Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1983, Side 20
20
DV. MÁNUDAGUR16. MAl 1983.
David Bowie hefur fram á þennan
dag veríö lítt ginnkeyptur fyrir tísku-
straumum í rokktónlist og haft lítið
saman viö þá aö sælda. Hann hefur
eins og uppátækjasami strætisvagna-
bilstjórinn farið sínar eigin leiðir — og
okkur hlustendunum ekki orðið meint
af nema síður væri. Því er það dálítið
kyndugt aö meistarinn skuli nú allt i
einu vera lagstur á sveif með tiskunni
og búinn að fá upptökustjóra af
diskóættum til þess að hljóðrita nýja
breiðskífu.
Debbí Harry, fyrrum söngkona
Blondie, fór einnig í smiðju til Nile
Rogers úr Chic og þau suðu saman
plötuna Koo-Koo að mig minnir. Sú
plata var ömurleg. Og hvernig reiðir
Bowie af? Hann er auövitaö mikiu
sterkari persónuleiki og mikilhæfari
tónlistarmaður en svo að hann fari
tómhentur úr smiðjunni, en hitt er
deginum ljósara að Let’s Dance er
ekki eins rismikil og síðustu plötur
David Bowie.
Við sem höfum af athygli fylgst með
ferli Bowie gegnum tíðina gerum ugg-
laust meiri kröfur til hans en annarra
rokktónlistarmanna. Hann er einn af
fáum rokkurum siðustu ára sem hafa
staðið uppúr meðalmennskunni; hann
hefur komiö víða við í völundarhúsi
rokksins og skarað framúr í hverju
sem hann hefur tekið sér fyrir hendur.
Og nú þegar hann gengur til liðs við
meðalmennskuna þykir manni þaö
duh'tiðsúrtíbrotið.
Let’s Dance er metnaöarlaust verk
og höfðar einkanlega til fótanna eins
og nafngiftin ber með sér. Sjálfsagt
eignast hann mýgrút af nýjum aðdá-
endum því dansrokk af þessu tagi er í
hávegum haft nú um stundir. En víst
er tónlist hans miklu bitastæöari en
obbi þeirrar danstónlistar sem völ er
á; hefði þetta verið fyrsta plata ein-
hvers nýgræðings gæti ég ausið úr
skálum gleði minnar. En til David
Bowie geri ég meiri kröfur.
NYJAR PLÖTUR
Sumpart minnir þessi plata á Young
Americans þar sem Bowie geröi
sóltónlistinni skil á sínum tíma.
,,Shake it” gæti til að mynda hæglega
verið af þeirri plötu og ef til vill
„Without You” líka. Kunnasta lagiö af
plötunni er titillagiö „Let’s Dance”,
rumpugott lag, sem hefur tyllt sér á
toppsæti vinsældalista og ekki yrði ég
hissa þó fleiri lög plötunnar ættu eftir
að sjást ofarlega á listum. Bowie eyöir
að mínum dómi öllu púðrinu á fyrri
hliö plötunnar; þar eru bestu lögin auk
titillagsins: „Modern Love” (næsta
smáskífa?), „China Girl” og „Without
You”.
Einkennilega útsetningu á „Cat
People” er að finna á béhliðinni, aö
sönnu rokkaðri en hin fyrri, en geril-
sneydd og búið að rífa burt þetta
dásamlega intró!
Bowie hefur síðustu misserin sinnt
tónlistinni óverulega en leiklistinni því
meira. Nú leggur hann upp í hljóm-
leikaferð um Evrópu og kemur von-
andi hingað í sumar. Það er því ofur
skiljanlegt að hann vilji hafa tónlistina
fjöruga og skemmtilega; hvort
tveggja tekst honum með ágætum. En
þegar fram líða stundir hygg ég að
Let’s Dance veröi ekki talin í hópi
merkilegustu verka David Bowie þrátt
fyrir góða spretti.
-Gsal.
DAVID bovwie.
BONNIE TYLER - FASTER THAN THE SPEED OF NIGHT
Ytrí búningur mikill en innihald lítið
Fyrir nokkrum árum gerði lagið It’s
a Heartache garðinn frægan. Það náði
að komast efst á flestalla vinsældalista
heims enda grípandi og huggulegt lag.
Það var ung og óþekkt söngkona
Bonnie Tyler, sem söng þennan óð
með sérkennilegri rödd sem minnti oft
á tíðum á hása rödd Rod Stewart.
Margir bjuggust við meiru frá þessari
söngkonu en eins og svo margir aðrir
söngvarar sem ná toppnum í fjnrsta
skiptið rey ndist erf itt að halda í f undna
frægð og brátt varð Bonnie Tyler öllum
gleymd og horfin eða svo hélt maður.
En nú víkjum við sögunni til Banda-
ríkjanna, þar býr maður ernefnist Jim
Steinman. Hann er og hefur verið
afkastamikill lagahöfundur og stjórn-
andi við plötuupptökur. Sérstaklega er
hann þekktur fyrir samstarfiö við
Meatloaf, þann fituhlunk. Hámarkið á
því samstarfi var platan Bad Out Of
Hell, þar sem allt það besta sem þessir
tveir heiðursmenn gátu gert kom
fram. En samstarf þeirra entist ekki
og fóru þeir í sína áttina hvor með
frekar misheppnuðum árangri. Jim
Steinman gaf út sólópiötu sem vakti
litla hrifningu enda voru lögin nánast
endurtekning á iögunum sem hann
samdi fyrir Meatloaf.
