Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1983, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1983, Side 10
10 DV. FÖSTUDAGUR 28. OKTÖBER1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Ólafur B. Guðnason í LEIT AÐ TÝNDRI PARADÍS Alvarlegustu afleiðingar uppþotanna á Sri Lanka voru þær að ferðamenn, sem áður litu á landið sem para- dis, forðuðust það. Uppþotin í júlí höföu lamandi áhrif á stjórnmálalíf á Sri Lanka. Þaö var ekki fyrr en í síðustu viku aö stjórn- málaflokkamir sneru sér loks aö því að skoöa erfiðasta vandamál sem þeir eiga viö aö stríöa, minnihluta-' hóp tamíla. Þaö var flokkur Juniusar Jayewardene forseta, Sameinaöi þjóðarflokkurinn, sem þingaöi um málefni tamíla, ásamt einum stjórn- arandstöðuflokkanna, Sameiningar- flokki alþýöu. Þetta var fyrsta fjöl- flokkaráðstefnan eftir uppþotin. Ráöstefnan hlýtur aö hafa valdiö Jayewardene nokkrum vonbrigöum. Honum haföi veriö lofaö að Frelsis- flokkurinn, undir stjórn Sirima Bandaranaike, myndi senda fulltrúa á þingiö. Bandaranaike er ekki vel- viljuö Jayewardene sem átti þátt í því aö svipta hana borgararéttindum í sjö ár fýrir meinta misbeitingu valds í valdatíð hennar. En eftir upp- þotin hefur Jayewardene gert sitt besta til þess aö endurreisa lýðræði, hann hefur aflétt ritskoöun, tak- markaö útgöngubann um nætur og leyst pólitiska fanga úr haldi. Bandaranaike féllst á að senda full- trúa á þingið, en fór sjálf utan áöur en þaö hófst og flokksbræöur hennar virtust þá missa áhugann. Einum stjórnmálaflokki var ekki boðið aö taka þátt í umræðunum, ■ Sameinuöu tamílsku frelsisfylking- unni. Þar kemur til m.a. ósveigjan- leiki flokksforystunnar. Jayeward- ene var tilbúinn aö ræða nánast hvað sem var nema þá kröfu tamílskra harðlínumanna aö sérstakt ríki. tamíla veröi stofnaö á norður- og austurhluta eyjarinnar þar sem flestir tamílar búa. En Sameinaöa tamílska frelsisfylkingin er hóf- samur flokkur þrátt fyrir nafnið. En flokksforystunni hefur þó ekki enn tekist aö gleyma kröfunni um tamílskt riki þótt hún hafi ekki verið lögð fram í alvöru um árabil. Þess Allt skemmtiefni frá Noregi, V- Þýskalandi og Bandaríkjunum hefur veriö bannaö í pólska útvarpinu og sjónvarpinu. Þetta er gert í hefndar- skyni fyrir veitingu friöarverðlauna Nóbels til Lech Walesa, leiötoga hinna bönnuöu verkalýössamtaka, Einingar. Auðvitað eru Norðmenn haföir meö af því það er nefnd skipuð af norska Stórþinginu sem veitir friöarverölaunin. Þess vegna brugöu pólsk stjórnvöld á þaö ráö nýlega aö aflýsa Grieg tónleikum sem auglýst- ir höfðu verið í útvarpsdagskrá. V- Þjóðverjar eru einnig kallaöir til ábyrgöar því tilnefning Walesa kom vegna var flokknum ekki boðin þátt- taka. Jayewardene sem er þolinmóður maöur telur aö fyrr eöa síðar muni Frelsisfylkingin leggja þessa kröfu til hliðar. Þessar vonir forsetans hljóta aö hafa aukist fyrir skömmu þegar leiðtogi flokksins, Appapillai Amirthalingham, lýsti því yfir að hann væri tilbúinn að ræða hug- myndir um sambandslýðveldi. Hvemig sem hugtakið „sambands- lýöveldi” er túlkaö má alla vega ræöa það meöal annarra hugmynda sem Jayewardene hefur varpað fram, en meðal þeirra er aukin notkun tungumáls tamíla, þróunar- sjóöir i tamílskum landsvæðum, menntun og störf fyrir tamíla og upphaflega frá hópi þingmanna í Bundestag, v-þýska þinginu. Þess vegna var ákveðið aö hætta viö upp- baráttuaöferöir gegn hermdarverk- um. Þaö var hermdarverk „tamílsku tígrisdýranna”, þegar 13 stjómar- hermenn voru vegnir úr launsátri í borginni Jaffna sem hleypti af staö uppþotunum i sumar. Þá létust um 400 manns, flestir tamílar. Um 22 þúsund manns sem þá flúöu heimili sín búa enn í flóttamannabúöum, en um 60 þúsund manns hafa þegar yfir- gefið þær. Fjöldi tamíla hefur snúiö aftur til fyrri starfa, sérlega í opin- berri þjónustu þar sem tamilar hafa ætíö veriö margir frá því Sri Lanka var nýlenda sem kölluö var Ceylon. Þeim opinberum starfsmönnum sem ekki vilja taka viö störfum sínum að nýju hefur verið boðiö aö fara þegar lestur á ljóðum eftir Goethe sem aug- lýstur hafði verið í útvarpsdagskrá. Bandaríkjamenn teljast til hinna á eftirlaun. Tamílar