Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 10
10 DV. MIÐVIKUDAGUR 20. APRIL1983. „Það er dásamlegt að sitja hyrr cv sama stað en samt að vera að ferðast” SkommtiferOaskipiO Maxim Gorki. T/S Maxim Gorki hét áöur T/S Ham- burg en var selt rússnesku skipafélagi en ferðaskrifstofan Neckermann hefur haft skipið á leigu og er Atlantik um- Á undanfömum árum hafa feröir með skemmtiferöaskipum átt vaxandi vinsældum aö fagna meðal Islendinga. Ein þeirra feröaskrifstofa sem sér- staka áherslu hefur lagt á slíkar feröir er Atlantik sem boöiö hefur feröir meö skemmtiferðaskipinu Maxim Gorki og hafa hundruð Islendinga fariö slíka ferö sem flestum veröur ógleymanleg. Einn þeirra sem hefur „uppgötvaö” þennan feröamáta og fariö oftar en einu sinni eöa tvisvar er Gunnar Ás- geirsson stórkaupmaöur, en hann hef- ur einnig tekið aö sér leiöangursstjórn og þótt farast þaö vel úr hendi. Viö snerum okkur til Gunnars og báöum hann aö lýsa skemmtisiglingu fyrir lesendum D & V og gefum honum því oröiö: „Vegna reynslu okkar hjóna af skipsferðum æxlaðist svo fyrir tveim- ur árum aö Böövar Valgeirsson, for- stjóri Ferðaskrifstofunnar Atlantik, fór fram á þaö viö okkur, þegar við vorum aö athuga meö skipsferð, aö viö tækjum að okkur leiöangurs- og farar- stjórn hóps Islendinga með T/S Maxim Gorki, 25 þúsund tonna lystiskipi, til Vestur-Afríku, en fararstjóri og um- boðsmaður feröaskrifstofu er nauösyn- legur því aö ýmsu þarf aö ráöa fram úr í samskiptum á milli farþega og starfs- fólks skipsins og í því þarf aö vera aöili meö tungumálaþekkingu og sem vanur eraöumgangast fólk. Gunnar Ásgeirsson stórkaupmaður sem leiðangursstfóri i einni af ferðum Atlantik með skemmtiferðaskipinu Maxim Gorki. — segir Gunnar Asgeirsson stérkaupmadur m.a. í frásögn af skemmtisiglingu meö T/S Maxim Gorki boðsaöili hennar hérlendis. Miðaö við hve góöa klefa Atlantik hefur getaö boðið um borð er veröiö ótrúlega lágt, en verömunur á skips- ferðum er fyrst og fremst fólginn í gæöum klefanna því skipið er allt eitt farrými. Viö hjónin höfum nú farið þrjár feröir meö íslenska hópa á T/S Maxim Gorki og haft af því mikla ánægju. Aðalstarfiö er aö aöstoöa farþegana á ýmsum sviðum, sérstaklega þegar tungumálaerfiöleikar eiga í hlut. Á skipinu er um 450 manna áhöfn og allt aö 650 farþegar. Allt fer fram á þýsku, matseöill, dagskrá dagsins, tilkynn- ingar til farþega, viötöl viö lækna o.fl. I feröum í landi getur veriö um mismun- andi tungumál að ræöa sem þarf aö þýöa svo sem flestir hafi gagn af. Fyrsta ferö okkar á T/S Maxim Gorki var 1981. I hópnum voru 27 far- þegar og var flogið til Kanaríeyja þar sem stigið var um borð og lagt úr höfn í átt til Vestur-Afríku. Komiö var viö í mörgum löndum og famar feröir í landi Má ma. nefna Senegal, Sierra Leone, Grænhöföaeyjar, Fílabeins- ströndina, Benin, áður en haldið var aftur til Kanaríeyja en þar fóru far- þegar í land en við hjónin héldum til Portúgal. Önnur feröin var farin sl. haust frá Reykjavík til Þrándheims og síöan um stórbrotna firöi Noregs. Feröinni lauk í Bremerhafen, en íslendingarnir fóra í langferöabíl til Luxembourgar og flugu þaöan heim. Þriöju ferðina fórum viö nú í febrú- ar, 4ra vikna ferö. Flogið var til Frank- furt um London og gist um nóttina. Daginn eftir var flogið til Recife í Brasilíu þar sem stigiö var á skipsfjöl. Ferðin hófst síðan 8. febrúar og var komið heim um Frankfurt og London 6. mars. Siglingunni sjálfri lauk í Genúa. I Brasilíu var komið viö í Ríó og sáum viö þar karnevalhátíöina. Auk þess voru ýmsar ferðir farnar í landi. Viökomum einnig tilSantos, Sao Paulo og Salvador. Þaöan láleiöin til Dakarí Senegal, dásamleg 5 daga sigl- ing. Þaðan var haldiö til Las Palmas, Casablanca og Genúa. HVERS VEGNA SKIPSFERD? Farþegar segja, þegar ferð er aö ljúka, hvenær og hvert verður fariö í næstu ferö? Nú stendur yfir fjóröa ferðin og er þar meö í förinni einn sem var meö okkur í