Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1983, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1983, Side 14
14 ÖVi liíaSíít)AGOR 3.0KT0BER 1983. Hamraborgin — aðalverslunargata Kópavogsbúa. Orrustan Hamraborgina Undirritaður tók fyrst þátt í bar- dögum 29. maí 1981 á fundi Ferli- nefndar. Síðan hefur orrustsm um Hamraborgina staðið með hléum. 1 dag hafa vamir Hamraborgarinnar ekki bilaö. Enn i dag er miðbær Kópavogs lokaður hreyfihömluðu fólki. Enn í dag standa gangstéttim- ar ósigrandi í Hamraborg 1 til 11. Enn gapa háir þröskuldar viö fólki beggja vegna götunnar. Enn vantar handrið og lyftur upp á efri hæðir. Enn vantarmerkt bílastæði. Einhver sagöi i hita bardagans: Til hvers ættum við að opna Hamra- borgina fyrir fötluðum? Hér sést aldrei fatlaður maður. Þetta þótti okkur jafnfyndið og sú staðreynd að menn rekast sjaldan á ósynt fólk í djúpu lauganni. Hrafn Sæmundsson • „Einhver sagði í hita bardagans: Til hvers ættum við að opna Hamraborgina fyrir f ötluðum? Hér sést aldrei fatlaður maður. Þetta þótti okkur jafnfyndið og sú staðreynd að menn rekast sjaldan á ósynt fólk í djúpu laug- mm/ Verkfræðingur í hjólastól Skylt er að taka fram og reyndar ljúft að f rá opinberri hálfu er miðbær Kópavogs til mikillar fyrirmyndar. Allar opinberar byggingar eru að- gengilegar hreyfihömluöu fólki. Á bæjarskrifstofunum er vönduð hjóla- stólalyfta upp á fjórðu hæð. Úti fyrir er skábraut. Bókasafn Kópavogs er allt hannað fyrir hreyfihamlaða og heilsugæslustöðin. Einnig pósthúsið og félagsmálastofnun. I Ferlinefnd kom fram tiiiaga um að ófatlaöur maöur settist í hjólastól og gerði vettvangskönnun. Þetta var framkvæmt með aðstoð ljósmynd- ara. Verkfræðingurinn sem settist í stólinn komst allra sinna ferða hjálp- arlaust gegnum hinn opinbera mið- bæ. Hann komst hins vegar ekki inn í neina verslun eða aðrar stofnanir. Og sem betur fer var verkfræðing- urinn ekki nemandi í Tónlistarskóla Kópavogs. Leiklistin í styrjöldina 1 orrustunni hafa verið notuð hefð- bundin vopn. Texti í bréfformi og texti í blöðum. Og við höfum tekið myndavélina í þjónustu. Nú ætlum við að stinga upp á leiklistinni og gera tilraun til að senda hana í stríöið. Eigendum og rekstraraðilum í Hamraborginni er hér með boðið að setja á svið smáleikrit. Þessir aðilar allir eiga koma niður í Hátún 12 og þar fær hver einstaklingur gervi. Sumir veröa bundnir í hjólastól. Aðrir fá staurfót. Síðan mun Ferða- þjónusta fatlaðra keyra þá alla suður í Hamraborgina og sleppa þeim á víðavangi. Sjónvarpið mun þá vera mætt á staðinn og fylgjast með því þegar eigendur fyrirtækja fara til vinnu sinnar. Ahorfendum verður að sjálfsögðu boðið á þessa sýningu. Fimm ára áætlun Ég efast raunar um að þessu tilboði verði tekiö. Þess vegna er enn gerö tilraun til að ná samningum. Semja um vopnahlé og ganga í það verk aö opna miöbæinn. Stungið er upp á fimm ára áætlun. Stungið er upp á aö hlutlausir aöilar geri fag- lega heildarúttekt á Hamraborginni. Aö virt verkfræðistofa semji þessa áætlun. Allir eignaraðilar í Hamra- borginni komi saman og kjósi sam- eiginiega framkvæmdanefnd sem siðan sjái um framkvæmd verksins, útboðslýsingar og önnur fram- kvæmdaatriöi. stungið er upp á að hver þáttur verði framkvæmdur út af fýrir sig sem hluti af heildar- verkefninu. Þröskuldar verði lækk- aðir eða fjarlægðir. Handrið verði sett upp á efri hæðir. Lyftur verði settar upp þar sem þær eru ekki fyrir. Skái settur í gangstéttir þar sem ófært er núna. Þetta er mikiö verk og verður ekki unniö nema i áföngum undir virkri, sameiginlegri framkvæmdastjóm. Prófun á grundvallarþætti Er nauðsynlegt að gera veður út af þessum hlutum? Skiptir það máli hvort fámennur hópur hreyfihaml- aðra Kópavogsbúa getur notað þjón- ustu í miðbænum? Skiptir það máli hvort hreyfihamlað fólk vinnur I þeim fyrirtækjum sem þarna eru staðsett? Borgar það sig að leggja í mikinn kostnað fyrir þennan fá- menna minnihlutahóp bæjarbúa? Svarið viö þessum spumingum er ekki einfalt. Það kann að vera að tannlæknar, lögfræðingar og verslunareigendur verði lengi aö hafa upp í kostnaðinn við breytingar á aðgengi aö starfsemi sinni. Ég ef- ast um að það séu fjárhagsleg rök fyrir þessum kostnaði. Hins vegar má segja að það sé varla sæmandi aö loka miöbænum fyrir föUuöum. Það samrýmist ekki lýðræðis- og jafn- réttissjónarmiöum tímans. Að opna miðbæ Kópavogs fyrir fötluðu fólki er viss prófraun á þessa grundvall- arþætti. Hrafn Sæmundsson, atvinnumálaf ulltrúi í Kópavogi. Neytendur Neytendur Annar keimur, annað bragð JAMES M. CAIN: Pósturinn hringir alltaf tvisvar. Maja Baldvins þýddi. Reykjavík, Almenna bókafólagið, 1983. únnur útgáfa (1. útgáfa 1944). 