Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1983, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1983, Síða 23
DV. MANUDAGUR 3. OKTOBER1983. 23 íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Létt hjá Valsmönnum J6n Pétur Jónsson, gamll refuriun i Valsliðinu, skoraði 7 mörk á Akur- eyri. Frá Antoni Benjaminssyni — frétta- manni DV á Akureyri: — Það er greinilegt að harður vetur er framundan hjá KA-liðinu í 1. deildar keppninni i handknattleik. Valsmenn komu hingað i heimsókn á föstudaginn — þar sem þeir unnu sigur, 23:18, yfir KA á Akureyri og héldu aftur til Reykjavikur með tvö stig í pokahominu eftir að hafa unnið léttan sigur yfir KA, 23—18. Magnús Gauti Gautason, mark- vörður KA, kom í veg fyrir að sigur Valsmanna yrði stærri — hann varði mjög vel í leiknum og var besti maður valiarins ásamt Einari Þorvarðarsyni, markverði Valsmanna, sem varði einnig mjög vel. KA-menn byrjuðu vel og skoraöi Jó- hann Einarsson fyrsta mark leiksins. Þeir héldu síðan yfirhöndinni þar til um miöjan fyrri hálfleikinn að Jón Pét- ur Jónsson jafnaði og eftir þaö náöu Valsmenn góðum tökum á leiknum — komust yfir 14—9 fyrir leikhlé og þeir héldu því forskoti út leikinn. Jón Pétur Jónsson var mjög sterkur hjá Val — sérstaklega í fyrri hálfleik þegar hann hélt Valsliðinu á floti með góðum mörkum. Steindór Gunnarsson lék einnig vel — mjög ógnandi á lín- unni. Útlendingar á skotskónum —Juventus komið á toppinn Juventus skaust upp á toppinn á Italiu þegar félagið lagði Lazio að velli, 1—8, á útivelli. Það var Frakkinn Michel Platinl sem skoraði mark Juventus, eftir sendingu frá Boniek. Leikmenn Lazio fengu gullin tskifsri til að skora — þeir Bruno Giordano og danski táningurinn Michael Laudrup fóru illa með fsri sín. Brasilíumaðurinn Zico heldur uppteknum hætti — hann skoraði sitt sjötta mark þegar Udinese gerði jafn- tefli, 1—1, við Verona. Liam Brady skoraði fyrir Sampdoria gegn Fiorentina, en það dugði ekki til sigurs því aö gestimir svöruöu með tveimur mörkum. Roma tapaði 1—2 gegn Torínó. Brasilíumaöurinn Cerezo skoraöi fyrir Roma, en Argentínumaðurinn Patricio Létthjá Jóhanni Inga Jóhann Ingi Gunnarsson og lið hans Kiel í v-þýska handboltanum áttu ekld i neinum erfiðleikum í fyrstu umferð Evrópukeppninnar. Kiel dróst á móti skoska liðinu East Kilbride og vann heimaleikinn 43—8 eftir að hafa leitt 22—1 i hálfleik. ' -AA Hernandez skoraði tvö mörk fyrir Torínó. Þess má geta að Roberto Pruzzo náði ekki að skora úr vítaspyrnu fyrir Roma. Juventus er með sjö stig eftir fjóra leiki en Roma, Fiorentina og Torinó eru með sex stig og síðan koma Udinese og Verona með fimm stig. SOs Frábærir dómarar — David Turner staddur hérálandi Dómgæsla þeirra Gunnars Braga Guðmundssonar og Davids Tumer á úrslitaleik Reykjavikurmótsins vakti athygli margra fyrir þær sakir hversu góð hún var. David Tumer, dnn snjaliasti dómari heims, hefur dvalið hér undanfarna daga og leiðbeint dómurum okkar samfara því að hafa dæmt leiki í Reykjavíkurmótinu. Er vonandi að dómarar hafi lært eitthvað af kappan- um og ekki var annaö að sjá í leik Vals og IR en að Gunnar væri þegar búinn að læra heil ósköp. Dómgæsla hans var hreint útsagtfrábær. -SK. And rés fór á kostum — skoraði átta mörk fyrir GUIF og er markahæstur í Svíþjóð Frá Gunnlaugi A. Jónssyni — frétta- manni DV í Svíþjóð: — tslendingurlnn Andrés Kristjánsson var heldur betur í sviðs- ljósinu, þegar „Ailsvenskan” í hand- knattleik hófst nú fyrir helgina. Andres átti stóran þátt í því að GUIF, sem hef- ur orðið fyrir mikilii blóðtöku, vann óvæntan stórsigur, 27—17, yfir Visby/Gute. — „Andres sýndi snilldarleik og bar af í liöi GUIF. Ahorfendur klöppuðu Islendingnum hvað eftir annað lof í lófa fyrir glæsileg gegnumbrot hans og átta stórglæsileg mörk,” sagði sænska blaðiö Sud-svenska um Andrés sem er nú markahæstur í Svíþjóð með átta mörk. Þess má geta að , JBobban” Anderson gat ekki leikið með GUIF vegna meiðsla. * Kroppskultur vann óvæntan sigur, 26—23, yfir Heim og nýliðar Redbergslid lögðu Ystad að velli, 25— 22. -GAJ/SOS íþróttir íþróttir Jóhann Einarsson og Erlingur Krist- jánsson voru frískastir hjá KA-mönn- um, ásamt Magnúsi Gauta sem lék sinn 300 leik með KA-liðinu. Mörkin í leiknum skoruöu þessir leik- menn: KA: Jóhann Einarsson 4/1, Erl- ingur Kristjánsson 4/3, Jón Kristjáns- son 2/1, Magnús Birgisson 2, Þorleifur Ananiasson 2, Sigurður Sigurösson 2, Jóhann Bjömsson 1 og Logi Einarsson 1. Valur: Jón Pétur 7, Jakob Sigurðs- son 4, Steindór Gunnarsson 4, Bjöm Bjömsson 2, Stefán Halldórsson 2, 2 og Brynjar Valdimar Grímsson Harðarson 2/2. Ævar Sigurðsson og Grétar Valdi- marsson dæmdu leikinn sem var auö- dæmdur. Þeir skiluðu hlutverki sínu vel. -AB/-SOS. Flutninga- bílstjórar - vörubíla- eigendur. Útvegum með mjög stuttum fyrir- vara frysti- og kœlitœki fyrir flutningabila. 2 stœrðir, POLAR 1200 og POLAR 2000. Auðveld isetning. Mjög gott verð. Vinsamlegast hringið og fáið nánari upplýsingar. FRYSTI- OG KÆLIVÉLAR. Ertu að hugsa um að koma þór upp frysti- eða kæliklefa? Leitaðu þá eftir tilboði frá okkur um tækjabúnað, það getur borgað sig. Við erum með umboð fyrir hið heimsþekkta bandariska frystitækjafyrirtæki, YORK. Sendum þór tilboð ón nokkurra skuldbindinga af þinni hálfu. Frysti- og kæligámar hf. SKÚLAGÖTU 63 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 25880

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.