Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 23
DV. MIÐVKUDAGUR 20. APRIL1983
23
AKSTIJRSLEIB 8
Þessi leiö er hugsuð sem
hraöbrautarleiö, mestan part. Borgar-
nöfn eru ekki endilega nöfn á viökomu-
stöðum, heldur heiti er birtast á veg-
vísum, eftir því sem ferö ykkar miöar
áfram. Þó er vakin athygli á ferjunni
yfir Ermarsund. Þar er gert ráö fyrir
Dover/Calais í Frakklandi. Ferðaskrif-
stofur og Farskip eru meö sérsamn-
inga viö Townsend Thoresen, sem reka
margar stórar ferjur á þessari leiö, og
því möguleikar á mjög hagstæðum far-
gjöldum.
Leiöin liggur suöur England, til
Lundúna og þaöan í ferju í Dover.
Leiöin um England liggur um fögur og
sögufræg héruö og sá sem skoöar kort
getur haft viðkomu á ýmsum stööum
— og ekið svo inn í vegaleiðina aftur.
Gert er ráö fyrir aö flestir muni eiga
viödvöl í London. Muniö aö ef þið
dveljiö þar nokkra daga er betra aö
leggja bílnum á meðan og nota heldur
almenningsfarartæki. Þaö gera allir.
Sama gildir raunar um París.
Talið er óþarft að lýsa þessum
heimsborgum í þessum línum, en þó er
vert aö nefna nokkra staöi sérstaklega,
fyrirsunnan París og a síöari hluta leið-
arinnar. Nefndar eru þær Lyon,
Orange, Monaco, San Remo, Milano,
Bellinzona, Luzern, Zttrich, Freiburg,
Triberg í Svartaskógi, Heidelberg og
Lttbeck. (Vísaö er til leiöa um
England, varöandi þau svæöi sem ekið
erumíEngland).
Tjaldsvæði er víöa aö finna á leiðinni
og eru þau merkt og þau er unnt aö
finna í vegakortum, meö táknum. I
vegkanti eru notuð tákn og ennfremur
orðin Camping, Camp Site eöa
Caravan Site.
Odýrara er að gista í smærri borgum
en stórum svona yfirleitt og vakin er
athygli á Suöur-Frakkland áður en
komið er aö Miöjaröarhafinu.
Fyrir sunnan Lyon t.d. er fjöldi
bæja, þar sem tiltölulega ódýrt er að
gista og matast.
Franska Rivieran, Cote De Azur á
frönsku, er hin fagra strandlengja sem
teygir sig frá Menton í austri til St.
Tropez í vestri. Og helstu borgir og
skemmtistaöir eru í Níce, Cannes og
Antibes. Þar er vel séö um ferðamenn
og þangaö fer auðugt fólk og frægðar-
menn, eins og flestir vita. Þó byggja
þessir staöir ekki einvörðungu á því
fólki, þannig að allir eiga aö geta fundiö
staöi viö hæfi. Oteljandi sundstaöir,
baöstaöir, skemmtistaðir, næturklúbb-
ar og spilavíti eru á þessari munaöar-
fullu strönd, og við teljum Monaco
meö. Vegna hins mikla íburðar sumra
hótela er feröamönnum ráölagt aö
fastsetja sér gistingu á þessum stað,
eöa kynna sér verð, því mjög mikill
verömunur er milli hótela og
matstaöa.
Þaö væri aö æra óstööugan að reyna
aö leiöbeina feröamanni um Milano
(Milan). Þar eru frægar kirkju, stór
listasöfn og hallir. Miðborgin er lokuö
bílaumferö, þar eru göngugötur.
Bellinzona í Sviss er merkilegur bær
við stööuvatn. Þú býrö í Sviss og
borðar á Italíu. Þá er mælt með
Zttrich, Freiburg og Triberg í Svarta-
skógi (skammt frá Freiburg). Gott er
aö versla í Liibeck, Bellinzona (ttalíu-
megin) og einnig í Freiburg, þótt þaö
sé einstaklingsbundiö hvað séu góö
kaup. Þó er skynsamlegt að versla á
síðari hluta leiöar af augljósum
ástæöum.
Góða ferö.
WM
élnU 83240
Ferðin
hefst
í Madam
SOLKJÖLAR
STRANDSLOPPAR
BIKINI
SUNDBOLIR
Wímíam
íitmt't 83240
Póstsendum um land allt
Strandfatnaður
á dömur á
öllum aldri: