Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1983, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1983, Qupperneq 10
10 DV. MANUDAGUR16. MAl 1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd „Jesús Kristur var fylgjandi dauðarefsingu,” sagði leiðtogi móralska meirihlutans í Bandaríkj- unum í sjónvarpspredikun sunnu- daginn fyrir þrem vikum. — „Hefði hann verið annarrar skoðunar þá hlyti hann að hafa sagt það á meðan hann hékk á krossinum.” Þar með lá málið ljóst fyrir Jerry Falwell hinum íhaldssama predik- , ara og leiðtoga þessara vakningar- samtaka í Bandaríkjunum sem kölluð eru „móralski meirihlutinn”. Það voru sömu samtökin, sem fengu því áorkað að hætt var við sýningar og framleiðslu á sápuóperunni „Löður” í Bandarikjunum. Og málið liggur jafnljóst fyrir flestum öðrum Bandaríkjamönnum þótt út frá öðrum forsendum sé gengið. Samkvæmt skoðanakönnun Gallups í fyrrahaust voru 72% fylgj- andi dauðarefsingu. — En árið 1966 höfðu ekki nema 42% fylgthenni. Þessi miklu skoðanaskipti eru sögð byggjast á þeim stugg sem mönnum stendur af fjölgun ofbeldisverknaða, vonleysinu yfir því að engin ráð sýnast ætla að duga, og þar með afturhvarfs til þess frumstæða rétt- lætis sem birtist í boðskapnum: Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. „Eg held kvikindin megi sviðna.' Látum þá bara stikna. Þaö er ekki mikil eftirsjá í þeim.” — Slíkar og ámóta athugasemdir heyrðu GaHig)- mennimir og þær hafa heyrst endur- teknar á síðustu vikum eftir aö John Evans var tekinn af lífi í rafmagns- stólnum í Alabama. Ef menn ekki beinlínis fylgja dauðarefsingunni láta þeir sér flestir á sama standa. Næstur bíður aftöku í sama rafmagnsstólnum Wayne Ritter sem var samsekur Evans. 1150 dauðadœmdir Hér og þar í Bandaríkjunum sitja 1150 manns í fangelsum sem hafa allir verið dæmdir í dauða. Flestir þeirra hafa ekki notaö enn til þrautar alla áfrýjunarmöguleika sína en búist er við þvi að fimmtán til tuttugu menn verði teknir af lífi á þessu ári. Allt er það undir því komið í hvaða ríki þeir hafa verið dæmdir þegar spurt er um aftökuaðferðina. Hvort þeir lenda í einhverjum þeirra fimmtán rafmagnsstóla, sem enn eru í notkun, eða í einum af níu gas- klefum sem notaðir eru annars staðar eða þá í einhverjum gálg- anum sem nóg er af enda auðsmíðað- ir ef þá vantaði. 1 fimm ríkjum hafa menn tekið upp „mannúðlegri” aftökuaðferð þar sem banvænum eiturskammti er sprautað beint í æð hins dauðadæmda. A einu ári hefur dauðadæmdum föngum fjölgað um 200. Stööugt bætast fleiri í hópinn. Frá því 1979 hefurfjöldiþeirra tvöfaldast. „Gamli neistinn" Elsti rafmágnsstóllinn í Banda- ríkjunum er „Gamli neistinn” í New York sem tekinn var í notkun árið 1890. Fram til 1963 þegar Eddie Lee May endaði sína lífdaga ólaður við hann höfðu 695 karlar og konur látið lífið í 2000 volta spennunni sem „Gamli neistinn” sendi í gegnum þau. Hann átti heima í Sing Sing, því fræga fangelsi, en var fluttur spöl- korn neðar eftir Hudsonánni í „Græna garös”-fangelsið. En „Gamli neistinn” mun standa brúkunarlaus enn um hríð því að hinn nýkosni ríkisstjóri New York, Mario Cuomo, hefur lýst því yfir að hann muni beita sér gegn fullnustu dauðadóma, svo lengi sem hann verði við embætti. Því verður New York-ríki meðal undantekninga þar sem annars 38 ríki hafa innleitt dauðarefsingar aö nýju og fleiri íhuga að fylgja því fordæmi í náinni framtíð. Sögulegt ofbeldi Saga vesturheims frá seinni tímum einkennist í meiri mæli en í gamla heiminum af ofbeldi og „sjáifs er höndin hollust”-kenning- unni við að útdeila réttlæti. Aftökur án dóms og laga eins og sýndar eru í vestrum, hnefauppgjör og byssuein- vígi eru nær raunveruleikanum en margan grunar utan Bandarikjanna. Stórborgarglæpirnir einkennast heldur ekki af neinum silkihönskum. Afbrotafréttir í blöðum og sjónvarpi greina oft frá meiri grimmd og blóð- þorsta en reyfarahöfundar eins og Mickey Spillane eða Truman Capote gátubúiðtil. A árunum fyrir síöari heims- styrjöld voru að meðaltali 200 aftökur á ári. Upp úr 1950 voru aftökur svo alvanalegar að þeirra var naumast getiö nema í til- kynningarformi og þá í dreifbýlis- blöðum. 