Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1983, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1983, Side 14
14 DV. FÖSTUDAGUR24. JUNI1983. Spurningin Ertu hlynntur því að ís- lendingar geti horft á erlendar sjónvarpsrásir um gervihnetti? Kári Elíasson bilasali: Aö sjálfsögöu. Viö eigum ekki aö vera einangraðir frá öðrum þjóöum. Þetta myndi minnka videoglápiö. Annaðhvort eigum viö aö fjölga rásum hér eða fá erlendar send- ingar. Oskar Jóhannesson nemi: Já, þaö væri skemmtilegt aö geta valiö um fleiri rásir. Hólmfríður Gunnlaugsdóttir hús- móöir: Því ekki þaö? Ég vil hafa frjálst val og mér finnst illa farið meö húsmæöur og aðra sem bundnir eru yfir sjúklingum og gamalmennum aö sjónvarpið skuli hafa svona lélegt efni á föstudags- og laugardagskvöldum. Gísll Asmundsson framkvæmdastjóri: Endilega. Mér finnst þaö sjálfsagt. Þetta samstarf við Noröurlöndin er mjögfýsilegt. Þorsteinn Garðarsson afgrelöslumaö- ur: Alveg hiklaust. Þannig væri til dæmis komið til móts viö islenska sjón- varpiö. Efnið í því mætti vera fjöl- breyttara. Sigríður Gústafsdóttir, starfsmaður Landspitalans: Eg tel það sjálfsagt. Þá yrði úrvalið fjölbreyttara. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Helgarvinnubann hafnarverkamanna — spurningar til Verkamannaf élagsins Hlífar Trúnaöarmaöur verkamanna við Hafnarfjarðarböfn leggur tram spurningar vegna helgarvinnubanns Verkamannafélagsins Hlífar sem gfldir í sumar. Ólafur Torfason, trúnaöarmaöur verkamanna við Hafnarf jarðarhöfn, hringdi: Mig langar aö biðja DV að afla svara fyrir mig viö nokkrum spurningum hjá Verkamannafélag- inu Hlíf í Hafnarfiröi. Þannig er mál meö vexti að við verkamenn viö Hafnarfjaröarhöfn óskuðum eftir því viö stjórn Hlífar að ekki yröi sett helgarvinnubann á hafnarvinnu í sumar vegna þess aö það hefur einungis valdiö sundrungu milli fastráðinna og sumarvinnu- manna hér undanfarin ár. Einnig teljum viö ákvæöi kjarasamninga skýr hvaö þaö varðar aö menn eru ekki skyldugir að mæta um helgar, ef þeir óska eftir aö eiga frí. Engu aö síður var sett á okkur bann um helg- ar. Spumingum um þaö hvers vegna þaö var gert hefur ekki verið svaraö þrátt fyrir ítrekaöar tilraunir og ekki veriö reynt aö finna neina lausn sem menn geta sætt sig við. Spurningarnar sem okkur langar aö biöja DV aö leita svara viö eru þessar: 1. Hvers vegna var ekki tekið tillit til vilja hafnarverkamanna þegar ákveðiö var aö setja bann á helgarvinnu? Aö aðalfundur hafi sett bannið er ekki fullnægjandi svaraö okkar mati. 2. Er um að ræða þrýsting frá öðrum félögum á Faxaflóasvæðinu? Það er óverjandi annaö en hafa fullt samráö við okkur ef látið er undan slíkum þrýstingi. Eöa eru ein- hverjir innan Hlífar sem þrýsta á umaöþettasé gert? 3. Hvers vegna þurfa menn aö leita aðstoöar DV til aö fá svör varö- andi ákvarðanir stjórnar verka- mannafélagsins? Ef ekki fást svör viö þessum spurningum veröur aö líta svo á að um kúgun og kiikuskap sé aö ræöa. HaUgrímur Pétursson, formaöur Verkamannafélagsins Hlífar, svar- ar: 1. Fyrstu spumingunni svara ég því til aö á mörgum undanfömum árum hefur aöaifundur alltaf tekið fyrir helgarvinnubann á sumrin. Aðalfundurinn er alltaf haldinn á vorin og nú í vor var tillaga um þetta atriði samþykkt samhljóöa. 2. Annarri spumingunni svara ég alfariö neitandi. Viö í Verka- mannafélaginu Hlíf tökum okkar ákvaröanir sjálfir. Hugmyndin um helgarvinnubann er auk þess ekki uppfundin á skrifstofu Hlífar heldur upphaflega komin frá félögunum. Máliö hefur verið rætt á hverju ári á aðalfundi og sam- þykkt mótatkvæðalaust. 