Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 14
DV. MIÐVKUDAGUR 20. APRIL1983.
Odýru farmöldin geta
reunst dýrheypt að lohum
Þegar utanlandsferöir ber á góma í
samræöum fólks er oft stutt í umræður
um fargjaldafrumskóginn svokaliaöa.
Þaö er svo sem ekki aö furða þótt
margir ruglist í ríminu þegar þeir
heyra talaö um normalfargjöld,
rauöan apex og grænan apex, fyrir nú
utan almenn sérfargjöld, unglingafar-
gjöld og námsmannafargjöld. I þess-
umpistii er ekki ætlunin aö brjóta þessi
mál til mergjar enda yröi slíkt ekki
gert nema í mjög löngu máli. Hins veg-
ar er ekki úr vegi aö ræöa lítiö eitt um
kosti og galla hinna mismunandi far-
gjalda.
Best er aö taka það fram strax aö
þær reglur sem gilda hjá Flugleiöum
um fargjöld, takmarkanir og skilmála,
eru samkvæmt gagnkvæmum samn-
ingum flugfélaga. Einnig er um aö
ræða reglur sem settar hafa verið af
Alþjóðasambandi flugfélaga (IATA).
öllum aöildarfélögunum er skylt aö
fara eftir þeim. Á undanfömum árum
hafa Flugleiðir tekiö upp fleiri tegund-
ir fargjalda en áöur voru á boðstólum.
Þetta er ekki gert til aö rugla fólk í
ríminu heldur er þaö í samræmi viö þá
þróun sem átt hefur sér staö hjá öörum
flugfélögum og gefur fleiri tækifæri til
aðferöast.
ÓDÝRT FARGJALD
EN...
Þegar fólk hyggur á utanlandsferð á
eigin vegum, þaö er að segja ekki í
skipulagðri hópferö, byrja flestir að
leita eftir ódýrasta fargjaldinu. Á und-
anfömum ámm hafa flugfélög um
allan heim keppst viö aö auglýsa
lægstu fargjöldin sem í boði em hverju
sinni og þetta hefur auövitaö verið gert
hér eins og annars staöar. Þaö er min
personulega skoöun aö þessar auglýs-
ingar séu gallaðar aö einu leyti. Þaö er
sífellt hamraö á þessum lágu upphæö-
um en lítið sem ekkert minnst á þau
takmörk sem gilda um ódýrustu far-
gjöldin. Fólk festir bara tölumar í
minni sér og vill fá farmiða á þessu
auglýsta veröi en gerir sér oft á tíðum
ekki grein fyrir vanköntunum eöa vill
ekki hlusta á neinar leiðbeiningar. Af-
leiðingin verður oft sú aö heildarferða-
kostnaöur veröur hærri heldur en ef
hærra fargjald hefði orðið fyrir valinu
og möguleikar til aö nýta feröina til
fulls hafa veriö stórlega skertir.
... HÁD ÝMSUM
TAKMÖRKUNUM
Til þess aö skýra þetta nánar skulum
viö taka dæmi af manni sem kaupir sér
ódýrasta farmiða til London, rauðan
apex. Hann veröur aö bóka far og
borga meö ákveðnum fyrirvara og
miðinn gildir aöeins á sunnudögum. Ef
eitthvað kemur í veg fyrir aö hann geti
notaö miöann á fyrirfram ákveönum
degi þá ógildist farmiöinn og fæst ekki
endurgreiddur. Miöinn gildir aöeins
beint til London og aftur til Keflavíkur.
Svipaöir skilmálar gilda um næsta far-
gjald fyrir ofan, grænan apex, nema
þar getur farþegi valiö milli vikudaga
um brottför og komu en þeim dögum er
hins vegar ekki hægt aö breyta.
Ef þessi farþegi kaupir hins vegar
eilítið dýrara fargjald, 6—30 daga far-
gjald, þá horfir dæmiö allt öðruvísi við.
Þá veröur hann aö dvelja ytra í minnst
6 daga en getur veriö upp í 30 daga í
ferðinni. Hann getur látiö bóka sig tU
London hvenær sem hann vUl og
breytt þeirri bókun síöar ef í ljós kem-
ur aö annarjíagur hentar betur. Far-
þeginn getur líka ákveöiö að hafa við-
dvöl í Glasgow á útleiö eða heimleiö
eöa á báöum leiöum án þess aö far-
gjaldiö hækki um nema smáupphæö.
Einnig getur hann breytt heimfarar-
degi að vUd innan þessa tímaramma,
6—30 daganna.
ALLTÍ
E/NUMM/DA
ViÖ skulum taka annað dæmi af far-
þega sem ætlar til Kaupmannahafnar.
Hann getur keypt ódýran farmiöa með
þeim takmörkunum sem þar gUda og
flogiö beint miUi Keflavíkur og Kaup-
mannahafnar og aftur heim. En ef við-
komandi er til dæmis aö fara í sumar-
frí getur hann fengiö mun meira út úr
ferðinni meö því aö kaupa miða á aöal-
fargjaldi. Það er aö vísu dýrasti
miöinn en kostirnir eru margir. Miöinn
gUdir í eitt ár og því getur viökomandi
framlengt dvölina ytra eftir þörfum.
