Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1983, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1983, Side 2
2 DV. MÁNUDAGUR16. MAl 1983. Ekið á hest á Álftanesvegi — þurfti að aflífa hann Aflífa varö hest sem varð fyrir vöru- kanti á Alftanesveginum á leið sinni út bil á Álftanesvegi vestan við Engidal á Alftanes. um klukkan fjögur á laugardag. Ung Þegar vörubíllinn fór fram úr stúlk- stúlka var á hestinum og slapp hún unni kom styggö að hestinum, með ómeidd. þeim afleiðingum að einn fótur hans varð undir afturhjólum bílsins. Dýra- Stúlkan var að koma úr Garðabæ læknir kom á staöinn og aflífaði hest- ásamt tveimur öðrum og riöu þau úti í inn. -JGH 13 KRÓNUR í STRÆTÓ Fargjöld með strætisvögnunum hækka í dag. Eftirleiöis kostar 13 krón- ur fyrir fullorðinn mann að fara eina ferð meö strætó. Börnin borga hins vegar 3 krónur. Nú verður aftur hægt að fá afsláttarkort og er því hægt aö spara sér nokkuð frá þessum upphæð- um. Stór farmiðaspjöld meö 18 miöum verða seld fullorðnum á 200 krónur, aldraðir borga fyrir þau 100 krónur. Iitil farmiðaspjöld með 8 miðum kosta 100 krónur og 20 miða spjöld til bama kosta 50 krónur. DS Lögreglumaður á slysstað á Áiftanesvegmum. Stúlkan, sem var á hestinum, slapp ómeidd. DV-mynd S tutmm gróf Vitretex sandmálningin er hæfilega gróf utanhússmálning. Ekki grófari en þaö aö regn nær að skola ryk og önnur óhreinindi af veggjum. Og Vitretex sandmálning er óhemju sterk utanhússmálning og endingargóð, það sanna bæði veðrunarþolstilraunir og margra ára reynsla NÝ LITAKORT Á ÖLLUM SÖLUSTÖÐUM Slippfétagið íReykjavíkhf Máiningarverksmiöjan Dugguvogi Sfmi 33433 Áreksturá milli tveggja bifhjóla þrjú ungmenni á öðru hjólinu slösuðust Piltur og tvær stúlkur, öll á sama bif- hjólinu, slösuðust í árekstri á milli tveggja léttra bifhjóla við gatnamót Barónsstígs og Eiríksgötu rétt fyrir klukkan tólf á föstudagskvöld. Þau munu ekki vera alvarlega slösuð. Stúlkumar tvær sátu aftan á hjólinu en pilturinn ók því. Hann var með hjálm en þær ekki. Þau vom öll flutt á slysadeild Borgarspítalans. Báöar stúlkurnar voru meiddar á höfði. öku- maður hins bifhjólsins slapp ómeidd- ur. Að sögn lögreglunnar ber ökumönn- um bifhjólanna ekki saman um tildrög árekstursins. Ekkimun vera löglegtað vera með tvo farþega á bifhjólum. Bæði hjólin, sem eru af gerðinni Honda 50 og Yamaha, em nokkuð skemmd. -JGH Hollensku blaöamennirnir, sem komu til að forvitnast um gullskipið, ásamt forráðamönnum Arnarflugs. Hollenskir blaðamenn á íslandsf lakki Hollenskir blaðamenn sýna Islandi og Islendingum mikinn áhuga þessa dag- ana. Tveir hópar blaðamanna eru ný- farnir f rá landinu eftir efnisöflun. Fyrri hópurinn vom blaðamenn og aðrir starfsmenn hollenska dagblaðs- ins Economisch Dagblað. Verður fylgi- rit um Island gefið út með því blaði þann 3. júní. Blaðamennirnir dvöldu hér í 10 daga við efnisöflun í þetta blað. Eins og nafn blaðsins ber með sér f jallar það einkum um efnahagsmál og viöskiptalíf. Hér á landi var rætt við forsetann, viðskiptaráöherra, banka- stjóra og forstjóra ýmissa stórra fyrir- tækja. Seinni