Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1983, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1983, Side 8
DV. MÁNUDAGUR10. OKTOBER1983. (Jtlönd Útlönd Útlönd Útlönd Saka N-Kóreu um sprengitil- ræðið í Burma Chun, forseti S-Kóreu, slapp naumlega en fjórir ráðherrar hans fórust með fimmtán öðrum Chun Doo Hwan forsetl S-Kóreu sakar nágrannana í N-Kóreu um tilræðið við hann og ráðherra hans í gær. Chun Doo Hwan, forseti Suður-Kóreu, kom í morgun heim frá heimsókn sinni í Burma og sakar Norður-Kóreu um sprengitilræðið í Rangoon í gær. Nítján manns fórust í sprengingunni og þar á meðal fjórir af helstu ráöherrum Seoul-stjórnarinnar. Chun hefur aflýst sex landa ferð sinni til Burma, Indlands, Sri Lanka, Astralíu, Nýja Sjálands og Brunei. Watt segir af sér eftir háværar kröf- ur um brottvikningu James Watt, hinn umdeildi innan- ríkisráðherra Reaganstjórnarinnar, sagöi af sér embætti í gær. — „Ég ætla að segja af mér um leið og eftirmaður minn er fundinn,” sagði Watt við fréttamenn. Watt hefur tíðum veriö gagnrýndur fyrir hin og þessi gáleysisleg ummæli sín. Þykja þau oft hafa komið Reagan- stjórninni og Repúblíkanaflokknum í klípu. Að undanförnu hafa heyrst æ há- værari kröfur um að Watt verði látinn víkja. I síðasta mánuði lýsti Watt skipan ráðgjafanefndar í innanríkismálum, sem honum þótti sett sér til höfuös, á þann veg að í henni ættu sæti „svert- ingi, kona, tveir júðar og kryppling- ur”. — Samtök blökkumanna, kven- réttingafélög, gyöingasamtök og fatlaðir tóku þessi ummæli óstinnt uppi. Allar þessar hreyfingar hafa mikil áhrif í bandarískum stjómmál- um og þótti mörgum repúblíkananum sem Watt hefði þarha tekist að móðga í einni setningu æði marga volduga aðila. Watt las í gær fyrir blaöamenn kafla úr uppsagnarbréfinu sem hann sendi Reagan forseta, þar sem hann sagði m.a.: „Gagnsemi mín í þessari stjórn er núá enda.” 1 yfirlýsingu sem Reagan sendi frá sér í Washington, sagðist hann hafa meðtregðu fallist á afsögn Watts. Fyrir öldungadeildinni lá ályktun- artillaga borin upp af 45 þingmönnum þar sem krafist var afsagnar Watts. Mörgum hefur verið illskiljanlegt hversu lengi Reagan hefur liðið innan- ríkisráðherra sínum ýmis fráhrind- andi ummæli og yfirlýsingar. Watt hefur þó notið eindregins fylgis hægri manna í repúblikanaflokknum og hefur verið öllum öðrum frammá- mönnum flokksins — að undanskildum Reagan sjálfum — duglegastur aö afla fjár i kosningas jóði repúblíkana. Walesa vill friðsamlegar leiðir I viðtali sem birtist í Newsweek í gær segir Lech Walesa að verkalýðs- hreyfingin „Eining” verði að starfa með „friðsamlegum hætti” ef hún ætlar að vinna sigur. Um leið hvatti hann neðanjarðarhreyfinguna til þess að láta sem sjaldnast frá sér heyra. ,,Ég mun aldrei berjast með öðru en friðsamlegum aðferðum,” sagði Walesa. „Við höfum aldrei litið á okkur öðruvísi en sem friðsama. Það tekur lengri tíma en ber meiri árangur. ” Aðspurður hvort hann hefði einhvem boðskap að færa neðanjarðarhreyfing- unni, sagði Walesa: „Þeir verða að láta að sér kveða... eins mikið og þeir geta en tala samt eins sjaldan og mögulegter.” Hann sagöi að sprengingin heföi verið vel undirbúið tilræði við hann sjálfan og vildi draga N-Kóreu til ábyrgðar fyrir „þetta dæmalausa við- urstyggðarsamsæri”. — Aðeins örfá- um mínútum munaði að Chun væri mættur við grafhýsi þjóðarpíslarvotta Burma í Rangoon þegar sprengingin varð. Annars þykir vísast aö hannhefði veriðá meðal fórnariamba sjálfur. Svo öflug var sprengingin að hluti af þaki grafhýsisins, þar sem hinir erlendu gestir ætluöu við hátíðlega athöfn að leggja blómsveig, feyktist burtu. Sprengingin varð skömmu eftir að sendiherra Suður-Kóreu ók í hlaðið viö grafhýsið en hann var í diplómatabíl sem bar fána S-Kóreu. Þykir hugsan- legt að tilræðismennimir hafi mistekið sig á því og talið Chun forseta vera þar á ferð þegar hann var nokkrum bifreið- um á eftir i lestinni. Meðal þeirra sem fórast var Suk Suk-Joon aðstoöarforsætisráðherra sem í júlí í sumar var settur yfir efna- hagsmálin í S-Kóreu. Sömuleiðis utan- ríkisráðherrann, Lee Bum-Suk, við- skiptamálaráöherrann Kim Dong- Whie og loks orku- og auðlindaráðherr- ann Suh Sang-Chul sem áður var full- trúií alþjóöabankanum. Tólf S-Kóreumenn aðrir fórust í sprengingunni og þrír Burmabúar. 