Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1983, Blaðsíða 19
DV. FÖSTUDAGUR13. MAl 1983.
27
íþrótt
íþróttir
íþróttir
íþróttir
Landsleikur við Bandaríkin í kvöld:
Erfitt að ná saman liði
Þorbergur Aðalsteinsson og Krístján Arason geta ekki leikið
„Það er ekkl endanlega frá gengið
hvemig íslenska landsliðið í hand-
knattleiknum verður skipað í ieiknum
við Bandaríkin í Laugardalshöll í
kvöld. Það hafa orðið nokkur forföll frá
HM-hópnum sem lék í Hoilandi í vetur.
Við höfum bætt við tveimur leik-
mönnum, Jakob Sigurðssyni, Val, sem
leikur sinn fyrsta landsleik, og Birgi
Steinarssyni, Víking. Þá er möguleiki
á þvi að Sigurður Gunnarsson, Víking
taki þátt í leiknum,” sagði Friðrik
Guðmundsson, stjómarmaður HSÍ,
þegar blaðið ræddi við hann í
gærkvöld. Friðrik Guðmundsson mun
stjóma islenska liðinu ásamt Kristjáni
Sigmundssyni, landsUðsmarkverði úr
Víking, en Kristján getur ekki leikið
vegna meiðsla.
Leikurinn í kvöld hefst kl. 20. Þor-
bergur Aðalsteinsson, Víking, fyrirUði
landsUðsins, er í Vestmannaeyjum og
getur ekki leikið í kvöld. Kristján
Arason, FH, er í prófum í háskólanum
og getur heldur ekki leikið. Þá em þeir
Bjami Guðmundsson og Sigurður
Sveinsson hjá Nettelsted í Þýskalandi.
Verða því ekki með í landsleikjunum
þremur við Bandaríkjamenn.
Þeir sem leika í kvöld og vom í HM-
hópnum í HoUandi eru Einar
Þorvarðarson, Val, og Brynjar
Kvaran, Stjömunni, markverðir,
Alfreð Gíslason, KR, Hans
Guðmundsson, FH, PáU Olafsson,
Þrótti, Þorbjöm Jensson, Val,
Jóhannes Stefánsson, KR, Steindór
Gimnarsson, Val, Guðmundur Guð-
mundsson, VUcing, og Olafur Jónsson,
Víking.
Þrír landsleikir
Bandarísku leikmennimir eru að
undirbúa sig fyrir ólympíuleikana í
Los Angeles næsta ár og lögðu því
mikið kapp á að fá þessa landsleiki.
Þeir komu á versta tíma fyrir okkur —
leiktímabilinu nýlokið og áhugi leik-
manna í lágmarki. HUmar Bjömsson
er hættur sem landsUðsþjálfari og
Bogdan Kowalczyk, sem fer ásamt
fjölskyldu sinni tU PóUands á
þriðjudag til samninga við pólska
handknattleikssambandið, er ekki
tekinn við stöðulandsUðsþjálfara. Þeir
sjá því ekki um landsliðið í leikjunum
England áf ram
með Wales
Mike England, landsUðsmiðvörð-
urínn kunni hér á áram áður hjá
Tottenham, heldur áfram sem lands-
Uðseinvaldur Wales í knattspymunni. í
gær skrifaði hann undir nýjan samniug
tU þriggja ára. Mike England mun þvi
sjá um landsUð Wales fram yfir heims-
meistarakeppnina 1986 að minnsta
kosti og Wales hefur mikla möguleika
á að komast í úrsUt Evrópukeppninnar
í Frakklandi næsta sumar.
Undir stjóm England komst Wales
ekki í úrsUtakeppnina á Spáni sl.
sumar og átti jafnteflisleikur Wales og
íslands, 2—2 í Swansea, mikinn þátt i
þvi. t gær sagði Mike England eftir að
hafa undirritað samninginn. „Ég er
mjög ánægður með að fá annað tæki-
færi.” hsim.
við Bandaríkin. Það féll hins vegar í
hlut Friðriks og Kristjáns Sigmunds-
sonar. Reynt var að hafa tvær lands-
Uðsæfingar fyrir leikina. Gekk heldur
illa. Fimm leikmenn mættu á hvora
æfingu.
