Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1983, Blaðsíða 18
18
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. APRtL 1983.
Ferðast með
langferðabilum
ogMsEddu
Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónas-
sonar býður athyglisverða ferð sem
hún kallar „alíslenska Bretlandsferð
eftir nýja veginum”. Farin er ferð um
Bretland með nýtísku langferðabíl frá
fyrirtækinu. Ferðin hefst 1. júní. Þá
koma farþegar í Borgartún( 34 kl.
21.30, ekið er til skips í Sundahöfn og
þaöan er brottför á miönætti. Um borö
er gist í 2ja hvílu klefum. Skipið er aö
sjálfsögðu Ms Edda. Fæði um borð er
ekki innifalið í verði ferðarinnar en völ
er á sjálfsafgreiðsluveitingasal eða
veitingasal þar sem þjónar eru, auk
þess sem um borð eru bæði dansstaðir
og vínstúkur. Komið er til Newcastle
laugardaginn 4. júní kl. 10 árdegis.
Laugardeginum er varið til skoðunar í
Newcastle og gist er þar um nóttina. Á
sunnudaginn hefst svo hringferö um
Bretland og Skotland. Fyrst er haldið í
suðurátt til York sem er þekkt hérlend-
is vegna nýlegra frétta um mikinn upp-
gröft víkingaminja. Frá York er haldiö
í vesturátt og til vatnahéraöa,nna og
gist tvær nætur í borginni Carlisle.
Þaðan er svo farið í norðurátt til
Skotlands.
Gist er tvær nætur í Glasgow og farið'
til Loch Lomond. Næsti áfangi er Edin-
borg. Ekið er um Stirling og gist tvær
nætur í Edinborg. Laugardeginum
geta farþegar varið að vild til aö versla
eða skoða sig um, hvílast eöa hvaö sem
er. Á sunnudag er ekið til Newcastle og
gist síðustu nóttina á Bretlandi.
Mánudaginn 13. júní er brottför frá
Newcastle á hádegi meö Ms. Eddu og
komið til Reykjavíkur kl. 20 þann 15.
júní. Gisting í Bretlandi er á 4ra og 5
stjömu hótelum og er innifalinn bæði
morgunverður og kvöldverður.
Leiösögumaður er íslenskur og aö
sjálfsögöu þaulkunnugur bæði hvaö
varðar Bretland og sögu þeirra staða
sem komið er til. Þessi tveggja vikna
ferð er á mjög hagstæðu verði.
TVEGGJA VIKNA
FERDIR TIL
SVISS
Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónas-
sonar býður tvær tveggja vikna
hópferðir með langferðabíl um Sviss á
þessu sumri. Brottför verður 5. júní og
21. ágúst með Ms Eddu til Bremerhav-
en. Ferðunum er skipt í tvo hluta,
annars vegar er 6 daga skemmtiferð
um fjallalandið sem kallast „Zúrich til
Zúrich” en þá er ekið frá Zúrich til
Appenzell um Toggenburg, skoðuð hin
dæmigerðu svissnesku fjallaþorp með
sérstakri húsagerð, en eitt þeú-ra er
hiö fræga Heidi á leiðinni til Lenzer-
heide. Allar nætur er gist á góðum
hótelum, hvert herbergi með baði og
innifalið er hálft fæði, þ.e.
morgunverður og kvöldverður. Næsta
dag er ekiö frá Appenzell um Julier-
skarðiö, í tæplega 2300 metra hæö, yfir
til St. Moritz. Þessi leið er talin ein sú
hrikalegasta og fegursta á þessum
slóðum. Síðdegis er ekið um Maloja-
skarðið og niður að Comovatninu á
Italíu og snúið við til Sviss og komið til
borgarinnar Lugano undir kvöldið.
Þriðja daginn er ekið frá Lugano um
St. Gotthard-skarð og áfram um
Furkaskarö í 2430 metra hæð upp við
Rhone-jökuúnn og síðdegis er ekið um
Rhonedahnn tú Montraux og
Lausanne.
Fjórða daginn er farið frá Lausanne
um Gruyéredalinn, sem aðdáendur
svissneskra osta ættu að kannast við,
og síðdegis komið til borgarinnar Bem
sem er höfuðborg Sviss. Þar er margt
áhugavert að skoöa en aö því loknu er
ekiðtú Thun.
Fimmta daginn er haldiö frá Thun til
Lauterbrunnen og komið við hjá
Trúmmelbach-fossunum en síðan
haldið til Grindelwald. Hugsanlega
verður farið í skoðunarferð með f jaúa-
kláfferju upp á tind Jungfraujoch sem
er í tæplega 3500 metra hæð en það fer
eftir loftslagsskilyrðum. Síödegis er
ekið til Brienz og skoðað frægt
tréskurðarverkstæði en síðan haldið tú
Vitznau á bakka Lucemevatnsins.
Sjötta og síðasta daginn er farið með
togbraut upp á fjalhð Mount Rigi með
útsýni yfir miðbik Sviss. Síðan er ekiö
af stað til Lucerne og komið þar um
miðdegið. Eftú- miðdegisverð og
skoðunarferð um borgina er haldið tú
Zúrich og komið þangað um hálfsex
síðdegis.
