Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 4
4
DV. MIÐVIKUDAGUR20. APRÍL1983.
jrDumfrles Fwest.Pa!
:S! i -ílkj, .- •
•Stranraer 1
Þjóðbúningar
Skotarnir frá Irlandi komu með
litskrúöugan klæðnað með sér til Skot-
lands ásamt sekkjapipum og þó
bannaö væri að nota þennan klæðnað
og leika á sekkjapípur hefur þetta
hvort tveggja fest svo rætur í þjóðlifinu
að telja verður til séreinkenna og stolts
hvers hálendingsskota. Um pilsin og
sekkjapípumar hafa verið skrifaðar
margar bækur. Má í því sambandi
minnast á pils „the clans” þ.e. há-
landaættanna, sem hver fyrir sig hefur
sérstakt munstur (Tartan) í pilsum
sínum (kilts), og haldist hafa svo
öldum skiptir. Árlega má kynnast
þessu á svonefndum „Highland-
Gatherings” þar sem Skotar safnast
saman í þessum litríku þjóðbúningum
sínum og skemmta sér að skoskri hefð,
eitt af mörgu sem vekur athygli feröa-
manna hvaðanæva að. Eitt þessara
móta og ef til vill það merkasta er
haldiö árlega við Braemar, sem liggur
norður af Perth og er það haldið í
september.
Það er ekki auðvelt fyrir útlending
að finna mun á hálendingnum og lág-
lendingnum, en hann er þó nokkur.
Hálendingurinn er mjög tilfinninga-
ríkur, hann sveiflast frá hinu sorg-
mædda sem oft má finna í söngvum
þeirra, til gleöinnar og skemmtanalífs-
ins sem best kemur fram á hátíðum
þeirra, en láglendingurinn er alvar-
legur og þenkjandi, staðfastur og niðri
við jörðina. En allir eru Skotar þó
hjálpsamir og vingjamlegir. Ykkur
mun einnig geöjast aö skoskunni, sem
kannski virðist í fyrstu erfitt aö skilja
en venst þegar fram líða stundir.
Atvinnufíf
Iðnaöurinn er þýðingarmesta at-
vinnugreinin í landinu, einkum þunga-
iðnaöur, þar á meðal skipasmíðar. Eru
miklar skipasmiðastöðvar meðfram
ánni Qyde gott dæmi um slíkt. Efna-
iðnaður og námugröftur em einnig í
miklum mæli og vefnaður er umtals-
verður. Allir kannast viö „Harris
Tweed” sem framleitt er á Suöur-
eyjum og prjónavörurnar, m.a. frá
Hawich við landamærin. Skoska
viskíið er mjög viðamikil útflutnings-
vara og sulta frá Dundee er flutt út um
allan heim. Þar að auki em miklir
útgerðarbæir, einkum á austurströnd-
inni.
Kirkjan
Skoska þjóðkirkjan „the Church of
Scotland” er ekki frábrugðin ensku
biskupakirkjunni „the Church of Eng-
land”. Skotamir eru meira á sveif meö
Calvin og kirkjusiöir þeirra fábrotnari,
ekki eins háð biskupa valdi og sú enska.
Stjóm kirkjunnar er „general assem-
bly” þ.e. samkunda prestlærðra og
eldra safnaðarfólks sem valið er af
fólkinu sjálfu. Fjöldi annarra safnaða
er í landinu þar á meðal katólska
kirkjan, skoska biskupakirkjan sem
minnir í mörgu á ensku biskupakirkj-
una. Frægasti mótmælendaleiðtogi
Skota var John Knox.
Saga Skota
er saga bardaga um yfirráöin í
landinu. I fyrstu var sigur unninn á
Ferðaskrifstofa Kjartans Helga-
sonar kynnir Skotland á eftirfarandi
hátt í vönduðum bæklingi:
Skotiand
ernorðurhluti Stóra-Bretlands. Landa-
mærin liggja nánast milli Solway Firth
í vestri tU Berwick Upon Tweed í
austri. Auk þess tilheyra eyjaklasarnir
Suöureyjar, Hjaltlandseyjar og Orkn-
eyjar því og er flatarmál þess þannig
um 79.000 km2 og íbúatala um 5.139.600.
