Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1983, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1983, Side 6
6 DV. MÁNUDAGUR10. OKTOBER1983. Breyttir lifnaðarhættir — rýmri afgreiðslutími Rýmkun afgreiðslutíma verslana í Reykjavík er orðið mikið hitamál þessa haustdaga. Vilji forráöamanna Hagkaups til að breyta opnunartíma verslunarinnar í Skeifunni hefur m.a. ýtt undir alla umræöu. Skoðanir neyt- enda, kaupmanna og annarra skiptast í tvö horn sem eðlilegt er, á flestum málum er fleiri en einn flötur. I viðræðum okkar við nokkra aðila hafa mörg sjónarmið komiö fram og reynum við hér aö reyfa máiiö frá ýmsum sjónarhornum. Viö, sem höfum fjallaö um neytendamál hér á síðunni, teljum okkur geta fullyrt, af „röddum neyt- enda” í langan tíma, að afgreiðslutími verslana í Reykjavík sé ekki neytend- um í hag. Helst kemur afgreiðslutím- inn illa við þá neytendur sem vinna utan heimilis daglangt. Fólk getur lít- inn tíma gefið sér til almennra inn- kaupa, bæði matvöru og fatnaöar og annarra hluta. Því má skjóta hér inn að opinber þjónusta, afgreiðslutími bankanna hefur einnig farið fyrir brjóstið á mörgum neytendum sem þurfa að fara á milli stofnana, oftast þá í eigin vinnutíma. Hróplegt ósamræmi Afgreiöslutími verslana er háður samþykki borgarstjórnar Reykjavíkur sem og bæjarstjóma í öðrum sveitar- félögum. I nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur gildir annar afgreiðslu- tími en í Reykjavík. Hefur ósamræmi afgreiöslutíma á milli verslana, sem kannski eru aðeins í fótmáls fjarlægð hvor frá annarri, verið hróplegur. Ekki að undra þó að innkaupaferð- ir Reykvíkinga á kvöldin og um helg- ar sé þymir í augum sumra kaup- manna í Reykjavík, en það höfum við heyrt frá þeim sumum að sé. Sam- kvæmt reglugerðum er afgreiöslutími verslana í Reykjavík frá klukkan átta á morgnana til klukkan átján á kvöldin virka daga og að því viðbættu tvö kvöld í viku til klukkan tuttugu og tvö. Heim- ild er síðan veitt, samkvæmt gildandi reglum, að tvær verslanir í hverri grein séu opnar á laugardögum til klukkan sextán. Þessi heimild er veitt. af opnunamefnd Reykjavíkurborgar sem úthlutar eftir beiðnum frá kaup- mönnum. Getum við tekið sem dæmi að Hagkaupi er aö jafnaði úthlutað um- fram opnunartima á laugardögum einu sinni í mánuöi. Vantar upplýsingar Þá komum við að öðrum punkti. Tvær verslanir í hverri grein hafa opið samkvæmt þessum heimildum, að jafnaöi einu sinni í mánuöi. Þá kemur að hlið neytenda sem vilja nýta sér þessa þjónustu eftir hádegi á laugar- dögum. Hvaöa verslanir hafa þá fengið umbeðna heimild hverju sinni? Það þarf aö upplýsa vel til aö neytendum sé kunnugt um hvert þeir geta beint sín- um viðskiptum þann daginn. Þeir kaupmenn sem hyggjast nýta sér opnunarheimildina þurfa þá að leggja í töluverðan auglýsingakostnaö til aö ná til neytenda. Samkvæmt okkar heim- ildum hafa margir veigraö sér við að leggja í slíkan aukakostnað. Oft hefur okkur dottiö í hug að þama vanti sam- stööu hjá kaupmönnum, til dæmis til aö koma því áleiðis í dagbókum dag- blaðanna hvaða verslanir séu opnar hverju sinni. Líkt og lyfsalar gera með kvöld- og helgarvaktir lyfjaverslana. Lesendur blaðanna geta gengið að upplýsingum varðandi vaktir í lyfja- verslunum á vísum stað. Breyttir félagshættir Oft hefur áöur veriö deilt um afgreiðslutíma verslana hér í Reykja- vík, og nú er málið komiö á það stig einu sinni enn aö gildandi reglur þarf að taka til endurskoðunar. Breytingar í þjóðfélaginu hafa veriö örar undan- farin ár. Fleiri og fleiri vinna utan heimilis og til þess að sem flestir geti nýtt sér þjónustu sem í boði er, bæði verslana og annarra fyrirtækja, þarf að taka tillit til breyttra lifnaöarhátta fólks. Viö höfum heyrt á mörgum við- mælenda okkar að rýmri afgreiðslu- tími hækki verðlag. Því er til að svara að í mörgum verslunum eru svokall- aðir „toppar”. Háannatími þegar flestir eru í innkaupaferðum. Skipulag margra verslana miðast við háannatímana. Ef afgreiöslutim- inn væri rýmri væri hægt að breyta fyrirkomulagi viðkomandi verslana með tilliti til þess að viðskiptin væru jafnari. Langur vinnutími verslunar- fólks er stórt atriði í þessu máli. „Það sem að okkur snýr