Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 31
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. APRlL 1983.
göngu og skoðunarferða í stórkostlegu
landslagi. Sama gildir með Svíþjóð,
þar standa til boða sumarhús á fögrum
stöðum víðs vegar um landið. 1 Dan-
mörku eru sumarhúsin hvað vinsælust,
baðstrendur eru þar í sérflokki og allt-
af hægt að bregða sér í bæjarferö til
Kaupmannahafnar þar sem börnin
sækja fast að komast í Tívolí ekki síöur
en þeir fullorðnu.
Þá hefur FlB hafið samvinnu við
Ferðaskrifstofuna Sögu með gagn-
kvæmum söluumboðssamningi. Þetta
felur í sér að framvegis mun FlB hafa
á boðstólum sólarlandaferðir til
Mallorca vor og sumar og til Kanarí-
eyja haust og vetur. Jafnframt munu
verða boönar ferðir til Grænlands, til
Amsterdam og ferð á Edinborgarhá-
tíðina.
Auk þessarar ferðaþjónustu selur
Feröaskrifstofa FlB alla almenna far-
seðla í áætlunarflugi frá tslandi til
Evrópu og Bandaríkjanna og innan
þeirra á lægstu fargjöldum sem boðin
eru hverju sinni. Feröaskrifstofa FlB
selur einnig ferðir með Ms Eddu og
geta farþegar þá valiö um hvort þeir
taka meö sér eigin bíl eöa notfært sér
þjónustu þeirra erlendu bílaleiga sem
FtB hefur gert sérstakan samning við
en það þýðir ódýrari leigu. I sambandi
við Ms Eddu er rétt að benda á að
Ferðaskrifstofa FlB selur einnig far-
miða með ferju sem fer á milli Dover í
Englandi og Calais í Frakklandi og
víðar.
Liður í þjónustu FlB er ráðgjöf um
ferðaleiðir og skipulag ferðalaga er-
lendis enda er þar saman komin mikil
reynsla og þekking á ferðalögum um
vegi á Bretlandi og meginlandinu.
31
Olympo sólarlandaferd:
Verslunarferd til
London er innifalin
Ferðaskrifstofan Olympo býður
alhliða ferðaþjónustu og er með
úrval ferða til ýmissa landa,
hópferðir, sólarlandaferðir, „flug og
bíll”, sumarhúso.fl. o.fl.
BENDIDORM
UMLONDON
Olympo býður ferðir tii Benidorm
á Spáni, en það er einn af vinsælii
sólarstööum um þessar mundir,
ferðirnar eru að því leyti öðruvisi að
á heimleiðinni gefst fólki kostur á að
stoppa i London og t.d. versia þar.
Þetta fyrirkomulag hefur mælst
mjög vel fyrir og þessar feröir eru
því mjög vinsælar. Fariö er tii
Benidorm á vegum Olympo á
hverjum laugardegi frá 22. mai og
fram á haust. Dvaliö er á hóteli við
hina fögru Lavante baðströnd. Þann
1. júli nk. mun Olympo taka upp
viðskipti við nýtt hótel á Benidorm
sem nefnist Edificio Marpnos en
þetta er nýtt glæsihótel með þjónustu
í sérflokki. Ferðaskrifstofan Olympo
hefur isleaska fararstjóra til aö
tryggja farþegum vel heppnaða ferð
og sjá til þess að aðstoð sé vis ef
einhver vandamái þarf að leysa.
þjónustu
Arnarflug fékk fyrir skömmu af-
.henta nýja þotu af gerðinni Boeing
737-200, sem félagið hefur tekið á
leigu frá hollenska flugfélaginu
Transavia. Agnar Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri félagsins, tók við vél-
inni á Amsterdam-flugvelli, en hún
mun að hans sögn verða notuð til
áætlunar- og leiguflugs milli landa.
Einnig mun hún vera einhver sú
spameytnasta sem völ er á.
