Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1983, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1983, Blaðsíða 25
24 DV. MANUDAGUR16. MAl 1983. DV. MÁNUDAGUR16. MAl 1983. 25 íþróttir íþrótt íþrótt íþrótt íþrótt íþróttir íþrótt íþróttir íþrótt Aðalsteinn Aðalsteinsson sendir knöttinn framhjá Bjarna Skagamarkverði Sigurðssyni í markið. Fyrra mark Víkings í meistarakeppninni og fyrsta mark sumarsins í leik á vegum KSÍ. DV-mynd Friðþjófur. VÍKIN GUR „MEISTARI MEISl ■ j - - ARAN NA” ANNAÐ ARK> 1RO D — Sigraði bikarmeistara Skagamanna 2-0 í meistarakeppni KSI á laugardag Ef knattspyrnan í sumar verður eitt- hvað í líkingu við það sem íslandsmeistar- ar Víkings og bikarmeistarar Akraness sýndu í síðari hálfleik í meistarakeppni KSÍ á Kópavogsvelli á laugardag þá verður gaman að fara á völlinn. Víkingur sigraði verðskuldað 2—0 og varð því „meistari meistaranna” annað árið í röð. Þessi tilraun með að byrja keppnistímabil- ið — í fyrsta skipti sem slíkt er gert — með leik meistaraliða fyrra árs tókst mjög vel á nokkuð góðum grasvelli þeirra Kópa- vogsmanna. Áhorfendur margir á þessum fyrsta stórleik sumarsins. Eftir leikinn af- henti Árni Þorgrímsson, varaformaður KSÍ, íslandsmeisturum Víkings farand- bikarinn mikla, sem keppt er um, og KR- ingar gáfu til minningar um Sigurð Hali- dórsson, hinn mikla forustumann þeirra í knattspyrnu. Víkingsliðið var sterkara í þessum leik og þrír leikmenn liösins áttu mjög góöan leik, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Stefán Halldórsson og Ögmundur markvöröur Kristinsson. Hinn ungi Aðalsteinn er kom- inn í hóp okkar bestu knattspyrnumanna og Stefán er eflaust besti miðvörður lands- ins. Þá steig Ögmundur ekki rangt niður fæti í leiknum, varöi þrívegis mjög glæsi- lega. En aðall Víkingsliðsins er mikið jafn- ræði. Gunnar Gunnarsson, Jóhánn Þor- varðarson og Omar Torfason sterkir á miöjunni og samvinna þeirra Aöalsteins, Gunnars og Jóhanns var góð. Ragnar Gíslason og hinn síungi Magnús Þorvalds- son sterkir bakverðir og tveir efnilegir ný- liðar, — úr 2. flokki Víkings, — Andri Mar- teinsson og Olafur Olafsson (bróðir Diöriks, fyrrum markvarðar Víkings og ísl. landsliösins) bráöefnilegir leikmenn. Skagaliöið er ójafnara og greinilegt að það saknaði landsliðsmannsins Arna Sveinssonar, sem var í leikbanni. Sigurður Lárusson og Bjarni markvörður Sigurös- son bestu menn liösins í leiknum, Sigurður Jónsson gerði fallega hluti og Guðbjörn Tryggvason, Sigþór Omarsson og Svein- björn Hákonarson standa fyrir sínu. Þó hætti Sveinbirni til að einleika einum um of. Þá vöktu ungir strákar í Skagaliöinu, Olafur Þórðarson bakvörður, Hörður Jó- hannesson og Júlíus Ingólfsson, athygli. Tveir meiddust Fyrri hálfleikurinn einkenndist af sterk- um varnarleik og lítið var um færi, nema hvað Heimir Karlsson, miöherji Víkings, komst frír að marki Skagamanna rétt und- ir lok hálfleiksins eftir fallegt upphlaup. Spyrnti laust framhjá. Heimir meiddist snemma í leiknum og naut sín ekki. I síðari hálfleik kom Olafur inn á fyrir hann. Fór í stöðu miðvarðar, Gunnar færður framar og Aðalsteinn tók stöðu Heimis. Þessar breytingar reyndust vel. Sigurður Hall- dórsson, miðvörðurinn sterki í Skagalið- inu, varö að fara út af eftir 19 mín. vegna meiðsla. Björn Björnsson tók stöðu hans og geröi henni góð skil. Víkingur skorar Víkingur byrjaöi vel í síðari hálfleik. Eftir aðeins 28 sek. varöi Bjarni vel frá Aðalsteini og á 53. mín. skoraði Víkingur. Skagamenn meö knöttinn og spyrntu rétt fram yfir miðju. Olafur Olafsson náði knettinum og spyrnti langt fram völlinn til Aöalsteins, sem var þar alveg á auöum sjó. Hann lék nær marki og skoraöi af miklu öryggi hjá Bjarna, sem hljóp út gegn honum. Síðan komst Víkingsmarkiö tvívegis í hættu eftir löng innköst Guöjóns bakvarð- ar Þórðarsonar. Ögmundur varöi hins veg- ar meistaralega, — fyrst hjólhestaspyrnu Sigþórs efst í markhornið og síðan skalla Júlíusar neðst í markhorniö. Þessi glæsi- markvarsla ögmundar batt eiginlega enda á vonir Skagamanna í leiknum. Þá var hættan hinum megin. Bjarni varði mjög vel frá Gunnari, sem komst í opið færi eftir undirbúning Aðalsteins, og síðan varöi Bjarni vel frá Aðalsteini. En mark