Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1983, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1983, Side 17
DV.MÁNtíD'ÁÖtJR ÍO. OKTÓBER1983: •' Lesendur Hver hefur fundið rauða skólatösku? Helga Hannesdóttlr í Hatnarfirði baktaska, aiveg ný og í henni voru hringdi og sagði að 11 ára sonur skólabækur sem koma aðeins Hlyni hennar, Hlynur, hefði týnt skólatösk- að gagni. Þeir sem vita um töskuna unni sinni á gamla fótboltavellinum eru beðnir um að hringja i Helgu í á Víðistaðatúninu þann 30. septem- síma 50516- ber síðastliðinn. Skólataskan er rauð Ánægðir á Löngumýri Löngumýrargestlr skrlfa: Það ber að viröa sem vel er gert. Við sem dvöldumst aö Löngumýri í Skaga- firði dagana 22. ágúst til 2. september viljum þakka allt þaö góða er viö nutum þar hjá þvi ágæta fólki sem þar starfar. En sérstaklega eru þessar línur þó til þess ætlaðar að þakka eina eftirminnilega heimsókn. Jóhann Már Jóhannsson kom ásamt sinum snjalla undirleikara og söng fyrir okkur eina kvöldstund. Þetta hafa þeir reyndar gert oftar fyrir aldrað fólk sem þama hefur dvalið. En viö áttum þessa unaðsstund við fagra list þessa unga söngvara og bónda úr Hegranesi. Blessun fylgi honum á söngbraut hans og í öllum hans störfum. Hjartans þakkir. Smurning með bros á vör Eva Valgeirsdóttir skrifar 6. október: Nú í vikunni las ég frásögn i DV um mann sem haföi fariö með bil sinn á verkstæði, bílnum „lyft og slakaö”, ekkert annað framkvæmt, en honum gert aö greiöa á f immta hundrað króna fyrir handtakið. Þetta rifjaðist upp fýrir mér í gær eftir að ég hafði fengið þá eftirminni- legu þjónustu, sem nú skal greint frá. Ég var komin meö samviskubit yfir trassaskapnum að láta ekki yfirfara gamla og lúna fararskjótann minn og dreif mig því eftir vinnu upp á smur- stöð, hvert ég vissi að hann þráði að komast. Eg vissi að löngu var kominn timi tii. Þegar ég kom var mikiö að gera og fólk beið. Eg skrapp frá og kom aftur eftir hálftíma og enn voru jafnmargir á undan, svo ég sá þann kost vænstan að bíða. Ekki leið á löngu uns búið var að hella upp á könnuna sjóðheitt kaffi, sem var vel þegið, því kalt var úti og skyndilega hafði skollið á hávaðarok og allt á „útopnu”. Loks kom að mér og var ég síðasti viðskiptavinurinn og kominn lokunartími, klukkan rúmlega sex. Þarf ekki að orðlengja það að þessi þarfasti þjónninn var á örvæntingar- barmi. Þegar þessi kankvísi og hressi maður opnaöi vélarhlífina húkti þar vesæl viftureim á síðasta snúningi í ankannalegri fléttu og andarslitrun- um. Sneypuleg skrapp ég út á bensín- stöð og keypti nýja. Kæfandi oliuþorsti kvaldi bílinn og annað framhjólið var afmyndað af tveimur bólguhnúðum. Og ég hafði bara keyrt og keyrt, ha?! Ungi maðurinn brá nú við hið snar- asta að lækna þetta allt. Hann skipti um dekk og reim (sem erfitt var að komast aö — þurfti að taka pönnuna í burtu, allt tók sinn tíma , ný olia sett á o.s.frv. Fyrir allt þetta borgaöi ég aðeins ven julegt gjald og hundraðkall að auki fyrir vikið, sem greitt var með glöðu geöi. Innifalið var: Bros á vör, skemmtileg orðaskipti, fyrirlestur um meðf erð og viðhald bílsins og kaff i með þægilegheitum. Vegna þeirrar einstöku lipurðar og skemmtilegu framkomu sem ég naut finnst mér vera orð á gerandi og ekki hægt að láta sér fátt um finnast. Ef svo ólíklega vill til að einhver annar álíka trassi er til og lesi hann þessi orð mín í miðri umferðarvikunni þá læri hann af því eins og ég. Vonandi fékkstu svo ekki bágt fyrir að koma seint heim í kvöldmatinn, ungi maður á smurstöðinni í Hraunbæ 102. Kærar þakkir. 17 RÚM - VAGNAR VÖGGUR - KERRUR'4^y lel 120 x 60 cm. 140 x 70 cm. RÚM leipoM ÖLL RÚM ERU: • fjórlökkuð, smíðuö úr harðviði, • með stillanlegum botni • meðhjólum. POSTSENOUM. GREIÐSLUKJÖR. KLAPPARSTÍG SÍMI 19910. ”'ij. Gluggar og útihurðir frá Ramma hf. eru búnir undir það versta. íslenskt veður gerir miklar kröfur til glugga og.útihurða. Og það gerum við einnig hjá Ramma hf. Smíðum aðeins úr 1. flokks efni. Þá notum við eingöngu LOZARON þéttilistann sem er sá besti sem við þekkjum. Hann heldur framúrskarandi vel lögunsinniog gefur fullkomnaþéttingu. Listanner hægt að taka úrfræstri raufinnisem hannsituríog setjaíaftur að málningueðafúavörn lokinni. Þessi nýjung lengir líftíma listans meir en nokkuð annað. LOZARON þéttilistinn er ekki ódýrasti kosturinn fyrir okkur, en hann er sannarlega hagkvæmur fyrir húseigendur. Hitunarkostnaður er ekki svo lítill hluti af rekstrarkostnaði húsnæðis í dag. LOZARON þéttilistinn Nýr kröftugur þéttilisti sem lækkar hitunarkostnað hússins. Listann er auðvelt að taka úr við málningu eða fúavörn. Þessi nýjung auðveldar mjög allt viðhald. ■I Hart plast M Mjúkt plast ga- uiöaverksmiðja Pósthólf 14 230 Njarðvík Sími: 92-1601 Söluskrifstofa í Reykjavik: Iðnverk hf. Nóatúni 17105 Reykjavik Simar: 91-25930 og 91 -25945 KIKTU ÞAISJOMANNABLAÐIÐ VIKING — 70 síður af fróðlegu og skemmtilegu efni. — 7. tbl. er komið út. — Áskriftarsími: 29933. Verð í lausasölu kr. 100.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.