Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 25
DV. MÐVKUDAGUR 20. APRlL 1983. 25 Sennilega shemmtilegasti ferða- mátinn um vínræhtarhéruðin Ferðaval er ný ferðaskrifstofa sem rekin er af Snæland Grímssyni hf. í Reykjavik. Fyrirtækið hefur alhliða ferðaskrifstofuréttindi og selur því alla almenna farseðla. Skrifstofan er að Kirkjustræti 8 í Reykjavík. Sumar- áætlun fyrirtækisins er sniöin að þeim möguleikum sem opnast með tilkomu hinnar nýju og glæsilegu bílaferju, Ms Eddu, en með því munu hópferöir í nýtísku langferðabílum um fegurstu landsvæði Evrópu öðlast svipaðan sess í ferðalögum Islendinga og annarra þjóða. I sumar veröa farnar 7 ferðir á vegum Feröavals til og um Þýskaland. Er farið með 40 manna langferðabíl en einungis með 30 farþega í hverri ferð til að tryggja hámarksþægindi. Tvenns konar ferðir eru skipulagöar, annars vegar tveggja vikna ferðir um Rínar- og Móseldalinn með gistingu á úrvals- hótelum, hins vegar þriggja vikna ferðir sem hefjast í Hannover. I báðum ferðum er gert ráð fyrir að sigling utan og heim aftur meö Ms Eddu taki um viku. íslendingar eru því vanir að ekki fari saman vín og akstur og þótt Suður- Þjóðverjar segi gjaman ,,Ein glas macht nicht” borgar sig ekki að taka það alltof bókstaflega. Það er því ekki alltaf skemmtilegt að aka sjálfur um ein gróskumestu og frægustu vínræktarhéruð Evrópu, eins og Móseldalinn, og geta ekki notið góm- sætra veiganna í hófi. Af þessum orsökum eru hópferöirnar með lang- ferðabílum svo vinsælar sem raun er á enda eina skynsamlega leiðin, að margra viti, til þess aö fara um þessi svæði og njóta þess sem upp á er boöið. Það er mesti misskilningur að fólk þurfi endilega að sitja í rútunni niður allan Mósel- eða Rínardalinn, þessar ferðir eru skipulagðar af fagfólki og því gert ráð fyrir að fólk geti farið niður eða upp Mósel á ánni með þeim glæsilegu skemmtiferjum sem þar ganga alla leið frá Trier og niður til Koblenz eða enn lengra. Rútan bíöur síðan á ákveðnum stað og haldið er áframtil nýrra áfangastaða. Brottför í tveggja vikna ferðirnar er 1/6,8/6,15/6 og 3/8 og 31/8. Lengri ferðimar eru þriggja vikna. Þá er ekið frá Hannover suður til Múnchen þar sem borgin er skoðuö. Á leiöinni til Miinchenar er gist eina nótt á topphóteli en tvær nætur í Múnchen. Frá Múnchen er síðan ekiö að Bodenvatninu eða Konstanzvatninu, réttara sagt, sem er skammt frá sviss- nesku landamærunum, og er gist þar tvær nætur. Næsti áfangi er leiðin til Freiburg og er farið um Svartaskóg þar sem gist er tvær nætur. Síðan er ekiö upp Rínardaúnn og til Kölnar þar sem gist er eina nótt en í Köln er margt merkúegt að sjá, bæði em þar sögufrægar byggingar og staöir auk þess sem borgin á sér mikla og merki- lega sögu. Frá Köln er síðan fariö tú Bremerhafen þar sem Ms Edda tekur viö ferðafólkinu og flytur það heim tú Islands og má gera ráð fyrir aö ekki sé þaö síöra ferðalag í afslöppun með öll þau þægindi og þjónustu sem í boði er um borð. / sól og sumaryl med gleraugu frá GLERAUGNADEILDINNI OG GLERAUGNAMIÐSTÖÐINNI AUKAGLER OG LEÐURHULSTUR FYLGIR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.