Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1983, Blaðsíða 10
10
DV. FÖSTUDAGUR13. MAl 1983.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
jBBPiPiasrm
A TVÖ KJÖRTIMABIL TIL
VIÐBÓTAR í ÞAÐ MINNSTA
Margaret Thatcher forsætisráö-
herra er ráðin í að hrekja sósíalism-
ann á undanhald og skapa að nýju
ríkiserfðir íhaldsmanna í Bretlandi
ef henni tekst að tryggja sér annað
f imm ára tímabil í ríkisstj óm.
Þessi 57 ára dóttir innanbúðar-
manns er stolt af því að vera íhalds-
manneskja og upp með sér af nafn-
giftinni, sem Sovétmenn veittu henni
— „járnfrúin”. Hún hefur markaö
þau spor í stjórnmálalífi Breta að
aðrir íhaldsmenn þykja þar hvergi
feta til jafns síðan Winston Churchill
stýrði Bretum á styrjaldarárunum.
Vonast eftir tveim kjör-
tímabilum tii viðbótar
Áöur en Thatcher núna í vikunni
boðaði til þingkosninga þann 9. júní,
eða ellefu mánuðum fyrr en henni
bar skylda til, höfðu hún og nánustu
ráðgjafar hennar innan flokksins
ráðslagað um framtíðina. Þær ráða-
gerðir miöuðust ekki bara við eitt
kjörtímabil til viðbótar heldur jafn-
vel tvö. Sumum þeirra sýndist að tvö
5 ára kjörtímabil þyrfti til viðbótar
til þess að stefnu hennar ynnist næg-
ur tími til að lyfta bresku þjóðinni til
hagsældar og sjálfsmennsku. En þá
ætti líka að finnast verulegur munur
á.
ihaldsmenn hafa þegar gert kunn-
ugt að verði þeir áfram í stjórnar-
aðstöðu ætli þeir að selja fleiri ríkis-
rekin fyrirtæki á vald einkarekstrin-
um, hefta enn frekar völd og ítök
verkalýðshreyfingarinnar, efla her
og Iandvamir og styrkja löggæsluna.
Hugmyndasmiðir f lokksins liggja
ennfremur undir feldinum í leit aö
leiðum til þess aö móta almennings-
álitið og tíðarandann meir til þeirra
hugsjóna, sem Thatcher vill sækja
aftur til Viktoríutímans. Þar eru
„vinnugleði”, „nægjusemi”, „föður-
landsást” og „hreinlæti” lykilorðin.
Þetta skal taka til allra þátta mann-
lífs á Bretlandseyjum og til þess aö
stuðla að því hafa menn hugsað sér
ýmsar leiðir. Allt frá því að auövelda
fólki að eignast eigiö þak yfir höfuðið
eða til uppeldis bama, þar sem þeim
skuli kennt að gera sér fjárhagsáætl-
anir um vasapeninga sína.
/ krossferð gegn sósíal-
isma
■Thatcher, sem í maí 1979 var fyrst
kvenna í Evrópu kosin til forsætis-
ráðherraembættis, skoðar sjálf
fyrstu fjögur árin sín í því embætti
aðeins sem byrjunina eða undirbún-
inginn að krossferð hennar gegn
sósíalismanum, sem hún telur hafa
sligað breska þjóðfélagið. — „Við
höfum þegar fært landamæri sósíal-
ismans lengra aftur en nokkur fyrri
íhaldsstjóm,” segir hún. „Við mun-
um halda áfram á þeirri braut sem
viðemm þegarkomin inná.”
Hún segist vilja framtakssamara,
líflegra og betur heppnað samfélag.
Paul Johnson, einn þeirra frétta-
skýrenda sem mest hefur dáð
Thatcher, gerir sér vonir um að hún
bindi enda á hnignunarþróun Breta-
veldis, eins og de Gaulle hershöfðingi
gerði fyrir Frakkland. — „Hún hefur
byrjaö mjög vel og fái hún tíu ár til
viðbótar kann henni að takast það,”
segirJohnson.
Stefna Thatcher
Veiti kjósendur Thatcher brautar-
gengi mega þeir vænta þess að hún
taki hendinni þannig til í eftirtöldum
málaflokkum.
