Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1983, Page 3
DV. FÖSTUDAGUR'18. NOVEMBER1983.
3
„Framnesvegarmáliö" svokallaöa varö tll þass að borgarstjóri skipaöi
nefnd um hundahald i Reykjavík. Nú hefur þessi nefnd fengiö tillögur
Hundarœktarfóiags íslands um hundahald i höfuöborginni. Á sunnudags-
kvöldið veröur almennur fundur á Hótel Sögu þar sem tillagan verður
skýrö fyrir áhugafólki um hundahald.
DV-mynd S.
Eitt af mörgum skilyrðum Hundaræktarfélags
íslands vegna hundahalds í Reykjavík:
Eigendur hunda
sæki námskeið
í meðhöndlun dýra
— almennur fundur um skilyrðin á Hótel Sögu
á sunnudagskvöld
„Leyfishafi geri sér grein fyrir á-
byrgð sinni gagnvart hundinum og um-
hverfi sínu og hafi náð lögaldri. Eig-
anda er skylt að sækja námskeið
varðandi meðhöndlun dýra.”
Þannig hljóðar eitt af þeim
skilyröum sem Hundaræktarfélag
Islands hefur sett í tillögu sinni um að
borgarstjóm Reykjavíkur veiti leyfi
til hundahalds í Reykjavík.
Tillagan og skilyrðin hafa verið
afhent sérstakri nefnd um hundahald í
Reykjavík sem borgarstjóri skipaði
eftir „Framnesvegarmáliö”
svokallaða.
Að sögn Vals Tryggvasonar, gjald-
kera Hundaræktarfélagsins, verður
tillagan kynnt á almennum fundi
Hundaræktarfélagsins sem haldinn
veröur í Súlnasal Hótel Sögu á
sunnudagskvöldiö klukkan átta.
„Við vonum að sem flest áhugafólk
um hundahald mæti,” sagði Valur.
Önnur skilyrði í tillögunni eru þessi:
1. Hundurinn skal skráður hjá
borgaryfirvöldum svo og nafn eiganda
eða ábyrgðarmanns.
2. Skráningargjald sé tvö þúsund
krónur, en árgjald fimm hundruö
krónur sem greiðist 1. mars ár hvert.
Við greiðslu skal sýna hunda-
hreinsunarvottorð og tryggingarskír-
teini.
3. Hundurinn skal bera hálsól og
númer svo að unnt sé að rekja hann til
eiganda. Hund án merkis og ólar má
taka í vörslu yfirvalda sem auglýsir
hundinn eftir nánari reglum og skal
hans vitjaö innan 14 daga og hann
leystur út gegn gjaldi. Verði hans ekki
vitjað innan 14 daga er heimilt að
ráöstafa honum eöa aflífa á
mannúðleganhátt.
4. Hundurinn skal ætíð hafður í ól á
götum borgarinnar, í skemmtigörðum
og leiksvæðum og varðar brot sektum.
Lausa hunda, sem eru merktir skal
meðhöndla á sama hátt og ómerkta,
nema hvaö reynt skal að hafa uppi á
eiganda og honum gert að leysa
hundinn út gegn áföllnum kostnaði.
5. Hundur skal vera ábyrgðar-
tryggður hjá viðurkenndu trygginga-
félagi. Skírteini skal sýnt við greiðslu
hundagjalds.
6. Hundurinn skal hreinsaður gegn
innyflaormum á hverju ári eftir nánari
fyrirmælum yfirvalda. Vottorð um
hreinsun skal sýnt við greiðslu hunda-
gjalds og skal það eigi vera eldra en
þriggja mánaöa.
7. Hundaeiganda ber að fara eftir
öörum þeim reglum sem heilbrigðis-
yfirvöld setja á hverjum tíma.
8. Valdi hundur nágrönnum ónæði
vegna hirðuleysis eiganda, er eiganda
skylt að verða sér úti um fræðslu og
lagfæra ástandiö. Sé um ítrekað brot
aö ræða og orsökin sinnuleysi eiganda
eru viöurlög sektir sem fara hækkandi
við ítrekaöbrot.
9. Við ítrekað brot á reglum
þessum, svo og ef eigandi eða
ábyrgöarmaður hunds er ber að því að
fara illa með hund sinn, getur borgar-
stjóri svipt viðkomandi leyfi til að
haldahundinn.”
-JGH.
LEITAÐI
JÖKULFJÖRÐUM
Leitin í Jökulf jörðum að tveimur I gær leituðu varðskip, þyrla og vél-
áhafnarmeðlimum þyrlunnar TF-RÁN báturinn Siggi Sveins. Meðal annars
bar ekki árangur í gær. Afram verður flaug þyrlan meö fjörum.
leitað. -KMU.