48 særðust. San Yu. forseti Burma, fordæmdi þennan verknaö. Japans- og Banda- ríkjastjómir hafa tekiö í sama streng og kalla verknaðinn jafn óskiljanlegan venjulegu fólki og árás Sovétmanna á s-kóresku farþegaflugvélina á dögun- um. Chun sagði, þegar hann kom til Seoul í morgun, að fleiri en hann mundu grana kommúnistana í N- Kóreu um þennan verknað en þeirra stjóm væri sú ómanneskjuleg- asta i heimi. Sakaði hann N-Kóreu um að hafa sömuleiöis staðiö að samsær- inu um að ráöa hann af dögum í fyrir- hugaörí heimsókn hans til Kanada í ágúst en af heimsókninni varð ekki. Kanadíska lögreglan handtók nokkra Kanadamenn og Kóreumenn sem Seoul-stjórnin sagöi tengda N-Kóreu. Chun, sem kom til stjórnar í desem- ber 1979 þegar herinn tók völdin eftir að Park Chung-Hee forseti var ráðinn af dögum, sagði „að enginn vafi væri á því aö N-Kóreumenn væru að baki til- ræðinu — ef menn hefðu í huga morð- ingjaeðli þeirra og ofurtrú á ofbeldi og blóðsúthellingum.” 600 þúsund manna her S-Kóreu var hafður í viöbragðsstöðu í gær eftir sprengitilræðiö í Rangoon. Fánar eru þar i dag í hálfa stöng og era þó ekki sex vikur liðnar síðan sorgin kvaddi dyra hjá þjóöinni eftir að 269 manns fórast með farþegavél frá KAL sem skotin var niður af sovéskum orrastu- þotum. Pólverjar varaðir við „njósnum” bandaríska sendi- ráðsins í Varsjá James O. Watt, innanríkisráðherra hefur þótt fullorðhvatur. Póiska sjónvarpið sakaði í gærkvöldi fyrrverandi starfsmann bandaríska sendiráðsins í Varsjá um njósnastarf- semi. Var gefið í skyn, að tengsl væra á Hætta vegna ofsókna gegn lestrarkennslu í Salvador Menningar- og framfarastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hefur hætt afskiptum sínum af herferð gegn ólæsi, sem nú fer fram í E1 Salvador. Ástæðan er sú að morðsveitir hægri- manna hafa veist mjög að starfsmönn- um sem vinna að herferðinni og helsti hægri flokkur landsins hefur gagnrýnt herferðina harðlega á þeirri forsendu að hún leiöi hug bænda að stjórnmál- um. Herferðin gegn ólæsi hefur staöið yfir í þrjú ár og líta stjórnvöld í E1 Salvador svo á að hún sé einn hom- steinninn undir umbótaáætlunum í þjóðfélagsmálum. Þrír kennarar hafa verið myrtir frá því í júlí og mennta- málaráðherra E1 Salvador, Carlos Aquilino Duarte sagði við fréttamenn aö héldu árásir kennara áfram yrðu stjómvöld að gefa herferðina upp á bátinn. Olæsi er að mestu bundið við dreif- býli í E1 Salvador og tengist herferðin umbótum í landbúnaðarmálum sem stærsti stjórnmáiaflokkur landsins, Arena-flokkurinn, undir stjórn Roberto d’Abuisson er algerlega mót- fallinn. Þar sem stjómmálaástand í Mið- Ameríku er mjög viðkvæmt og banda- rískir hermenn aöstoöa stjórnarher E1 Salvador í baráttu gegn skæruliðum hefur engin opinber tilkynning verið gefin út á vegum UNESCO um þetta mál. F1ARKUGARIHANDTEKINN Maöur nokkur var handtekinn í Genf um helgina, grunaður um að hafa reynt aö kúga fé út úr breskri verslunarkeðju, með hótunum um að eitra vörar sem til sölu vora þar. Svissnesk stjómvöld búast nú við framsalskröfu frá breskum stjóm- völdum. Nafn mannsins var ekki gefið upp en rannsóknarlögreglumenn leiddu manninn í gildru þegar þeir þóttust vera starfsmenn verslunar- fyrirtækisins og afhentu honum 50 þúsund bresk pund. milli sendiráðsins og útgáfu neðan- jaröarrits. I sjónvarpsmyndinni vora nefndir og myndir sýndar af tylft fyrrverandi starfsmanna sendiráðsins og gefið í skyn að þeir störfuðu á vegum banda- riskuleyniþjónustunnar, CIA. I þessum 20 mínútna þætti var einnig nefndur Zbigneiw Roman- szewski sem er félagi í andófssam- tökunum KOR. Romaszewski, sem einnig tók þátt í starfi „Einingar”, er einn fjögurra KOR-félaga, sem bíða réttarhalda, ákærðir fyrir andpólskar aðgerðir. Þvi var haldið fram að neðanjarðar- vikuritið Tygodnik Mazowsze væri þrykkt á sama pappír og banariska sendiráðið í Varsjá notar. Pólska lögreglan hefur vörð um sendiráðsbygginguna og hefur gert síðan í maí. Allir sem þangaö ætla inn era krafðir um skilríki af lögreglunni. Sumum er vísað frá. Frá því í byrjun þessa árs hefur hvoragt landið sendiherra hjá hinu. Pólska stjómin bíður með að sam- þykkja næsta sendiherra USA þar til fyrir liggur hvað Bandaríkjastjóm ætlar að gera varðandi viðskipta- bönnin, sem sett voru á Pólland þegar herlögin voru sett 1981.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.