Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1983, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1983, Síða 42
42 DV. MÁNUDAGUR10. OKTÖBER1983. ? Rakarastofan Klapparstig Sími 12725 Hárgretöshjstofan Kbpparetíg Tímapantanir 13010 INNFLYTJENDUR - UMBOÐSSALAR Prentum sjálflímandi smámiða til merkinga hvers konar, vöru- auglýsinga- og upplýsingabœkl- LÍMMERKI Síðumúla 21 simi 31244. Inga. Merkiö erlenda bœklinga eigin firmanafni. Fast verð fyrir 1000 mifla rúllu. Innréttingar Tökum aö okkur smíði á eldhúsinnréttingum, klæöaskápum, baöinnréttingum, sólbekkjum o.fl. Erum meö teikniþjónustu, sýnishom á staðnum. TRÉSMlÐAVERKSTÆÐI ÞORVALDAR BJÖRNSSONAR, Súðarvogi 7, sími 86940 — kvöldsími 71118., Notaður TCM dísillyftari. Lyftigeta 2,5 tonn. Lyftihæð 3,5 m. Nýyfirfarinn. TCM, lyftigeta 4 tonn, lyftihæð 4 metrar, með húsi, sem nýr. Auk þess ávallt á lager nýir TCM rafmagns- og dísillyftarar og handlyftarar, TÖGGURHF. Bildshöfða 16 - Sími 81530 NÝTT SJÓN ER SÖGU RÍKARí PÓSTSENDUM DA GLEGA HOF - INGÓLFSSTRÆT11 E --1AB Sími 1676^^, Stórhnútað garn, acryl, bómull Mikið úrval af bóm-1 ullargarni og aluilar- garni AUK ÞESS MIKIÐ ÚRVAL AF PRJÓNUM SMÁVÚRUM ■ TILBÚNUM DÚKUM 0G SMYRNA. Leikfélögin blómstra í kreppunni: Verkefnaval metnaðarfyllra — og nægt f ramboð af þekktum leikst jórum úr Reykjavík „Hér áður fyrr sá dreifbýlisfólk ekki aðrar leiksýningar en þær sem settar voru á svið í félagsheimilunum, sjaldan og oft af miklum vanefnum,” sagði Sigrún Valbergsdóttir hjá Bandalagi islenskra leikfélaga í samtali viö DV. ,,Nú bregður aftur á móti svo við, eftir að sjónvarp og myndbönd komu til sögunnar, að fólk úti á landi verður kröfuharðara þegar leiklist er annars vegar og endur- speglast það vel í verkefnavali leik- félaganna sem er metnaðarfyllra en oft áður og gróska í leikstarfsemi mikil.” Kreppan virðist ekki setja strik i reikninginn hjá leikfélaginu 81 sem er aðili aö bandalagi islenskra leikfél- aga. Á flestöllum stööum eru leik- sýningar í gangi eöa undirbúningi og má nefna aö leikrit Jónasar Ámasonar eru á dagskrá á 6 stöðum víðsvegar um land. Er myndarlega haldið upp á sextugsafmæli skáldsins, sem var í maí sl. Verið er að sýna Deleríum búbónis í Stykkishólmi, seinna verður sama leikrit frumsýnt á Sauðárkróki. Verið er að æfa Þið munið hann Jörund í Hafnarfirði og á Selfossi og flest bendir til að leikritið verði einnig sýnt í Mosfellssveit þegar líður á veturinn. Ungmennafélagið Ármann á Kirkju- bæjarklaustri er svo að hefja sýningar á Skjaldhömrum. Aö sögn Sigrúnar Valbergsdóttur eru einu merkin um kreppuna í efna- hagslífinu hvað varðar leiklistarstarf- semina í landinu að merkja á miklu framboði á þekktum leikstjórum úr Reykjavík sem eru tilbúnir að fara út á land og leikstýra áhugafólki. Ekki Jónas Ámason sextugur og moð Mkrit i fjötunum á sex stöðum viðsvegar um land. hefur enn frést um að nokkur sé á leið kvennaleikhús og er þaö aðili að til Luxemborgar en þar er starfandi Bandalagi islenskra leikfélaga. -EIR. Umferðarviku á Akureyri lauk með vélhjólakeppni Bindindisfélags ökumanna Umferðarvikunni á Akureyri lauk á sunnudaginn var með vélhjólakeppni í umsjá Bindindisfélags ökumanna á Akureyri. Keppnin var haldin við Glerár- skólann og viðraði ekki vel til keppni. Ekki aftraði það þó 7 vélhjólaköppum frá að taka þátt í henni. Lögreglan á Akureyri var með í framkvæmd keppninnar og sá um aö allt færi vel og friðsamlega fram. Til að hægt væri að framkvæma keppnina, sendi ungmennadeild Bindindisfélags ökumenna tvo menn frá Reykjavík flugleiðis til Akureyrar meö tækjabúnað og sáu þeir um fram- kvæmd keppninnar. Flugleiðir styrktu keppnina með því að gefa annan farmiðann milli Reykja- víkur og Akureyrar og vill BFÖ færa Flugleiðum hf. þakkir fyrir þennan ómetanlega stuðning sem ekki er sá fyrsti er þeir veita félaginu. Keppnin var mjög spennandi og keppt var á mjög erfiðri braut og voru ekki nema örfá stig sem skildu að keppendur í efstu sætunum. Þó fór svo að Rúnar Pálsson, er keppti á Honda MT, bar alveg af og það skemmtilega við það var að hann tók þátt í ökuleikni ’83 á vélhjólum í sumar á Akureyri og sigraði þar einnig. I þetta sinn fékk hann aöeins 43 refsistig. I öðru sæti varð Hafþór Jónmundsson, á Honda XL, með 73 refsistig og með aðeins 1 sekúndu lakari árangur varð Halldór Karlsson, á Yamaha MR, með 74 refsistig. Að lokinni keppni fengu allir keppendur áritað viðurkenningarskjal og að sjálfsögðu fengu 3 efstu keppendur gull-, silfur- og brons- peninga sem Bindindisfélag ökumanna gaf. Óskablómið opnað íHúsi verslunarinnar Verslunin Oskablómið var opnuð nú fyrir skömmu í Húsi verslunarinnar. I versluninni starfar faglærður blóma- skreytingamaður, Kristján Ingi Jóns- son, sem tekur að sér allar hugsanleg- ar blómaskreytingar. Einnig eru á boðstólum ýmsar aðrar vörur en blóm, ýmsar gerðir af postulíns, kristalls og handunnum ítölskum módelvörum. Innréttingar í versluninni eru mjög glæsilegar og sá Trésmiðja Hvera- gerðisumþær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.