Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1983, Blaðsíða 9
DV. FÖSTUDAGUR 13. MAI1983. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Vita ekki hvort fleiri njósnarar leynast Bretum Fjögurra manna nefnd, sem breska stjórnin setti á iaggirnar til þess að rannsaka starfsemi njósnastöðvar- innar í Cheltenham, telur ekki unnt að ganga úr skugga um hvort Geoffrey Prime, sem uppvís var aö njósnum fyrir Sovétmenn, hefur verið eini sovéski njósnarinn starfandi þar. I þessari njósnamiðstöð fylgist breska leyniþjónustan með fjar- skiptum og vinnur að dulmáls- ráðningum. — Eftir að uppvíst varð um Prime hefur rannsóknin beinst að því hvort fleiri njósnarar kynnu að leynast innan veggja þessarar njósna- miðstöðvar. Kirkjan var gervi fyrir vændishring Lögreglan í New York segir að kirkja safnaðar eins, sem alla áherslu lagðiá að „elska náungann og deila með honum sínu”, hafi reynst vera vændishringur og vændishús. „Presturinn” og fólk úr safnaöarnefndinni, sem reyndust m.a. vera sex vændiskonur, hafa verið handtekin og kærð fyrir vændi. Predikanir voru aldrei fluttar í kirkjunni og safnaðar- starfið hófst aðallega undir mið- nættið. En rannsóknamefndin telur sig ekki hafa fundið neitt sem bent gæti til þess að Prime hefði haft aöstoðamjósnara í miðstöðinni í Cheltenham eða aö Sovétmenn ættu þar einhvern annan haukíhorni. Þegar Thatcher forsætisráðherra Geoffrey Prime njósnaði fyrir Sovétmenn í að minnsta kosti ellefu ár, og eiginkonur hans vissu af því, en þögðu þó. gerði þinginu grein fyrir niðurstöðum rannsóknarinnar í gær sagði hún að til stæði að taka lygamæla til reynslu í starfsmannahaldi njósnamiðstöðvar- innar. Og með ýmsum öðmm hætti á aö efla öry ggi við rekstur hennar. Það var álit nefndarinnar að Prime, sem í nóvember í vetur var dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir njósnir, hefði unnið hagsmunum Breta og banda- manna þeirra mikið ógagn með njósnumsínum. Upp komst um Prime þegar eigin- kona hans sagði til hans eftir að lög- reglan hafði tekið hann til rannsóknar vegna ásóknar á smástelpur. — Kom í ljós að um 11 ára bil hafði Prime iðu- lega tekið með sér heim leyniskjöl sem hann síðan ljósmyndaði fyrir sovéska vinisína. Raunar kom í ljós að fyrri kona Prime og vinkona hennar höföu vitað um njósnir hans svo fljótt sem árið 1973 en höfðu ekkert sagt. Nýnasistar undir lögregluvernd Yfir fjörutíu lögreglumenn meiddust í átökum fyrir utan fundarstað vestur-þýskra nýnas- 'ista í Bochum í gær. Sex lögreglu- bílar voru skemmdir. Þama var haldiö svæðisþing nýnasista en um 1000 manns isafnaðist aö fundarstaðnum og vildi gera aðsúg að nasistunum. 500 manna lögreglulið var á staðnum til að halda uppi friðnum. SUMARGJÖFIN í ÁR CS-200 Kr. 5920 CS-360 Kr. 10.990 CS-300 Kr. 8300 AIWA- FERÐATÆKIN 10% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR \fandlátir velja Ai*a D i. ■ i f\aaio i r ARMULA 38 (Selmúla megini — 105 REYKJAVIK SIMAR: 31133 83177- POSTHOLF 1366 STOR SKAPUR FYRIR 3990KR. HTH fataskápar henta allstaöar, - rúmgóðir, sterkir og stórir fyrir aðeins 3990,- krónur. Ef þig vantar fataskáp, þá borgar sig að líta á þennan. Málin: Breidd Hæð Dýpt 100 cm. 224 cm. 60 cm. innréttíngahúsið Háteigsvegi 3 Verslun Simi 27344 ELECTROLUX WH 810 1 — ESEB Tekur inn á sig heitt og kalt vatn. Vinduhraði 800 sn/mín. ^ Hefur öll vióurkennd þvotta- kerfi. Sérstakur „sparnaðar- rofi“. Tekur 5 kg. af þvotti. Electrolux WH810 ÞVOTTAVEL Vörumarkaöurinn hf. ARMULA 1a S: 86117

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.