Eins og áður segir leika Bandaríkja-
menn þrjá landsleiki hér. Sá fyrsti
verður í Laugardalshöll í kvöld kl. 20.
Á laugardag kl. 14 verður leikið í
íþróttahúsinu í Hafnarfirði og á sunnu-
dag kl. 15 í íþróttahúsinu í Keflavík.
Möguleiki er á að Þorbergur Aðal-
steinsson taki þátt í síöasta leiknum.
hsím.
Einn milljarður manna
sá sigurleik Aberdeen
Skosku bikarmeistaramir í knatt-
spyrau, Aberdeen, urðu sigurvegarar í
Evrópukeppni bikarhafa þegar þeir
sigmðu Real Madrid, 2—1, eftir fram-
lengingu í úrslitaleik keppninnar í
Gautaborg á miðvikudagskvöld. Sann-
gjam sigur skoska liðsins, sem var
betra hinum kunnu mótherjum sínum
á flestum sviðum þó svo liðinu tækist
ekki að knýja fram úrslit fyrr en í
framlengingu. i fyrsta skipti sem
Aberdeen sigrar í Evrópukeppni. Lék
reyndar sinn fyrsta úrslitaleik. Leik-
urinn var hins vegar ellefti úrslitaleik-
ur Real Madrid í Evrópukeppni. Sex
sinnum hefur Real oröið Evrópumeist-
ari, sigraði í Evrópubikaraum, keppni
meistaraliða.
Eric Black skoraði fyrsta mark
leiksins á 6. min. en Juanits jafnaði
fyrir Real á 15. mín. úr vítaspyrnu eftir
mikil mistök Neale Cooper. Ætlaði að
gefa knöttinn aftur til markvarðar.
Santillana náði hins vegar knettinum
og markvörður Aberdeen, skoski
landsliðsmaöurinn Leighton, braut á
honum. Sigurmark Aberdeen skoraði
varamaðurinn John Hewitt á 112. mín.
leiksins.
Áhorfendur vora aðeins 17.804 og
meira en helmingurinn Skotar enda
var leiknum sjónvarpað beint til nær
allra landa Evrópu, nema auövitað
Albaníu og íslands, auk þess til
annarra heimsálfa. Talið er að um
einn milljarður manna hafi fylgst
með leiknum i sjónvarpi.
-hsím.
„Robson leikur í úr-
slitum bikarsins”
— segir Atkinson, stjóri Man.Utdv Steve Coppell
getur hins vegar ekki leikið
„Bryan Robson fékk högg á ökklann
og leikur ekki á laugardag gegn Notts
County i lokaumferðinni i 1. deild. En
hann mun leika með Man. Utd. i úrslit-
um bikarkeppninnar gegn Bríghton 21.
mai á Wembley,” sagði Ron Atkinson,
stjóri Man. Utd., í Lundúnum seint á
miðvikudagskvöld eftir að lið hans
hafði tapað i 1. deild 2—0 á White Hart
Lane.
Robson, fyrirliöi United og enska
landsliðsins, haltraöi af velli á 59. mín.
eftir samstuð við vamarmanninn
Graham Roberts, sem skorað hafði
fyrra mark Tottenham tveimur
mínútum áður. Meiðsli þau í ökkla sem
þjakað hafa Robson síðustu mánuði
tóku sig lítillega upp. Steve Archibald
skoraði síðara mark Tottenham á 65.
mín.
