Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1983, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1983, Síða 18
Menning Menning Menning Menning DV. MÁNUDAGUR16. MAl 1983. Fyrir nokkru stóð yfir sýning að Kjarvalsstöðum á verkum eftir Þor- björgu Pálsdóttur. Það er ávallt athyglisvert þegar hin fámenna stétt myndhöggvara (ca 10 manns hér á landi) gefur listunnendum tækifæri til að kynnast listf ramleiðslu sinni og þá sérstaklega listamenn eins og Þorbjörg Pálsdóttir sem hefur nokkra sérstöðu meðal íslenskra myndhöggvara, en hún einbeitir sér að manninum sem hún mótar eink- umípolyester. Barnaleikvöllur Hér á nýlokinni sýningu að Kjar- valsstöðum setti listakonan á svið bamaleikvöll. Hún sýndi einvörð- ungu myndir af bömum. En þetta voru þó ekki nein ákveðin böm, held- ur böm í þriðju persónu: andlitslaus böm, sem þannig skópu ákveðna fjarlægð við áhorfendur. Við kynnt- umst þeim því einungis í gegnum hegðan þeirra, viðmót og athafnir, sem vom undirstrikaðar með raun- verulegum hlutum, eins og t.d. fötu, dóso.s.frv. I þessum verkum kemur greini- lega fram hjá listakonunni mikið næmi fyrir samspili og viðmóti barna, sem við fyrstu sýn virðast „yfirborðskennd” og minna einna helst á hversdagslegar „þriðju per- sónur” eftir G. Segal eða fígúrur eftir Ed Kienholz f rá 7. áratugnum. Á leið á heimsendahæð, hæð 99 cm, vír, polyester. Britta og vinur, hæð 68 cm, vír, polyester. GBK Viðmót í polyester — um sýningu Þorbjargar Pálsdóttur juuoim oyiiuigumii, ei greinuegi að listakonan er nú í þessum „barna- myndum” mun hæverskari í með- höndlun formsins. Það er sem lista- konan hafi hér snúið sér að mun natúralískari vinnubrögðum, sem lýsir vel hinni bamslegu hegðan. Symbolismi En þegar betur er að gáð komumst við að því að „börnin” eru hol að inn- an. Við þessa uppgötvun flyst verkið frá raunveruleikanum yfir á tákn- rænna svið og öðlast um leið dýpri og margræðari lestur: um upphaf og örlög einstaklingsins. Myndirnar fá dramatískara inntak sem auðveld- lega getur breyst í hrylling í huga áhorfandans. Forsendan fýrir þessu táknræna og dramatíska inntaki er því form- ræn. Hún liggur í því hvemig lista- konan umbreytir og vinnur úr formi líkamans. En miðað við fyrri verk, eins t4- Kristsmyndina er sýnd var á Jafnvægið I heild fjallar list Þorbjargar um jafnvægið milli hins raunvemlega og hins táknræna, sem áður er lýst. En hér á sýningunni er sem skorti þetta Anna Áslaug hjá Musica Nova Gary Burton. GARY BURTON Tónleikar Kvartetts Gary Burtons í íslensku óper- unni á vegum Jazzvakningar 10. maf. Nú setti Jazzvakning aldeilis í feitt, að fá hingaö til lands víbrafónleikar- ann Gary Burton. Það þarf víst ekki að tiunda afrek kappans. Nægir að nefna að hann hefur einokað efsta sæti vin- sældalista tímaritsins þekkta, Down Beat, um langt árabil. Og Gary Burton hefur ekki óveröskuldað öðlast þá viðurkenningu sem hann hef ur hlotið. Samt er það svo að þótt maöurinn sé virtur og þekktur í hópi jassunnenda þá nýtur hann ekki hylli á borð við trúða poppsins og nokkra útvalda jass- guöi. En oft virðist hending ráða hverj- ir detta í lukkupottinn og geta þaðan í frá laöað til sín tónleikagesti líkt og fífill hunangsflugu. Þótti því ekki hættandi á að fá kappann hingað til lands án opinberrar aðstoðar, þaö er að segja utanríkisþjónustu Bandaríkj- anna. Þættu það líkast til helgispjöll ef því opinbera í okkar mikla músíklandi yrði á að styðja við bakiö á jassi öðru- vísi en óbeint og þá oftast nær óvart. Ber því að þakka þeirri framsýnu menningarstofnun, sem eitt sinn sá Sinfóníuhljómsveitinni fyrir misjöfn- um stjómendum en gerir okkur nú kleift að hlýða á Gary Burton í eigin persónu. Einvalalið Ekki þarf að hafa langt mál um snilli Gary Burtons og félaga hans. Nægir aö nefna hans frábæm tækni og ským framsetningu. Þaö kom mér hins vegar mest á óvart hversu vel kappinn er heima í gömlum frasðum, eins og hinum gömlu kirkjutónum og pólý- fóníu. Einleikskviður hans minna stundum á heila Ganellanhljómsveit. Meðspilarar hans eru hver öðrum betri. Frábær saxófónleikur og sér- stæður leikur á rafmagnsbassa vekja athygli. Og ekki var ónýtt að trommu- leikarinn Mike Hyman skyldi gista land okkar í þriöja sinn. Ungur, meira að segja mjög