Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1983, Qupperneq 12
12
DV. MÁNUDAGUR16. MAl 1983.
DAGBLAÐlÐ-VÍSiR
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóriogútgáfustióri: HÖRDUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aöstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14.SÍMI 8éóll. Auglýsingar: SÍDUMÚLA33. SÍMI 27022.
Afgreiósla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022.
Sími rrtstjómar: 86611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun:
ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI19.
Áskriftarveröá mánuði 210 kr. Verð í lausasölu 18 kr. Helgarblað22 kr.
Bezt að tlýta sér hægt
Enn eru aðeins um þrjár vikur frá kosningum. Reynsla
fyrri kosninga sýnir okkur, að oft þarf langan aðdrag-
anda að því, að flokkar geti samið um nýja ríkisstjórn.
Ekki má rasa um ráð fram. Eftir harðvítuga kosninga-
baráttu er ekki við því að búast, að samsteypustjórnir
veröi til á augabragði hér á landi.
Forseti íslands verður að fara með varúð. Vissulega
mun það mælast vel fyrir, að forsetinn reyni að flýta
stjórnarmyndun. Mörgum mun þykja, að mikill vandi sé
á höndum, verði 20% kauphækkun leyfö hinn fyrsta júní.
En um slíkt eru skiptar skoðanir. Sumir munu segja, að
vandinn verði ekki leystur með lækkun launa einvörö-
ungu. Aörir þurfi að bera byröar. Flestir munu telja, að
minnkun þeirra verðbóta, sem ella yrðu 1. júní, leysi eng-
an vanda. Það verði aðeins ein ,,bráöabirgðareddingin’’
til.
Eftir ramman kosningaslag þurfa flokkarnir talsverð-
an tíma til að jafna sig. Sumum hættir til að „fara í fýlu”,
jafnvel þótt þeir segist ekki munu gera það. Þeir, sem
tapa fylgi, þurfa að minnsta kosti nokkrar vikur til að
jafna sig. Mikillar tilhneigingar mun gæta í þessum flokk-
um, að þeir gæti hagsmuna sinna bezt með því að verða
utan ríkisstjórnar.
Mikið hefur síðustu daga verið rætt um hugsanlega
samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Verði
slík stjórn mynduð, gerist það ekki áður en flokkarnir
hafa jafnað sig á kosningaúrslitunum.
Framsóknarmenn töpuðu í kosningunum. Því sögðu
margir flokksmenn, að næst skyldi flokkurinn standa ut-
an ríkisstjórnar.
Sjálfstæðismenn urðu að skoða sérstaklega stöðu Geirs
Hallgrímssonar, formanns síns, eftir að kosningaúrslitin
skildu hann eftir utan þings.
Hér hefur áður veriö fjallaö um, að í raun munaði litlu,
að sjálfstæðismenn og framsóknarmenn næðu saman
síðastliðinn miðvikudag. Einkum virtist, að flokkarnir
þyrftu meiri tíma. Dagurinn í dag sker enn úr um það.
I kosningabaráttunni lagði hvor flokkanna auðvitað
megináherzlu á, að „hans stefna” væri sú eina, sem gæti
forðað okkur frá voða. Ekki er auðvelt, að slíkir flokkar
sættist hér á landi. Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur
setja erin í dag fram þá kenningu, að þeirra í milli sé deilt
um „grundvallaratriði”. Svo er ekki.
Þeir hafa báðir vikið frá því, sem þeir töldu grund-
vallaratriði. Þegar síðastliðinn miðvikudag var það ljóst.
Spurningin er einvörðungu um, hvort þessir flokkar hafa
haft nægilegan „aðlögunartíma” til þess að mynda ríkis-
stjórn saman.
Annar þáttur, sem enn er í úrvinnslu, er, hvort Alþýðu-
flokkur eða jafnvel einnig Bandalag jafnaðarmanna
kynnu að koma inn í dæmið.
Einnig þar þarf „aðlögunartíma”. Alþýðuflokksmenn
hafa sett það skilyrði, að forsætisráðherra yrði úr þeirra
rööum, ef þeir gengju í stjórn með Sjálfstæðis- og Fram-
sóknarflokki.
Alþýðuflokkurinn tapaði miklu í kosningunum. Auðvit-
að tekur það slíkan flokk töluverðan tíma að jafna sig,
áður en hann verður viðræðuhæfur um þátttöku í ríkis-
stjórn.
