Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 16
16 DV. MIÐVKUDAGUR 30. MARS1983. Spurningin Hver verður næsti forsætisráðherra? Helgi Magnússon sendibilstjóri: Eg giska á aö það veröi Vilmundur. Kolbrún Baldursdóttir húsmóðir: Cg held að ég spái engu um það. Guðrún Ingvarsdóttir húsmóðir: Eg veit það ekki og ég held það sé ómögu- legt að spá um það eins og málin standa núna. Ingibjörg Eiðsdóttir, vinnur við rsstingar: Eg veit nú ekki. Eg vil engu spáumþaö. Barði Heigason sjómaður: Nú get égj ekki dæmt. Það er varla hægt á þessuj stigi. Pétur Björgvinsson húsasmiður: Þaðj er ansi hreint erfitt að svara því að svo komnu. Eigum við ekki að segja Geir Hallgrímsson. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Bjórinn: Krefjið frambjóð- endursvara! 6758-9890 skrifar: Það er nú svo komið fyrir mér, og ég veit að þannig er málum háttað hjá fjölda annarra kjósenda í þessu landi, að mér finnst erfitt að gera upp hug minn um það hvaða lista ég á að greiða atkvæði mitt í komandi kosningum. Við Islendingar höfum vanist óðaverð- bólgu, óðaskattheimtu og óðamála stjórnmálamönnum svo aö við kippum okkur ekki upp við slíkt. Svo þykkur er orðinn á okkur bjórinn að þó feilskot stjórnmálamannanna finni ætíð mark sitt í buddum okkar bregður okkur ekki. Nú er ég svo gamall sem á grönum má sjá og hef alia mína hundstíö beðið eftir því aö blessaðir stjórnmála- mennirnir taki á því máli sem ég tel eitt muni skipta sköpum um velfarnaö þessarar þjóðar, í þessu harðbýla landi, á þessum síðustu og verstu tím- um. Enn sem komið er hef ég ekki séð kosningaplögg annarra flokka en Alþýðubandalagsins og Sjálfstæðis- flokksins. Ekki er aö sjá aö þessir flokkar hyggist breyta því sem breyta þarf! I „samstarfsgrundvelli” Alþýðu- bandalagsins er ekki minnst á það. Og Sjálfstæðisflokkurinn lætur eins og það sé ekki til. Eg á hér að sjálfsögðu við bjórinn! Eftir því sem við Islendingar kom- umst í nánara samband við umheim- inn því skammarlegri verður afstaða okkar í bjórmálinu. Nú var sjónvarpað beint frá Wembley um helgina, en eng- an bjór haföi maður til þess aö drekka á meðan snillingarnir léku sér á gras- inu! Engin brjóstbirta, aðeins brjóst- sviði! Þjóðarmeinsemd Islendinga er skap- ofsi þeirra og óbilgirni. Ef nokkur von á að vera til þess að ná þjóðarsátt um þungar efnahagsráðstafanir, ef nokk- ur vinnufriður á að gefast á þingi og í ríkisstjórn er það frumforsenda að landsfeöurnir, svo og þegnamir, fái að njóta þessa besta slökunarlyfs í heimi. Ef þingmenn og aðrir Islendingar gætu aöeins komið við á knæpu í matartím- anum, fengið sér samloku og tvo bjóra, yrði andrúmsloftið betra og samstarfið hugheilla. Því skora ég á landsmenn alla að krefja frambjóðendur skýlausra svara um afstöðu þeirra til bjórmálsins og kjósa þá frambjóðendur eina sem eru tilbúnir að beita sér fyrir framgangi þessa þjóðþrifamáls. Ella sitjum vér þyrstir Islendingar heima á kjördag og leggjumí! Övirk andstaða? Ekki ef við bjóðum nágrönnunum upp á sopa og snúum þeim til fylgis við málstaðinn! Lifi gestrisnin og bjórgerillinn! „Nú var sjónvarpað beint frá Wembley um heigina, en engan bjór hafði maður til þess að drekka meðan sniiiingarnir ióku sór é grasinu! Engin brjóstbirta, aðeins brjóstsviði!" segir 6758-9890 meðal annars i brófi sínu. „ ökumaður i góðu skapi er áreiðanlega betri en sá sem legið hefur lengi sótrauður á flautunni, bölvandi öllum fifiunum i kringum sig," segir 7910- 7352. Umffeidarmenning íslend- inga hef ur stórbatnað 7910-7352 skrifar: Eg fullyrði að umferðarmenning okkar Islendinga hefur stórbatnað á undanförnum árum. Það er æ algeng- ara á annatímum að menn stoppi reglulega til að hleypa þeim sem á bið- skyldunni híma fram fyrir sig inn á aöalbrautina. Þessu fylgja jafnvel stundum glaðlegar kveðjur þar sem þakkað er fyrir með vingjarnlegu vinki. Eg er sannfærður um að þessi breyt- ing hefur orðið nú á síöustu árumög er til ómældra bóta í umferðinni. Öku- maður í góðu skapi er áreiðanlega betri en sá sem legið hefur lengi sót- rauður á flautunni, bölvándi öllum fífl- unum í kringum sig. Eg held að með því að halda áfram á þessari braut, að vera vingjarnlegur og þakka þegar vingjarnleikinn er endurgoldinn, getum við bætt íslenska umferðarmenningu mikið. Myndir af nöktu kvenfólki: „Ekki gleður þetta okkur konurnar” 9392-4959 og 9036-3255 skrifa: Við erum hérna tvær sem getum ekki orða bundist lengur. Við hefðum nú haldið að við Islendingar værum frek- ar jafnréttissinnaðir en þegar maður flettir í gegnum DV þá fer maður aö ef- ast. Nú líöur varla sá dagur að þið birt- ið ekki myndir af nöktu kvenfólki. Hvaö er eiginlega að ykkur? Til hvers haldiö þið að kvenfólk sé? Haldið þið aö það sé eitthvert fallegt skraut til að gleðja auga karlmanna? Ekki gleður þetta okkur konurnar. Getið þið karl- mennirnir, sem hafið svona mikinn áhuga á beru kvenfólki, ekki haldið konum fyrir ykkur sjálfa og sleppt því að troöa þessu upp á almenning? Vant- ar ykkur efni í blaöið? Viö skiljum ekki hvers vegna enginn hefur kvartað yfir þessu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.