Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 11
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. APR1L1983. 11 Slökun á sjó og í landi Slökun er skilgreind sem nútima fyrirbæri. Sennilega er oröiö komiö úr jóga eöa öðrum slíkum Austurlanda- iökunum. Slökun er viö ýmsu og er stundaö af fólki á öllum aldri. Slökun á sjó og í landi leiðir aö sama markmiöi, þ.e. vellíðan. Mismunurinn er hins vegar sá aö í landi veröa menn aö einbeita sér og nánast erfiða til aö nálgast slökunarstigiö. Á sjó slaka menn á óafvitandi og án erfiðis. Á sjónum verka margs konar áhrif á líkama og sál; óendanleiki hafs og himins, taktfast öldugjálfriö, hreyfing skipsins og klukkan nemur staöar. Þaö missir enginn af neinu. Meöferðum Ms Eddu býöst íslending- um nú í fyrsta skipti, eftir aö Gullfoss hvarf af sjónarsviðinu, tækifæri til að njóta hafsins og slaka á. Ferðafólk kemur hresst og endurnýjaö á áfanga- staöi Eddu, vel undir þaö búiö aö hef ja akstur eöa hverskonar önnur ferðalög. Edda býöur því landsmönnum upp á mun meira en flutning á bíl og fólki — Edda er fljótandi samfélag sem tryggir vellíöan og ánægju. Fljótandi hótel Eddu-farþegum er ekki aðeins séö fyrir andlegri vellíöan heldur er einnig séö um magann. Kaffiterían rúmar t.d. 170 manns í sæti og býöur grillrétti og heitar máltíöir. Að sjálfsögðu fá bömin skammta viö sitt hæfi. Þeir sem stunda grænmetið geta fengið ýmiss konar salatrétti. Veitingasalurinn Oihonna er á B- dekki. Otsýniö úr Oihonna er einfalt en stórbrotiö — haf og himinn renna í eitt. Ef heppnin er meö má sjá einstaka fugl og ef til vill friöaðan hval. Veitingasalnum er skipt í tvennt. I öörum enda salarins eru sæti fyrir „a la carte” matargesti en hinum megin er margréttað hlaöborö. Þjónar munu aö sjálfsögöu sjá um aö veigar skorti ekki meö matnum eöa annað. Reyksalurinn, Ariadne, er opinn til kl. 02.00 eftir miónætti. Þar gefst fólki kostur á aö dansa viö undirleik hljóm- sveitar skipsins eöa dreypa á kaffi og horfa á hafiö. Fyrir þá sem heldur vilja „diskóstílinn” er nætur- klúbburinn Poseidon opinn til kl. 04.00 aömorgni. Fátt er betra en aö láta dúnmjúka ölduna vagga sér í svefn. Viö hönnun skipsins var þess sérstaklega gætt, aö allir íbúöarklefar væru staösettir þar sém engin truflun frá dans- og veitingastöðum gæti raskaö ró farþega. T.d. er næturklúbburinn á neösta þilfari og aörir veitingastaðir eru á B-þilfari þar sem engir farþega- klefar eru staösettir. Ms Eddahefureitthvaðfyriralla. Samt spyrja sumir: „Hvaö á ég aö gera um borö”? Þessi spurning er eöli- Listin oðnjóta - lífsins umborðí IftsEddu leg í þjóöfélagi sem er ofurselt dag- legri streitu. Galdurinn er aö gera ekki neitt og láta sér samt líða vel. Full- komin slökun næst því aöeins að menn losni viö hina eilífu sektartilfinningu sem fylgir aðgeröaleysi í landi. Um borö í Eddu er séö fyrir öllu; mat, svefni og tómstundum. Maöur er hæfi- lega langt í burtu ,frá heimaslóöum og kvíöinn fyrir áframhaldandi feröalagi á landi er einnig fáeina daga undan — og þar með getur maöur notiö þess aö vera aögerðalaus. Taktu bílinn með — Evrópa er ótrúlega lítil i Samkvæmt áreiðanlegum tölum eru Islendingar í hópi þeirra þjóöa sem flesta bíla eiga þegar miöaö er viö íbúatölu. Ekki nóg meö þaö heldur eiga Islendingar sennilega heimsmet í því hvaö hver bíll er lítiö ekinn. Það verður því að segjast aö fjárfesting í bíl á Islandi er tiltölulega lítið arðbær þegar miðaö er viö ekna kílómetra. Eigin bíll er því sjálfsagöur farar- skjóti þegar feröast er meö Eddu enda er bifreiöin tæplega keypt til aö standa heima í bílskúr á meöan eigendurnir feröast? Til þess að auðvelda Eddu-farþegum leiöavaliö hafa Farskip