ungur, kom harai með McNeill. örlítið eldri og mun þroskaðri meö Getz og svo nú, enn bráðungur en fullþroska jassleikari, með Burton. Semsé, valinn maður í hverju rúmi og tónleikamir hreint afbragð. EM Tónleikar Musica Nova á Kjarvalsstööum 8. maí. Flytjandi: Anna Áslaug Ragnarsdóttir pianóleikari. Efnisskrá: Erik Satie: Gnossiennos nr. 3,5 og 4; ^ Olivier Messiaen: La Traquet Rieur; Luciano Berio: Rounds: Karlheinz Stockhausen: Klavier- stiick IX; Hjálmar H. Ragnarsson: Prelúdíur; Franz Liszt: La lugubre gondola I og II, Bagatelle sans tonalittf, Nuago gris, Unstem, IV Mefistovals. Á tónleikum Musica Nova hafa flytj- endur gjarnan veriö margir og komið með verkin sitt úr hverri áttdnni eftir því sem tilefni gáfust. Þótt nafnið á fé- lagsskapnum þýði ný músik, hefur músíkin ekki alltaf verið glæný sem leikin hefur verið á hans vegum. Þó held ég að hún eigi jafnan erindi við áheyrendur og oftast hefur hún ekki verið leikin á tónleikum hér áður og því semslíkný. Efnisskrá Önnu Áslaugar Ragnars- dóttur spannaði yfir „ný verk”, allt frá seinni hluta nítjándu aldar og fram til líðandi stundar. Ný verk þó samin hafi verið fyrir hartnær öld, því að í þeim kvað við nýjan tón á sínumtíma og þau hafa haldið nýjabruminu allt fram á þennandag. Satie er alltaf nýr og ferskur og kitl- ar þægilega í manni taugamar hversu oft sem maður heyrir hans smellnu verk. Yfirbragð efnisskrárinnar var annars mestan part þunglamalegt og á köflum afar þunglyndislegt. Mótun leiks verður að vera afar skýr undir þeim kringumstæðum. Og upp á það var sannarlega ekki að klaga hjá önnu Áslaugu. Leikur hennar á Klavier- stiick DC, sem öðmm þræði er hrein stúdía í dynamik, var til dæmis frá- bær. Tónleikar Martins Berkofskys í Pjóðleikhúsinu 9. maí á vegum Listhúss hf. Efnisskrá: Franz Liszt: La Valláe d'Obermann, Deak, Deux Legendes, Sonata í h-moll. Það telst til meiriháttar tíðinda nú orðið ef píanisti leikur tónleika með verkum Liszt á efnisskránni eingöngu. Bæði er það að vart er á færi nema bráðsnjallra píanista að leika þann leik og svo afgreiðir hin miskunnar- lausa tíska slíka samsetningu meö rot- höggi. Hér úti á Islandi þykir samt ekkert tiltökumál að bjóða tískunni birginn. Tónleikagestir hér eru sem betur fer ekki jafnfast njörvaðir við hugmyndir viðskiptastefnunnar í þessum sökum og víöast hvar annars staðar. Anna Áslaug Ragnarsdóttir píanóleikari. Eitt verk frumflutti Ánna Áslaug, Prelúdíur, eftir bróöur sinn, Hjálmar Helga. Prelúdíurnar munu eiga aö verða fimm, en hér voru leiknar sú Tónlist Eyjólfur Melsted Kraftaverk Mikið hefur verið rætt um endur- komu Martins Berkofskys á tónleika- pall. Eins og alkunna er lenti hann í alvarlegu slysi og hugöu flestir, þegar af fréttist að menn myndu ekki hlýða á leik hans meir. Sjálfsagt er aö kalla rétta meðferð og árangursríka endur- hæfingu kraftaverk, en frá og með tón- leikum Berkofskys i Þjóðleikhúsinu heyrir sá þáttur á ferli listamannsins liöinni tíð. Hinn miskunnarlausa heim alþjóðlegs tónleikahalds varðar ekkert frekar um það hvort maðurinn er ný- staðinn upp úr sjöföldu handleggsbroti eða flensu. Kröfurnar eru þær að hann flytji sína kúnst, hvemig sem ásig- komulag hans annars kann að vera. fyrsta, þriðja og fimmta. Það mun hafa orðið til þess að áheyrendur fengu ranga mynd af verkinu, því kaflarnir sem ekki eru tilbúnir munu vera hinir fjörmeiri. En hvað um það, Prelúdíur Hjálmars Helga sómdu sér vel meðal verka annarra snjallra tón- smiöa. Svo lauk Anna Áslaug þessum tónleikum með efri ára verkum Liszt og skilaði þeim til áheyrenda með jafn þróttmiklum leik og hinum fyrri verk- um. Eitthvað varð undan að láta Ekki varð heldur greind á leik Martins Berkofskys nein breyting frá því sem áður var. Hann býr yfir fítons- krafti, svo miklum að hljóðfæri stofnunarinnar, sem líkast til fær of sjaldan aö kenna hressilegra átaka, hélt ekki stillingu sinni. Atökin segja sína sögu, en f leira þarf til en kraftana. Tæknilegt öryggi, þor og hamsleysi í túlkun gerði það að verkum að menn fengu að hlýða á stórkostlegan Liszt- flutning í Þjóðleikhúsinu. Velkominn aftur á tónleikapall, Martin Berkofsky. EM Stórkostlegur Liszt- flutningur í Þjóðleikhúsinu ■V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.