Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1983, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1983, Side 16
Ifi Spurningin Hvað finnst þér um hundahald í Reykjavfk? Valgerður Lárusdóttir flugfreyja: Ég er ekki hlynnt því. Þeir eiga ekki heima í borgum. Simon Vogfjörð, vinnur í Straumsvik: Ég er á móti hundahaldi í bæjum. Hafsteinn Hansson bifreiðarstjóri: Ég er á móti því. Þeim er enginn greiði gerður með því að lifa í borgum. Sandra Björgvinsdóttir 14 ára: Mér, finnst það allt í lagi ef það er passað; upp á að þeir flækist ekki einir útl. Elsa Vigfúsdóttlr húsmóðir: Mér finnst það i lagi ef passað er upp á þá.i Þeir eiga ekki að ganga lausir. ögmundur Friðfinnsson blfvélavirld^ Ég er alveg á móti þvi. Hundar eiga ekki aö vera í þéttbýli. DV. MANUDAGUR10. ŒCTOBER1983; - t Lesendur Lesendur Lesendur Lesendi Áhugamaður um fjarskipti segist vilja allar 40 rásir 27 MHz tíðnisviðsins fyrir almenning. 27 MHz TtÐNISVIÐIÐ FYRIR ALMENNING 6996-8058 skrifar: Mig langar til að spyrja samgöngu- ráðuneytið að því hvenær eigi að leið- rétta rásafyrirkomulagiö á 27 MHz tíönisvÁöinu almenningi í hag. Eg er svo til nýbúinn að kaupa mér C.B.- stöð, og eftir að hafa hlustaö á hana um nokkurt skeið skilst mér á flestum notendum þessara stöðva (þ.e. C.B.) aö ráöuneytið megi til með að afnema þá einokun sem núna viðgengst á tíðni- sviðinu. Mér finnst líka fáránlegt aö maður megi ekki nota nema h'tinn hluta þeirra 40 rása sem maður kaupir leyfi fyrir hjá Pósti og síma. Og mér finnst einnig að þessar stöövar eigi að. vera fyrir aimenning en ekki fyrir ein- hverja klúbbklíkuflokka svo sem FR, sem mér skilst aö sé ruddalegast í frekjunni og hafi ætíð verið. Er ekki tími til kominn að uppræta þessa einokun og láta hinn almenna C.B.-notanda fá aö njóta sín. Almenningstalstöövar eru fyrir al- menning, ekki satt? Því segi ég: Burt með einokunina á þessu sviði sem öðrum sviðum. 40 rása bandiö á að verafrjálst. Síðan vil ég spyrja þá sem hér eiga hlut að máli hvað það kostar að ganga í farstöðvafélög þau sem eru starfandi i. dag og hvaða skilyrði maður þarf aö uppfylla, ef mann langar til að gerast meðlimur í einhverju'þessara félaga. Einnig þætti mér vænt um það ef þiö h já DV gætuö graf ist fy rir um þaö hvar þessir klúbbar eru til húsa og hvenær eropiðhjáþeim. Svar: Hjá samgönguráðuneytinu fengust þær upplýsingar að farið hefði fram könnun á notkun rásanna. Það er skoðun ráðuneytisins aö aörar rásir en þær sem eru notaðar í öryggisskyni beri aö nota í sátt og samlyndi og á sem hagkvæmastan hátt. Reynist það ekki unnt mun ráðuneytið taka máliö til endurskoðunar, en þó ekki fýrr en að fenginni meiri reynslu á nýtingu rásanna. Hjá Félagi farstöövaeigenda á Islandi fengust þær upplýsingar að árgjaldið fyrir 1983 væri 360 krónur. Félagið er til húsa í Síðumúla 2 og þar er opið alla virka daga kl. 13-17. Skilyrði fyrir inngöngu í félagið er að umsækjandi sé orðinn 16 ára. Einnig er æskilegt að hann eigi farstöð, en það er þóekki skilyröL Já, ráðherra: Oborganleg- ir þættir MÁhringdi: Ég vil færa þakkir til lista- og skemmtideildar sjónvarpsins fyrir að taka Já, ráðherra aftur inn á dag- skrána. Þetta eru óborganlegir þættir og við veltumst um af hlátri. Ég veit að þessir þættir eru jafnvinsælir og Löður hjá öilum sem byrja á að horfa á þá. En hvenær fáum við Kung Fu þættina? Þar er mjög athyglisverð austræn speki á ferð og sterkur áróður á móti öllu ofbeldi, a.m.k. syrpan sem sýnd var í Bretlandi árið 1974 ég veit ekki um alfyrstu þættina, en þeir síöari gera allt ofbeldi spaugilegt. Hver þátt- ur er sjálfstæð saga þó að þeir séu allir í samhengi. Nú erum við aftur farin að opna sjónvarpiö, slepptum því í sumar: Svar: Hinrik Bjamason, forstööumaöur lista- og skemmtideildar sjónvarps- ins, tjáöi okkur að engar áætlanir væru uppi um aö sýna þessa þætti, hvað svo semsíðaryrði. M. A. villþakka sjónvarpinu fyrirað taka Ji, ráðherru aftur á dag- skrina. $ awwN CROkfN Læstir með lykli og talnalás. CROk'N Eldtraustir og þjófheldir, framleiddir eftir hinum stranga JIS staðli. CRDH'N 10 stærðir fyrirliggjandi, henta minni fyrirtækjum og einstaklingum eða stórfyrirtækjum og stofnunum. croh'N Eigum einnig til 3 stærðir diskettuskápa — datasafe [jSD GISLI J. JOHNSEN SKRIFSTOFUBÚNAÐUR SF Smiðjuvegur 9 - Kópavogi - Simi: 73111

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.