Venjulega aðgreinir maður Skot-
land, þ.e. meginlandiö, í hálönd og lág-
lönd, hálöndin noröan línunnar milli
Glasgow og Edinborgar. Að sjálfsögðu
viðurkenna Skotarnir ekki þessa
greiningu því að þeir kjósa heldur að
skilgreina landið eftir héruöum og eru
fastheldniráslikt.
Há/öndin
skiptast í tvennt vegna dals sem liggur
frá Loeh Linnhe (Forth William) til
Moray Firth (Inverness). Norðan við
þennan dal eru norðvestur-hálöndin
djúpir firðir og tiltölulega nakin fjöll. A
margan hátt minnir þetta landslag á
Vestur-Noreg, þó firðir séu ekki eins
djúpir og þar. Suðaustan viö dalinn
liggja Grampianfjöllin, en þar er
hæsta fjall Stóra-Bretlands, Ben
Nevis, 1343 m hátt, rétt upp af Forth
Williams. Grampianhásléttan er
víðáttumiklar lyngheiðar, hh'ðamar
skógi vaxnar og ár renna þar um
lægöir í aflöng vötn, lochs, sem æði-
mikið er af. Þama er ekki beint um þaö
að ræöa að tindar séu snævi þaktir,
heldur virkar þetta eins og risavaxnir
árbakkar langt upp í hlíðarnar. I norð-
austri em Cairngorms fjöllin þar sem
snjórinn liggur lengur á hæstu tindum,
jafnvel allt árið, og þarna eru helstu
skíðasvæði Stóra-Bretlands, úbúin
samkvæmt nýjustu tísku.
Láglöndin
em langt frá því að vera lágslétta í
víðtækustu merkingu, en falleg og
renna margar ár þama um milli
hæöardraga sem stundum geta náð allt
að 700—800 m hæð. Breiðir og
frjósamir dalir liggja fram meö ánum;
þar eru kolanámur og iðnaður en
einnig gullfalleg hémð, svo sem Boad-
ers, landamærahémöin, Burns
Country í vestanverðum hémðunum
þar sem stórskáldiö Robert Burns ólst
upp og starfaði og Scotts Country þar
sem annað stórskáld Skota starfaði,
Sir Walter Scott, en það er austan til í
landinu.
Þjóðin
Látíö það ekki henda ykkur að blanda
saman Skotum og Englendingum.
Skotamir eru of sjálfstæðir til þess aö
viðurkenna slfkt og þetta er ekki
einungis sögusögn heldur í raun,
jafnvel í dag. Siðari ár hefur þessi
þjóöerniskennd aukist ríkulega. Þaðer
hins vegar óumdeilt aö þeir vilja
tilheyra breskri þjóð og enginn efast
umhollustuþeirra viökonungdæmið.
Skömmu fyrir byggð Islands bjuggu
í Skotlandi svonefndir piktar, sem vora
af keltneskum uppmna, síðar réðust
Engilsaxar inn i landið frá suöri en
Skotar komu frá Irlandi. Nokkm síðar
bámst þangað aöalsættir komnar frá
Normandí og það er ekki fyrr en um og
fyrir byggð íslands sem danskir og
norskir víkingar réðust inn í landið
sem kunnugt er og blönduðu blóöi við
landsmenn. Staða og mannanöfn
ásamt ýmsum sérkennum Norður-
landabúa finnast enn þann dag í dag.
Fmmbyggjar landsins töluðu þó
keltnesku og má enn heyra hana talaða
í Suðureyjum af eldri borgumm.