Aö öllu athuguðu er rétt að stjórnmálaflokkarnir fái
góðan umþenkingartíma. Ríkisstjórn verður ekki
mynduö á augabragði.
Bezt er að flýta sér hægt.
Haukur Helgason.
— til Hins íslenska tófuvinafélags, HÍT
Fimmtudaginn 28. apríl sl. birtist
kjallaragrein í DV um vemdun tóf-
unnar og útrýmingu veiðistjóra eftir
Sigurð Hjartarson forseta Hins ís-
lenska tófuvinafélags. Heldur andaði
þar köldu í garð bænda og blessaðrar
sauökindarinnar. Þess vegna hafa
nokkrir aðdáendur sauöfjárins talið
nauðsynlegt að svara umræddri
grein og leiða í ljós allan sannleikann
um það tjón sem tófan hefur valdið
íslenskum bændum allt frá upphafi
Islands byggðar.
Þar sem ég er hvorki refaskytta né
fjárbóndi hefi ég trúlega ekki þá
réttu tilfinningu, sem þarf til aö
svara greininni á viðeigandi hátt. Þó
er ég sestur niður til að senda tófu-
vinum kveðju. Þar sem farið var
heldur niðrandi orðum um félaga
Kjallarinn
AgnarGuðnason
A „Það hefur verið látið óátalið af dýra-
verndunarfólki og tófuvinum að laxveiði-
menn skuli þræða vesalings ánamaðkana upp á
öngia og drekkja þeim síðan með hægð....”
minn, Svein Einarsson veiðistjóra,
og hans embætti þá get ég ekki á mér
setið. Sveinn veiðistjóri er einn mesti
dýravinur sem uppi er. Þrátt fyrir
það vill hann bana sem flestum tóf-
um. Hann er nefnilega á þeirri skoö-
un að betri sé dauð tófa en dýrbitiö
lamb.
Menn hafa mismunandi áhugamál
eins og gengur og gerist. Sumir vilja
viðhalda sem mestu af vargfugli,
aðrir elska tófuna og hata sauökind-
ina. Flestir vilja þó sem minnsta
röskun á lífríkinu, eða að minnsta
kosti er vinsælt að halda því fram.
Því beini ég þeirri áskorun til tófu-
vina að taka sama höndum við fé-
laga í nýstofnuðum samtökum
FTVÁ. Þessi samtök eiga trúlega
eftir að koma manni á þing, ef fé-
lagsskapurinn lendir ekki í mikilli
andstöðu við kerfið. Markmið f élags-
ins er að stuðla að verndun ána-
maðka.
Félag til verndar
ánamöðkum FTVÁ
Eitt þýðingarmesta dýr jarðarinn-
ar er ánamaðkurinn. Hann er marg-
slungin efnaverksmiðja og sorp-
eyðingarstöð. Þrátt fyrir það hefur
enginn áður tekið upp baráttu fyrir
vemdun hans og réttindum.
Tófuvinir eru aðeins að hugsa um
ránkvikindi sem gerir iítið sem ekk-
ert gagn, það væri þá helst þaö sem
tófuvinir tína til að rebbi nælir sér í
eina og eina horrollu og varnar því
að hún verði sett á borð neytenda.
Það hefur veriö látiö óátaliö af dýra-
verndunarfólki og tófuvinum að lax-
veiðimenn innlendir sem erlendir
skuli þræða vesalings ánamaðkana
upp á öngla og drekkja þeim síðan
með hægö.
Eða þá bændur sem leyfa sér að
dreifa tilbúnum áburði yfir tún og
garöa án þess að taka tillit til ána-
maðkanna, reyna ekki einu sinni að
vara þá við. Eina von ánamaðksins,
sem á hefur fallið tilbúinn áburður,
er að spörfugl komi sem allra fyrst
og gleypi hann, þannig styttist
dauöastríöiö. Það ætti að lögleiða að
bændur yröu að ganga á undan
áburðardreifurum og forða öllum
ánamöðkum frá menguninni.
Einnig mætti hugsa sér aö draga
verulega úr notkun tilbúins áburðar
og velja þá túngrösin meö tilliti til
þess hve hæf þau eru til að nýta melt-
una úr ánamöðkunum.
Að síðustu áskorun til HlT
„Sameinumst í baráttunni, vinir tóf-.
unnar, útrýmum veiðimönnum og
verndum ánamaökinn og rebba.”
Agnar Guðnason,
blaðafulltrúi bændasamtakanna.