Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1983, Page 22
22
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
i Fyrirtæki, einstaklingar |
X Erum aö senda sölumenn okkar í hringferö um landiö í júní- X
X mánuði. Getum tekið að okkur vörur frá fleiri fyrirtækjum og x
einstaklingum. Upplýsingar í síma 43969. X
ft X
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
BLAÐ- W~‘
BURÐAR-
BÖRN V .
vantar í eftirtalin hverfi:
• GRUNDARSTIG
• TJARNARGÖTU
• RAUÐARÁRHOLT
V
AFGREIÐSLA,
ÞVERHOLT111
SÍMI27022.
-«
SÍMASKRÁNA
íhlííöarkápu!
Símaskráin er allsstaðar nauðsynleg. En eftir nokkra
notkun vill hún verða snjáð. Stundum rifna blöð úr
og þá geta skapast vandræði. Forðum því.
Hlífðarkápan frá Múlalundi er lausnin.
Endist ár eftir ár og er ódýr í þokkabót. ®
fj
Fæst í öllum bóka- og ritfangaversluiium \
Múlalundur
Símar: 38400 - 38401 - 38405 og 38667
DV. MANUDAGUR16. MAl 1983.
Mörðu sigur
íFirðinum
— ísland sigraði
Bandaríkin 18-17 á
laugardag í Hafnarf irði
íslenska landsliöið í handknattleikn-
um marði sigur gegn Bandarikjunum i
íþróttahúsinu í Hafnarfirði á laugar-
dag með eins marks mun, 18—17, og
getur þakkað það fyrst og fremst
snjallri markvörslu Brynjars Kvaran,
sem átti stórgóðan leik.
Eftir oft ágætan leik í fyrsta leiknum
var áhugi íslen$ku léijkmannanna nú i
. algjöru jágmarki. ffóknarleikurinn oft-
. ast mjögalakur. Tveir leikmenn skor-
uðu nær -öll mörk Íslands, þeir Alfreð
Gislason og Páll Ólafsson, sem skor-
uðu sex mörk hvor í leiknum. Öðrum
gekk héldur illa að koma knettinum
framhjá hinum hávöxnu leikmönnum
Bandárikjanna og risunum tveimur
sem verja markið. Þeir vörðu báðir vel
í þessum leik enda kannski ekki erfið-
>ustu skot i heimi sem þeir þurftu að
»fást við.
, A myndinni til hliðar skorar Páll
Ólafsson eitt af sex mörkum sínum í
'leiknum, stekkur hátt upp og Peter
Lash, þó gríðarstór sé, kom ekki við
neinum vörnum.
DV-mynd Friðþjófur.
íþróttir
íþróttir
Eins marks sigur
í þriðja leiknum
— ísland sigraði USA 22-21 í Keflavík í gær
ísland sigraði Bandarikin aftur með
eins marks mun, 22—21, í þriðja og síð-
asta landsleik þjóðanna i handknatt-
leik að þessu sinni i íþróttahúsinu í
Keflavik í gær. Sigurinn var þó örugg-
ari en lokatölurnar gefa til kynna.
Slangur var af áhorfendum, þar á
meðal Bandaríkjamenn af flugvellin-
um og þeir hvöttu landa sina lítið.
Island var ekki með fullskipað lið í
leiknum, aðeins tíu leikmenn. Talsvert
um villur og ekki mikill áhugi. Greini-
legt að nóg var að hala sigur í land.
Bandaríska liðið sýndi stundum
skemmtilega hluti og allt annað og
betra en landsliö þau sem viö höfum
séð frá USA áður. Einkum var Joe
Story, sem leikiö hefur með Atletico
Madrid, snjall í leiknum.
USA-liðið komst tvisvar yfir í leikn-
um, 9—8 og 10—9 en jafnt var í hálfleik
11—11. Síöan 12—12 en svo komst Is-
Stjömuleikur þeirra Guðmundar
Víkingsfyrirliða Guðmundssonar og
Ólafs landsliðsfyrirliða Jónssonar
færði íslenska landslíðinu i handknatt-
leik nokkuð öraggan sigur i fyrsta
landsleiknum við Bandaríkin í Laugar-
dalshöll á föstudagskvöld. ísland sigr-
aði með fimm marka mnn, 31—26, og
átti á köflum í nokkru basli með
Bandarikjamennina hávöxnu. Helm-
ingur leikmanna USA-liðsins er um eða
yfir tveir metrar.
