Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 10
10 DV. MIÐVIKUDAGUR 30. MARS1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Danski landbúnaðarráðherrann harðorður í garð Svía: SVÍAR HAGNAST Á ERFIÐLEIKUM DANA Danir eru allt annaö en ánægðir meö nágranna sína handan Eyrar- sunds um þessar mundir. Þaö kom vel fram á fundi landbúnaðarráð- herra Noröurlanda í Stokkhólmi í síöustu viku. Á fundinum var hart deilt um innflutningsbann þaö sem Svíar, Norðmenn og Finnar hafa sett á danskar landbúnaöarvörur vegna eins gin- og klaufaveikitilfellis sem vart varö á Fjóni fyrir tveimur mánuðum. Reiði Dana beinist eink- um gegn Svíum í þesssu máli því augljóst er aö Svíar hafa grætt á banninu sem hvilir á dönskum landbúnaöarvörum og Danir telja það einmitt meginástæðu þess hversu Svíar fara sér hægt í aö afnema banniö. Ekki haldbær rök „Þaö finnast ekki haldbær rök fyrir banninu,” sagöi Niels Anker Kofoed, landbúnaðarráðherra Dana, á fundinum. „Þaö er furðulegt aö Svíar flytja inn kjöt frá vissum landshlutum í Ungverjalandi (en gin- og kiaufaveiki hefur nánast verið landlæg þar),” bætti ráöherran við. „Á sama tíma er allur innflutn- ingur stöövaöur frá Danmörku. Viö getum boöiö upp á kjöt frá Norður- „Þetta er einræöisriki og þingfor- setinn er fyllibytta.” Eitthvaö á þessa leið hefur Veikko Vennamo komist aö orði í finnska þinginu. Þessi 69 ára gamli og óvenjulegi stjórnmálamaður varð ótvíræður sigurvegari í finnsku þingkosning- unum í siðustu viku. Dreifbýlis- flokkur hans gerði þá meira en að tvöfalda fylgi sitt, fékk 9,7% atkvæða en hafði áöur 4,6%. Flokkurinn fékk nú 17 menn kosna á þing. Þessi mikla fylgisaukning var í engu samræmi við það sem skoðana- kannanir fyrir kosningarnar höfðu bent til og almennt var talið að Dreif- býlisflokkurinn væri að deyja út í finnsku stjórnmálalífi. Lrtið fylgi í forsetakosningunum Veikko Vennamo bauð slg fram við forsetakosningarnar í fyrra en fékk Jótlandi, Sjálandi og Borgundar- hólmi, þ.e. stööum þar sem viö getum veriö öruggir um aö ekki er minnsta hætta á gin- og klaufa- veiki,” sagðiKofoedennfremur. En orö danska landbúnaöarráð- herrans dugöu ekki til að sannfæra starfsbræður hans frá Noregi, Sví- þjóð og Finnlandi. „Við erum áhyggjufullir vegna upplýsinga um aö hér sé um aö ræöa áður óþekktan vírus. Þaö kann aö hafa veriö um líf- seigt smit að ræöa frá gin- og klaufa- veikifaraldrinum á síöasta ári,” sagði Svante Lundkvist, land- búnaöarráöherra Svíþjóðar. Svante Lundkvist vék sér hins vegar undan því aö svara þeirri spumingu fréttamanna hvers vegna Svíar gætu ekki flutt inn kjöt frá þeim landshlutum Danmerkur þar sem veikinnar hefur ekki oröiö vart, á sama hátt og þeir flytja inn kjöt frá smitfríum landshlutum í Ungverja- landi. i Milljarðatap Venjulega kaupa Svíar danskar landbúnaöarvörur fyrir 100 milljónir s.kr. á ári og Norðmenn fyrir um 30 milljónir. En þaö eru ekki þessar peningaupphæöir sem valda Dönum þá sáralítið fylgi og var þaö talin vís- bending um að dagar flokks hans væru senn taldir. En nú, rúmu ári síðar, er hann ásamt Pekka syni sinum ótvíræður sigurvegari þing- kosninganna. Dreifbýlisflokkurinn er dæmi- gerður óánægjuflokkur, þ.e. spilar fyrst og fremst á óánægju kjósenda. Veikko Vennamo er þekktur