NÆSTA VIKA
UPPÁ EIGIN
SPÝTUR
Eins og áöur sagöi em þessar ferðir
skipulagðar með nokkuö nýstárlegum
hætti. Síðari vikan er ætluö tú dvalar á
lúxushóteli, Strand- + Golf-Hotel sem
er á bakka Thunvatns í einum fegursta
fjalladal Sviss, Berner Oberland. I
þessum dal em vötnin Thunersee og
Brienzersee og er hann sannköúuð
paradís ferðamanna með baðströnd-
um, bátalægjum, skemmtilegum kaffi-
og veitingastöðum meðfram vatns-
bökkunum, auk þess sem togbrautir
liggja upp á mörg fjallanna umhverfis
vötnin.
Hægt er að kaupa vikukort sem
gúdir sem greiðsla í öllum ferðum á
þessu svæði. Hægt er aö leigja seglbáta
eða fara í bátsferðir á vötnunum, hægt
er að leigja sér bíl og aka um þetta
stórkostlega fjaúaland eftir skemmti-
legum sveitavegum og njóta fegurðar
landsins, blómaskrúðsins og fjöl-
breytts dýralífs. I næsta nágrenni eru
sérstakir heúsubaðstaðir og f jaúaþorp
með sínum séreinkennum. Á kvöldin
eru dansleikir á hótelunum, tennisvell-
ir og önnur aðstaöa til hreyfingar, auk
þess sem hægt er aö bregða sér á
leiksýningu eða tónleika.
Að vikunni Iiðinni er farið með lang-
ferðabú frá Guömundi Jónassyni til
Bremerhaven og siglt meö Ms Eddu
heim.
Hópferð á
í Vínarborg
Ferðaskrifstofan Farandi í
Reykjavík efnir tú hópferðar á
Vínarhátíðina í Vinarborg, en hún er
haldin dagana 7. maí tú 12. júní. Ferð
Faranda stendur hms vegar dagana
2. tú 9. júní. Vínarborg er ein helsta
miðstöð tónUstar í veröldinni, auk
þess að vera hrífandi fögur, með
byggingar sem teljast tú þess
markverðasta í sögu byggir.gar-
Ustarinnar fyrr og síöar. Tú þess er
tekið hve fallegt er í Vínarborg á
vorin. Miðborgin stendur að hluta tú
óbreytt frá miðöldum og eru
menningarstofnanir þar margar svo
sem Burgtheater, Theater an der
Wien, Ríkisóperan, Stefáns-
dómkú-kjan og fleiri og fleiri.
Það eru um 2000 ár síðan
Rómverjar völdu bæjarstæði í kvos
umkringdri skógi vöxnum hæðum
sem nú kallast Vínarhæðir. Saga
Vínarborgar er bæði mikil og merki-
leg enda hefur borgin öldum saman
verið ems konar hliö á múU austurs
og vesturs og því mikið á henni mætt
eins og að líkum lætur.
Hvernig fólk upplifU- Vínarborg er
sagt vera undir hverjum og einum
komið, hægt er að uppUía borgrna á
marga mismunandi vegu. Vín er
borg valsanna og valsakónganna,
heimsborg með aldagamlar hefðir.
Vín er borg óperunnar, borg
mennUigar og lista og sem slík
miðdepúl. VUiardrengjakórinn er
aðeins eitt menningarfyrU-brigðið af
mörgum sem þessi borg býður upp á.
Að sjálfsögðu er Vínarborg höfuð-
borg Austurríkis og sem slík er húr.
áberandi á spjöldum veraldarsög-
unnar en hún hýsir einnig erna
múljón íbúa, hún er viðskiptamið-
stöð, þingstaður og aðsetur margra
alþjóðlegra stofnana.
Vínarhátíðin
Hér verður ekki greint frá dagskrá
tónUstarhátíðarinnar í Vínarborg en
nokkur nöfn gefa ef til vúl nægúega
til kynna hvað þar verður um aö
vera. Dagskráin er aftur á móti
afhent hjá ferðaskrifstofunni
Faranda í Lækjargötu.
Meðal þeirra nafna sem við rekum
auguníeru: Vínarfúhannóníuhljóm-
sveitin, stjórnandi Lorrn Maazel,
einleikari Daniel BarenboUn, Haydn
tríó, einleikarar Wolgang Schulz og
Yvonne Minton, VUiardrengjakórinn
ásamt Vínarsinfóníunni, Vínar-
kammersveitin undir stjórn PhiUppe
Entremont og einleikari Alicia De
Larrocha ásamt Hermann Bau-
mann. Vladimir Askenazy, Alban
Berg kvartettinn. Þetta er aðeins ör-
lítið brot af því sem þarna verður á
dagskrá að ekki sé minnst á
óperusýningar, ballettinn og
leiksýningamar. Feröaskrifstofan
Farandi býður þessa Vínarferö á
mjög hagstæðu verði og hægt er að
panta aögöngumiða hjá Faranda en
vegna mikúlar aðsóknar í Vínarborg
er vissara fyrir þá, sem hug hafa á,
að gera sem fyrst ráðstafanir til að
útvega sér aðgöngumiða.