(Hvað ætli vinnuveitandinn segi þegar
maöurinn kemur heim úr sumarfriinu
Feröamiöstöðin hefur kynnt Beni-
dorm rækUega í fjölmiölum undanfar-
in ár svo vart hefur sá staöur farið
framhjá mörgum, a.m.k. ekki nafniö.
Benidorm er á Costa Blanca (hvítu
ströndinni) á Suöaustur-Spáni, um
klukkustundarakstur frá borginni Ali-
cante og 141 km f jarlægö frá Valencia.
Bærinn er umkringdur fjöllum á þrjá
vegu og meö fallega sandströnd Mið-
jaröarhafsins. Benidorm er mjög veöur-
sæll staöur og meöalhiti ársins er 22
gráður. Innfæddir eru einungis um 15
þúsund en þegar ferðamenn eru flestir
geta veriö þar um 300 þúsund manns.
Bærinn stendur á tanga, þ.e. gamli
bæjarhlutinn, og sker hann sundur
strendumar Playa de Poniente og
Playa de Levante.
I Benidorm eiga allir, bæöi ungir og
aldnir, að geta fundiö eitthvað við sitt
hæf i og oftar en ekki dugar tíminn tæp-
ast til þess að kynnast öllum þeim
lystisemdum sem Ferðamiðstöðin
tryggir gestum sínum aögang aö. Þótt
flestir komi fyrst og fremst til þess að
Iáta sólina skína á sig og baöa sig í blá-
tæru Miöjaröarhafinu geta þeir sem
vilja meiri hreyfingu valiö um ýmis-
legt, t.d. sjóskíði, bátsferöir eöa göngu-
feröir um ströndina eða nágrenni
bæjarins.
ÝMISLEGT TIL
DÆGRAD VALAR
I Benidorm er hægt aö stytta sér
stundir viö f jölmargt. Þar er boðið upp
á minigolf, tennis, bowling, borötennis
eða fullkominn golfvöll í Altea. Ofur-
hugarnir geta fariö í „Gocart” eöa
minikappakstur. Þeir rólegri geta leigt
sér reiöhjól eða skellinöðru. Sérstak-
lega er hugsað fyrir því aö börn hafi
nóg fyrir sig. Þau geta syntí sundlaug-
inni eða sjónum, farið f sérstaka leik-
tækjasali og f jarstýröir bátar og vatns-
rennibrautir eru vinsæl skemmtitæki
bama. Þó er ótalið þaö sem börnin
meta mest, tívolíið. Eins og títt er um
spánska feröamannastaði er vel séð
fyrir öllu sem tengist mat og drykk,
veitingahúsin em mörg og góð og
diskótek og næturklúbbar em á hverju
strái.
Sá sem hefur íslenskt ökuskirteini
getur leigt sér bilaleigubíl og ekiö
Með
Ferða-
miðstöð-
inni til
Beni-
dorm
skemmtilegar dagsferöir frá Beni-
dorm. Fararstjórar Feröamiðstöövar-
innar hafa á takteinum margar uppá-
stungur um skemmtilegar leiöir og
áhugaveröa staöi sem em á þessu
landsvæði.
VÖRUS ÝNINGAR
GEGN EINANGRUN-
INNI
Ferðamiöstööin býöur, auk feröa til
Benidorm, úrval feröa til ýmissa
Evrópulanda, svo sem Italíu, Frakk-
lands, Englands og Hollands. Viku- eöa
helgarferöir til Amsterdam, Luxem-
bourg eöa London em sérstaklega
vinsælar. Eitt er þó Ferðamiðstööin
sérstaklega þekkt fyrir en þaö er sú
þjónusta sem hún býöur fyrir þá sem
fara á vörusýningar og kaupstefaur er-
laidis. Feröamiðstöðin er umboðsaðili
fyrir margar stærstu sýningar í
Evrópu og lætur nærri að'þaö sé sýning
viö hvers manns hæfi einhvern daginn
einhvers staöar. Hjá Feröamiðstööinni
liggja frammi upplýsingablöö og bækl-
ingar um vörusýningar auk þess sem
boöiö er upp á sérstaka upplýsinga-
þjónustu í sambandi við vörusýningar.
T.d. getur einhver haft áhuga á því að
vita hvort ákveðin vél er sýnd á ein-
hverri sýningu og er þá hægt aö ganga
úr skugga um þaö með því aö leita til
erlenda aöilans sem fyrir sýningunni
stendur. Af helstu sýningum sem haldn-
ar veröa á næstunni mætti nefna Inter-
zum í Köln en hún er fyrir þá sem
stunda hönnun og framleiöslu hús-
gagna og er haldin 6,—10. maí. I
Munchen veröur sérstök sýning, IBA,
fyrir bakara og þá sem fást viö brauð
og kökugerð og stendur hún frá 4.—12.
júní. I Köln verður sérstök sýnfag á
síma- og fjarskiptatækjum, Telecom,
haldin 8,—10. júní. Og þannig mætti
lengi upp telja. Enginn vafi er á því aö
Islendingar hafa lært að notfæra sér
vörusýnfagar í því skyni aö rjúfa þá
einangrun sem fagfólk býr við vegna
legu landsins og eru þeir margir sem
hafa sýningarferðir sem fastan lið i
störfum sínum og telja sig raunar ekki
geta staðið í stykkinu án þess sem út úr
sýningunum kemur.