hafa ekki gripiö til hefndaraðgerða gegn síngalska meirihlutanum í kjölfar uppþotanna þó að „tamílsku tígrisdýrin” hafi reynt aö koma þeim til þess. 17. októ- ber sl. brutust sjö hermdarverka- menn hryðjuverkasamtakanna inn í vopnabúr stjómarhersins í Batti- caloa, á norðurhluta eyjarinnar, og stálu 99 haglabyssum. I síðasta mán- uöi stóöu hryöjuverkasamtökin fyrir árás á fangelsi í Batticaloa og frels- uöu 50 manns sem þar voru í haldi, kæröir fyrir hermdarverk. Alvarleg afleiöing uppþotanna, þó aö ekki sé þaö vegna kynþáttahat-, urs, er aö yfirgefin hús hafa veriö rænd. Nú eru um 4 þúsund unglingar ábyrgu því aö pólsk yfirvöld telja Reagan Bandaríkjaforseta upphafs- mann and-pólskrar áróöursher- í fangelsum fyrir slík rán og fang- elsisyfirvöld segja aö ekki veröi ráðiö viö fleiri fanga í bili. Um hinn efnahagslega skaða af uppþotunum eru menn sammála. Skemmdir á verslunar- og íbúöar- húsnæöi eru metnar á 140 milljónir punda fyrir utan ómælanlegan skaöa sem unninn hefur veriö á trausti tamíla á rikisstjórninni, en tamílar hafa yfir mikilli verkkunnáttu aö ráöa í verslun og iðnaði. Þá er feröa- mannaþjónusta ein atvinnugrein sem hefur oröiö mjög illa úti. Skyndi- lega breyttist þessi paradís, sem svo mjög haföi verið auglýst, í hreinsunareld, enda hefur ferða- mönnum fækkaö um 75%. Nú, þegar íbúar á noröurhveli velta því fyrir sér hvert þeir eiga aö fara hafa hótel- eigendur á Sri Lanka snarlækkað verö á gistingu. Þar sem uppþotin komu síst viö ferðamannastaðina ætti að vera hægt að gera góö kaup í sólarferöum til Sri Lanka um þessar mundir. Eflaust er Jayewardene því fegn- astur að Indira Gandhi, forsætisráö- herra Indlands, hefur ekki reynt aö hagnast pólitískt á uppþotunum á Sri Lanka meö því að taka undir reiði tamíla sem búa í Indlandi. Nokkrir óraunsæir stjórnarandstöðuþing- menn hafa hvatt Gandhi til þess aö senda hersveitir yfir sundið til verndar tamílum. En því hefur hún staðfastlega neitað. Þegar ráöstefna þjóöhöföingja Breska samveldisins hefst í Nýju Delhi í lok nóvember munu Gandhi og Jayewardene eflaust ræöa málefni tamíla. En áöur en til þess kemur vonast Jayeward- ene til þess að Sameinaða tamílska frelsisfylkingin muni hafa falliö frá kröfum um aöskiliö ríki fyrir tamíla. Þá gæti hann fært Gandhi góðar fréttir. feröar á Vesturlöndum. Þess vegna er bannað aö flytja lög eftir Ger- shwin og bandarískir sjónvarps- þættir, svo sem Kojak, hafa verið teknir út af dagskránni. Starfsmenn útvarps og sjónvarps í Póllandi eru óánægöir meö þessar ráðstafanir og plötusnúðar sérlega því þeir eiga í erfiðleikum með aö finna tónlist til að fylla dagskrártima sinn. Þó hefur einn slægur plötusnúð- ur komist framhjá umboðsmönnum yfirvalda meö því að segja banda- rískar plötur vera breskar eða kana- dískar. En þar sem engin skrifleg fyrir- mæli voru gefin út um þessar hefndaraðgerðir hafa starfsmenn neyðst til þess að úthugsa sjálfir að- ferðir til þess að sinna kröfum yfir- valda og hvemig mætti forðast reiði þeirra. Væri í lagi að leika tónlist eftir Bach? Hann skrifaði Branden- borgarkonsertana og Brandenborg er í Austur-Þýskalandi. Leikur ekki vafi á um Beethoven? Hann fæddist I Bonn, höfuðborg v-þýska ríkisins, og samdi mikiö af tónlist þar á sinum yngri árum. Yfirmenn útvarps hafa skorið svo úr aö þaö sé í lagi að leika tónlist eftir þýsk tónskáld frá því fyrir 19. öld. En ef upptakan væri meö til. dæmis bandarískri hljómsveit mætti ekki geta hennar í kynningu! Þessar hefndaraðgerðir eru auö- vitaö fáránlegar en margir Pól- verjar hafa samt af þeim áhyggjur. Þeir sjá ekkert hlægilegt viö þaö aö stjómvöld reisi enn fleiri hugmynda- fræðilega tálma. Pólverjar gera sér fulla grein fyrir því aö pólsk yfirvöld meintu það sem sagt var í yfirlýs- ingu miöstjórnar pólska kommún- istaflokksins fyrir skömmu. Þar sagöi aö eitt mikilvægasta hlutverk flokksins væri að vinna aö því aö marx-lenínismi yrði ráöandi afl í menningarlífi landsins. Walesa fékk friðarverðlaunin og þess vegna er ekki lesið úr verkum Goethe i pólska útvarpinu. GOETHE GELDUR FYRIR WALESA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.