Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1983, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1983, Side 25
DV. MÁNUDAGUR 3. OKTOBER1983. Kþróttir íþróttir Iþróttir íþróttir óttir Iþróttir Iþróttir íþrótt Iþróttir Gunnar með þriggja mánaða samning Elns og viö skýrðum frá í síðustu viku hefur Gunnar Gíslason gert samning við v-þýska, 2. deildarliðið Osnabríick. Er hér um þriggja mánaða samnlng að ræða og ætlar Gunnar að fara sér hægt og kynnast öllum aðstæðum áður en lengra cr haldið. Sinn fyrsta leik gætl Gunnar leikið á föstudaginn kemur og þá gegn Brauns- chweig í bikarkeppuinni. Það sem á stend- ur er skeyti frá KSÍ og ef það berst á rétt- um tíma verður Gunnar í liði Osnabriick. -AA Þjalfari Stuttgart var að hefna sín — meðþvíaðsetja Corneliusson út íkuldann Frá Gunnlaugi A. Jónssyni — fréttamanni , DV íSvíþjóð: — Sænska blaðið Expressen sagði frá því í gær að þjálfari Stuttgart, Helmut Benthaus, hefði sett sænska landsliðs- manninn Dan Corneiiusson út úr liði StuU- gart fyrir leik liðsins gegn Köln á iaugar- daginn. Blaðið sagði að þjálfarinn hefði gert þetta vegna þess að hann hefði verið óhress með aö sænska knattspyrnusam- bandið hefði náð að setja pressu á Stutt- gart, sem þarf að láta Comeliusson lausan í landsleik Svia og ftala. Expressen segir að það sé furðulegt að einn af markhæstu leikmönnum V-Þýska- lands sé ekki látinn ieika. -GAJ/-SOS. Reykjavíkurmótinu íkörfu lokið: Valsmenn meistarar Valsmönnum tókst að næla sér í Reykja- víkurmeistaratitilinn í körfuknattleik í gær er þeir sigruðu ÍR-inga með 75 stigum gegn 69. Staðan í leikhléi var 37—35 Val í vil. í þessum úrslitaleik mótsins brá oft fyrir góðum körfuknattleik hjá báðum liðum en hittni Valsmanna var betri þegar á leikinn leið og það gerði gæfumuninn. A undan léku KR-ingar gegn liði Fram og sigruðu KR-ingar verðskuldað með 88 stigumgegn68. Tveir leikir voru háðir á laugardag. Val- ur burstaði IS, 86—69, og mikilli mara- þonsviðureign IR og KR lauk með eins stigs sigri KR 92—91. Þurfti að framlengja leikinn þrívegis til að knýja fram úrslit. Er slíkt einsdæmi í landi þessu. -SK. f leiktíma þegar Steinar Birgisson uu sem mistókst. Það kom alltof oft ot án þess að hafa leikið vörn and- DV-ljósmynd EJ. Langskyttan Lars C. Haneborg skor- aði sjö mörk fyrir Kolbotn og þjálfar- inn Gunnar Helgevold fjögur. -sos „Spiluð- um ekki eins og lið” — sagðiGuðmundur Guðmundsson, fyrirliði Víkings „Á meðan við spilum eins og 7 ein- staklingar þá er ósköp eðlllegt að við komumst ekki áfram. Við spiluðum hreinlega ekki eins og lið. Þeir eru seigir en engu að síður áttum við að komast áfram. Það ber þó að geta þess að við erum með nýtt lið. Höfum ekki þessa einstaklinga sem báru uppi leik liðsins síðasta ár og það tekur alltaf tima fyrir menn að venjast nýjum að- stæðum,” sagði Guðmundur Guð- mundsson, fyrirliði Víkings, eftir Evrópuleikinn í gær. Það var ósköp dauft yfir mönnum í herbúðum Víkinga eftir leikinn sem er náttúrlega eðlilegt, en verst þótti mönnum að tapa fyrir liði frá C-þjóð eins og einn komst að orði. -AA. tur Harðarson