Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 20
DV. MIÐVIKUDAGUR20. APR1L1983. Shemmtilegar leiöir fyrir þ AKSTURSLEIÐ 3 Þetta er ferö um Noröaustur- England og er hugsuð sem vikuferö í taO. Menn geta farið þennan hring á hvorn veginn sem þeir vilja. Staöar- nöfnin eru miðuð viö aö farið sé rétt- sælis. Hægt er aö stytta þessa leiö, m.a. geta þeir sem þess óska sleppt ferö til Hull (Grimsby Gleethorpes) og aka þá frá Driffiled til York. Þau staðarnöfn sem eru feitletruö merkja stærri borgir en fjöldi staöar- nafna er einkum til þess að leiöbeina viö aksturinn. Aðrir staöir eru hugs- aöir sem viðkomustaöir. Farið veröur örfáum oröum um staðina en stórborg- inni Newcastle veröur sleppt í þeirri lýsingu. Tjaldsvæði er víöa að finna á leiðinni og eru þau merkt á vegakort: Camping, Camp Site eöa Caravan Site. Durham er fyrsti viðkomustaðurinn. Þetta er forn og fræg borg meö kastala frá dögum Norðmanna og dómkirkju sem trónir efst á hamraskaga við ána Wear. Þetta er fjölskrúðug borg, þar sem öllu ægir saman, og þar eru garöar og söfn. Þarna bjuggu forfeður George Washington, fyrsta forseta Bandaríkjanna. Marton er fæöingarborg hins fræga skipstjóra James Cook. Ber barna- skólinn nafn hans og heimili þess mikia sæfara er nú safn. Guisborough er skemmtilegur smábær. Húsin þar eru flest úr mellowsteini (mjúkur steinn) og þar eru fornar rústir og mannvirki. Whitby er fiski- og skemmtibáta- höfn. Þaöan lagöi James Cook upp í ferö sína til Hornhöföa og Tahiti. Scarborough er bær sem iöar af lífi og skemmtistööum. Þar er kastali frá 12. öld. Scarborough er útgeröarbær. Hull er kunn íslenskum sjómönnum og sem dæmi, þá nefna Islendingar borgina Húll, eins og íbúar hennar, meðan aðrir nefna borgina Höll. I Hull búa um 350 þúsund manns og þar eru mikil verslunarhverfi og merkar bygg- ingar, þar á meöal þrenningarkirkjan, sem reist var í gotneskum stíl á 14. og 15. öld. Frá Hull er skammt til Grimsby og Cleethorpes, en síðar- nefndi bærinn, sem er sambyggður viö Grimsby, er frægur baöstaöur og sumardvalarstaöur. York. Frá þeirri borg hefur áöur veriö greint. Harrígate var áöur baöstaöur, en nú er borgin einkum þekkt fyrir garöa sína og forngripaverslanir. Þar er fjöldi hótela og skemmtistaöa. Grassington og Middleton in Tees- dale liggja á rómaöri ferðamannaleið og ekiö er um mörg þorp og víöa er fagúrt. Á þessari leiö er unnt aö skoða hæsta foss Bretlands, Hardrow force. Hexham er síðasti viökomu- staðurinn en þar er, auk annars, hin fræga Hexham Abby kirkja, sem er frá 7. öld, en auk þess forn virki og múrar. Húsaminjar, sem varðveittar eru frá 12. öld, og rómverski múrinn sést vel frá vissum stööum í Hexham. Góöa ferö. AKSTURSLEIÐ 1 Leiö þessa mætti nefna noröurleið- ina, en hún liggur frá Newcastle um Edinborg til skosku Hálandanna, til Inverness. Þaðan er haldiö um fögur héruö til Glasgow. Enn er haldiö suöur á bóginn, til Vatnalandsins (English Lakeland) og hefst ferðin um þaö í borginni Carlisle. Þar er ekiö í hring, en einnig er unnt aö fá aö ferðast þar meö bátum og fá leigða báta. Þaö þykir mögum ævintýralegt. Eftir