blaðamannahópurinn kom hins vegar hingað aðallega til að fylgj- ast með uppgreftrinum á „gullskip- inu” á Skeiðarársandi. Einnig varrætt viö fulltrúa Kvennalistans og f leira var athugað sem vakti athygli hér á landi. Var þessi hópur í boði Amarflugs. DS Umferðaröryggisárið: Vika helguð hjólreiðum Vikan sem nú er hafin verður helguð hjólreiðamönnum og ökumönnum bif- hjóla, bæði léttra og þungra. Er þetta hluti af Norrænu umferðaröryggisári. Vikan 13.—18. júní verður helguð gang- brautunum, vikan 5.—10. september umferð í nánd við skóla og vikan 3.-8. október baráttu gegn ölvun við akstur og vanbúnaði bif reiða. Þessar umferðarvikur eru hugmynd samstarfshóps fjögurra lögreglu- manna, tveggja í Reykjavík, eins í Hafnarfirði og eins í Borgarnesi. Verður hverja viku unnið sérstaklega að því að bæta ástandið á viðkomandi sviði. I þessari viku er þannig fylgst sérstaklega vel með bæði reiðhjólum og bifhjólum. Boðið verður upp á kennslu, haldnir fræðslufundir og reynt að öllu leyti aö kenna hjólreiða- mönnum rétta siði í umferðinni. DS Kaupþing: Greiðslubyrðin reiknuð út Kaupþing hf. hefur ákveöið að bjóða framvegis upp á þá þjónustu að reikna út greiðsluáætlanir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. I fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að margir eigi í erfið- leikum með aö gera sér grein fyrir hvort þeir muni geta staðið í skilum með greiðsluskuldbindingar sínar. Oft hafi þetta fólk leitað til Kaupþings og beðið það að reikna þetta út fyrir sig. Því hafi þessi nýja þjónusta verið tekin upp. Á 30 kíló- metra hraða um gamla vesturbæinn — nema á Hofsvallagötu ogTúngötu, segir borgarráð Reykjavíkur Borgarráð Reykjavíkur tók í síðustu viku til umræðu tillögu umferðamefndar um breyttan ökuhraða í gamla vesturbænum. Tillaga þessi, sem er frá þeim Katrínu Fjeldsteð og Eddu Björg- vinsdóttur, er á þá leið að há- markshraði bifreiða á afmörk- uðu svæði í vesturbænum verði 30 km en ekki 50 eins og á öðrum götumí borginni. Borgarráð samþykkti þetta með þeirri breytingu, að Hofs- vallagata og Túngata skyldu vera undanþegnar þessum öku- hraða. Þar verði áfram leyföur 50 km hraði. Á öðrum götum í vesturbænum, sem afmarkast af Suðurgötu/Hringbraut, Ána- naustum/Mýrargötu og Gróf- inni/Aðalstræti, verði aðeins leyfður30kmhraði. Næsta skrefið í þessu máli er að breyta verður lögreglusam- þykkt Reykjavíkur, þar sem kveðið er á um hámarkshraða innan borgarmarkanna. Þegar það hefur veriö gert þarf að kynna ökumönnum þessar nýju reglur og setja upp umferðar- skilti þar sem tilgreint er á hvaöa hraða menn megi aka um viðkomandi götu. Guttormur Þormar, yfirverk- fræðingur umferðardeildar borgarinnar, sagði í viðtali við DV að hann reiknaði með að um 25 ný merki með áletruninni 30 KM yrði að setja upp við þessar götur. Þá þyrfti einnig að setja upp jafnmörg merki með áletrun- inni 50 KM á öðrum stöðum í vesturbænum því að ökumenn þyrftu einnig að vita hvenær þeir væru komnir út af hinu nýja hraðatakmörkunarsvæði borgar- innar. -klp-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.