i kröppum dansi. Hörður DV-ljósmynd EJ. Óagaður leikur Víkings varð þeim að falli Fyrsti stórleikur ársins á hand- knattleikssviðinu varð því miður ekki að neinum stórleik fyrir hand- knattleiksíþróttina. íslandsmeist- arar Vikings urðu að lúta í lægra haldi gegn norska liðinu Kolbotni og verður það að teljast áfall fyrir islenskan handknattleik. Norð- menn hafa verið i miklum öldudal í handknattleik undanfarin ár á meðan við íslendingar höfum verið að spreyta okkur á efri vígstöðv- um. Hvort tap Víkinga í gærkvöld er breyting á hlutum mála skal ósagt látið en ekki verður komist hjá því að segja að Norðmennirnir verðskulda áframhaldandi veru sina í Evrópukeppni meistaraliða. Á meðan einstaklingsframtakið var yfirráðandi í leik Vikings réði liðshcildm rikjum hjá Kolbotni og þegar upp var staðið fögnuðu þeir sigri og sjaldan hefur sést jafnvel leikandi norskt félagslið hér á landi. Víkingur fór út i þennan leik með tveggja marka minus og það er ekki mikill munur þegar um Evrópukeppni er að ræða. Hlutur áhorfenda var góður og hjörtu þeirra rúmlega 1800 áhorfenda er lögðu leið sina í Laugardalinn slógu öll með liði Víkings. En það er aug- ljóst að Vikingsliðið i dag og Vik- ingsliðið undanfarin ár er ekki það sama. Þeir reyndu kappar Páll. Björgvinsson, Árni Indriðason, Þorbergur Aðalsteinsson og Ólafur Jónsson skilja eftir sig stór skörð sem eðli málsins vegna er erfitt að fylla. Þegar mest á reyndi í ieikn- um í gærkvöld urðu Víkingum á mikil mistök þar sem fljótfærni og hugsunarleysi varð dýrkeypt. Og sjálfsagt hefði liðið aldrei átt möguleika ef ekki hefði komið til góður leikur Harðar Harðarsonar í seinni hluta seinni hálfleiks svo og það að Kristján Sigmundsson stappaði í sig stálinu og varði sem sannur markvörður síðasta korterið. Að öðru leyti var allur sóknarleikur Víkings óagaður og það kom fram í þessum leik að liðið á nokkuð í land með að ná saman sem heild þó að flestir einstakling- ar þess hafi verið í liðinu síðustu 3—4ár. Hlutskipti Rudolfs Havlik, hins tékkneska þjálfara Víkings, er ekki öfundsvert. Hann tekur við marg- földum íslandsmeisturum með til þess að gera nýtt lið þar sem búist er við mlklu eins og alltaf er hjá liði sem náð hefur toppárangri. En Víkingar þurfa ekki að skammast sín, liðið hefur yfir góðum leik- mönnum að búa og verður án efa sterkt í vetur eins og endranær. AA. „Reynsluleysið gerði gæfumuninn” — sagði Rudolf Havlik, þjálfari Víkings „Það er leiðinlegt að Víkingur náði ekki að komast áfram að þessu sinni. Ég myndi segja að það væri fyrst og fremst reynslu- leysi að kenna. Möguleikarnir voru fyrir hendi en þegar mest á reyndi var rétt hugarfar ekki til staðar. Staðreyndin er sú að Víkingur hefur misst máttarstólpa, leikmenn sem hafa borið uppi leik liðsins og það tekur alltaf tíma að byggja upp sterkt lið. Efniviðurinn er fyrir hendi og með þol- inmæði og réttu hugarfari verður Vík- ingur áfram í fremstu röð íslenskra fé- lagsliða,” sagði Rudolf HavUk, þjálf- ariVíkings. -AA. Rudolf Havllk, þjálfari Víkings.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.