Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1983, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1983, Blaðsíða 11
1 DV. FÖSTUDAGUR13. MAl 1983. 11 Tel það ekki skilyröi aö ég hverfi á bak viö skrifborðiö VIÐTAUÐ: — segir Þorgeir Ástvaldsson, nýráðinn forstöðumaður rásar tvö við Ríkisútvarpið „Þetta nýja starf leggst mjög vel í mig,” segir Þorgeir Ástvaldsson, nýráöinn forstöðumaður rásar tvö við Ríkisútvarpið. „Þetta verkefni er fyrst og fremst spennandi en ég geri mér grein fyrir því að þetta er mikið starf og það verður enginn einn maður sem kemur þessu á fót. Eg vona að ég eigi í vændum samstarf við hæft og gott fólk bæði innan Ríkisútvarpsins og utan,” segirÞorgeir. Hverju vilt þú helst þakka að þú fékkstþessastöðu? „Ég veit ekki hvort ég á þetta neinu sérstöku að þakka. Þetta kom mér fyrst og fremst á óvart, sérstaklega þessi eindregni stuðningur sem ég fékk. Mér finnst ég ekki vera kominn þarna inn í gegnum neina klíku ef svo má orðaþað.” Nú ert þú þekktur útvarps- og sjón- varpsmaður. Þýðir þetta nýja starf þitt það að þú hverfir af öldum ljósvak- ansogskjánum á bak við skrifborðið? „Nei, ég er að vona að svo verði ekki. Ég á erfitt með að ímynda mér sjálfan mig bak við stórt skrifborð á stórri skrifstofu. Ég túlka þetta starf mitt ekki á þann hátt að það sé skilyrði að ég hverfi á bak við skrifborðið. Ég loka ekki dyrunum fyrir þeim möguleika að ég sjái um einhverja dagskrárþætti á þessari nýju rás,” svarar Þorgeir. Hvað með starf þitt sem skemmti- kraftur? „Mínum ferli í skemmtanaútvegin- um er lokið, fyrir utan nokkur loforð sem ég á eftir að efna. Það er ekki erfitt að koma sér niður af sviðinu, alla vega mun auðveldara en að fara upp á þaö. Aftur á móti mun reynsla mín úr skemmtanaútveginum á síöustu árum nýtast mér mjög vel í þessu nýja starfi mínu. Þetta hafa verið mjög skemmti- leg ár og ég hef kynnst svo til öðrum hverjum Islendingi á þessu flakki mínu um landið. Þetta er ómetanleg reynsla sem á eftir að koma mér til góða.” Nú á dagskrá þessarar nýju rásar að byggjast upp á léttum tónlistar- þáttum. Veröur kannski hvert pláss ætlað fyrir gamanefni? „Eg geri fastlega ráð fyrir því og það er reyndar ætlun mín að svo verði þó aö það verði kannski ekki í upphafi. Við sjáum það á dagskrá ríkisfjölmiðl- anna tveggja að þar er ekki um auöugan garð að gresja af því sem kalla mætti skemmtiefni,” segir Þor- geir. Er fyrirmyndin að þessari rás sótt að einhver ju leyti til útlanda ? „Það má kannski segja að helst hafi verið litiö til Bretlands í því efni. Þar hefur orðið mikil breyting í útvarps- málum á undanförnum áratugum og þar eru stöðvar sem eru byggðar mjög svipað upp og við hugsum okkur þessa rás.” Einhverlokaorð? „Já þetta verður erfitt til að byrja með. Við munum fá mikla gagnrýni. Það eru margir útvarpsstjórar á Islandi. Maður verður bara aö standa á sínu og ég er þeirrar skoðunar að reyni maður að gera öllum til hæfis sé maður í rauninni að gera engum til hæfis,” segir Þorgeir Ástvaldsson for- stöðumaöur rásar tvö við Ríkisút- varpið. -SþS. porgelr Ástvaldsson, nýráðinn forstöðumaður annarrar rásar útvarpsins. CitroenBX FRUMSÝNING UM HELGINA íLÁGMÚLA 5 BX, ný óþekkt stærð frá Citroen. Nýjasti bíllinn frá Citroén heitir BX. Hann er meðalstór 5 dyra bíll sem brúar bilið milli Citroén GSA oq Citroén CX. Nýji BX-inn er 4,26 m á Fengd og breiddin er 1,66 m. Hann er snilldar- lega hannaður eins og Citroén sæmir og þú sérð það strax að BX þýðir svo sannarlega ekki Bara X. 90 hestöfl, 11,5 sek. Í100 km hraða, meðaleyðsla 7,3 I á hundraðið. Það er auðvitað erfitt að trúa því að þessar tölur eigi allar við sama bílinn. En þannig er það nú samt og reyndar er nægt að bæta einni við (ef þið lofið að segja lögreglunni ekki frá því): Hámarkshraði er 176 km á klukku- stund. Já Citroén hefur alltaf verið öðruvísi. Við sýnum einnig Visa Super E og GSA Pallas. Á bílasýningunni nú um helgina sýn- um við einnig árgerð 1983 af hinum stórvinsæla Citroén GSA Pallas, sem kostar aðeins um 2S0 þúsund krón- ur og svo auðvitað litla stóra Citroén- inn, Visa Super E, sem nú er kominn með 4ra strokka vél og kostar aðeins um 220 þúsund krónur. i i | 1 i 1 I I i 1 I t Viðarog Ari saman á plötu Söngvararnir Viðar og Ari brugöu undir sig betri fætinum fyrir nokkru og sungu ellefu gamalkunn dægurlög inn á plötu sem SG-hljómplötur gáfu út. Lögin eru öll erlend en með íslenskum textum og hafa fæst þeirra áður komið út á íslenskri plötu. Allt eru þetta þó lög sem hvað vinsælust voru um 1950. Þeir Viðar og Ari eru báðir kunnir söngvarar með ýmsum hljómsveitum og hafa áður sungið inn á plötur, meðal annars lög Gylfa Ægissonar, en þetta er fyrsta platan þeirra þar sem þeir syngja saman öll lögin. Fjölskyldubíll í tvennum skilningi. Citroén BX er fjölskyldubfll í tvennum skilningi. Hann sver sig í ætt við frönsku Citroén fjölskylduna í allri hönnun og búnaði: Vökvafjöðrunin, Citroén útlit- ið, sparneytnin, straumlínan og fram- hjóladrifið er allt á sínum stað. Citroén BX er líka ekta íslenskur fjölskyldubíll. 5 manna, 5 gira, 5 dyra og hægt að leggja aftursætið niður og breyta hon- um þar með í stóran sendibíl. 1 Verðið er líka öðruvísi! Citroén BX 16 TRS árgerð 1983, sem er vandaðasta útgáfa af BX gerðinni, kostar aðeins um 340 þúsund krón- ur. Pví miðurfáum við ekki marga bíla af árgerð 1983, en samt vonumst við til þess að eiga einn handa þér. Frumsýningin er á laugardag, sunnudag og mánudag. Sýningin ( Lágmúla 5 verður opin laug- ardag frá kl. 13-19, sunnudag frá kl. 13-19 og mánudag frá kl. 9-19. Frum- sýningargestir geta skráð sig í reynslu- akstur á staðnum. G/obus/ LÁGMÚLI5, SÍMI81555 CITROEN A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.