Coppell ekki í
úrslitaleiknum
„Það er vonlaust að ég geti tekið þátt
í úrslitaleiknum við Brighton. Þetta er
töpuð orrusta. Eg á enn talsvert langt í
land með að ná mér eftir uppskurðinn
á hné sem ég gekkst undir,” sagði
Steve Coppell, enski landsliðsmaöur-
inn hjá Man. Utd., í Manchester á
miðvikudag. Hann leikur því ekki gegn
Brighton frekar en félagi hans, Remi
Moses, sem veröur í leikbanni þegar
úrslitaleikurinn fer fram.
Þrír aðrir leikmenn Man. Utd. eiga
við meiösli að stríða. Ensku landsUös-
mennirnir Ray Wilkins og Laurie
Cunningham og skoski landsUðs-
bakvörðurinn Arthur Albiston. Hafa
ekki leikið að undanförnu. Nokkrar
líkur þó í því að þeir geti tekið þátt í
úrslitaleiknum.
Talað er um að Cunningham — ef
hann hefur náð sér af meiðslunum —
taki stöðu Coppell á hægri kanti. Hann
er þó aUs ekki öruggur með stöðuna
því írski landsliðsmaðurinn Ashley
Grimes hefiu- leikið þar mjög vel í f jar-
veru CoppeU síðustu vikumar.
Reyndar einnig verið bakvörður en
ekki gengið þar of vel.
Irski landsliðsmaðurinn Kevin
Moran, sem siasaðist í úrslitaleik
mjólkurbikarsins gegn Liverpool,
hefur náð sér af meiðslunum og leikið
með United að undanförnu. Einnig
hollenski landsUðsmaöurinn Arnold
Muhren, sem átti við meiðsli að stríöa
umtíma.
-hsím.
Bryan Robson, fremst á myndinni, skorar fyrra mark Man. Utd. gegn Swansea sl.
laugardag.
G
Ronaid Reagan formaður HM-
nefndar USA.
Reagan
villfáHM
— hefurtekidadsér
formennsku í nefnd
sem á aö hafa áhrif
aFIFA
Ronald Reagan, forseti
Bandarikjanna, hefur tekið að
sér formennsku í nefnd, sem
hefur það hlutverk að reyna að fá
stjóm alþjóðaknattspymusam-
bandsins, FIFA, tU að skipta um
skoðun og úthluta Bandaríkjun-
um úrsUtakeppni heims-
meistarakeppninnar i knatt-
spymu 1986. Bandaríkjamenn
telja að það geti haft áhrif á
stjóm FIFA — eftir því sem tals-
maður Hvita hússins i
Washington sagði í gær — ef
Reagan er forustumaður fyrir
tUraunum Bandarikjanna tU að
fá HM 1986. Stjóra FIFA tUkynn-
ir endanlega á fundi sínum í
Stokkhólmi 20. maí hvaða land
fær HM. AUt bendir tU að það
verði Mexiko.
Þeir Henry Kissinger og Cyms
Vance, báðir fyrrum utanrikis-
ráðherrar Bandarikjanna, og
fleiri þekktir menn i USA hafa
einnig beitt mjög áhrifum sínum
tU aö Bandarikjamenn fái að
halda HM. hsím.
Jafntefli
Albania og Tyrkland gerðu
jafntefU í 6. riðU Evrópukeppni
landsUða í Tirana á miðvikudag.
Metitin náði forastu fyrir Tyrk-
land á 34. min. en á 73. min. sendi
tyrkneski varnarmaðurinn
Rashid knöttinn i eigið mark.
Áhorfendur 25 þúsund. Staðan i
riðlinum:
Austurríki 4 3 10 11—0 7
N-írland 5 3 11 4—3 7
V-Þýskaland 4 2 11 5—2 5
Tyrkland 5 114 3—10 3
Albania 6 0 2 4 2—10 2
Vestur-Þýskaland á alla fjóra
leiki sína sem það á eftir að leika
i riðlinum á heimavelU. hsím.
YEAR
GEFUR 0'RETTA GRIPIÐ
FULLKOMIN HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
TÖLVUSTÝRÐ JAFNVÆGISSTILLING
hIheklahf
Unigavegi 170-172 Sírni 21240