Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1983, Blaðsíða 6
6 DV. FÖSTUDAGUR13. MAl 1983. Yamaha-skemmtari Til sölu Yamaha-skemmtari B-35-N. sem nýr. Uppl. á auglýsingadeild DVsími27022- XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXML X ' X X X X X X X X X X X X X X X X X X Fyrirtæki, einstaklingar Erum aö senda sölumenn okkar í hringferð um landiö í júní- mánuði. Getum tekiö að okkur vörur frá fleiri fyrirtækjum og einstaklingum. Upplýsingar í síma 43969. X X X X X X X X X X X X X X X X X xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx NÝ ÞJÓNUSTA VIÐ LANDSBYGGÐINA 1T Geríst áskrífendur að Lt Fyllið út pöntunarseðiUnn og sendið til Heima-Bingo, Hamarshúsinu Tryggvagötu, 101 Reykjavík. Einnig getið þér hringt í síma 91-28010 til að gerast áskrif- andi. íþróttasamband fatlaðra Hamarshúsinu v/Tryggvagötu, simi 91-28010. Undirritaður óskar hér meö eftir að fá sendar Heima-Bingo blokkir í hverri umferð sem spiluö er. Verö pr. blokk kr. 50,- Ath. minnst 2 blokkir verða sendar. Nafn. Heimilisf. Póststöö. I I I Póstnúmer........................Sími Reiknadu med FACIT og dæmið gengur upp Facit 2256 er enn ein kærkomin Facit-nýjung fyrir fullkomna skrif - stofu. Einstaklega ódýr og falleg reiknivél meö skýrum glugga, eld- fljótri prentun og valboröi sem á engan sinn líka hvað þægindum og vinnsluhraöa viökemur. Facit 2256 er jafnvig til flestra verka. Einföldustu og flóknustu dæmi ganga fyrirhafnarlítiö upp og ekki spillir það ánægjunni aö Facit -reiknivél er ósvikið augnayndi. GÍSLI J. JOHNSEN Í7T rfi I T "" SKRIFSTOFUBÚNAÐUR SF 1111 , í Skrifstofuval Akureyri Á fundi með fréttamönnum er námsgagnasýningin var kynnt voru viðstödd Óli H. Þórðarson, Ásgeir Guðmundsson, Guðmundur Þorsteinsson og Margrét Sæmundsdóttir sem hér eru á myndinni. DVmynd GVA. Neytendur Neytendur Neytendur Námsgögn fyrir umferih arfræðslu á sýningu Frá og með mánudeginum 9. maí og til 20. þessa mánaðar stendur yfir sýn- ing í Kennslumiöstöð Námsgagna- stofnunar að Laugavegi 166, Reykja- vík. Hér er um að ræða sýningu á námsgögnum fyrir umferðarfræðslu bama sem notuö eru í umferðarskóian- um „Ungir vegfarendur” og í grunn- skólunum. Einnig eru sýnd dæmi um vinnu nemenda, úr Hagaskóla og Seljaskóla í Reykjavík, svo og verð- launamyndir úr nýafstaðinni kvik- myndasamkeppni 11 ára skólabama. „Okkur hér hjá Námsgagnastofnun er það ánægjuefni að geta boöið upp á þessa sýningu sem haldin er í tilefni norræna umferöaröryggisársins,” sagði Ásgeir Guðmundsson, forstöðu- maður stofnunarinnar, meðal annars á blaðamannafundi sem boðað var til fyrsta dag sýningarinnar. Það kom fram í máli Guðmundar Þorsteinsson- ar, námsstjóra í umferðarfræðslu á fundinum, að námsefni vegna utnferð- arfræðslu væri nú í fyrsta skipti kynnt opinberlega. „Umferðarfræðsla er ekki á stunda- skrám nemenda í gmnnskólum en kennslan fellur aö öðmm námsgrein- um, til dæmis samfélagsfræði,” sagði námsstjórinn meöal annars. Námsefni fyrir umferðarfræðslu tekur aö sjálf- sögðu mið af aldri barnanna sem við námsefninu taka. Fyrir 10—12 ára hefur fræðsla tengd reiðhjólaakstri verið aukin töluvert aö undanförnu. Reiðhjóiamönnum á öllum aldri hefur fjölgað geysilega síðastliðin tvö til þrjú ár sem kallað hefur á meiri fræðslu. 27 þúsund reiðhjól á tveim árum Sem dæmi um fjölgun reiðhjóla þá vora flutt til landsins 5-6 þúsund reiö- hjól árið 1980. Og árið 1981 fórtala inn- fluttra reiðhjóia í 12 þúsund. í fyrra rúmlega tvöfaldaöist talan og fór í 25 þúsund. Ekki er mælt með að börn inn- an 10 ára aldurs séu á reiðhjólum í um- ferðinni. Sex dauöaslys hafa orðið í umferð- inni fyrstu þrjá mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra höfðu 8 látist í um- ferðinni. Á síðasta ári slösuðust 143 börn yngri en 14 ára í umferðinni. Þeir sex sem látist hafa í umferðinni í ár vom allir innan við tvítugt. Aldrei er ofbrýnt fyrir ökumönnum og vegfar- endum aö gæta fyllstu varúðar í um- ferðinni, nauðsyn er að draga úr þeim