lá í loftinu og Víkingar gulltryggöu sigur sinn á 70. mín. Aöalsteinn gaf vel inn í vítateig Skagamanna. Jóhann var einum fljótari en Bjarni markvörður. Náði knettinum og renndi honum síöan í autt Skagamarkið. Víkingar voru þarna einum færri, Andri haföi meiðst og Oskar Tómasson tók síöan stöðu hans. Litlu munaði að Víkingar bættu við þriðja markinu fimm mínútum fyrir leikslok. Fengu aukaspyrnu á víta- teigslínu Skagamanna, Omar tók spyrn- una. Lyfti knettinum yfir varnarvegginn og hann small í þverslá Skagamarksins. Bjarni hafði enga möguleika á að verja. Aö mörgu leyti ánægjulegur leikur, eink- um í síðari hálfleik. Betri byrjun en oftast áöur í fyrsta leik sumarsins á grasvelli og vonandi verður það árviss atburöur að hafa meistarakeppnina fyrsta stórleik sumarsins. -hsím. Nantes hefur tryggt sér meistaratitilinn — Lens og Laval sigruðu bæði og hafa möguleika á UEFA-sætum Nantes tryggði sér franska meistaratitilinn í knattspymu á laugardag, þegar liðið sigraði St. Étienne 4—2 á heimavelli sinum. Nant- ( es-liðið sýndi oft frábæran sóknarleik með miðherjann Vahid Halihodzic sem besta mann. Þessi júgóslavneski leik- maður skoraði tvívegis. Lens og Laval ! sigruðu bæði i leikjum sínum á laugar- dag og hafa möguleika á UEFA- sætum. Eru i fjórða og fimmta sæti en Frakkland fær þrjú lið í UEFA- keppnina. Urslit á laugardag urðu þessi. Þrjár umferðir eftir. Lens—Sochaux 3—0 Mulhouse—Rouen 0—0 Bordeaux—Tours 1—0 Bastia—Auxerre 1—0 Paris SG—Metz 3—1 Brest—Strasbourg 1—0 Ellefu mörk í Amsterdam — þegar Ajax sigraði Sittardog stefnirá tvöfalt f Hollandi HoUandsmeistarar Ajax luku keppnistímabilinu með sigri á odda- markinu í eUefu marka leik gegn Fortuna Sittard í Amsterdam í gær. Edo Ophof skoraði lokamarkið fyrir Ajax úr vítaspyrnu á 82. min. Staðan í hálfleik var 5—3 fyrir Ajax en Sittard jafnaði í 5—5. Johan Cruijff lék með Ajax í fyrri háUleik en haltraði þá af velU í sinum síðasta leik fyrir Ajax. Var byUtur mjög af áhorfendum. Ajax stefnir nú á sigur í bæði deild og bikar í HoUandi. Leikur á morgun síðari úrsUtaleikinn við NEC Nij- megen, sem faUið er niður úr úrvals- deUdinni. Ajax sigraði í fyrri úrsUta- leiknum með 3—1. Twente Enschede og NAC Breda féUu niður ásamt Nij- megen-liðinu. Það tapaði á heimaveili fyrir Roda 2—3 og NAC tapaði þá á heimavelU fyrir Feyenoord, einnig 3— 2. Lokastaða efstu Uða í hoUensku úrvalsdeUdinni var þannig. Ajax Feyenoord PSV Sparta Groningen 34 26 6 34 22 10 34 21 9 34 12 13 34 11 15 106-41 58 72-39 54 80-34 51 64—52 37 67—57 37 -hsim., jóhann Þorvaröarson nær knettinum sekúndubroti á undan Bjarna Sigurðssyni, lék síðan á Bjarna og skoraðf annað markið í leiknum. DV-mynd Friöþjófur. Lyons—Lille Laval—Toulouse Nantes—St.Etienne Nancy—Monaco Staðan er nú þannig. Nantes 35 22 Bordeaux 35 20 Paris SG 35 18 Lens 35 17 9 4 70-25 53 7 8 64-42 47 7 10 59-43 43 7 11 59-50 41 Laval 35 14 12 9 39-39 40 Monaco 35 12 15 8 49-31 39 Nancy 35 14 12 9 69—55 39 Brest 35 11 14 10 51-55 36 Metz 35 12 10 13 61-62 34 Toulouse 35 14 6 15 47-60 34 Auxerre 35 10 13 12 48-43 33 Sochaux 35 8 16 11 46-49 32 LUle 35 13 6 16 37—42 32 St.Etienne 35 10 10 15 38-50 30 Tours 35 11 7 17 54—63 29 Rouen 35 10 9 16 43-52 29 Þrir leikmenn Nantes, BaronchelU, Amisse og Picot, tagna sigri á Bordeaux fyn á keppnistímabUinu. Strasbourg Bastia 35 35 9 11 15 34—49 29 8 12 15 39-51 28 Lyon Mulhouse 35 10 35 9 6 19 53—71 26 8 18 43—72 26 OMFRUFERÐ l.júní 1983 24 10 10 Mikið um dýrðir Hljómsveit skipsins leikur íyrir dansi hvert kvöld, - í jomírúferð sem endranœr. Hinir ýmsu skemmti- og samkomustaðir verða vígðir. Diskótekið og nœturklúbbur verða d fullu íram d rauða nótt. Skemmtanastjóri skipsins heíur raðið þd: Björgvin Halldórsson og Plagnús Kjartansson til að troða upp d hverju kvöldi. Á daginn verða þeir með sérstakt barna- og unglingaprógram. Hringferð kostar aðeins kr. 7.885 íyrir hvorn 1 tveggja manna kleía. Ath.: í hringíerð þarí engan erlendan gjaldeyri. íslenskir peningar gilda um borð. Ætlið þið í jómfrúferðina ? Þd er rdðlegt að panta sem íyrst. Góðir greiðsluskilmdlar. FARSKIP Aðalstræti 7, 101 Reykjavík. Símanúmer: 91-25166.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.