Aldrei meira af út
hafsrækju en nú
— ætti að vera óhætt að veiða enn meira, segir
Ingvar Hallgnmsson f iskif ræðingur
Allt stefnir nú í það að úthafs-
rækjuaflinn verði yfir fimm þúsund
tonn í ár sem er mun meira en
nokkru sinni fyrr. Þegar þessar
veiðar hófust 1974 var aflinn ’74
tonn, en ’78 fór hann að taka talsvert
við sér og varð 1360 tonn það árið.,
Síðan hefur hún aukist í smástökkum
og í stóru stökki í ár. Þá hefur
afurðaverð verið gott fyrir rækjuna
allt árið.
I ljósi hrakfara annarra
fiskistofna eftir góða veiði var
Ingvar Hallgrimsson fiskifræðingur
spurður um rækjuveiðihorfur í
náinni framtíð.
„Við erum bjartsýnir á góða veiði
úthafsrækju í náinni framtíð. Það er
ljóst að úthafsveiðin hefur aukist
hér við land og miðin eru alltaf aö
stækka eöa ný mið að finnast. I
sumar fóru tvö hafrannsóknaskip til
rannsókna austur af landinu og gefa
niðurstöður þeirra rannsókna góðar
vonir um úthafsrækjuveiði þar en
þær hafa nánast ekki verið reyndar
þar hingaðtil.
Þrátt fyrir góöar horfur er
útilokaö aö allur sá floti sem á í
erfiöleikum vegna verkefnaskorts
geti snúið sér að rækjuveiði, en þetta
er vissulega góö búbót,” sagði
Ingvar.
Er hann var spuröur um ástæðu
fyrir vaxandi rækjustofni um leið og
aðrir fiskistofnar viröast minnkandi,
sagði hann það reynslu úr Barents-
hafi frá V-Grænlandi og Alaska aö
rækjuveiði færi vaxandi þegar
öðrum fiskistofnum hnignaði enda
étur t.d. þorskur mikið af rækju.
Nokkrir bátar frá Eyjafirði og
einn frá Húsavík ætla að halda
rækjuveiðum áfram til áramóta. Að
lokum má geta þess að innfjaröar-
rækjuafli hefur nokkum veginn
staöið i staö sl. tíu ár.
-GS.
KARLSEFNIS-SMYGUÐ:
Sjómaðurinn látinn laus
Skipverjinn af togaranum Karls-
efni sem tekinn var á bryggjunni í
Reykjavík fyrir um mánuði með 11,3
kg af hassi í fórum sínum hefur nú
verið látinn laus úr gæsluvaröhaldi.
Hann var úrskurðaður í 30 daga
gæsluvarðhald og var sá tími að
renna út þegar honum var sleppt í
gær. Telur fíkniefnalögreglan að
hann hafi þegar sagt frá öllu sem
máli skipti og þurfi hann þvi ekki að
vera í gæsluvarðhaldi lengur.
Maðurinn sem hann benti á að
hefði útvegað peningana til
kaupanna er enn í gæsluvaröhaldi.
Mun lítið hafa fengist út úr honum
um málið. Báðir þessir menn hafa
áður komið við sögu hjá fíkniefna-
deildinni, en þeir ráku, áður saman
fyrirtæki í Reykjavík.
-klp-
NÝJUNG Á ÍSLANDI
TROPICAL AIR PLANTS
HITABELTIS
SÚREFNISBLÓM Hema sf„ heildverslun.
Hverflsgðtu 108, slmsr 26771 - 45664.
Volvo 244 DL '82
ekinn 30.000, beinsk. Verð kr.
370.00.
Volvo 245 DL '82
ekinn 21.000, beinsk., m/topp-
lúgu. Verð kr. 410.000.
Volvo 244 GL '81
ekinn 60.000, sjálfsk., m/læstu
drifi, plussáklæði. Verð kr.
370.000.
Volvo 343 DL '82
ekinn 20.000, beinsk. Verð kr.
280.000.
OPIÐ Á LAUGARDÖGUM
FRÁ KL. 13-17.
VOLVOSAUURINN
Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200
Volvo 244 DL '79
ekinn 69.000, beinsk. Verð kr.
260.000.
Volvo 244 GL '79
ekinn 104.000, sjálfsk. Verð kr.
250.000.
Volvo 245 DL '78
ekinn 65.000, beinsk. Verð kr.
240.000.
Volvo 244 DL '78
ekinn 80.000, beinsk. Verð kr.