Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 33
White house
íbúðir
Ibúðirnar í White House eru í senn
nýtískulegar og þægilegar. I þeim eru
eitt eða tvö svefnherbergi, eldhús með
öllum nauðsynlegum eldunartækjum
og boröbúnaði, setustofa, baðherbergi
og rúmgóðar svalir. Allar íbúðir eru
loftkældar. White House stendur við
strandgötuna sjálfa og ströndin er í
örfárra metra fjarlægð.
Hótel Margi House
Hótel Margi House býður nýtískuleg
herbergi sem öll eru loftkæld, búin bað-
herbergi, síma, útvarpi og svölum.
Rúmgóð setustofa, bar, spilaherbergi,
sjónvarpsherbergi, veitingasalur og
verslun auka enn frekar á vellíðan. I
hótelgaröinum er sundlaug og stutt er
til strandarinnar.
Skoðunarferðir
Efnt er til fjölda skipulagðra skoð-
unarferöa um meginlandið og nálægar
eyjar. Auövelt er einnig aö ferðast um
Grikkland á eigin vegum og víst er um
þaö að endalaust má finna sér
skemmtilega og áhugaverða áfanga-
staöi í siglingum og ökuferöum.
Aþena
I hálfs dags skoöunarferö um Aþenu
er ekiö um miðborgina, framhjá
leifum hins mikla Seifshofs og íþrótta-
leikvanginum þar sem ólympíuleik-
arn.'r voru endurvaktir eftir nær 1500
ára hlé. Ekiö er inn til aðaltorgs Aþenu,
Syntagma, en þar stendur m.a.
þinghúsið (fyrsta konungshöll hins
frjálsa Grikklands) og gröf óþekkta
hermannsins.
Frá torginu er haldið niður Háskóla-
götuna, með öllum sínum þekktu
byggingum, niður að Omonia-torgi og
síöan ekiö aö dómkirkjunni og þaðan
að Philopappushæð meö ágætu útsýni
yfir á Akrópólis og úthverfi Aþenu sem
umlukin eru fallegum f jallahring.
Og þá er komiö aö Akrópólishæðinni
sjálfri, hinum fornhelga stað Aþenu-
manna, með leifum bygginga frá
gullöld Aþenu, 5. öld f.Kr. I noröurhlíö
Akrópólis er elsta hverfi Aþenu, Plaka,
Standa atltaf fyvhr sínu
sem iöar af lífi og f jöri fram eftir nóttu
en hvílist í friðsæld að degi til.
Argo/is
Þetta er heils dags ferð þar sem ekið
er yfir á Pelopsskagann, land goð-
sagna og töfra. Það var ekki fyrr en
1882 að sægur fornra minja uppgötv-
aðist í Mykenu og í þessari hringferð
um Argolishéraðið má nánast við
hvert fótmál ganga fram á rústir og
leifar ævafornrar búsetu.
Viö ökum meö ströndinni til Kórinþu-
ákurðar, skoðum gömlu Kórinþu og
höldum áfram til Mykenu með Ljóna-
hliðinu og grafhvelfingunum frægu.
Áfram er ekiö til Argos, Naupliu,
fyrstu höfuöborgar hins frjálsa
Grikklands, og Epidavros, þar sem
grískir harmleikir eru enn fluttir á
hverju sumri. Þetta er best varðveitta
leikhús Grikklands, feikistórt og enn
þann dag í dag hrífandi og glæsilegt.
De/fi
Véfréttastaðurinn helgi, Delfi, liggur
í hlíðum Parnassosfjalls þar sem voru
heimkynni listagyðjanna. Leiöin til
Delfi er um 170 km löng og er ekið um
sléttur Böotíu framhjá bænum Þebu
þar sem Ödípus konungur ríkti forðum
(sbr. leikrit Sófóklesar um þann
harmleik). Stutt viökoma er í bænum
Levadia en síöan haldið áfram norður
til Arakova, lítils fjallaþorps sem
þekkt er fyrir margs konar vefnað.
