Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1983, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1983, Page 27
.E8B* K5IGCTSO Of nUDAfliIHAM .VO DV. MANUDAGUR10. OKT0BER1983. 32 27 íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Bikarslagur íV-Þýskalandi: Kaiserslautem fékk skell Frá Hilmari Oddssyni — fréttamanni DV í V-Þýskalandl. Karlsuhe úr 2. delld gerði sér lítið fyrir og sló lið Kalserslautern út úr bik- arkeppninni v-þýsku á laugardaginn 5—4 voru lokatölur eftir framlengingu. Leikurinn hafði upp á allt að bjóða sem góðir bikarleikir þurfa að hafa. Glæsileg mörk, mikinn hraða og gífur- lega spennu. 25 þúsund áhorfendur fögnuðu mikið í leikslok þegar Buhler, fyrrum áhugamaður, í liði Karlsruhe skoraði sigurmarkið með skalla á 120. mín. Kaiserslautern náði forystunni strax á 5. mín. með marki frá Geyer. Hann einlék upp allan völlinn og skor- aöi fallegt mark. Allt virtist ætla að ganga eðlilega fyrir sig hjá Kaiser- slautern þegar Andreas Brehme bætti öðru markinu við 7 mín. síðar. Það tók leikmenn Karlsruhe um 30 mín. að komast í takt við leikinn og eftir það voru þeir líka vel með á nótunum. Boy- sen minnkaði muninn í 2—1 eftir 31 mín. leik. Giinther jafnaði á markamínútunni miklu 43. mín. og þannig skildi í hálfleik. Áhorfendur voru varla búnir að koma sér fyrir eftir leikhlé þegar þessi sami Giinther skallaði aftur í netiö og náði þar með 3—2 forystu fyrir heima- liðið. Brehme var aftur á feröinni fyrir Kaiserslautem á 79. mín. og skoraði heppnismark. Hann tók aupaspyrnu, knötturinn fór í bak eins varnarmanna Karlsruhe, breytti um stefnu og hafn- aði í markinu. Þetta þýddi að fram- lengingar þurfti við. Kaiserslautem byrjaði betur og Eilenfeld tókst að pota fjórða markinu. Gúnther skoraði sitt þríöja mark og fjórða mark Karlsruhe á 102. mín. og Buhler innsiglaði sigur- inn á síðustu mínútunni, eins og fýrr sagði. Þessi leikur var í alla staði frábær og bar af í 32 liða úrslitum bikarkeppn- innar. Urslit urðu þessi: Gladbach-Bielcfcld 3-0 Köln-Kickers Offcnbach 6-2 Braunschweig-Osnabriick 2-1 Aachen-Mannheim 1-0 Freiburg-HSV 1—4 Karlsruhe-Kaiserslautem 6-4 Augsburg-Bayem Miinchen 0-6 Burglengenfeld-Bremen 0-3 Kiel-tirdingen 1-2 Köln áhugaml.-Stuttgart 0-8 SCC Berlin-Schalke 0—3 Bocholt-Stuttgarter Kickers 3-1 Heidingsfeld-Hannover 96 1-3 Neu Isenburg-Göttingen 0—1 Neuhausen-Hertha 6-2 Furth-Liidenscheid 1-0 • Gladbach óð í tækifærum á heimavelli sínum gegn Bielefeld. Það var aðeins stórgóður leikur Wolfgang Kneib í marki Bielefeld sem kom í veg fyrir stærri sigur. Svo mörg vom tæki- færin sem Gladbach skapaði sér aö það ætti að nægja til sigurs í þremur leikj- um en mörkin urðu aðeins 3 að þessu sinni. Þaö var NorðmaðurinnKai-Erik Herlofsen sem skoraði fyrsta markið og þeir Mattheus og austurríski lands- liðsmaðurinn Krauss bættu hinum tveimur við. Lienen, fyrrverandi leik- maður Bielefeld, var besti leikmaður vallarins. • Köln virðist alltaf ná sér á strik þegar bikarleikir em. Aðeins 6 þúsund áhorfendur mættu á leikinn gegn Offenbach. En þeir fóm allir ánægöir heim. Það vakti athygli að varnar- menn liðanna voru aliir í essinu sínu og flest mörkin skoruð af þeim. Þeir Steiner og Strack komu í 2—0 og þriðja markið var sjálfsmark. Hartmann skoraði fjóröa mark Kölnar. Þá var komið að Kutzop, vamarmanni Offen- bach, að minnka muninn í 1—4. Fischer skoraði 