Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1983, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1983, Page 1
DAGBLAÐIЗVÍSIR 265. TBL. — 73. og 9. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1983. Kraninn á hliðinni í grjótinu i örfirisey. Bóman er í sjónum. Fjær sóst einn afstöplunum. NeÖst tiihægri er fiekinn. Fjórir menn sluppu með undra verðum hætti er kranabóma féll í sjóinn í morgun: Karfan skall í sjóinn og mennirnir á bólakaf Með ólíkindum þykir aö enginn skyldi láta lífið eða sLasast alvarlega í örfirisey í morgun þegar kranabóma féll skyndilega með þeim afleiöingum að kraninn valt. Þrír menn voru fluttir á slysadeild en sá fjórði, kranastjór- inn, skrámaöist í andliti og á höndum. Kraninn var aö hífa tvo menn í körfu út í stöpla sem verða uppistaðan í við- legukanti olíuhafnar við olíugeymana í örfirisey. Nokkurra metra breitt sund er á milli stöplanna og sjóvarnar- garðsins sem kraninn stóö á. A sjónum fyrir neðan var maður á fleka. Kraninn var búinn að hífa körfuna með mönnunum í langleiðina að stöpl- inum þegar bóman féll. Hún skall á flekann á sjónum og straukst við manninn sem þar var. Hann meiddist í öxl. Karfan skall í sjóinn og mennirnir fóru á bólakaf. Maöurinn á flekanum þeyttist upp í loftið og svo í sjóinn. : Kranastjórinn braut sér leið út um glugga um leið og kraninn missti jafn- vægiðogvalt. Þrír menn voru í sjónum. Maöurinn, sem hafði verið á flekanum, náði af eigin rammleik að komast á þurrt. Annar körfumannanna varð fljótt þrekaður. Félagi hans gat sem betur fer bæði bjargaö honum og sjálfum sér í land. Þremenningarnir voru allir kaldir eftir volkið enda hitastig sjávar ekki hátt. Þeir sluppu aö mestu við meiösl. Mennirnir voru allir að vinna við hafnargerð á vegum Istaks. Kraninn er eign Orra hf. Ekki var í morgun vit- að hvers vegna bóman f éll. Lögregluþjónn og hjúkrunarkona ræða við kranastjórann sem skrémaðist 6 höndum og iandliti. TF-RAN: Geymir forþjappan svarið? — sjá bls. 4 Fánii farangrínum — sjá vinsælda- listanaábls.41 UnnurSteinsson ffímmtasæti flMssWorid — sjábls.8 -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.