aö hafa fariö um vatnasvæðið, er aftur komiö til Carlisle, og þaðan ekiö austur yfir England til Newcastle. Tjaldstæöi eru næg. Þau eru yfirleitt merkt á vegakort: Camping, Camp Site eða Caravan Site. Á þessari leið er ekiö rnn fjölda þorpa og smábæja, en aðeins þeir helstu eru taldir upp, nægjanlega margir til að þeir sem aka leiöina geta fylgt vegvísum og vega- merkingum eftir listanum og ratað þannig á leiðinni. Margir viSfomustaöa eru vel þekktar borgir, t.d. Glasgow og Edinborg og er fólk hvatt til þess aö lesa sér til um borgirnar. Vakin er sérstök athygli á Aberdeen, Inverness og Carlisle. Aberdeen er mörgum Islendingi kunn, því þetta er fræg fiski- og vöru- höfn, sem kunn hefur verið á Norður- löndum síöan á víkingaöld. Þar búa um 200 þúsund manns. Bærinn er þekktur skólabær og þar eru merkar byggingar. Þekktust er líklega dóm- kirkjan St. Machar og Balmoral kast- alinn, sumarhöll Bretakonunga. I Aberdeen þykir gott að versla. Inverness er höfuöborg Hálandanna og saga borgarinnar nær langt aftur í aldanna myrkur. Borgin stendur viö Moray fjörö og Loch Ness, þar sem skrímsliö fræga birtist öðru hverju úr hyldýpinu. Á þessum slóöum úir og grúir af fomum og sögufrægum mannvirkjum, og mikið er um feröa- menn, enda upp á margt aö bjóöa sem ekki er á öörum stööum. Carlisle er fyrstu viökomustaðurinn í Vatnalandinu, Cumbria, en nauösyn- legt er aö heimsækja alla bæína, sem nefndir eru í leiöakeöjunni. Of langt mál yröi aö telja upp fornar minjar, hallir, kastala, náttúruminjar og þá sveitasælu sem þarna er að finna. INVE |ABERDEEN rN D NEWCASTLE HULL BRIGHTON ■mSSSk ■ Hexham w DurhamR Middleton inTeesdale Mart Richmond Grassington Harrogate' AKSTURSLEIÐ 4 Þessi leiö er þannig hugsuö aö gert er ráö fyrir aö menn aki hraðbraut Autobahn, frá Bremerhaven til Bonn (355 km) en fari þar út á þjóðveginn upp meö Rín austanverðri. Þegar komið er til Koblenz ber aö hafa í huga aö borgin er tvískipt og liggur nú leiðin upp með fljótinu Mósel. Er Rín og Mósel fylgt alla leiö til Trier. Þetta er talin vera ein fegursta akstursleiö Þýskalands. Þaðan er haldiö til Luxembourgar, eöa frá Trier. Leiöin AKSTURSLEIÐ 2 Elstu mannvirki eru frá dögum Róm- verja. Fjöldi skemmtistaöa og skemmtitækja, svo sem bátsferðir, eru á boðstólum og einnig langar og fagrar gönguleiöir. Margir telja þetta fegursta og sérstæöasta héraö Englands. Góöaferö. Þessi leið er þannig hugsuö aö menn geta farið hringinn, réttsælis eöa rang- sælis eftir vild. Staöarnöfn eru miöuö viö aö farið sé réttsælis en þeir sem vilja fara rangsælis byrja aftast á listanum. Þeir sem ekki kæra sig um aö aka um Kent geta ekið frá London til Man- ehester og fylgt síöan leiöinni aö ööru leyti og einnig er unnt aö aka frá Bristol beint til Manchester — eða öfugt. Þaö styttir leiöina (sjá 1 og 2). Þá er tækifæri til aö sigla meö ferju til Dublin á Irlandi frá Holyhead og til Manar (Isle of Man) frá Fleetwood. Þau staöarnöfn sem eru feitletruð merkja stærri bæi og borgir og leiðin liggur um fræg héruö, Yorkshire, East Midlands, Heart of England, London, Suðausturlandið, Suöurlandiö, Wales og um Vatnalandið Cumbria, og þaðan þvert yfir til Newcastle. Þetta eru alls um 1100 km sem eknir eru, ef leiðinni er nákvæmlega fylgt. Tjaldsvæöi er víöa aö finna á leiðinni og eru þau yfirleitt merkt á vegakort: Camping, Camp Site eöa Caravan Site.