Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1983, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1983, Blaðsíða 44
44 DV. MANtJDAGUR 10. OKTOBER1983. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Albert Guðmundsson knattspyrnu- maöur, heildsali, alþingismaður, fyrr- um borgarráðsmaður og núverandi fjármálaráöherra, varð sextugur þann 6. október. 1 tilefni af því bauð hann vinum sínum og samstarfsmönnum, samherjum og andstæðingum í pólitík, tU veislu í Atthagasal Hótel Sögu. Þaö var enginn niðurskurðarsvipur á þeim veislufagnaöi. Salurinn fyUtist brátt út úr dyrum og gestir komu færandi hendi. HaUdór Ás- grimsson sjávarútvegsráðherra færði Albert silfurskjöld með skjaldarmerk- inu og áritunum samstarfsmanna hans í ríkisstjórninni fyrir hönd stjórnarinn- ar. Davíð Oddsson borgarstjóri gaf 'málverk af afmæUsbarninu fyrh- hönd Reykjavíkurborgar. Geir Hallgríms- son gaf fyrsta áritaða eintakið af Ferðabók Sveins Pálssonar frá Sjálf- stæðisflokknum. Hulduherinn, sem telur sig harðasta kjarna stuönings- manna Alberts Guðmundssonar, færði honum lágmynd eftir Einar Jónsson, steypta í brons, Konunginn í Thule. Það var Gústaf Níelsson sem talaði fyrir Hulduhernum og kaUaði sér tU aðstoðar við afhendinguna Helenu dóttur Alberts sem hann titlaði sem yfirhershöfðingja Hulduhersins. Svo mættilengitelja. Hér á síðunni má sjá nokkrar svip- myndir frá þessum fjölmenna afmæUsfagnaði. Sextugsafmæli fjarmala- ráðherra Hlutí afmælisgestanna fyrir utan Hótel Sögu að fylgjast með flugelda- sýningu sem velunnarar og stuðningsmenn Alberts Guðmundssonar efndu tíl. pV-myndirBj. Bj. Eiginkona Alberts, Brynhildur Jóhannsdóttír, færði honum innrammaðar teikningar frá þeim árum sem hann var atvinnumaður i knattspymu. Auk þess gaf hún honum heimilisbókhaldið frá þessum tíma sem væntanlega er gott fyrir fjarmálaráðherra að glöggva sig á i dag. Sumir gastanna voru langt að komnir. Hór er Albert með skoska knatt- spymuþjátfaranum Murdock McDougaU. Hann þjálfaði Val á æskuárum Alberts og útvegaði honum atvinnumannssamning i Skotíandi. ---------------------------m. Davið Oddsson borgarstjóri fœrði Albert málverk fró Reykjavikurborg. Máhrerkið, sem er af afmælisbam- inu, gerði Einar Hókonarson, varaborgarfulltrúi Sjálf- stæðisfíokksins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.