fyrir allt annað en að reyna að flækja málin fyrir kjósendum. Þvert á móti er málflutningur hans gjarnan eitt- hvað á þessa leið: Björgum ellilif- eyrisþegunum, útvegum ölium at- vinnu og eflum kaupmáttinn. Ef Vennamo gamli er spurður hvernig hann hyggist fjármagna hamingju- rikið sem hann boðar, hlær hann og svarar: „En sú spurning. Vitiö þið ekki aö hér i laudi er fjármunum sóað í alls kyns óþarfa. Við munum sjá tfl þess að peningamir hafni þar sem þörf er fyrir þá.” mestum áhyggjum heldur sú staö- reynd aö hin stóru og þýöingarmiklu markaöslönd þeirra, Japan og Bandaríkin, halda að sér höndum vegna afstööu nágrannaþjóöa Dan- merkur. Tap danska þjóöarbúsins skiptir því milljörðum. A sama tíma hafa Svíar notfært sér þaö skarö sem opnast hefur á mörkuöunum í Bandaríkjunum og Japan og er nú svo komið aö sænska svínakjöts- f jalliö er nær uppurið. „Það hefur ekki komiö upp gin- og klaufaveiki á Borgundarhólmi síöan árið 1945,” sagði danski landbúnað- arráöherrann. Niels Anker Kofoed: Rök Svia ekki haldbær. Tíðrætt um spillingu Þessi einföldu og stuttorðu svör virðast hafa gengið i kjósendur. Dreifbýlismönnunum hefur á hinn bóginn orðið tíðrætt um spfllinguna i stjórnmálalifinu og hafa þá ekki sparað orðin: „Handtökum þrjót- ana,” hefur Veikko gamli gert að einu af helstu slagorðum flokksins og það hefur hitt í mark. Hvert hneykslið á fætur öðru hefur enda komið upp meðal finnskra stjórn- málamanna í haust, þó frægast sé kannski er Karjalainen, ríkisbanka- stjóri og fyrrum forsetaframbjóð- andi, var svo fullur í haust að fresta varð gengisfeflingu finnska marks- ins af þeim sökum. Vennamo settur í þingbann Finnskir kjósendur hafa ekki látið það aftra sér frá að kjósa Dreif býlis- flokkinn að Veikko Vennamo hefur á „Hættan á gin- og klaufa- veiki þar er því ekki hótinu meiri en á Skáni,” bætti hann við. Kofoed sagði einnig: „Viö munum fylgja þessu máli eftir á ráöherra- fundinum í Briissel eftir helgina,” sagöi hann og beindi oröum sínum til Svante Lundkvists. En Svíar halda fast viö fyrri afstööu. Mögulegt er þó aö hún breytist eftir aö sérfræðingar í gin- og klaufaveiki hafa þingað í Róma- borg 10. og 11. april næstkomandi. Þar verður meðal annars fjallað um ástandið í Danmörku. -GAJ, Lundi. Svante Lundkvist: Áður óþekktur stundum hagað sér þannig i finnska þinginu að ýmsir vflja kenna við hneyksll og að hann hafi oftar en elnu sinni verið settur í þingbann. Eitt sinn var hann útilokaöur frá þinginu í hálfan mánuð vegna þess að hann hafði læst þingflokksherbergi Dreif- býUsflokksins og þannig ætlað að koma i veg fyrir að nokkrir and- stæðingar hans yrðu af þingflokks- fundi. „VandræðagemUngar hafa ekkert hér að gera. Það skiptir engu máU þó þeir séu þingmenn,” sagði hann til útskýringar hinu óvenjulega tiltæki. Stór hluti finnskra kjósenda hefur nú sýnt óánægju sina í verki með því að kjósa þann flokk, sem óhrædd- astur hefur verið við að gagnrýna spiliinguna og valdníðsluna i finnsku stjórnmálalifi, jafnvel þó fæstir trúi því að þær lausnir sem flokkurinn boðar séu f ramkvæmanlegar. GAJ, Lundi. Jafnvel Norib mönnum leiöist Hyland Lennart Hyland, hinn gamalkunni sænski sjónvarpsmaöur, á sannarlega ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Hann hefur