látið útbúa leiöakort um átta mismunandi svæði í Bretlandi og á meginlandinu. Ferðaleiðir farskipa 001 Um hálendið í Skotlandi 002 Suöurleiðin — England og Wales 003 Hull, Grimsby og York 004 Rínarlönd og Mósel 005 Rimini og Feneyjar um Þýskaland 006 Bremen — Innsbruck — Róm — Napólí — Monakó 007 Newcastle — London — París — Costa Brava — Bordeaux 008 London — París — Franska Rivieran — Mónakó Þessar feröaleiðir fást á aðalskrif- stofu Farskipa en einnig hjá ferða- skrifstofum. Farskip bjóða einnig upp á hótel eöa sumarhús í tengslum viö leiðakortin. Feröaleiðirnar eru aö sjálfsögöu aöeins ábendingar — öllum er frjálst aö fara hvert sem hugurinn girnist. Á skrifstofu Farskipa eru fáanlegar upplýsingar um flest lönd Evrópu. Sem dæmi má nefna aö Farskip hafa gert samning viö Finnjet sem siglir frá Travemunde í Þýskalandi til Helsinki í Finnlandi. 1 Finnlandi útvega Farskip hótel eða sumarhús en að sjálfsögöu getur fólk einnig tekið tjaldiö meö. Fyrir þá sem kjósa aö skoða Bretland í nokkra daga og fara síðan yfir til meginlandsins bjóöa Farskip tvo möguleika. Ein leiö er aö aka um Bretland og fara síðan meö Eddu til Bremerhaven. Hinn kosturinn er aö aka um Bretland og enda í Dover á Suöur-Bretlandi (ca 7 klst. akstur frá Newcastle) og fara þar yfir til Calais í Frakklandi með ferju frá Townsend. Siglingin tekur aðeins 75 mín. Frá Calais eru síðan auðveldar feröaleiöir suöur til Spánar, Portúgals eöa suö- austur á bóginn í áttina aö ítalíu. Odýrt leiguflug 16. júní og 7. júlí I þessum 2 vikna ferðum bjóðum við sérstaklega uppá Rútuferð um Noreg Ferðaáætlun: 1. dagur: Flogiö seinnipart dags til Oslo. 2. dagur: Ekiö frá Oslo um Elverum til Tynset. 3. dagur: Frá Tynset um námubæinn í Röros til Þrándheims. 4. dagur: Dvalið í Þrándheimi. 5. dagur: Þrándheimur-Orkanger um Sundmöre til Kristiansund. 6. dagur: Kristiansund yfir Molde til Andalsnes. 7. dagur: Andalsnes yfir Trollstigen og til Geiranger. 8. dagur: Dvalið í Geiranger. 9. dagur: Geiranger um Lom, Olla og til Dombas. 10. dagur: Ekiö frá Dombás niöur Guðbrandsdal til Lillehamm- er. 11. dagur: Lillehammer um Eiðsvelli til Oslo. 12. og 13. dagur: Dvalið í Oslo. 14. dagur: Flogið til Keflavíkur. Einstaklingsverð kr. 20.940.-. innifalið er: Flug Keflavík- Oslo-Keflavík. Gisting í tveggja manna herbergjum með og án baðs. Morgun- verður og kvöldverður á ferðalagi um Noreg, aðeins morgunverður í Oslo. Ferða- lag samkvæmt áætlun, ásamt flutningi til og frá flugvelli í Osló. Hálfsdagsferð um Oslo. (slenskur fararstjóri. Auk þess er þetta leiguflug kjörið heimsækja vini og v^silegar íbúöir í Kristiansand URVAL við Austurvöll 7126900 Umboösmenn um allt land trpkifrpri Hér býður Úrval dvöl (íbúðum í Frey- uxnvi i eeri Riga Hote| (a|veg vjð strönd. ina) í 13 daga, aukviðkomu í Osló og Larvik í báðum brottförum. í íbúðunum, sem eru, stofa/svefn- herbergi, eldhús og bað, er gert ráð fyrir 2-4 persónum. Þær eru ekki seldar með fæði, enda öll eldunaraðstaðafyrir hendi, nú eða bara að fara og fá sér að borða á hótelinu, þar sem alla slíka þjónustu er að finna auk annarrar almennrar hótel- þjónustu eins og þrif á íbúðum, gestamótttöku o.fl. Við viljum sérstakiega benda fjölskyldum á að kynna sér ferðirnartil Kristiansand. Þarna er allt sem til þarf að gera sumarleyfið fullkomið. (búðargisting í sérflokki, golfvöllur, baðströnd, barna- leikvöllur, tívólí, dýra- garður og sólin, því skyldi hún ekki vera þarna líka á þessum tíma? Einstaklingsverð: 2 í íbúð kr. 14.700.- 3 í íbúð kr. 14.200.- 4 í íbúð kr. 13.700,- Börn: 2-11 árafá kr. 2.500.- í afslátt í íbúð með foreldrum. 0-1 árs greiða 10%.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.