Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 6
DV. MIÐVHCUDAGUR 20. APRÍL1983.
6
Riminl-ströndm er alltaf vinsælust
Á undanfömum árum hefur þaö
áþreifanlega sannast hvílíkra vin-
sælda hin eldfjöruga Rimini-strönd á að
fagna. Þangaö flykkjast íslendingar í
stórum hópum og stemmningin er frá-
bær hvern dag, enda leitun aö hressi-
legri sumarleyfisstað. Islendingar
hafa komiö sér vel fyrir á Rimini
meöal milljóna annarra feröamanna
og þrátt fyrir stóra strönd og mikiö
rými heldur landinn iöulega hópinn,
sleikir sólskiniö í sameiningu og kann-
ar fjölbreytt næturlífiö í smáum og
stórum flokkum.
Borgin sjálf telur um 150.000 íbúa og
er hinn eiginlegi kjami þessa sumar-
leyfisstaöar. Ut frá henni teygir sig tug-
kílómetralöng strönd, fögur, breiö og
sérstaklega aögmnn og því hentug
fyrir börnin. Meðfram henni hafa risiö
hótel og íbúöabyggingar, veitingahús,
skemmtistaöir, næturklúbbar, diskó-
tek, leikvellir, sundlaugar, hjóla-
skautavellir, minigolfvellir, skemmti-
garöar, tívolío.fl. o.fi. Verslanirskipta
þúsundum og á útimarkaði og í stór-
mörkuðum borgarinnarmá gera sann-
köiluð reyfarakaup. Til lengri eöa
styttri ferðalaga er tilvaliö aö leigja
sér bíla, vespur eöa önnur mótorhjól,
reiöhjól og fleiri hentug farartæki.
Möguleikarnir em því ótæmandi aö
ógleymdum skipulögðum skoöunar-
feröunum sem ávallt njóta mikilla vin-
sælda.
En leitum ekki langt yfir skammt.
Rimini borgin sjálf á sér langa og
merkilega sögu og bera henni vitni
fjölmargar fornminjar og minnis-
merki t.d. Ágústusarboginn, Tíberí-
usarbrúin og Malatestakirkjan. Á
dýrðardögum hins mikla keisaraveldis
Rómverja lék borgin þýöingarmikiö
hlutverk og má víöa út frá Ágústusar-
boganum finna háa veggi — leifar
borgarmúra sem í eina tíö vom til
verndar á viösjáverðum tímum.
ENGINN SP YR
ADALDRI
Kynslóðabilið er óþekkt hugtak á
Rimini-ströndinni. Börn og fullorðnir
finna sér endalaust ný og spennandi
viðfangsefni saman eða sitt í hvom
lagi. Þegar kvölda tekur em bömin
hvarvetna velkomin enda hefurRimini
ávallt átt sérstökum vinsældum aö
fagna meöal fjölskyldufólks. Hvar-
vetna er aö finna fjölbreytilegt yfir-
bragö heimsmenningarinnar. Á hverju
horni er krökkt af kátu fólki úr öllum
heimsálfum. Sirkussýningar, leiksýn-
ingar og hljómleikar eru tíöir viö-
burðir. Erlendir listamenn meö spenn-
andi uppákomur í pokahorninu skjót-
ast á milli skemmtistaöa og nær allan
sólarhringinn iöa göturogtorg af lífi
og fjöri.
Og síst má gleyma undirstöðu allrar
vellíðunar og ánægju, matnum. Veit-
ingahúsin á Rimini em engu lík. Þar
má fá fyrsta flokks fiskrétti, stórar
steikur, ósviknar ítalskar pizzur eöa
spaghettirétti, — allt boriö fram af al-
kunnri þjónustulipurö og glaðværö
Itala. Þú velur á milli stórra veitinga-
staöa, lítilla veitingastaöa, fínna veit-
ingastaöa og „snack” staöa og verður
aldrei fyrir vonbrigðum. Viö bendum
þó sérstaklega á La Traviata, veitinga-
staöinn eldfjöraga á Riccione. Þar
hafa Islendingar eignast sinnstað, lesa
matseöilinn á íslensku og hrífast með í
léttum söng, glaumi og gleði sem
ávallt er ríkjandi.