Vamarmál: Hún lítur svo á að
endurheimt Falklandseyja úr hönd-
um Argentínumanna í fyrra hafi
táknað endalokin á niöurlægingar-
tímum Breta eftir heimsstyrjöldina.
Hún hefur heitið því að verja Falk-
landseyjar af alefli og er búist við því
að kostnaöur af þeim vörnum verði
kominn upp í þrjá milljarða
sterlingspunda árið 1985. Hún hefur
einnig heitið því að auka framlög til
varnarmála um 3% árlega og eins
endurnýja vopnabirgðir kafbátaflot-
ans, sem eru aðalkjarnorkuvarnir
Breta. Ætlunin er að kaupa Trident-
eldflaugar af Bandaríkjamönnum.
Lög og regla: Eins og íhaldsstjórn-
ir víðast annars staðar lætur Thatch-
erstjórnin sér annt um að efla lög-
gæslu og réttarkerfiö til þess að
sporna gegn fjölgun afbrota. Síðan
1979 hefur verið f jölgað í lögregluliði
Breta um 10 þúsund manns og útbún-
aður þess bættur til þess að mæta
óeirðum, eins og brutust út sumarið
1981.
Kapítalismi
íhávegum
Einkarekstur: Það er stefna
íhaldsstjórnarinnar að selja British
Airways, Leyland-bílaverksmiöjurn-
ar, skipasmíðastöðvar og stáliöjur,
landssímann og fleiri ríkisfyrirtæki
til einkarekstrar.
Frá því 1979 hefur stjórnin hleypt
einkaaðilum inn á svið sem 'ríkiö
hafði eitt áður á sinni könnu. Eins og
geimverkefni ýmiss konar, land-
flutninga, olíuvinnslu í Norðursjó,
kapalsjónvarp og útvarpsrekstur,
hafnarrekstur og fleira.
örva skal til stofnunar nýs at-
vinnureksturs og fyrirtækja og
einkarekstrinum hleypt inn á fleiri
sviö opinbers rekstrar. Sveitarfélög
hafa þegar boöið út sorphreinsanir
og ámóta verkefni, sem áður voru
unnin af opinberum starfsmönnum.
Thatcher hefur fagnaö því að land-
flutningaaðilar hafa tekiö upp sam-
keppni við ríkisjárnbrautirnar.
íbúðarhúsnæði: Ibúðareigendum í
Bretlandi hefur fjölgaö um eina
milljón síðan 1979, og stefna Ihalds-
flokksins er að fjölga íbúðareigend-
um úr 51% upp í 60% með sölu á
tveim milljónum verkamannabú-
staöa til leigjenda. Thatcher vill, aö
„allir eignist fasteign, allir gerist
kapítalistar”.
Vanefnd
kosningaloforð
Tekjuskattur: Stjórninni tókst
ekki aö efna eitt aðalkosningaloforð
sitt frá 1979, þegar hún hét umtals-
verðum lækkunum á sköttum. En
Ihaldsflokkurinn áréttar enn aö þaö
sé eitt meginstefnumál stjórnar
hans.
Opinber útgjöld: Þrátt fyrir kosn-
ingaloforðin um að draga úr fjár-
austri þess opinbera, hefur hann
hækkað um 5% síðan 1979. Hefur það
orðið hagfræðingnum Milton Fried-
man, sem stundum hefur verið kall-
aöur faöir peningahyggjunnar —
leiðarljós efnahagsstefnu Thatcher-
stjórnarinnar — tilefni til þess aö
setja út á íhaldsstjórnina.
Ihaldsmenn kenna um opinberum
starfsmönnum og eyðslusömum
sveitarstjórnum. Segjast þeir enn
ráðnir í að draga úr neyslu þess opin-
bera. Hún nemur um þessar mundir
45% af brúttó þjóðarframleiðslu, en
íhaldsmenn stefna aö því að koma
henni niður í 41% árið 1985.