Einhverjum snjöllum hefur dottið í
hug að samræma hæfileika tveggja
fallandi stjarna eða Bonnie Tyler og
Jim Steinman og gert þessa hugmynd
sína að veruleika og útkoman er platan
sem um ræðir í þessum pistli, Faster
Than The Specd Of Night, sem skrifuð
er á nafn Bonnie Tyler og ætlunin hefur
tekist, eitt lagið af plötunni, Total
Eclipse Of The Heart, hefur meðal
annars vermt efsta sæti breska
vinsældalistans.
En þó Bonnie Tyler sé skrifuð fyrir
plötunni þá leynir sér ekki hver er við
stjómvöhnn, áhrif Jim Steinman eru
mjög greinileg og er ekki laust við að
Bonnie Tyler minni mann stundum á
sjálfan Meatloaf þótt ekki hafi hún gert
þaö áður.
Jim Steinman hefur að vísu ekki
samiö nema tvö lög af níu lögum plöt-
unnar, titillagiö Faster Than The
Speed Of Night og hið vinsæla lag Total
Echpse Of The Heart, en útsetningar
hans á öðrum lögum eru þaö keimh'kar
aö jafnvel gamall slagari eins og Have
YouEver Seen The Rain fer að líkjast
JimSteinmanlagi.
Það er kannski stærsti gallinn við
plötuna hversu mikil áhrif Jim Stein-
man hefur á gerð hennar því hann er
greinilega orðinn uppiskroppa með
hugmyndir og þrátt fyrir mikinn ytri
búning verða lög hans frekar leiðinleg
til lengdar og glansinn fljótur að fara
af þeim.
Bonnie Tyler er alls ekki slæm söng-
kona. Hún er með sömu hásu röddina
sem virðist frekar hafa þroskast meö
árunum, en hræddur er ég um að
frægðin í þetta skiptið verði skamm-
vinn ef hún hyggur á áframhaldandi
samstarf með Jim Steinman.
-HK.
MARILLION: SCRIPT FOR JESTER’S TEARrj
BROSTNAR
VONIR
BILAKLÚBBUR AKUREYRAR
heldur SLICK-50
torfærukeppni
sunnudaginn 29. maf nk.
1 febrúarhefti hins virta tímarits
Sounds birtust úrslit úr vinsældavali
sem blaðið stóð fyrir ekki alls fyrir
löngu. Þar voru lesendur meöal annars
beðnir um að nefna bestu nýju hljóm-
sveitina sem komið hefði fram á
síðustu misserum. Efst varð hljóm-
sveit sem kallast Marilhon og skaut
hún sveitum á borð við Asia, Culture
Club og Yazoo ref fyrir rass. Ekki
furða að nokkur spemíingur væri th
staðar þegar breiðskífu þeirra Script
For Jester’s Tear var rennt undir
náhna. Ekki síst þar sem þeim drengj-
um hafði af fróðum mönnum verið
jafnað við risa á borö við Genesis og
Jethro TuU.
MariUion skipa þeir Mick Pointer
tirommur, Pete Trewavas bassi, Steve
Rotheray gítarar, Mark KeUy hljóm-
borð og söngvarinn heitir því ágæta
nafni Fish. Og á SFJT eru aðeins sex
lög og ÖU í lengra lagi svo sem við má
búast.
Satt að segja sá ég gömlu Genesis
fyrir mér um leið og fyrstu tónarnir
Uðu fram. Nánar tUtekið Selhng Eng-
land By The Pound. Og eftir því sem á
leið rann það upp fyrir mér að tónlist
MarUhon er miður heppnuö stæling á
Genesis. Það verð ég að segja alveg
eins og er. Meira að segja fiskinum
sjálfum, þótt ágætis söngvari sé,
svipar meira en Utið til Peter Gabriel'
eins og hann var fyrir nokkrum árum.
I lögunum sex er mikið um skipt-
ingar. Þar skiptast á hraðir og hægir
kaflar, hefðbundin gitarsóló og hljóð-
gervlakaflar a la Tony Banks. Þó
finnst mér eins og áhrif þunga rokksins
séu greinUegri í tónlist MarUhon
heldur en var hjá Gabriel og co.
Kannski vegna þess hve trommumar
eru áberandi — taktfastar og þungar.
Ekki svo að skilja aö platan sé út í
gegn leiðinleg áheyrnar. Oft bregður
fyrir góðum sprettum. En í heildina
nær hún sér aldrei á strUc.
Fiskurinn semur textana ásamt því
að flytja þá. Oftast eru þeir torræðnir í
meira lagi og kippir þar enn í kynið.
Hann á þó sína góðu spretti, tU að
mynda í The Web, Chelsea Monday og
Forgotten Boys.
Lögin eru sem fyrr segir löng og þar
skiptast á skin og skúrir. Besta lagið er
að mínu mati titUlagið, The Web og
Chelsea Monday. TU gamans má
skjóta því hér inn að eitt lagið heitir
Garden Party og þar hefur Mezzoforte
óneitanlega betur.
Að öhu samanlögðu er ég dálítið
hissa á að þetta skuh vera talin bjart-
asta vonin í Sounds. Því hér eru á ferð-
inni gamlar lummur og, að mér finnst,
eftiröpun sem missir marks. En
smekkurinn er víst misjaf n.
-TT.