SKRIFSTOFA
SAMVINDIUFERDA-
LANDSÝNAR
Aðalskrifstofa fararstjóranna við
hliö Rialto hótelsins í Riccione er opin
alla virka daga. Þar liggja íslensk blöð
ogfréttaskeyti frammi og fararstjórar
veita þar upplýsingar og fyrirgreiöslu
sem óskaö er eftir.
Fararstjórar hafa einnig skrifstofu í
Bonini-húsinu sem er ejnkum hugsuö
sem upplýsingamiöstöð fyrir farþeg-
ana á Rimini-ströndinni.
NÝJUNG
FYRIRBÖRN
Bamadagskrá og barnafararstjóri.
Þessi bráöskemmtilega nýjung Sam-
vinnuferöa-Landsýnar hitti sannar-
lega í mark á Rimini sl. sumar. Lík-
lega hefur jafnstór hópur íslenskra
barna aldrei skemmt sér jafnvel sam-
an á erlendri gmnd og tekið jafnríku-
lega þátt í leik og áhyggjuleysi sólar-
strandarinnar. Meö fjölbreyttri dag-
skrá og hlýlegu viömóti vann barna-
fararstjórinn hugi oghjörtu hinna smá-
vöxnu ferðalanga og jafnframt traust
þeirra f jölmörgu foreldra sem nutu að-
stoöar hans. Auk leikvalla, sundlauga
og leiktækja var boöiö upp á heimsókn
í tívolí, smábílakappakstursbrautir,
sædýrasöfn og síðast en ekki síst Italia
in Miniatura og skemmtigarðinn Fia-
bilandia.
Garðurinn Italia in Miniatura ereins
og Italíuskaginn aö lögun og þar er aö
finna í smækkaöri mynd allar helstu
borgir Italíu, merkustu byggingar,
fjöll, dali, ár og vötn o.s.frv. Fiabil-
andia er nokkurs konar Disneyland
Rimini. Þar er að finna dæmigert
indíánaþorp og þorp villta vestursins.
Mississippi báturinn siglir um vötnin
og tekur gesti undralandsins meö í
ferðina. Á kvöldin fer fram í Fiabil-
andia stórkostleg ljósasýning meö aö-
stoð vatnsorgels.
Aö auki stóö fararstjórinn fyrir leikj-
um á ströndinni og bauð upp á opið hús
bæði í RiminiogRiccioneþarsem böm
og unglingar komu saman, kíktu í bók,
spjölluöu um lífið og tilveruna og
treystu kunningsskapinn sem hinn
sameiginlega dagskrá stuðlaöi að.
Hin góða reynsla af Rimini-ferðum
síðustu þriggja ára hvetur Samvinnu-
feröir-Landsýn til frekari dáða og aö
sjálfsögöu veröur bamafararstjórinn
til taks á þessu ári, bömunum til
óblandinnar ánægju.
ÍBUDIR - HÓTEL
Gististaðir Samvinnuferöa-Landsýn-
ar á Rimini eru fjölmargir en standa
Fhtgferáir-ísleiðir hjóða fítsi
verð þrátt fyrir genyissig
Flugferöir-Isleiðir í Reykjavík er
umboðsaöili þýsku járnbrautanna á
Islandi og býður sérstaka ferðapassa
sem gildir í allar jámbrauÚr V-
Þýskalandsántakmarkana. Þettaer
ferðamöguleiki sem margir kynnu
aö hafa áhuga á en passarnir em
ýmist gildir í 9 eöa 16 daga í senn.
Með þessu móti er unnt aö ferðast
um Þýskaland þvert og endilangt
fyrir mun minna fé en margan gmn-
ar.
Ferðaskrifstofan Flugleiðir-Is-
leiöir mun bjóöa ferðir í haust til
Thailands, Brasilíu og Egyptalands,
auk feröar til Lancjsins helga. Af öllu
því úrvali ferða sem boönar em má
t.d. nefna rútuferðir um Bandaríkin
meö Gray Hound langferðabílum.
Mallorca
Flugferðir-Isleiðir bjóða upp á
Hótel Trianon á Magaluf-ströndinni
á Mallorca. Þar eru tvær einkasund-
laugar, barir, veitingastaöir og
gengiö beint úr sundlaugunum út í
sandinn og sólina við sjóinn. Boðin er
sérstök hóteldvöl með fæði, sérstak-
ar golfferöir meö dvöl á lúxushótel-
inu Rey Don Jaime í Santa Ponsa.