Þar er áö í bakaleið og tækifæri gefst
til að versla. Frá Arakova til Delfi eru
um 10 km. Delfi var helgasti staöur
Grikkja til foma og frægur fyrir véfrétt-
ina. Landslag er hrikalegt og fagurt og
Fedriadehamrar rísa þverhníptir fyrir
ofan helgidóminn. Um síðustu aldamót
grófu franskir fomleifafræðingar upp
staðinn og eru fornminjar þær sem þar
fundust geymdar í fornminjasafninu.
Skoðaðar eru leifar Appolonshofsins og
hringleikahúsið sem er næstum heilt
og notað til leiksýninga og hljómleika-
halds. Enn ofar í hlíöinni er íþróttaleik-
vangurinn sem hefur lítiö látiö á sjá.
Fyrir neðan helgistaðinn eru rústir
bygginga, til dæmis Þolos og íþrótta-
skólans (Gymnasium), þar sem
íþróttamenn æföu fyrir kappleiki.
Fom-Grikkir töldu Delfi vera „nafla
heimsins” og staðurinn var í senn
miðstöö trúariðkana, lista og líkams-
íþrótta.
„Beint í sólina á Kanarí.” Eitthvað
á þessa leið hljóðuðu auglýsingar
sem margir minnast. En hvar eru
Kanaríeyjar? Þessar svokölluðu
paradísareyjar eru 13 talsins, þar af
sjö í byggð. Eyjamar eru undan
norðvestnrströnd Afriku en þetta em
eldfjallaeyjar. Það em Spánverjar
sem hafa ráðiö yfir eyjunum frá því
á 15. öld og því er töluð spánska á
KanarL og spánskir siðir em alls-
ráðandi. Veðurfarið er með
afbrigðum gott og munar einungis 6
stigum á meðalhita hlýjasta og kald-
asta mánaðarins. Reyndar er meðal-
hiti vetrarmánaðanna um 20 stig og
því varla að undra þótt
Kanaríeyjarnar séu fjölsóttur ferða-
mannastaður en þangað leggja leið
sína ferðamenn hvaðanæva úr
heiminum. Auk veðurblíðunnar eru
eyjarnar mjög fagrar. Borgin Las
Palmas er á þriðju stærstu eyjunni,
Gran Canaría, og þar er baðströndin
Playade las Canteras, fjögurra kíló-
metra strandlengja í hjarta borgar-
innar. Annars er Las Palmas stærsta
borgin á Kanaríeyjum með 275
þúsund íbúa og borgin stendur á
gömlum gmnni, sögu hennar má
rekja aftur til 1470. Eins og gera má
ráð fyrir eru ferðir frá Islpndi til
Kanaríeyja boðnar yfir vetrar-
mánuðina, eða frá því í nóvember og
fram í síðari hluta apríl.
Ferðaþjónusta
áÆhureyri —
beint flug
í sólina
Akureyringar n jóta nú þeirrar þjón-
ustu að geta flogið beint til útlanda
og auk þess ráðgerir Ferðaskrifstofa
Akureyrar að bjóða ferðir beint frá
Akureyri til sólarlanda ef næg þátt-
taka næst en beina flugið hefur
mælst mjög vel fyrir hjá Norðlend-
ingum, bæði sparar þaö tíma, fé og
fyrirhöfn. I sambandi við beint flug í
sólina eru líkur til þess að það verði
Mallorka sem fy rir valinu verður.
Ferðaskrifstofa Akureyrar er um-
boösaðili fyrir Ferðaskrifstofuna Or-
val í Reykjavík og selur í allar ferðir
sem Úrval býður, auk þess sem seld-
ir em farseðlar í áætlunarflugi til út-
landa og erlendis og farseðlar með
Smyrli og Ms Eddu. Beint flug frá
Akureyri vekur upp þá spurningu
hvort ekki sé fyllilega tímabært að
komið verði upp sambærilegri frí-
höfn þar og farþegar njóta annars
staðar. Eitthvað mun þó vera langt í
land með það eins og annað í upp-
byggingu þjónustu í sambandi við
flug á Islandi; heyrst hefur að frí-
höfn hafi strandað á því að ekkert
húsrými sé á Akureyrarflugvelli
fyrir slíkt fyrirtæki.
✓