Amarflug flýgur áætlunarflug til
■þriggja staða frá Keflavík, það er til
Amsterdam í Hollandi, Diisseldorf í
Vestur-Þýskalandi og Ziirich í Sviss.
Yfir háannatímann í sumar verða
flognar sex áætlunarferðir í viku til
þessara staöa, fjórar til Amsterdam
og ein á hvom stað til Diisseldorf og
Ziirich. Til þessa flugs er notuð flug-
vél af gerðinni Boeing 737-200 ADV,
Combi, sem getur tekið 130 farþega í
sæti, en einnig má nota hana til vöm-
flugs aö hluta eða öllu leyti og er þá
farþegasætum f ækkað eftir þörfum.
Með sumaráætlun sem hófst 1.
apríl aukast því möguieikar félags-
ins til vömflutninga verulega frá því
sem verið hefur og er stefnt að því að
fljúga minnst eitt flug í viku milli
Keflavíkur og Amsterdam þar sem
vörur verða fluttar á pöllum og þá að
jafnaði fimm til sex tonn af vömm í
hverri ferð, auk 82 farþega. Sumar-
áætlun verður annars sem hér segir:
Yfir háannatímann verður flogið til
Amsterdam á þriöjudags-, fimmtu-
hótelum og veitt fjölbreyttar upplýs-
ingar um áætlanir, fargjöld og margt
annaö, t.d. lestarferðir og reglur um
vegabréfsáritanir. A næstunni munu
tvær ferðaskrifstofur í Reykjavík
tengjast þessu tölvukerfi og fleiri
skrifstofur eru með málið til
athugunar.
Leiguflug Arnarflugs milli Islands
og annarra ianda er með mesta móti
í sumar. Flogið er fyrir íslenskar
ferðaskrifstofur til Palma á Mall-
orca, Malaga ogA'ican j á Spáni,
Trieste og Rimin. u ítalíu og fyrir
þýska ferðaskrifstofu frá Diisseldorf
til Islands. Auk þess stakar ferðir til
staða víöa í Evrópu.
Félagið er nú með tvær vömflutn-
ingavélar í verkefnum erlendis og
samningaviðræður standa yfir um
flug fyrir fleiri aöila. Amarflug hef-
ur á undanfömum ámm verið um-
svifamikið á þessu sviöi og þegar
mest var hafði félagið fjórar flugvél-
ar erlendis á sama tíma fyrir erlend
flugfélög. Starfsmenn Amarflugs
verða í sumar rúmlega 100, þar af
meira en helmingur flugliðar. Félag-
ið rekur söluskrifstofur í Amster-
dam, Zurich og Frankfurt og er auk
þess meö samninga við f jölmörg önn-
ur f lugfélög um gagnkvæma sölu far-
seðla þannig að hvar sem er í heimin-
um ætti að vera tiltölulega auðvelt
fyrir feröamenn að bóka far og
kaupa farseðla í flug með Arnar-
flugi.
Amurflug
með nýja
auhna
,100..
dags- og föstudagsmorgnum og einn-
ig föstudagseftirmiðdögum. Til
Dusseldorf verður flogiö á laugar-
dagsmorgnum og Ziirich á sunnu-
dagsmorgnum. I tenglsum við sölu
áætlunarfarseðla með vélum félags-
ins og fjölmargra annarra flugfé-
laga, hér á landi og erlendis, annast
söluskrifstofa Arnarflugs í Lágmúla
7 einnig margvíslega þjónustu við
viðskiptavini félagsins og má þá
nefna bókanir á hótelum og bíla-
leigubílum, ýmiss konar upplýsinga-
miðlun og aðra fyrirgreiðslu.
Arnarflug hefur nýverið tekið í
notkun tölvubúnað sem tengist einn-
ig fullkomnustu bókunartölvu heims,
Cordatölvunni í Amsterdam. Með
þessum nýja búnaði getur Arnarflug
á svipstundu bókað sæti í flugvélum
um allan heim og gistingu á yfir 300