Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1983, Blaðsíða 4
DV. MANUDAGUR10. OKTOBER1983. Fjöldl manns settist niður með veitingar sem nemendur, kennarar og foreldrar báru fram í sameiningu. DV-myndir: Bjarnleifnr. „Við erum ekki klsddir svona venjulega í Fellaskóla, ef þú heldur það manni minn, bara á hausthátíðinni,” g«tu þessir f öngulegu strákar hafa sagt við ljósmyndarann. HÚLLUMHÆ í FELLASKÓLA og skrautlegar „múnderingar” settu svip á gönguna og einnig ormurinn langi, sem nemendur höföu búiö til. Á skólalóöinni var dúndrandi músík, þar sem spilaöi hljómsveitin Centaur. Tombóla var í gangi og boltaspil. E>egar inn var komið gátu gestir valiö um kvikmyndasýningu, diskótek í Fellahelli eöa kaffisopa og vöfflur með rjóma. Foreldrar tóku þátt í vöfflu- bakstri meö nemendum og kennurum. Hvert sem litið var, í öllum homum, var fjöldi fólks þegar viö litum inn í Fellaskólann á laugardaginn. Þarna voru afar og ömmur, pabbar og mömmur og krakkar, ja, líklega frá eins árs aldri og upp úr. Sem sagt, fólk á öllum aldri og virtust allir hafa mikla ánægju af þessu samstarfi. -ÞG. mm il n m m 11 IV tt K ISS w Jk* * ■ I fyrradag fór fram hausthátíö í Fellaskóla í Breiöholtinu. Mikill undir- búningur var fyrir þessa hátíð hjá nemendum og kennurum skólans og einnig foreldrum. Krakkarnir fengu gömul föt aö heiman, teiknaö var og málaö í skólanum en hver ár.gangur fékk ákveönum lit „úthlutaö”, sex ára krakkarnir voru allir í rauða litnum, til dæmis. A föstudag var kennsla felld niöur í skóianum aö sögn Arnfinns Jónssonar skólastjóra og allir föndr- uöu. Eldri nemendur gengu á milli bekkjadeilda og hjálpuðu þeim yngri. Húllumhæiö hófst meö fjölmennri skrúögöngu þar sem afrakstur for- vinnunnar í skólanum kom í ljós. Nokkrir þátttakendur úr leikhópnum Svart og sykurlaust tóku þátt í göng- unni með nemendunum. Fánar, hattar Jólaóratoría Schiitz: Fyrst flutt á Akureyri Vegna frétta um verkefni Pólýfón- kórsins á nýju starfsári, þar sem sagt er að Jólaóratoría Heinrich Schútz veröi frumflutt í vetur, hefur Passíukórinn á Akureyri sent frá sér eftirfarandi: „Fimmtudaginn 15. desember 1977 var Jólaóratoría Heinrich Schútz frumflutt í Akureyr- arkirkju. Flytjendur voru auk Passíukórsins á Akureyri, hljóm- sveit Tónlistarskólans, ásamt kenn- urum, og einsöngvararnir Lilja Hall- grímsdóttir, Jón Hlöðver Áskelsson og Sigurður Demetz, stjómandi var RoarKvam.” JBH/Akureyri. Svo mælir Svarthöfði ? Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Sjónvarpsferðalög til Sameinuðu þjóðanna í New York Þegar maöur kemur til Banda- ríkjanna heyrist fljótt á almenningi þar í landi, að hann veit ekki alltof mikið um Sameinuöu þjóöirnar. Samt hefur þessi málfundasalur þjóðanna staðið lengi á bakka Austurár í New York og fréttir hafa veriö töluverðar af margvíslegu starfi stofnana Sameinuðu þjóðanna frá byrjun. En Amerikumenn virðast hafa gleymt Sameinuöu þjóðunum og láta sig litlu skipta hvað þar fer fram. Nú nýverið gerðist það aö utanrikisráöherra Sovétríkjanna taldi sér ekki fært að sækja þing Sameinuðu þjóðanna vegna þess aö honum var gert aö lenda á herflug- velli ef hann kæmi. Ráðherrann fyrtist við, enda mun honum hafa þótt ótryggur lendingarstaðurinn eftir reynsluna af atvikinu yfir Japanshafi, þar sem í