Afríkuferðinni og Nor- egsferöinni. I Brasilíuferðinni var líka einn sem hafði verið með í Afríkuferð- inni. I fyrstu feröinni voru 27, í annarri 37 og í þeirri þriöju 42 farþegar frá Atlantik. Fólkinu fannst dagarnir of stuttir, því nóg er aö gera frá morgni til kvölds, hvort sem um er aö ræða sól- böð, sund eöa íþróttir,svo sem blak, fótbolta, sundleiki, bridge o.fl. Feröa- lög í landi til þess að sjá sig um eru vin- sæl. Á kvöldin er nóg viö aö vera, auk tveggja dans- og veitingasala er nætur- klúbbur fyrir þá sem vilja lengja kvöldið. Þá eru tónleikar, kvikmynda- sýningar, auk þess sem landkynningar fara fram í kvikmyndasal. Allt sem gerist um borö er ókevpis nema drykk- ir sem kosta 0,50 DM, t.d. gin og viskí, Ferðirnar í landi eru seldar sérstak- lega. Ferö meö T/S Maxim Groki þarf ekki aö vera dýrari en dvöl á góöu hóteli á sólarströnd. Ferðin í febrúar kostaði, þegar hún var auglýst sl. haust, kr. 30.600, í nær fjórar vikur á fljótandi lúxushóteli. Fæði, húsnæði, skemmtanir, dans, kvikmyndasýning- ar, o.fl. o.fl. en allt er innifalið nema þaö sem farþegarnir vilja eyöa auka- lega í drykki um borð eöa í ferðir í landi. Matur er f jölbreyttur og mjög góöur og öll þjónusta um borö er eins og best verður á kosið. Fólk er léttklætt á dag- inn en prúöbúið á kvöldin. Nokkur kvöld I viku er ætlast til að karlmenn séu í dökkum fötum eöa smóking og konur í síðum kjólum. Ysmar uppá- komur eru um borö, t.d. er valin „Drottning skipsins”, „Ljón skipsins” og sjávarguðinn Neptún hreinsar fólk viö sundlaugina þegar fariö er yfir miöbauginn. Þá er haldin keppni í dansi í sjóræningjabúningum, haldið náttfatapartí í næturklúbbnum, hlust- aö og horft á valda skemmtikrafta sem eruumborö o.fl.o.fl. Þaö má lengi telja upp dásemdir þess aö vera um borö í skipi, dásemdir sem flestir eöa allir vilja lifa upp aftur og aftur. Hér fer á eftir sýnishom af dag- skránni (þessivarl8/2 ’83). 08—10 Morgunverður. 09 Guðsþjónusta. 9.30 Rússneskukennsla. 10 Morgunleikfimi. 10—11 Morgunverður viðsundlaug. 10 Kynntarferðirílandi. 10.30 Borðtenniskeppni. 10.30 Heimsókní brúna. 11 Skotfimi. 11 Kvikmynd og erindi um Island. G. Ásgeirsson. 12.30 Hádegisveröur. 13 Hádegisverður á Lídóbar. 16 Teogkökur. 16 Bingó. 16 Leikir á dekki. 17 Danskennsla. 17 Fótbolti. 18 Rotary- og Lionsmeölimir hittast. 18 Píanóleikur á bamum. 19 Kvöldverður. 20.30 Kvikmynd — Ævintýri Hoffmanns. 20.30 Dansleikur, „Ljón skipsins” valiö. 22.30 Næturklúbburopnar. 23.30 Miðnæturmatur. Ferö á skipi er hvíld fyrir þá sem það vilja, eða tækifæri til þess að taka þátt í einhverju eöa öllu sem fram fer um borö. Fyrst og fremst val hvers og eins Þaö er dásamlegt að sitja kyrr á sama stað en samt aö vera aö ferðast.” Gunnar Ásgeirsson. r FerðaþjónustaíKeflavík — Víkingaferðir Víkingaferöir heitir feröaskrifstofa í Keflavík. Þeir sem hafa ætlaö aö fá sumarhús í Hollandi en gripiö í tómt, þar sem þær ferðir munu vera uppseldar víða, þurfa ekki að örvænta því Víkingaferðir geta leyst málið. Þeir bjóöa sumarhús á staö sem nefnist Scheveningen í Hollandi en þaö er við sjó og einn af þekktari baöstöð- um í Evrópu. Þá bjóða Víkingaferðir upp á sérstakar feröir til golfiökunar, bæði til Hollands og Belgíu, þar sem fólk getur stundað þessa vinsælu íþrótt í sumarblíðu og á golfvöllum sem þykja meö því besta sem gerist. Víkingaferðir bjóöa einnig möguleika á að stunda skíöaíþróttina aö sumri til í fögru umhverfi, eöa þá að ferðin sé notuð til skemmtunar og skoðunar um fagra staði í Austurríki, dvalið er á vönduöum hótelum við Zell am See í Tyrol, skammt frá Salzburg, en þaðan er stutt á sumarskíðasvæðið viöKaprunjökulinn. Víkingaferöir skipuleggja hópferöir um víöa veröld í samvinnu viö erlendar ferðaskrifstofur. Auk þess annast feröaskrifstofan sölu á farmiöum fyrir Flugleiðir, Arnarflug, Farskip og Feröaskrifstofuna Atlantik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.