Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 24
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. APRIL1983.
24
r
Utsýn með verðlæhhun ú Lignano
I kjölfar Italíukynningar sem
Ferðaskrifstofan Utsýn hélt fyrir
skömmu í samvinnu viö feröamála-
ráö Lignanoborgar hefur náöst
samningur um lækkun á gistiverði
fyrir Utsýnarfarþega á gististaö í há-
um gæöaflokki, Olimpo, sem stendur
á fögrum staö viö snekkjuhöfnina í
Lignano. Gegnt Olimpo er sjálf
„Gullna ströndin”. Olimpo er róleg-
ur, vandaöur gististaöur meö ibúöir í
þremur stæröarflokkum með öllum
tilheyrandi búnaði og er íslenskt
starfsfólk til þjónustu bæöi á eigin
skrifstofu Utsýnar og til aö annast
eftirlit og ræstingu íbúöa. Á jaröhæö
hússins er fullkomin þjónustumiö-
stöö meö verslunum og veitingastöð-
um, bankaþjónustu o.s.frv. Á grund-
velli þessara nýju samninga mun
Utsýn geta lækkað ferðakostnaö í
flestum feröum til Lignano um 8%.
Þá hefur Utsýn einnig tekist aö fá
lækkað gistiverö fyrir fjölskyldur í
vorferðinni til Costa del Sol þann 10.
apríl til 5. maí en þaö er nærri 4ra
vikna ferö. Hér var um algjört sértil-
boö aö ræöa þar sem verð á gistingu
er einungis um 7900 kr. á mann sé um
4ra manna fjölskyldu aö ræöa.
Þaö fylgdi sögunni aö Italimir sem
komu hér á vegum ferðamálaráðs
Lignanoborgar heföu veriö svo
ánægöir meö hvaö kynningin var
fjölsótt og móttökur góöar eð þeir
ákváöu aö halda sérstakt boð fyrir
alla farþega Utsýnar í Lignano í
sumar.
Varla hefur þaö fariö framhjá
nokkrum aö gífurlega hörö sam-
keppni ríkir nú á feröamarkaöinum.
Feröaskrifstofur keppast viö aö
bjóða sérstaklega hagstætt verö á
sinni þjónustu og eflaust hafa sólar-
landaferöir aldrei veriö hlutfalislega
jafnhagstæöar í veröi og nú. Harön-
andi samkeppni kemur þannig ferða-
fólki til góða en ástæöan kann aö
vera sú að fyrirsjáanlegur mun vera
samdráttur í sólarlandaferðum,
a.m.k. eru bókanir nú um 20% færri
en á sama tíma fyrir ári. Aö sögn
Steins Lárussonar, formanns Félags
íslenskra feröaskrifstofa, höföu
feröaskrifstofumenn reiknaö meö
samdrætti og eru því nokkru færri
sólarlandaferðir á markaðinum nú
en fyrir ári og taldi Steinn aö það
næmi um 10—15%. Ástæöuna sagöi
Steinn vera þá að fólk heföi úr minna
að spila um þessar mundir auk þess
sem ferðavenjur væru aö breytast.
Fólk færi nú í auknum mæli til Miö-
Evrópu í staö sólarlanda.
Orlítil fyrirhyggja getur spar■
að þúsundir í flugfargjöldum
Kynntuþér
ferdaskll-
málana — það
borgarsig
Flestir, en ekki allir, vita aö um
ferðir feröaskrifstofa gilda ákveðnir
skilmálar. Félag íslenskra ferða-
skrifstofa hefur gefið út sérstaka
feröaskilmáia og eru þeir yfirleitt
prentaðir í bæklingum feröaskrif-
stofanna, a.m.k. þeirra sem eru í fé-
laginu. Sem betur fer mun ekki vera
algengt að upp komi kvörtunar- og
deilumál af alvarlegra taginu á milli
feröafólks og þeirra sem selja ferða-
þjónustu og oftast munu smærri mál-
in leyst þegjandi og hljóðalaust eins
og gerist og gengur í viöskiptum
neytenda og fyrirtækja.
Hér er því miður ekki rúm til að
birta skilmálana í heild og er fólk því
hvatt til aö kynna sér þá þar sem það
gæti forðað frá leiðindum og mis-
skilningi. Skilmálarnir eru í 6 tölulið-
um:
1. Pöntun og greiösla
2. Verð og veröbreytingar
3. Afturköllun eöa breytingar á
pöntun
4. Aflýsing feröar og breytingar á
ferðaáætlun
5. Skyldur þátttakanda
6. Ýmislegt.
I síöasta liönum er fjallað um tjón
sem þátttakendur kynnu að verða
fyrir í ferðum, um tryggingar sem
fáanlegar eru og um veikindi sem
farþegi kann aö veröa fyrir í ferö-
inni. Þá er fjallað um kvartanir og
bótakröfur og um ábyrgð ferðaskrif-
stofu þegar hún er umboðsaðili ann-
arraaðila.
Þeir sem ferðast með flugi til
útlanda hafa varla komist hjá því að
kynnast fargjaldafrumskóginum, sem
svo kallast. Staöreyndin er, hvort sem
um samkeppni er að ræða eða ekki, aö
flugfarmiða má kaupa á mjög
mismunandi verði jafnvel til sama
staöar og á sama tíma. SAS flugfélagiö
býður t.d. sérstök fargjöld sem það
nefnir „Minifargjöld” eða lágmarks-
farfjöld. Fyrir þann sem er reiðubúinn
til þess að skipuleggja ferðalagið
dáh'tið getur hér verið um verulegar
upphæðir að ræða. SAS býður
lágmarksfargjöldin t.d. meö þeim
skilmálum að far sé pantaö með a.m.k.
tveggja vikna fyrirvara, brottför þarf
að vera aðfaranótt sunnudags. Þá
gildir farmiðinn í einn mánuð.
Ennfremur býður SAS með sömu
skilmálum hálft fargjald fyrir börn
innan tólf ára aldurs sem eru í fylgd
með foreldrum, meö þeirri undantekn-
ingu þó aö ekki sé um flug einungis á
milli Skandinavíulanda aö ræða. Allt
byggist þetta á því að notfæra sér
APEX fargjöldin, grænan apex sem er
ódýrari en önnur fargjöld og rauöan
apex sem er miklu lægri. Hægt er að
fljúga aðra leiðina á grænum en hina á
rauðum eftir ákveðnum reglum sem
ekki væri úr vegi að kynna sér nánar
hjá skrifstofuSAS í Reykjavík.
DÆMIUM
FERD TIL
FINNLANDS
Viö tökum hér eitt dæmi frá SAS. Þar
er um aö ræða ferð til Helsingfors í
Finnlandi með millilendingu í Kaup-
mannahöfn. Sé þessi ferð bókuö meö
APEX gjaldflokki þannig aö miðinn sé
útgefinn: REK/HEL/REK mundi
hann kosta kr. 13.333, og þá er ekki
unnt að stoppa neitt í Kaupmannahöfn
heldur er aðeins skipt um flugvél og
haldið áfram til Helsingfors.
Ef þetta sama far væri samsett
samkvæmt þeim reglum sem gilda og
miðinn útgefinn í tvennu lagi sem
APEX fargjald liti dæmiö út á þessa
leið:
Farmiði:
REK/CPH/REK Kr. 7.172,-
CPH/HEL/CPH ”4.133,-
Samtalskr. 11.305,-
Með þennan miða í höndunum er
hægt aö stoppa aö vild í Kaupmanna-
höfn áöur en haldið er áfram til
Helsingfors og um leiö hægt aö spara
sér rúmlega 2 þúsund krónur.