nýverið endur- vakiö skemmtiþátt sinn, sem hér á árum áöur var langvinsælasti þáttur- inn í sænska sjónvarpinu. En nú er öldin önnur. Gamli maöurinn þykir engan veginn ná upp þeirri léttu og skemmtilegu stemmningu sem geröi þætti hans svo vinsæla hér áöur fyrr. Nú þykja þættir hans bæöi langdregnir og leiðinlegir. Þættirnir eru sýndir samtímis í Noregi og Svíþjóö og hefur haröasta gagnrýnin komiö frá Norðmönnum og eru þeir þó ýmsu vanir og viöurkenna meira að segja sjálfir aö norska sjón- varpið sé sennilega þaö leiöinlegasta í allri Vestur-Evrópu og jafnvel þótt víðar væri leitaö. Er nú svo komið aö Stenin Roger Bull, yfirmaöur skemmtideildar norska sjónvarpsins, hefur ákveöiö aö bregöa sér til Stokkhólms og aöstoöa Hyland viö næstu þætti. I Svíþjóð binda menn þó litlar vonir við þessa norsku aðstoö. -GAJ, Lundi. Rydeherg fannst látinn eftir mánuð Georg Rydeberg, einn kunnasti leikari Svía, fannst látinn í íbúö sinni í Stokkhólmi í síöustu viku. Rann- sókn leiddi í ljós að Rydeberg haföi legiö látinn í íbúö sinni i heilan mánuö áöur en nágranna hans fór að gruna aö ekki væri allt með felldu og gerðu lögreglunni aðvart. Rydeberg var 75 ára gamall er hann lést. Kunnastur er Rydeberg fjrir leik sinn í fjölmörgum kvikmyndum, einkum frá fimmta áratugnum. Hann starfaði lengi við Dramaten í Stokkhólmi og lék einnig í ýmsum útlendum leikhúsum, einkum í Dan- mörku og Finnlandi. Þaö hefur vakiö furðu margra aö einn dáðasti og virtasti leikari Svía skuli hafa legið látinn í íbúð sinni í heilan mánuð án þess aö hans væri saknað. Skýringuna mun aö finna í því að Rydeberg hafði sjálfur oft lýst því yfir aö hann vildi fá aö vera í friöi og gat því átt þaö til aö taka símann úr sambandi jafnvel dögum saman. -GA J, Lundi. Myndum ævi Ingemars Johans- sonar Svíar hafa ákveðið aö gera mynd um ævi Ingemars Johanssonar, fyrrum heimsmeistara í þungavigt hnefaleika. Gert er ráö fyrir aö myndin veröi þriggja tima löng og hún á aö vera tilbúin til frumsýningar á næsta ári en þá verða liðin 25 ár frá því að Ingemar tryggöi sér óvænt heimsmeistaratitil- inn meö því aö rota Bandaríkjamann- inn Floyd Pattersson. Þrátt fyrir aö Ingemar sé kominn yfir fimmtugt og vel yfir 120 kíló á þyngd æfir hann enn íþróttir af kappi. Á dögunum tók hann þátt í hinni erfiöu Vasaskíöagöngu og lauk henni á rúmum níu klukkustunduir. sem þótti vel af sér vikið hjá manni í hans þyngdarflokki. I fyrrasumar tók hann þátt í maraþonhlaupi í Stokkhólmi og háöi þar einvígi viö Floyd Pattersson, hinn gamla keppinaut sinn. Þaö var ójöfn barátta. Bandaríkjamaöurinn var meira en þrjátíu kílóum léttari en Ingemar og þaö sagði til sín. Hann sigraöi Ingemar meö yfirburöum. -GAJ, Lundi. Velkko gamll Vennamo, sem nú gegnir heiðursformennsku í Drelfbýlisflokknum, notfærði sér vel þau hneykslismál, sem einkennt hafa finnskt stjórnmála- líf í vetur. Kjörorö hans var einfalt: „Handtökum þrjótana” og það hitti í mark. Flokkur hans meira en tvöfaldaði fylgi sitt þrátt fyrir að því hafðl verið spóð að dagar flokksins í finnskum stjóramálum væra taldir. vírus. Furðufuglinn Vennamo nýtti sér spillinguna: Handtökum þrjótana — var slagorð hins óvænta sigurvegara í f innsku kosningunum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.