hroðalegu afleiöingum umferðarslysa semtölurnar gefa vísbendingar um. Þátttaka foreldra nauðsynleg „Allt starf og öll fræösla í umferöar- málum verður ómarkviss ef foreldrar sýna málinu ekki áhuga,” sagði Öli H. Þóröarson, framkvæmdastjóri Um- ferðarráös, á fundinum. Hann gat þess einnig að sem betur færi virtust for- eldrar vera vakandi fyrir fræöslu barna sinna í umferðarmálum. Það sýnir þátttaka í bréfaskólanum „Ungir vegfarendur” sem er 100 prósent. Umferöarskólinn „Ungir vegfarend- ur” hóf göngu sína árið 1968 að sögn Margrétar Sæmundsdóttur fóstm sem starfar viö skólann. Kvað Margrét for- eldra þátttakenda taka mikinn þátt í úrlausn verkefna sem börnin fá send enda yngstu börnin þriggja ára gömul sem fá verkefni. Þau börn sem fyrst fengu verkefni frá skólanum „Ungir vegfarendur”, árið 1968, eru nú komin á löglegan öku- mannsaldur. Þessi böm hafa fengiö stöðuga umferðarfræðslu frá þriggja ára aldri sem vonandi skilar góðum ökumönnum í umferðina. Sýningin í Kennslumiðstöð Námsgagnastofnunar er opin daglega frá 13-18 og er hún einkum ætluð kennurum, fóstrum, lög- reglumönnum og foreldram. Að sýn- ingunni standa menntamálaráðuneyt- ið, Námsgagnastofnun og Umferðar- ráö. Ýmislegt fleira er á döfinni í tilefni Norræna umferðaröryggisársins til að stuðla að aukinni umferðarfræðslu og menningu. I næstu viku veröur hjóla- vika sem lögreglan um land allt mun taka þátt í með leiðbeiningum fyrir reiðhjólamenn í umferðinni. -ÞG. Margir kannast við taubláma KANNAST EINHVER ■ VIÐ ÞETTA? ■ Anna kom mcö þetta umslag til okkar. Hafði hún fundið það við tiltekt í skáp á dögunum. I því reynd- ist vera duft scm sagt var á umbúð- um aö ráðlegt væri að setja meö þvottaduftinu í þvottavélina. Þá yrði hvíti þvotturinn hvitari og sá misliti skærari á litinn. Anna ákvað að prófa hvort rétt væri. Og eftir tilraunina sagðist hún hafa verið ánaigðari með þvottinn en nokkru sinni. Skærlitir Tilvettes sammen med viskcpulver bolir heföu oröiö eins og nýir og hvítarskyrtur glampandihvítar. En gallinn var sá aö hún mundi ekkert hvar hún haföi fengiö þetta undraefni. Taldi þaö hugsanlega hafa verið í þvottacfnispakka sem hún kcypti, jafnvel fyrir mörgum árum. En hún vildi endilega komast yfir meira af þcssu ef unnt væri og bað Neytcndasíðuna aö lýsa eftir þcssu. Þeir sem kannast við efniö eru því hér með bcðnir að hafa samband. Eftir umbúðunum að dæma’er þetta danskt. -ds. Kannast einhver við þetta? . . var spurt hér á Neytendasíöunni sl. mánudag. Svo sannarlega. Síminn hefur verið rauöglóandi síðan. Fyrir- spurn kom frá Önnu um hvort ein- hver kannaðist við duft sem henni hafði áskotnast í litlu umslagi. Duftið var ráðlagt að nota með þvottaduft- inu í þvottavélina. Þá yrði hvíti þvotturinn hvítari og sá misliti skær- ari á litinn. Anna haföi prófað duftið með frábærum árangri, en nú var úr vöndu aö ráða. Hún hefur hug á því að fá meira af duftinu góða en hvað- an haföi hún fengið þaö. Máliö er upplýst. Duftiö í umslaginu litla mun hafa fylgt sem auglýsing í dönsku blaði. Þeir sem höföu samband við okkur voru ekki sammála um tíma- setningu og ekki heldur með hvaða vikublaði efnið haföi borist. En það skiptir ekki höfuðmáli hvort það var í fyrrasumar eða fyrir tveim árum eða hvort það var í Hendes Verden eða Femina. Líklegt er að umslag með duftinu hafi verið í fleiri en einu blaði, líklega flestum dönsku viku- blöðunum sem hingaö berast og þá á mismunandi tímum. „Þetta er sams konar efni og mamma og amma notuðu í gamla daga í þvottinn,” sagði kona ein sem hringdi „og þegar ég fékk þetta með dönsku blaði prófaði ég það og líkaði vel”. Flestar konumar (aðeins einn karl hringdi) höföu ekki reynt efnið en ætluðu að láta verða af því þegar þær lásu um reynslu Önnu af efninu. Þetta var velþekkt hér áður fyrr og heitir tau- eöa þvottablámi. P.S. Nýjustu fréttir. Reckitt’s tau- blámi fæst hér í verslunum og kosta fimm lítil umslög í kassa 30,60 krón- ur. -ÞG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.