151 bls. JAMES M. CAIN: The postman always rings twice. London, Pan Books, 1982. (1. útgáfa 1934). 124 bls. Er til sölu hjá Bókaverslun Snœbjarnar. Eins og James M. Cain skildi við hana er bókin ,,The postman always rings twice” hörkugóð. Það er í henni þessi hrái kraftur sem bandarískir karlar í krapinu munu geta stært sig af. Bandarískir karl- rithöfundar hafa löngum lagt sig eftir því að lýsa þessum krafti og á þann hátt sem helst á við; af krafti. Og vart leikur á því nokkur vafi að uppsprettan, bandarískt þjóðlíf, eöa í það minnsta ákveönir hlutar þess, er af sama toga: harka, átök. James M. Cain er eða var einn af þessum rithöfundum karlmennsk- unnar og harðneskjunnar. Hann fæddist einhvers staöar í Bandaríkj- unum árið 1892 og gaf út sína fyrstu bók áriö 1934. Sú bók var „The post- man always rings twice” og naut þá þegar mikillar hylli, seldist vel og selst enn. Lesin á ensku er sagan skemmtileg og spennandi, athyglin og eftirvæntingin haldast í hendur. Stíll Cains er hvass og hnyttinn, án þess að vera snubbóttur eða hastur. Stuttar og oft fallegar setningar. sjaldan langar greinar eða flóknar. Allt er skýrt og blátt áfram, það er ekkert verið að flækja málin. Og harkan, aftur, er alls staðar, þessi harka sem á stundum jaðrar við að vera ruddaskapur eða villimennska, en er engu að síður aölaðandi og notaleg, ekki miskunnarlaus. Prýðisbók sem gaman er að lesa. Þýðingin er verri, synd er það, og missir að mestu leyti marks. Kannski skiptir það ekki máli, en samt: sagan er ekki lengur glæpa- saga eða hryllingur, heldur heimil- isróman eða heimasætulesning. Það er úr henni allur kraftur og hún er næstum því leiðinleg, allavega lang- dregin og vesældarleg. Eitt er, að nokkrum setningum er sleppt, til að mynda tvívegis stuttri lýsingu á brjóstum Coru, og svo vísu fremst í sjöunda kafla. Það er ef til vill ekki svo mikið mál þótt spilli. Annað er óþolandi aö lesa, svo sem „eg” en ekki „ég” og „gjöra” en ekki „gera”; þaö fyrirgefst þar eð þýð- ingin er frá 1944; þetta er endurút- gáfa, sem þó kannski hefði mátt breyta? Illþolandi eru þéranir sem koma víða fyrir í þýðingunni, en sér Jack Nicholson og Jessica Lange i hlutverkum Franks og Coru i kvikmynd- inni Pósturinn hringir alltaf tvisvar sem Bob Rafelsson leikstýrði árið 1981. Oþarfi er að rekja þráð þessarar kunnu glæpasögu því aö hver hefur ekki séð myndina með Jack Nichol- son og Jessicu Lange eða hina myndina, sem hefur verið gerð eftir bókinni eða þá lesið bókina sjálfa? Hún hefst þannig að Frank Chamb- ers, 24 ára flækingur, rekst inn í söluskála í Kalifomíu, skammt frá Los Angeles, og ræður sig til vinnu. Þar búa Grikkinn Nick Papadakis og kona hans, Cora, bandarísk. En svo segi ég heldur ekki meira. Engar endalausar pælingar Persónur sögunnar eru þægilega einfaldar, en samt athyglisveröar og hafa góða nærveru. Þær tala og gera án þess að hugsa mikið út í.af hverju og til hvers, almennilegt fólk. Eins og Frank skrifar undir lokin: „Maður veit hvað maður er aö gera og gerir það.” Engin undir- meðvitund segir hann, engar enda- lausar allslausar pælingar: þú ert það sem þú ert og ekkert annað. ERLENDAR BÆKUR MárJónsson engir merki í ensku Cains. Enn má nefna ekki fáar þýðingarvillur, orð og orð hafa verið misskilin í fljót- fæmi eða af kunnáttuleysi, eða þá aö enskunni hefur verið fylgt svo bók- ■staflega að úr verður kauðalegt klúöur á íslenskunni. Engu að síöur eru víöa þokkaleg tilþrif. Loks er, og verstur, þessi aragrúi af kommum alls staðar, hrikalegt á stundum. Kannski var það gert til að ná betur andstuttri skrift Cains, en líklega stafar það frekar af smekkleysi. Hvað sem því líður, þetta er önnur bók. Þýðingin er ekki James M. Cain, hún nær honum ekki, hún veitir hann ekki; í henni er allt annar blær, af henni er annar keimur, annað bragð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.