Grikkland
Boðiö er upp á ferðir og dvöl á
glæsilegum loftkældum hótelum meö
morgunverði og kvöldmat á Aþenu-
skaganum í Grikklandi. Einnig eru
boðin íbúðahótel, án fæðis en með
mjög góðri þjónustuaðstöðu fyrir
gesti. Rúmgóöar setustofur, gesta-
móttaka og veitingastaðir em i sér-
flokki. Þessar glæsilegu íbúöir munu
vera þær einu á öllum Aþenuskagan-'
um meö einkasundlaug í hótelgaröin-
um en örstutt er á vinsælar baö-
strendur. Boöiö er upp á fjölbreyttar
skemmti- og skoöunarferðir um
sögufrægar byggðir Grikklands og út
í eyjarnar. Aöeins 20 mínútna akstur
er til Aþenu þar sem skemmtanalíf iö
er ógleymanlegt, aö ekki sé minnst á
fomminjar.
Franska Rivieran
Boöiö er upp á ferö og dvöl á glæsi-
hótelum eöa ódýrum fjölskylduhótel-
um auk lúxusíbúða á ströndinni á
milli Nizza og Cannes. Á þessum
slóöum voru einungis filmstjörnur og
auökýfingar fyrir nokkrum ámm en
nú hafa Islendingar bæst viö og
sækja á.aðsagter.
Malta er stundum kölluð Sælueyja
Jóhannesar riddara. Þangaö býöur
ferðaskrifstofan Flugferðir-Isleiöir
sérstakar fjölskylduferðir meö
skipulögðum hópferöum og er um-
talsverður afsláttur fyrir böm. Allar
feröir Flugferða-Isleiöa em á föstu
veröi óháð gengisbreytingum eftir aö
þær hafa verið pantaðar.
Polaris í Reykjavík býöur athyglis-
verðan ferðamöguleika sem er í því
fólginn að fara um Bandaríkin þver og
endilöng og fyrir smávægilegt auka-
gjald er unnt aö bæta annaðhvort Kan-
ada eða Mexíkó viö. Polaris er, sem
kunnugt er, umboösaðili Pan Ameri-
can Airlmes á Islandi, en þessar
hringferöir um Bandaríkin eru meö
Republic Airlines. Þaö félag mun eiga
stærsta flotaDC9farþegaþotna sem um
getur hjá einu félagi. Fjórtán daga
hringferöin kostar 350 dollara en fyrir
aukagjald, 50 dollara, er hægt aö bæta
Mexíkó eöa Kanada við ferðina. Til
Bandaríkjanna er flogiö meö hvaöa
félagi sem er, frá Islandi sennilegast
með Flugleiöavél til New York.
Farmiðinn er bókunargildur hvaöa
dag sem er, hvar sem er og hjá hvaöa
félagi sem er og er ekki takmarkaður
viö nein sérstök flugnúmer, þ.e. kvöld-
flug eða dagflug. Hægt er að fljúga til
eins staöar, nota lest eöa bíl og fljúga
frá hvaöa öörum staö sem er, ferða-
langnum er algjörlega í sjálfsvald sett
hvemig hann hagar ferðinni, miðinn
gildir fyrir allt flug innan Bandaríkj-
anna í 14 daga.
Þeir em ekki fáir Evrópubúarnir
sem hafa á undanförnum árum upp-
götvaö þennan sérstaka og ódýra
ferðamáta. Margir hafa gaman af því
að ferðast skipulagslaust eða skipu-
leggja einungis einn eöa tvo daga í
einu. Fyrir þá er þetta kjörinn ferða-
máti og sennilega er ekki unnt að sjá
meira af Bandaríkjunum á 14 dögum
meö neinni annarri aöferö.
Polaris býöur einnig aðrar ferðir
meö svipuöu sniði á mjög hagstæöu
verði, t.d. er flugmiði sem gildir í 60
daga, mánaðarmiöi sem gildir í öllum
áætlunarferðum Republic innan
Bandaríkjanna og kostar einungis 340
dollara. Miðinn er þó ekki bókunargild-
ur sem þýöir aö viðkomandi fær því
aöeins far aö pláss sé ónotað í fluginu.
Til að koma í veg fyrir misskilning
skal þess sérstaklega getiö aö verö