Skrifstofubákniö: Thatcher hefur
fækkað opinberum starfsmönnum
um 70 þúsund, síöan hún kom til
valda, eða niður í 630 þúsundir. Svo
fáir höfðu þeir ekki veriö í fimmtán
ár. Auk þess hefur hún skorið upp
herör gegn hvers konar eyöslu eöa
fjáraustri hjá því opinbera og þykir
hafa gengið fram í því af næstum
nánasarlegri hörku.
Gegn „union-
isma"
Verkalýðsfélögin: „Unionismi” er
orð yfir sérbreskt fyrirbrigði, sem
eru þau heljartök, er bresk verka-
lýöshreyfing hafði náö á jafnvel
æðstu stjórn landsmála meö óbil-
gjarnri verkfallapólitík. Ihalds-
stjórnin hefur beitt sér sérstaklega
til þess að draga úr ítökum róttækl-
inga í verkalýðsmálum meö því að
skylda verkalýðsfélög til þess að
hafa atkvæðagreiöslur um verkfalls-
heimildir leynilegar og sömuleiðis
kosningar á forystuliði.
Norman Tebbit atvinnumálaráð-
herra, sem er nánast hataður af
vinstri öflunum, hefur orðið nokkuð
ágengt í baráttunni gegn „unionism-
anum”. Með því til dæmis aö banna
að aðkomumenn blandi sér í verk-
fallsvörslu á vinnustöðum eða að
minnsta kosti utanfélagsmenn. Og
með því að opna sjóði verkalýðsfé-
laga fyrir skaðabótakröfum vegna
ólöglegra verkfalla.
Ihaldsmönnum leikur hugur á því
að banna verkföll í lífsnauðsynlegum
þjónustugreinum eins og vatnsveit-
unni og sjúkraflutningum.
Fjölskyldumálin
Velferðarríkið: Stefnt verður að
auknum einkarekstri á heilbrigðis-
þjónustunni og fjárveitingar til heil-
brigöis- og velferöarmála skulu
verða hnitmiðaöri. Thatcher ber af
sér ásakanir vinstrimanna um aö
hún ætli að leggja niður velferðarrík-
ið og bendir á aö nú séu 5 þúsund
fleiri í lækna- og hjúkrunarliði í land-
inu heldur en voru þegar hún tók við.
Fræðslumál: Sir Keith Joseph
menntamálaráðherra leitar nú hag-
nýtra aðferða til þess aö leyfa „neyt-
andanum að ráða meiru” um mennt-
un og fræðslumál. Þannig að foreldr-
ar geti valið á milli ríkisskólanna, sem
þeir ætla að senda börn sín í, og eins
á að örva til reksturs einkaskóla.
Ihaldsmenn hafa einnig hug á því
aö beina námsáhuganum í æðri skól-
um frá heimspekideildum til raun-
vísinda og tækni.
Fjölskyldan: Einkaráðgjafar
Thatcher velta fyrir sér um þessar
mundir leiðum t.il þess aö standa
vörð um fjölskylduna, þessa hefð-
bundnu samfélagseiningu, og til þess
aö sporna gegn því sem íhaldsmenn
kalla „siðgæðismengun”. Þar svífa í
loftinu hugmyndir um skattaívilnan-
ir til þess að hvetja konur til þess að
vera „heimavinnandi” viö að helga
sig f jölskyldunni.
Ráðherraskipti
Ríkisstjórnin: Það er uppi kvittur
um aö Thatcher vilji gera breytingar
á ráðherralista sínum, nái flokkur-
inn endurnýjuðu stjórnarumboði.
Sagt er að hún vilji losna við þá ráð-
herra sem henni finnast blendnir í
trúnni. I því sambandi heyrast
nefndir Francis Pym utanríkisráð-
herra, James Prior Irlandsmálaráð-
herra og William Whitelaw innan-
ríkisráðherra.
Aðrir kynnu að færast til virðing-
armeiri ráðuneyta, eins og Cecil
Parkinson þingflokksmaður og
Tebbit atvinnumálaráöherra. —
Parkinson þykir hafa verið hinn
trygglyndasti við íhaldsstefnu
Thatchers og er af mörgum talinn
líklegur arftaki einhvern tíma langt
frammi í tíöinni. Hitt sýnist nefni-
lega líklegast, að Thatcher eigi eftir
að sitja í stjórnsætinu lengi lengi
enn.