifað grein og aflað auglýsinga, einn viöur- kennir að hafa ekki gert neitt. Ofreynsla, Skyggnir eða Rifrildi Hvað verður blaöiö stórt og hvernig ætlið þið að dreifa því? Það verður 3000 eintök. Því verður dreift ókeypis um Hlíðamar og í hinar féiagsmiðstöðvarnar. Hvað á það að heita ? „Við erum ekki búin að ákveöa neitt nafn. Það koma þrjú nöfn til greina, Ofreynsla, Skyggnir og Rifrildi.” (Síðasta nafnhugmyndin mun tilkomin vegna háværra skoðanaskipta sem stundum f ara f ram í hópnum.) Hvemig h'st ykkur á félags- miðstöðvarnar? „Þær eru ekki nógu vel sniðnar fyrir krakka sem komnir eru yfir 15 ára. Það hafa komið upp hugmyndir um að að fá að breyta kjailaranum og hafa hann fyrir unglinga sem em orðnir 16 áraogeldri.” Hvað hafið þið gert fleira en pæla í tónlist saman og reyna að koma saman blaði? „Við höfum farið í ferðalög í Saltvík og ölfusborgir.” Eruð þið í einhverjum fleiri klúbb- um? Einn .hefur verið í klúbb sem heitir Kjallaraklúbburinn og annar er í skíðaklúbb í Iönskóianum. „Má bjóöa þér getraunaseðla,” segir hann. Eg af- þakka og fer að tygja mig. Eftir situr klúbburinn og er að fara að deila um hvemig forsíða blaösins eigi að Uta út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.