ljós kom að hinir miklu stríðsjálkar friðarins í austurvegi sáu ekki annað ráö vænna en drepa hátt á þriöja hundrað manns í örygglsskynl. Sameinuðu þjóðimar eru stofnun sem sprettur upp úr heimsstyrjöld. Hlutverk hennar er byggt á draumi manna i orrustum um eilífan frið. Þjóðabandalagið var lika sett á stofn til að tryggja eilifan frið. Hljótt hefur veriö um þá stofnun síöan i byrjun september 1939. En vegna þess að stjórnmálamönnum i dag finnst nauðsynlegt að halda uppi samtölum sín í milli hafa Sameinuöu þjóðimar lifað lengur en völd þeiria og áhrif segja til um. Þær hafa lifað sjálfar sig, ef svo má að orði komast. Sam- tökin halda áfram, neitunarvaldi er beitt í öryggisráðinu, en enginn hlustar lengur á slíkar æfingar nema fréttastofur i einstöku sveitamanna- ríkjum. t Ameríku er aldrei minnst á störf og niðurstöður S.Þ. og deilda þeirra í fréttum, enda er litið svo á þar í landi að drýgra sé til lesturs að fletta simaskránum. Hér á landi hafa menn verið að reyna að halda uppi einhverri alvöra í kringum störf Sameinuðu þjóðanna, löngu eftir að þær eru orðnar að dauðri stofnun. Héðan fer fjöldi þingmanna og gæðinga ár hvert til að horfa á sjónvarp í New York og éta grænmeti í „deli”-búð- um undlr því yfirskini að þeir sitji á þingi Sameinuðu þjóðanna. Hlnir raunverulegu ráðamenn þar era full- trúar tveggja þjóða, sem hafa í raun lítinn áhuga á að talast við. Þessar tvær þjóðir takast hins vegar á um einstakiinga i trúnaðarstöðum hjá Sameinuðu þjóðunum, og fulltrúum þriðja heimsins hefur fjölgað svo á liðnum áratugum, að í raun ráða þeir með atkvæðum sinum hverju fram fer á þinginu. Það þýðlr að tveir hinir stóru talast við í gegnum málpipur aðila, sem koma frá þjóðlöndum sem byggja veg sinn og afkomu á lánum, gjafakoral og vopnasendingum frá þessum tveimur herrum. Fulltrúarair eru því gagnslausir og valdalausir kjaftaskar, sem enginn lifandi maður nennir að hlusta á lengur. Hins vegar halda islensk stjóravöld að á samkundum S.Þ. sé verið að ráða fram úr mikilsverðum málum. Þess vegna verður að senda þangað stóran hóp þingmanna, eða menn sem þurfa sárabætur. Verk þeirra er að láta fara sem minnst fyrir sér, enda eru velflestir þeirra hvorki læsir eða skrifandi á annað en islensku. Aftur á móti er margt um góða sjónvarpsættl í Ameríku og „late movies” og við það una hinir vlrðulegu sendifulitrúar með konum sínum. Þessi skripaleikur ætlar ekki að taka enda og mun halda áfram meðan þing S.þ. eru haldin. Nú eru komnar upp hugmyndir um að flytja starfseml Sameinuðu þjóðanna til Moskvu. Bandaríkjastjóra segist ekki skyld að borga stórfé til að tryggja öryggi fulltrúa frá þriðja heiminum, sem koma frá mls- munandi alvarlegum byltingum í heimalandinu með hugsanlega laun- morðingja á hælunum. Þeir telja eðlilegt að þesslr aðilar njóti friðar og veradar hjá vinum sínum í Moskvu. Sameinuðu þjóðirnar voru hug- mynd hermanna, sem viidu frið. Nú er búið að drepa þessa hugmynd af nýjum kynslóðum, sem gamna sér við stríðsvoðann í hverju heims- horai. Ljóst er að menn eru hættir að geta talað saman, og þá er ekkert annað eftir en munda vopnin, þótt fulltrúum okkar kunni að þykja sárt að missa af „deli”-búðunum í New York og friu ferðalagi til útlanda. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.