Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1983, Blaðsíða 3
DV.FÖSTUDAGUR24. JÚNI1983. 3 Búrfell II á eftir Blöndu Sverrir Hermannsson iðnaöarráöherra: Góðir vegir raunveruleg byggðastefna. Fjármagnað m.a. með „góðum” lánum frá Bandarikjunum vegna sameiginlegra varnarhagsmuna landanna. DV-mjmd G.T.K. — sagði iðnaðarráðherra á f undi íKópavogi „öll lán húsbyggjenda verða lengd á næstu dögum,” sagði Matthías A. Mathiesen, banka- og viðskiptaráð- herra.á fundi í sjáKstæðisQokksfélaginu i Kópavogi á mánudagskvöld. Bankar og sparisjóðir munu hafa samstarf um þetta við viðskiptaráðuneytið. Matthías kvaðst hafa verið fylgjandi sumarþingi um bráðabirgðalögin. Sverrir Hermannsson, iðnaðarráð- herra tók í sama streng. Töldu þeir að þingið hefði getað afgreitt lögin á hálfum mánuði til þremur vikum. Þá hefði málið veriö frá og héngi ekki yfir ríkisst-jórninni, þegar þing kemur saman í haust. 1 samsteypustjórninni þyrfti þó alltaf aö fara bil beggja. Talsverö þykkja var í furtdar- mönnum út af þessu máli og Richard Björgvinsson taldi að Sjálfstæðis- flokkurinn væri í hættu að tapa áróðursstríðinu almennt. Fólk teidi hann nú bara í ríkisstjóm til þess að þjóna SlS. Þetta hefði mátt upplýsa á sumarþinginu. Halldór Jónsson kvað kísilmálmverksmiðjuna stefna.í annað Grundartangaævintýri. Ekkert væri heldur athugaö með staösetningu verk- smiðjunnar frekar, aðeins hlýtt skipun fyrri iðnaðarráöherra um þetta efni. Um sölu ríkisfyrirtækja taldi hann eftirsóknarverðast að kaupa Verölags- stofnunina, ekki myndi skorta eftir- spurn á hækkunarbeiðnum. Eggert Steinsen tók í sama streng með kísil- málmverksmiðjuna og Halldór og sagði að helmingi dýrara væri að byggja málmbræðsluofnana austur á fjörðum en t.d. uppi á Grundartanga. Alls tóku 10 fundarmenn til máls. I svörum ráðherranna kom fram hjá Sverri að endurskoöa mætti staðsetn- ingu kisilmálmverksmiðjunnar. Besta stóriðjukostinn taldi hann þó tvöföldun álversins samfara endurskoöun raf- magnsverðsins og næsta virkjun á eftir Blöndu ætti að vera Búrfell II. Sverrir kvað mjög fast að oröi um riftun kjara- samninganna, enda gamall verka- lýðsleiðtogi og ekki var hann sáttur viö búvöruverðshækkunina. Hann sagði vegabætur vera jafnbestu byggðastefnuna og tvímælalaust ætti að impra á því viö Bandaríkjamenn að hagstæð lán til vegaframkvæmda hér á landi væru vörnum beggja ríkjanna tilgóðs. Matthías sagði í sínum svörum að ekki hefði verið jafnvíötæk samstaða nú um kjördæmabreytinguna og 1959. Varnarmál þjóðarinnar væru nú óum- deild og hefði Alþýðubandalagið mikiö lært í þeim efnum. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hefði einnig lært mikið á síðustu árum, m.a. að meta Sjálfstæðisflokkinn. Stefint væri að því að breyta hinum ósann- gjarna söluskatti í virðisaukaskatt og i útflutningsmálum sagöist Matthías alls ekki sætta sig við óbreytt kerfi sölulauna á útflutningsuppbætur á landbúnaðarafurðum. G.T.K. Matthías A. Mathiesen viðskiptaráðherra: Lán allra húsbyggjenda verða lengd með sérstöku samstarfi á milli banka, sparisjóða og viðskiptaráðuneytisins. KARFAFRYSTING STÖDVUÐ „Þetta er mikið vandamál, sumarið er aðalveiöitíminn á karfa en nú stönd- um við frammi fyrir því að þurfa að stöðva frystingu hans á Rússlands- markað næstu daga.” Það er Ágúst Einarsson hjá Hraðfrystistöðinni í Reykjavík sem hefur orðið og hann heldur áfram. „Við verðum að freista þess að veiða annað en karfann, en það er lítill þorskur svo að útlitiö er allt annaðengott þessa dagana.” Vegna sölutregðu hefur skapast nokkurt vandamál hjá útgerðar- mönnum á karfaveiði. Aðalveiðisvæðið er milli Vestmannaeyja og Akraness, en stærsti markaðurinn hefur verið í Rússlandi. Að sögn Hjalta Einarssonarhjá Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna ákvað stjóm sölumiðstöðvarinnar að stöðva framleiðslu á karfaflökum til ráð- stefnuríkjanna, en unnið væri að því að beina framleiðslunni á aðra markaði. AA Skeiðarársandsmálið: Dómur kveðinn upp á þriðjudag Dómur verður kveðinn upp yfir Grétari Sigurði Ámasyni í sakadómi næstkomandi þriöjudag. Hann er ákærður fyrir aö hafa orðiö Yvette Bahuaud að bana á Skeiðarársandi 16. ágúst síðastliðinn og fyrir aö hafa stór- slasað Marie Luce Bahuaud, systur hennar. Aukamálflutningur fór fram í mál- inu á miövikudagsmorgun og var þá prófessor Olafur Bjamason kallaöur fyrir dóminn. Prófessor Olafur fram- kvæmdi kmfningu á líki Yvette Bahuaud og þótti ástæða til að yfir- heyra hann um dánarorsök. Niður- stöður kmfningar voru þær, að sögn Olafs Bjarnasonar, að haglaskotin ein sér hefðu getað valdið dauða Yvette en samverkandi dánarorsakir væru and- nauö í farangursrými bifreiðar ákærða og lost. ás NOTAÐI ■BILAR VOLVO 244 DL 82 ekinn 20.000, beinsk. Verð kr. 380.000. VOLVO 245 GL '82 ekinn 17.000, sjálfsk. Verð kr. 470.000. VOLVO 244 GL '82 ekinn 22.000, beinsk. Verð kr. 410.000. VOLVO 345 DL '82 ekinn 18.000, beinsk. Verð kr. 265.000. VOLVO 244 GL '81 ekinn 8.000, sjáltsk. Verð kr. 375.000. VOLVO 244 GL '80 ekinn 50.000, sjálfsk. Verð kr. 305.000. VOLVO 244 DL'78 ekinn 78.000, beinsk. Verð kr. 190.000. VOLVO 245 DL '77 ekinn 100.000, beinsk. Verð kr. 175.000. OPIÐ Á LAUGARDÖGUM FRÁKL. lOtil 16.00. VOiVOSAUURINN Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200 NYTT YFIR Arfells-skilrúm — hilluskilrum — skapa- ski/rúm — handriðseiningar úti og inni og húsgögn 1000 MÖGULEIKAR Sýning laugardag kl. 9-4 ATH. Hafið með ykkur mál og þið fáið hönnun á staðnum. Armu/a 20 Simar: 84630 og 84635

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.