3. Varðandi þriöju spuminguna er því til að svara að Olafur og hans félagar heföu frekar átt aö mæta á aðalfund félagsins, þar sem til- laga um máliö lá fyrir, og berjast fyrír sinum málstað. Auk þess skal honum bent á aö í lögum fé- lagsins eru ákvæöi um aö 33 fél- agar geta óskaö eftir f undi um til- tekið mál. Ef slík ósk kæmi fram yröi aö sjálfsögöu rætt ummálið. LÁTIÐ EKKI TEYMA YKKUR í VERKFÖLL Stefán Jónsson skrifar: Aldrei fór það svo, að síamstvíbur- amir Asmundur Stefánsson og Krist- ján Tiorlacius rumskuöu ekki, þegar ný ríkisstjóm komst til valda. Þessir blessaöir ópólitísku sakleysingjar, sem aldrei hafa haft áhuga á neinu öðru en velferð þjóðarinnar, og þá einkum þeirra verst stæðu, hafa nú hrist úr höfðum sér þau 14 svefnþom, sem fyrrverandi ríkisstjóm stakk þeim, einu fyrir hverja kjaraskerö- ingu, á kjörtímabilinu. Má segja aö batnandi mönnum sé best að lifa, en hálfgert óbragð finnst mér aö viö- brögðum þeirra núna, heföi verið nær, aö þeir sýndu eitthvert lífsmark meðan alræði öreiganna í mynd Svav- ars, Ragnars og Hjörleifs, herti á sult- aróium þjóðarinnar meö sífellt hækk-. andi sköttum og sírýmandi kaup- mætti, en datt ekki í hug að gera neitt til þess að draga úr þeirri óöaverð- bólgu, sem geisaði meöan þeir vermdu stólana. Ekki má heldur gleyma garminum honum Katli, þaö er að segja jakanum honum Guðmundi J., sem svaf einna fastast í flatsænginni, enda var vel aö honum búið viö Austurvöllinn, og engin hætta á að sultarverkir héldu vöku fyr- ir honum. Nú er hann vaknaður, búinn að nudda stirur úr augum, og fá sér vel í nefið, og því tilbúinn til stórræða. Akallar hann nú elskumar sínar og biöur þær lengst allra oröa aö láta nú ekki auðvaldið og arðræningjana kom- ast upp með þaö gerræði, sem nú blasi viö. Ja svei, ekki eru nú heilindin upp á marga fiska, og ættu allir hugsandi „Aldrei fór það svo að síamstvíburarair Ásmundur Stefánsson og Kristján Thorlacius vöknuðu ekki úr dvalanum þegar ný ríkisstjórn komst tfl valda,” segir Stefán Jónsson. menn að geta séð í gegnum þann blekk- ingavef, sem hér er breiddur fyrir al- menning, því aö ef ástandið er jafn- dökkt, og þessir herrar vilja vera láta, hverjum er þaö þá að kenna? Er ekki orsakanna að leita hjá þeirri stjóm, sem nú hefur látið af störfum og fékk fullkominn vinnufrið, en nýtti ekki tækifærin til annars en aö skara eld aö sinni eigin köku, en skeytti þeim mun minna um hag almennings í landinu. Sé þaö aftur á móti álit Ásmundar og co, aö ekki hafi veriö þörf á aögeröum í tíð fyrri stjómar, þá hlýtur almenn- ingur aö vera vel í stakk búinn til aö veita núverandi stjóm umbeðinn frið í nokkra mánuði. Því skora ég á alla launþega aö láta ekki svefngenglana teyma sig út í þaö fen verkfalla og launádeilna, sem vafasamt er aö þeir kæmust upp úr aft- ur, því að þegar færi að slettast á fætur fyrirliðanna, er hætt við aö þeir notuöu sér höfuö þeirra, sem fastir sætu í for- inni, sem stiklur til bjargar eigin skinni, því aö sá hefur venjulega verið háttur þeirra sjálfskipuöu leiðtoga, sem notfæra sér trúgirni og talhlýðni nytsamra sakleysingja, sjálfum sér til framdráttar. Vallarmálin notuð til að klekkja á andstæðingunum Vallargestur skrifar: Mig langar að vekja athygli á fram- komu ákveðinna liða í fyrstu deildar keppninni í knattspymu. Máliö er það hvemig þau nota vallarmálin til þess aö klekkja á andstæðingunum. Þaö er viðurkennd staöreynd aö getumunur knattspymuliða snarminnkar er á möl kemur og svo hafa allir heyrt talað um grasliö og malarliö. Þannig hafa þessi lið sem sjá sér hag í því sett leiki sína fyrirvaralaust á möl. Þetta hefur skeö á Akureyri, Keflavík og jafnvel fleiri stööum. Þessir menn segja að gras- vellimir séu ekki í leikhæfu ástandi og þess vegna veröi aö spila á möl og svo les maður og heyrir og sér aö sömu helgi nokkrum klukkustundum síðar eru að fara fram leikir í annarri deild á sömu stööum. Lýsingar á þeim völlum eru aö þeir séu fagurgrænir og frábær- ir, samanber Njarðvík, og KA hefur spilaö á nýjum velli. En aðalleikvang- ur Akureyringa er sagður fagurgrænn og góöur. Það þarf að setja reglur um þessa hluti, liö æfa meö gras í huga og lið hafa lent í vandræðum á Akureyri þar sem þeim var tilkynnt að spila ætti á grasi en því svo breytt skyndilega og sátu þau þá uppi án útbúnaöar til þess að spila á möl, sbr. IBV. Þetta er óíþróttamannsleg fram- koma og þessum liðum til vansæmdar. Þetta er ábending til KSI um að setja á reglur um þessa hluti. Vallargestur telur að sum félög klekki á andstæðingum sinum með því að láta spila á möl þegar henta þykir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.