1933 voru 9,7 manndráp á hverja 100 þúsund íbúa í Bandaríkjunum. Hlutfallið er svipað í dag. Það er tí- falt hærra samt en í öörum iönaöar- ríkjum eins og Bretlandi, Vestur- . Þýskalandi og Frakklandi. Happa- og glappa- aðferðir Hin nýja stétt, félagsfræðingarnir, hefur auðvitað grúskað í þessu fyrir- brigði réttarsamfélags sem eru dauöadómamir. Þær athuganir hafa leitt í ljós að hörundslitur, kynþáttur, þjóöfélagsstaöa og menntun skiptir meira máli um hverjir eru dæmdir til dauöa og hverjir ekki, fremur en þaðhvaðafbrotið var alvarlegt. Yfir 40% þeirra 1150, sem sitja nú í dauðadeildum bandarískra f angelsa, eru svartir. Uttekt sem Hans Zeisel prófessor gerði á dauöadómum í Flórída, (birt í lagariti Harvard- háskóla 1981), leiddi til ályktunar um að hörundslitur eða kynþáttur fómardýrsins gat skipt sköpum um dómsniöurstöðu. Hættan á að lenda i dauðadeildinni, ef fórnardýrið var negri, var nánast núll, samkvæmt niöurstöðum hans. (Tveir pólskætt- aðir bílasmiðir, sem í janúar í vetur drápu Kínverja á krá í Detroit, voru nýlega dæmdir í þriggja mánaða fangelsi skilorösbundið og 5 þúsund dala skaðabætur. Þótti þó sannað að þeir væru upphafsmenn ýfinganna sem leiddu til morðsins. Dóms forsendur voru þær að annar sótti kvöldskóla og hinn var maður í föstu starfi. Möguleikarnir á endurtekn- ingu þóttu sáralitlir.) Tíu ára hló 1972 hafði dauðadómi ekki verið framfylgt í fimm ár, og úrskuröaöi hæstiréttur aö dauöarefsing stang- aöist á við stjórnarskráriögin. Meðal annars vegna þess að mismunandi lög giltu í hverju ríki, svo að menn voru ekki jafnir fyrir lögunum, eftir þvi hvaða búsetu þeir höföu eöa öllu heldur hvar þeir voru dæmdir. 1977 var þessum úrskurði aftur breytt. I dag em aðeins tveir af dómurum hæstaréttar mótfallnir dauöarefs- ingu og meirihluti hins almenna borgara er, eins og forsetinn sjálfur, fylgjandi þyngri viðurlögum og vilja færri náðanir og fullnustu dauða- dóma. Fælandi? Ein aðalrökin, sem menn telja fýrir dauðarefsingu, eru þau að hún hafi fyrirbyggjandi áhrif eða orki fælandi. Nefnilega að afbrotamaður- inn hræðist fremur dauðarefsinguna en lífstíðarfangelsið. Ýmsir glæpa- sálfræöingar hafa borið á móti þessu. Halda þeir því fram að ofbeldismenn unni ofbeldinu og hætt- unni og að þeim hrjósi síður en svo hugur við vofeiflegum dauðdaga, eða hvort þeir deyi ungir. Og alls ekki sé um það að tala að einhver axarmorð- ingi, sem gengur berserksgang, sé á því andartaki að vega og meta afleið- ingarnar. Albert Camus orðaði þetta á annan máta í ritgerð sem hann skrifaði gegn dauðarefsingunni: „I þá tíð, þegar vasaþjófar í Lundúnum voru leiddir í gálgann, léku starfsbræður þeirra listir sínar í áhorfendaskar- anum á meöan hinn óheppni úr þeirra hópi sté dauöadansinn í bööulsreipinu.” — Lærdómurinn er sem sé sá af reynslunni og sögunni að dauðarefsingin verki ekki á neinn mátafælandi. En þessi eða önnur rök hafa ekki mikil áhrif í Bandaríkjunum. Kann því að ganga í garð þar að nýju sá tími þegar aftökur voru svo alvana- legar að þær sættu ekki tíðindum. (Arvid Brynehjá „Dagbladet”). 17 ára ungUngur, WUlie Francis, lifði af fyrstu tilraun i Louisiana til þess að nota flytjanlegan rafmagnsstól. Það var 1946. Astæðan var spennufall. Honum sagðist sjálfum svo frá: „Mig logsveið í hausinn og vinstri fót. Augun ætluðu að springa úr hausnum á mér. Ég sá bláar rósir og græna flekki og reyndi að hoppa út úr ólunum. Ég fann bragð í munninum á mér af storknaðri feití, líkast köldu hnetusmjöri.” 1150bíðaí dauðadeildum í Bandaríkjunum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.