En leikur þeirra Guðrriundar og
Olafs í hornunum. gerði gæfumuninn.
Þeir skoruðu grimirit og auk þess var
Alfreð Gíslason snjall í sínu hlutverki
svo og Páll Olafsson. og Einar mark-
vörður Þorvarðarson'.
Greinilegt er að Bandaríkjamenn
eru í mikiili sókn sem handknattleiks-
menn. Þeir leggjá mikla áherslu á að
land yfir og hafði tvö til þrjú mörk yfir
lengstum en Bandaríkjamenn minnk-
uðu muninn undir lokin. Jóhannes
Stefánsson skoraði þrjú síðustu mörk
Islands í leiknum — i leik sem ekki er
sá albesti sem Island hefur leikið.
Þorbergur landsliðsfyrirliði Aðai-
steinsson var nú með og setti kraft í ísl.
liðið en lék ekki mikið. Þá voru Einar
Þorvarðarson og Brynjar Kvaran
góðir í marki, sérstakiega Einar. Is-
lenska liöið misnotaöi þrjú vítaköst í
leiknum.
Mörk Islands skoruðu Stefán Hall-
dórsson 5/1, Jóhannes 4, Þorbergur
4/2, Alfreð Gíslason 3, Olafur Jónsson
3, Þorbjörn Jensson 2 og Guömundur
Guðmundsson 1. Flest mörk USA skor-
uöu Story 6, Jim Bueling 5 og Bob
Djokovich, sem var tekinn úr umferð,
þrjú.
standa sig vel á ólympíuleikunum í Los
Angeles næsta ár og æfa vel fyrir leik-
ana. Flestir leikmenn liðsins eru mjög
hávaxnir og ég efast um aö íslenskt
landslið hafi í annan tíma leikið gegn
hávaxnara landsliði. Þrátt fyrir hæð-
ina voru bandarísku leikmennirnir þó
fljótir í vörn og fléttur þeirra voru oft
ansi skemmtilegar. Loksins orðinn
handknattleikur sem Bandaríkjamenn
leika og þetta lið gæti oröiö nokkuö gott
ef haldið er utan um efniviðinn í nokk-
urár. - •
Þaö mátti nokkuö greina á Jeik ís-
lenska liðsins aö leiktímabilihu er lokið
hér. Áhugi á leiknum ekki mikill —
meira að segja erfitt aö koma saman
liöi. Þess ánægjulegra aö sjá hve
margir leikmenn liðsins áttu þokkaleg-
an leik. Jafnræði var lengi vel með
liðunum, jafnt á öllum tölum, upp í 7—
Jóhannes Stefánsson, línumaðurinn
kunni i KR, skoraði þrjú síðustu mörk
íslenska liðsins í leiknum í Keflavík.
DV-mynd Friðþjófur.
7. Bandaríkjamenn komust einu sinni
yfir, 7—6. Island komst síðan í 9—7 og
15—9 á 26. mín. Þá stefndi í stórsigur
Islands en Hans Guðmundsson skaut
þá í tíma og ótíma. Skoraöi ekki og
Bandaríkjamenn nýttii sér það. Skor-
uöu fjögur síðustu mörkin i fyrri hálf-
leiknum. Staðan í leikhléi 15—13.
I síöari hálfleiknum byrjuöu Banda-
ríkjamenn strax á að jafna, 15—15, en
næstu fimm mörkin voru íslensk, 20—
15, og eftir það var ekki spurning hvort
liðið mundi sigra, þó svo bandaríska
liðinu tækist nokkrum sinnum aö
minnka muninn niður í tvö mörk. 31—
26 í lokin í allþokkalegum leik, þar sem
Bandaríkjamenn komu á óvart með
miklu betri leik en áður hér á landi.
Mörk Islands skoruðu Guömundur 6,
Alfreð 6/1, Olafur 5, Hans 5, Páll 4/2,
Steinar Birgisson 2, Þorbjörn Jensson
1, Jóhannes Stefánsson 1 og Steindór
Gunnarsson 1. Flest mörk USA skor-
uðu Bob Djokovich 6, Peter Lash 5,
Craig Gilbert 4, Jim Bueling 4 og Greg
Morova 3.
-hsím.
emm.
Stjömuleikur
homamanna
i
— þegar ísland sigraði Bandaríkin 31-26
ífyrsta landsleiknum í handknattleik