SKOTLAND
t»r óvið-
jafmmlegt
Lorwick*
# ORKNE'
Klfkwaii
Stornoway
íhurso#
Wick«
_EWIS
HARRtS
NORTH UIST
SKYE
►Uflapool
iViórov í irfr;
•Elgín
-SOUTH *P°«Kvleof •Jnvemess
UIST Lochalsh(\i~sg ‘ Aviemore
COLL
IREEí
,RRAFí^ •Malíai0 *\Aberdeen*
#Fort William GlenMore
*Ben Nevis ForestPark
MULL Dun.dee
lONA *Oban Perth*
■vu ^^.%/^ÓvIlForest Loch Lomond •St.Andn
-OLONSAY í’arkA * •Stirling f-'irjn of fiort
. Ö£lizabe!h; Fórsst Park„
ISLAY
AY •..... •fcdinburgh
S Glasgow
í :f!h f)f ' ARRAN Jedburqh^
Uyde *Ayr « «
---
MV
Sex IcimcIci sýn meö L tsýn
Ein af ferðum Ctsýnar kallast „sex
landa sýn”, það er hálfsmánaöar ferö
með langferðabíl frá Kaupmannahöfn
um Þýskaland, Belgíu, Frakkland,
Italíu og Sviss. Flogið er meö þotu
Flugleiða til Kaupmannahafnar og gist
á Hótel Hebron í Helgolandsgade. I bít-
iö næsta morgun er haldið af stað um
Stórabelti til Fredericia, ekið framhjá
Hamborg og Bremen til Delmenhorst
og gist þar. Þriðja daginn er ekiö eftir
hraðbrautinni til Kölnar, þar sem
snæddur er hádegisverður og dóm-
krikjan fræga skoðuð. Síöan er haldiö
áfram um Aachen yfir landamærin til
Belgíu. Gist er á Herstal rétt hjá Liége
á Hótel Post House. Daginn eftir er ek-
ið yfir belgísku- og frönsku landamær-
in og snæddur hádegisveröur á leiðinni
en komið til Parísar síðdegis þar sem
gist er 3 nætur á Hótel Albert.
Næstu tvo daga er d valist í borg lífs-
gleðinnar og listarinnar en París er ein
fegursta borg Evrópu og hefur upp á
flest að bjóða sem hugurinn kann að
gimast. Tilhögun er frjáls en þátttak-
endum gefst kostur á kynnisferöum
um borgina og til Versala. A sjöunda
degi er ferðinni síðan haldiö áfram
suður á bóginn til Cablis, sem kallaö
hefur verið ,JIið gullna hlið
Bourgognehéraðsins”, og haldið
áfram til Beaunne, höfuðborgar
Bourgogne. Á leiðinni þangað er ekiö
um vínekmrCoted’oreða Gullhæöir —
frægasta vínyrkjuhérað heims. Snædd-
ur er hádegisveröur í Beaunne. Til
Lyone er fylgt ánni Saone og áfram
suður til Orange um Rhonedalinn en
þar er gist.
Næsta dag er haldið af stað eftir
hraöbrautinni í gegnum hiö fagra
Provencehérað með borgina Aix-en-
Procence áleiðis til Frönsku Rivier-
unnar. Til Nice er komið um hádegið.
Framundan er Riviemströndin meö
Cap Ferrat, Monaco, Cap Martin og
Menton.
I Nice er dvalið næstu tvo daga.
Borgin er oft kölluð „Drottning Cote
d’Azurs”. Þar er hægt að njóta
veðurblíðunnar í fögru umhverfi með
afar fjölbreyttum gróðri og litríku
blómaskrúði. Hægt er að synda í sjón-
um, sem er blátær, eða liggja í sólbaði
á ströndinni. Nice er bæði heillandi og
spennandi borg, þar er fjörugt götulíf,
stórar verslunargötur, ópera, lista-
söfn, spilavíti og næturklúbbar. Gist
verður á Hótel Carlton.
Á ellefta degi er haldið af staö heim-
leiöis frá Nice. Ekið er til Italíu og við
Ventimigilia er haldiö í norðurátt eftir
fögmm fjallvegi framhjá Savigiliano
og til Torino þar sem snæddur er há-
i