Á leiðinni er ekið um fjölda bæja og þorpa, en aðeins þeirra nauösyn- legustu er getiö, þannig að unnt sé aö fylgja vegvísum og vegamerkingum eftir orðalistanum. Margir viökomu- staða eru mjög þekktir og má t.d. nefna London og aörar stórborgir og eru þeir, sem til þess hafa tíma, hvattir til aö lesa sér til áður en ekiö er af staö. Vakin er athygli á eftir- greinum stöðum: York er ein af fyrstu borgunum sem komið er til (140 km frá Newcastle). York er geysilega merki- leg borg. Elsti hluti borgarinnar er girtur múr, sem upphaflega var hlaðinn af Rómverjum, en síðan endumýjaöur og fuilgeröur á 14. öld. Á borgarmúrunum eru fjögur hlið og innan múranna eru eldforn hús og sumar göturnar eru svo þröngar aö menn geta aöeins komist um þær fót- gangandi. I York er stærsta dómkirkja landsins í gotneskum stíl og þar situr annar af tveim erkibiskupum Bretlands. Kirkjan var reist á árunum 1220—1474 og eru turnarnir tæplega 70 metra háir. Þarna koma þúsundir feröamanna. Borgin kemur við sögu Noröurlanda og er hennar getið í annálum. Þar skammt frá er Lincoln en þar er einnig fræg dómkirkja, ein hin stærsta í Bretlandi. Smíöi hennar hófst á 11. öld. Miklir glergluggar eru í dómkirkj- unni og einn þeirra geymir Þorlák biskup helga á mynd (1133—1193). „Hann var brátt eftir lát sitt talinn heilagur maður, heilagdómur hans upp tekinn 1198 .... helgi hans var mikil hérlendis og um næstu lönd. .. ” ‘ Stratford upon Avon er héraöshöfuð- borg, en þaö eru einkum tengsl bæjar- ins viö Shakespeare og sérkennileg náttúrufegurð, er hafa gjört bæinn aö eftirsóttum feröamannastaö. (Húsið sem skáldið fæddist í stendur viö Henley stræti). Þar er þrenningar- kirkjan, þar sem skáldiö hvílir viö hlið konu sinnar, Önnu Hataway. Vakin er sérstök athygli á háskóla- bænum Oxford og á Windsor (kastala) og unaöslegum bæ fyrir neöan múra hans. Þá er einnig vakin athygli á ferðamannabænum og baöstaönum Brighton fyrir sunnan London. Þar eru fagrar og glæstar byggingar, söfn og skemmtistaðir. Spánarferðir voru aö leggja þennan staö af, en nú hefur hann á ný endurheimt sína fornu frægö. Ekiö er umhverfis, eöa með ströndum Wales, sem tilheyrt hefur bresku krúnunni í 700 ár, en samt hafa íbúarnir varöveitt hinn keltneska upp- runa sinn og tungu. Og Walesbúar státa af merkum fornbókmenntum eins og Islendingar. Síöasti áfanginn er svo Vatnalandiö Cumbria, en þar er fyrst komiö til Kendal. Ef leiöinni er fylgt, á feröa- maöurinn aö fá nokkuö glögga mynd af þessu fræga héraöi. Of langt mál yröi aö telja upp fornar minjar, hallir, kastala, náttúruminjar og þá sveita- sælu sem þarna er aö finna. Elstu mannvirki eru frá dögum Rómverja. Fjöldi skemmtistaöa og skemmtitækja, svo sem bátsferðir, eru á boöstólum og einnig langar og fagrar gönguleiöir. Góöa ferð. LUXEM ■■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.