í þessu máli sem stéttarfélags er langur vinnutími fólksins,” sagði Magnús L. Sveinsson, formaður Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur, í samtali við blm.”,,Það er auðvelt aö útfæra skiptingu vinnutímans í einu fyrirtæki en málið vandast þegar á heildina er litiö. Ef hægt er að útfæra þetta á ein- hvem þann hátt sem mætti vera viðun- JllHÚSiÐ JL-húsið í vesturbs Reykjavíkur og Vöramarkaðurinn á Seltjarnarnesi era tvær verslanir sem liggja þvi sem næst hlið við hlið en það gilda mismunandi reglur um af greiðslutimann. andi fyrir verslunarfólk er þessi um- ræða nú af hinu góöa. Það er sjálfsagt að ræða þessi mál.” Starfsfólk í Hag- kaupi hefur falið VR að fjalla um vinnutíma starfsfólksins þar og eru umræður í gangi. Kaupmannasamtök- in hafa óskaö eftir viðræðum við VR um afgreiöslutíma verslana og fara þær viðræður af stað fljótlega að sögn Magnúsar L.Sveinssonar. Þegar álit þeirra sem málið varðar hefur verið rætt kemur svo til kasta borgarstjórnar Reykjavíkur að fjalla um afgreiðslutíma verslana í Reykjavík. Gildandi reglur eru í hróp- legu ósamræmi við nágrannasveitar- félögin sem hefur augljósar afleiöing- ar bæði fyrir kaupmenn og neytendur í Reykjavík. öll umræða nú um þetta mál er af hinu góða og vonandi að úreltar reglugeröir verði teknar til endurskoöunar neytendum til hags- bóta. Eitt atriði til viöbótar má leggja fram hér í umræöuna. Neytendur sem fara í sínar innkaupaferöir á „handa- hlaupum” í mikilli tímaþröng gera yfirleitt óhagstæöari innkaup. Okkur veitir víst ekki af í dag að vera örlítið hagsýn, gefa okkur tíma til að velta hlutunum fyrir okkur, gera innkaup þar sem vöruverðið er okkur neytend- um hagstætt. Viö vitum að mikill verð- munur er á milli verslana. -ÞG Mismunandi afgreiðslutími í nágrannabæjunum Afgreiðslutími verslana nágranna- bæja Reykjavíkur er mun rýmri en í Reykjavík. Borgarstjórinn í Reykjavík lét hafa eftir sér í einu dagblaðanna nú fyrir helgina að hann teldi ómögulegt að Reykjavík yrði eyja í hafinu hvað snerti afgreiðslutíma verslana. Við höfðum samband viö nágranna- bæjarfélögin og könnuöum hvernig reglum um afgreiðslutima verslana þar er háttaö. Á Seltjamarnesi er engin sérstök reglugerð um afgreiðslutíma. Verslan- ir hafa heimild til aö hafa opið alla daga frá 7—23.30 og þar með taldir bæði laugardagar og sunnudagar. 1 Garöabæ má segja að afgreiðslu- tími verslana sé frjáls, sækja þarf þó sérstaklega um næturopnun. I Garða- bæ er t.d. ein verslun sem hefur opiö alla virka daga og laugardaga frá 9— 19ogfrá 10—15 á sunnudögum. Samkvæmt reglugerð um af- greiðslutíma verslana í Kópavogi hafa verslanir leyfi til að hafa opið aila virka daga frá 8—18 og laugardaga frá 8—12. Einnig er heimilt að hafa opið á kvöldin til kl. 22, tvö kvöld í viku, þriðjudaga og föstudaga. Sölutumar hafa hins vegar leyfi til aö hafa opið alla daga vikunnar til kl. 23.30. Einhver brögð hafa verið aö því að kaupmenn hafi notfært sér þessa reglu þar sem söluturninn eða sjoppan er hluti af stærri verslun. Það eru ákveðnar vörur sem söluturnar hafa leyfi til að selja en þar sem þessir sölu- tumar eru hluti af stærri verslun hefur heyrst að seldar séu vömr umfram þærleyfilegu. I Mosfellshreppi virðist gæta nokk- urs frjálslyndls hvað snertir af- greiðslutíma verslana. Þar er ein verslun sem hefur opiö alla virka daga og laugardaga frá 9—20 og sunnudaga frá 10—16. Kaupmaðurinn þar sagðist hafa leyfi til aö hafa opiö alla daga til kl.22. 1 reglugerð Hafnarfjarðar um afgreiðslutíma er leyfilegt að hafa opið alla virka daga frá 7.30—18 og föstu- daga frá 7.30—19. En einstakar versl- anir hafa þó heimild til aö hafa opið til kl. 22 tvo daga vikunnar, þriðjudaga og föstudaga. Segja má að þessi reglu- gerö sé að ýmsu leyti svipuð þeirri er gildir í Reykjavík. Þegar á heildina er litið er greini- legt að reglur um afgreiðslutíma versl- ana eru mun rýmri í nokkrum þess- ara bæjarfélaga en í Reykjavík. Reykjavík er því orðinn hálfgerður eftirbátur í þessum efnum og er hætt við að kaupmenn í Reykjavík missi nokkuð af viöskiptum sínum til nágrannabæjanna ef ekki verður grip- iðtil vissraráða. -APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.