Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 22
22 DV. MIÐVIKUDAGUR 20. APRIL1983. D A N M ö R K NORÐURSJÓR BREMEN LÓBECK HAMBORG HANNOVER • LUX PARIS MÓNCHEN INNSBRUCH JARÐARHAF NAPOLI AKSTURSLEIÐ 7 Þetta er leið sem þúsundir ökumanna frá Bretlandi og á megin- landi Evrópu fara í sumarleyfum sínum á eigin bilum og gista þá ýmist á hótelum eða á tjaldsvæðum. Leigja sér viðlegubúnað, eða leigja t.d. hjólhýsi við Miðjarðarhafið, sumarhús, eða íbúö. Þessi ferð er þannig útfærö að ekiö er á hraöbrautunum. Þaö gera allir á lengri leiöum. Það eina sem ökumað- urinn þarf að gera er aö fylgja veg- vísum í þeirri röð, sem þeir eru sýndir hinum megin á blaðinu. Feröin hefst í Newcastle og gott er aö aka í fyrsta áfanga til Darlington eða til Leeds. Þetta eru borgir sem gott er aðgista. Þaöan liggur leiðin til London. Ekki er talin þörf á að fara mörgum orðum um hana eða stórborgina París sem vérður síðar á vegi ykkar. Síðan liggur leiðin til strandar, þar sem tekin er ferja yfir Ermarsund. Um tvær (eða fleiri) hafnir er að ræöa, við veljum Folkestone eða Dover, en þið getið fengið nánari upplýsingar hjá ferðaskrifstofum o.fl. Meö ferjunni er fariö til Calais í Frakklandi og á hraðbraut til Parísar. Þið ráðið ferðinni sjálf. Þeir sem vilja koma við í París til aö hafa þar viðdvöl ættu aö tryggja sér hótel, en tjaldsvæði eru í borgarjöörunum. Hægt er aö „aka yfir París” ef menn óska þess, því sérstök hraðbraut tengist brautinni til Lyon. Þeirri braut fylgið þið alla leið til Perpican, sem liggur við landamæri Spánar. Þaö er talið hagkvæmt aö gista í Suður-Frakklandi. Þið akið bara inn í litla borg, og ykkur verður tekið opnum örmum. Þeim sem vilja fylgja nákvæmri áætlun er bent á að ferðaskrifstofur geta útvegaö húsnæði áleiðþessari. Áfangastaðurinn er svo Costa Brava, sem margir Islendingar þekkja. En fyrir þá sem ekki þekkja til! staðhátta verður reynt að lýsa áfanga- staönum nokkuð. Það er mál manna að hvergi sé | spænska ströndin fegurri en á Costa Brava. Strandlengjan er ca 150 km, þar sem klettar ganga í sjó fram, en hvítar sólarstrendur fylla víkur og voga. Þarna eru miklar vínekrur innan í landinu og fagrir skógar. Yfir þessum stað er sérkennileg ró og friður. Við ströndina eru ýmsir frægustu baðstaðir Spánar og þangað sækir fólk víöa að og það er f jörugt á strætunum. Nýtísku hús og fomar byggingar setja svip sinn á þennan stað. Á Costa Brava er munaöur af allri gerð. Menn geta valið um skoðunar- ferðir. I borgunum eru ölstofur, vín- stofur, matstaðir af öllum gerðum, næturklúbbar, diskótek og aðrir skemmtistaðir, og nóg af sandi og sól, viö safírblátt hafiö. Viö stærri hótel eru yfirleittsundlaugar. Þá eru þarna frægir golfvellir og í Barcelona eru auk annars ópera, leikhús og stór söfn. Þá fara margir til að sjá knattspyrnu í Barcelona, en það fer þó eftir því á hvaða tíma veriö er á staðnum. Mælt er með heimsókn til dvergríkis- ins Andorra, (tollfrjálsar vörur). Einnig með ferð íil Barcelona. Þar verða menn að koma á hina frægu götu Las Ramblas og í borginni er frægt tívolí. Margir heimsækja Montserrat fjall, sem er helgistaöur 30 km norðvestur af <o NEWCASTLE NORÐURSJÓR LtJBECK HAMBORG Barcelona. Þar skoöa kirkjur og klaustur. menn fornar A heimleiðinni er farið til Bordeaux, sem er fræg borg og fögur. Hún er höfuöborg Girondehéraðsins og um tíma höfuðborg Frakklands, enda hefur hún komið mikið við franska sögu. Þar eru frægar byggingar, ópera og leikhús. (Isl. ræðism.skrifstofa við Öperuna). Ef menn ætla að versla er úr vöndu að ráða, en ef menn vilja, þá eru sumar vörur ódýrar á Spáni, aðrar í Frakklandi — og svo má versla í Þýskalandi t.d. í Miinster, aö ekki sé talað um England. Góða ferð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.