Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1983, Blaðsíða 6
6 DV. MÁNUDAGUR16. MAl 1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur STÁÐGREÍTT 9voltarafhlöður: National rafhlaðan var keypt á 75 krónur á meðan hinar kostuöu 134,00 og 150,95. SÝNINGARFERÐ MEÐ SÍÐUSTU LAPPANA Síöustu Lapplanderbílarnir frá Volvo veröa seldir næstu daga á sérstöku verði, aðeins 198.496.00 krónur (gengi 6/5 ’83, óyfirbyggðir). Kristján Tryggvason, þjónustustjóri Veltis hf. verður meðtvo glæsilega Volvo Lappa í ferð sinni til umboðsmanna víðsvegar um landið. Kristján sýnir Lapplander Turbo með vökvastýri, læstu drifi og innbyggðu spili. Hann kynnir líka möguleika á stálhúsi auk blæjuhúss. Þetta er einstakt tækifæri fyrir bændur og aðra fram- kvæmdamenn, hjálparsveitir og fjallamenn - og alla þá sem vilja notfæra sér þetta einstæða tækifæri. MEIRA EN HELMINGS MUNUR Á VERDI Það borgar sig að líta vel í kring- um sig áður en rafhlöður eru keypt- ar. Þannig rakst maöur einn á það aö verðmunurá rafhlööuaf samastyrk getur verið allt upp í hundraö pró- sent. Hann keypti sér National raf- hlöðu, 9 volta alkalina, í verslun Slippfélagsins. Þegar hann átti næst leiö í verslun Sláturfélagsins á Laugaveginum fór hann aö athuga verö á sams konar rafhlööum frá öörum framleiðendum. Kom þá í ljós aöVarta rafhlaöa varakkúrathelm- ingidýrari ogHellesens rafhlaða 65% dýrari. Þetta þótti honum þeim mun furðulegra þar sem Hellesens raf- hlaðan var ekki pökkuð í plast eins oghinartværvoru. Þegar fariö var að athuga þetta kom í ljós aö á öllum rafhlööunum var rétt verð. En hví er þá munurinn svona mikill? Olafur Agúst Olafsson, eigandi Rafborgar, sem flytur inn National sagði ástæðuna vera tæknivæðingu Japana sem framleiöa NationaL Þessar rafhlööur væru framleiddar í vélum sem væri í gangi stöðugt allan sóiarhringinn, allt árið. Hagkvæmn- in væri þvi svona mikil. National rafhlööurnar væru betri en hinar, ekki þvert á móti eins og ætla mætti ef dæmt væri eftir verðinu einu. Um mánaöarlegar sendingar væri aö ræða. Ekki væru nein undirboð. Höskuldur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Hrísness, sem flytur inn Hellesens rafhlöður sagöist ekki geta gefiö fullnægjandi skýringu á þessum verðmun. Hann sagöi það til- tölulega nýtt að National rafhlöðum- ar væm þetta ódýrar. Hellesens raf- hlöður hefðu hins vegar oft verið þær allra ódýrustu á markaðnum. Hugs- anlega skýringu taldi hann vera að National væri núna á kynningarverði til þess að vinna markað. Þegar und- ir Höskuld voru borin ummæli Olafs um að Japan væri ódýrara fram- leiðsluland en til dæmis Danmörk, sem framleiðir Hellesens, sagði hann aö eitthvað kynni að vera til í því. En líka yrði að gæta þess að Hellesens væru öðmvísi settar saman en aðrar rafhlöður og entust þvi lengur. Ekki taldi hann þó að þær entust 65% leng- ur en National. Omar Kristjánsson, framkvæmda- stjóri Þýsk-íslenska verslunarfélags- ins, sem flytur inn Varta rafhlöður, sagði að á þessu kynnu að vera nokkrar skýringar. Ein væri e.t.v. sú aörafhlöðurfráöllumbetrifram- leiðendum væm með dagstimplum. Það gerðist stundum, að framleið- endur byðu umboðsmönnum sínum á fjarlægari mörkuðum rafhlöður sem em að byrja að eldast, með allt að helmingsafslætti. I öllum algengari tegundum raf- hiaðna væm Varta rafhlöðumar meira en samkeppnisfærar í verði, sér í lagi ef borin væri saman ending hinna mismunandi tegunda. Ekki sagði hann að ástæða gæti veriö meiri hagkvæmni i framleiðslu National en Varta. Varta væm stærstu rafhlööuframleiðendur í heimi og væru rafhlöðurnar fram- leiddar á tólf stöðum í heiminum, þar á meöal á stöðum þar sem vinnuafl væri ódýrt. -DS/JH íslenskir tómatar kosta um 134 krónur kílóið í verslunum í dag. Má búast við að verð þeirra lækki fljótlega. Agúrkuverð hefur lækkað um helming frá því þær fyrstu íslensku komu á markaðinn fyrr í vor. ÍSLENSKIR TÓMATAR KOMNIR í VERSLANIR VELTIR HF Suðurlandsbraut 16 • Sími 35200 Kristján sýnir Lappana: 17. maí Húsavík 18. maí Akureyri 19. maí Sauðárkrókur 20. maí Blönduós „Mér sýnist að horfur séu á góðri tó- matauppskem í ár,” sagöi Niels Marteinsson hjá Sölufélagi garðyrkju- manna. Rætt var við hann stuttlega ný- lega í sömu mund og fyrstu íslensku tómatamir vom að berast í verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn kostar kílóið af tómötunum eitt hundraö krón- ur í heildsölu. Fyrir ári þegar fyrstu ís- lensku tómatarnir komu á markaðinn kostaði kílóið 60 krónur. Uppskemhorf- ur em góöar, sagði Niels.og þá líklega ekki langt aö bíöa þess að tómatamir lækkiíverði. Erlendu tómatamir, sem hafa verið í verslunum í vetur, vom á mjög mis- munandi verði, eftir því hvaðan þeir komu. Kílóverð á þeim var frá rúm- lega eitt hundraö krónum og allt aö eitt hundrað og áttatíu í heildsölu. Smásöluverö á íslenskum tómötum í verslunum þessa dagana er um 134 krónur kílóið. -ÞG. Dóra Stefánsdóttir °g Þórunn Gestsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.