5. markið áður en Kutzop svaraði aftur. Lokaorðiö átti vamarmaður Kölnar, Steiner, og skemmtilegum leik lauk því með 6—2. • Stuttgart fór létt með að sigra áhugamannalið Kölnar 8—0. Mótherj- ar næstu umferðar verða þó öllu erfið- ari, því þá fær liðið sjálfa Evrópu- meistara Hamborgar í heimsókn. Við skulum þá líta á hvaða lið mætast í- næstu umferö sem fram fer þann 14. janúar 1984. Urdingen-Bayern Miinchen Fúrth-Gladbach Göttingen-Hertha Hannover-Köln Aachen-Bremen Stuttgart-Hamborg Schalke-Karlsmhe Bochholt-Braunschweig -HO/-AA. Dundee United aftur á toppinn Skotlandsmeistarar Dundee United unnu góðan sigur 2—1 yfir Celtic og skutust upp á toppinn í Skotlandi að nýju. Billy Kirkwood skoraði fyrst með þrumufleyg af 20 m færi og síðan bætti Richard Gough marki við með skaila. Það var ekki fyrr en sjö mín. fyrir leikslok að Jim Melrose, fyrrum leik- maður Leicester, náði að svara fyrir Celtic. • Aberdeen vann stórsigur (5—0) yfir St. Mirren. Það voru þeir Billy Stark (2), Mark mcGhee, Willie Fál- coner og Willie Miller sem skomðu mörkAberdeen. • Irinn John McClelland tryggði Rang- ers sigur (1—0) yfir Hips. Dundee lagði St. Johnstone að velli 2—0 með mörk- um frá Walter McCall og Andy Geddes. • Hearts mátti sætta sig við jafntefli 0—0 gegn Motherwell og kom mark- vörður Motherwell í veg fyrir sigur Hearts með snilldarmarkvörslu. • Dundee United er með 12 stig eftir sjö umferðir en siðan koma Aberdeen, Celtic og Hearts með 11 stig. Glasgow Rangers er með 7 stig. -sos Raenar hefur skrifað undir hiá Örgrvte — og byrjar að leika með Gautaborgarliðinu 1984 Ragnar Margeirsson, landsliðsmaö- ur í knattspyrnu frá Keflavík, hefur skrifað undir samning við sænska 1. deildariiðið örgryte og byrjar að leika með liðinu í byrjun árs 1984. Sænska blaöiö Dagens Nyheter sagði frá þessu fýrir helgi. Ragnar, sem er 21 árs, var hjá félaginu á dögunum og kunni mjög vel viö sig í Gautaborg. Tveir íslenskir landsliðsmenn hafa leikið með örgryte — þaö eru þeir öm Oskarsson frá Vest- •mannaeyjum og Sigurður Björgvins- sonfrá Keflavík. Ragnar hefur leikið með þremur erlendum félögum undanfarin ár — Hamburg í V-Þýskalandi og belgísku félögunum AA Gent og CS Brugge. -sos Top 10 körfuboltaskór. Nr. 38 -50, kr. 1564. Tiger körfuboltaskór. Nr. 38 -49, kr. 1546. Leikfimifatnaður. Nr. 116-164 og 38-44. Stuttermabolir, langermabolir, hlýrabolir, samfestingar, buxur. New York æfingagallar. Litur: dökkblátt. Nr. 34 -56, kr. 2992. Schulsport innanhússskór. Nr. 33-47, kr. 893. Badmintonvörur, spaðar — kúlur — skór — net. Speedo sundvörur, skýlur Leikfimiskór/fimleikaskór, sundhettur. leður m/hrágúmmísóla, kr. 356. Boltar: fótboltar nr. 4 og 5, handboltar — dömu ogl herra, körfuboltar, leður — nælon, blakboltar, stutt -------- buxur — stuttermabolir. bolir — gleraugu Orion trimmskór. Nr. 36 -47, kr. 1071 Kreditkortaþjónusta. Opið laugardaga. PÓSTSENDUM SAMDÆGURS Leikfimiskór/fimleikaskór, leður m/leðursóla, kr. 332. Universal leður. Nr. 36-49, kr. 1196. Sportvöruverslunin Yfir 15 teg. af töskum. Verðkr. 102-1461. Stockholm GT, btáir, rúskinn. Nr. 36-46, kr. 1196. Ingólfsstræti 8. Simi 12024. NÝOG BETRI BIFREIDADEILD SAMBANDSINS BÍLASALA HÖFÐABAKKA 9-SÍMI 39810 OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA KL. 9—18 (OPIÐ í HÁDEGINU) LAUGARDAGA KL. 13—17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.