Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1983, Side 6
6
DV. FÖSTUDAGUR18. NÖVEMBER1983.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Tappaveiki
Samkvæmt upplýsingum frá
dönskum heilbrigöisyfirvöldum hafa
þrjár konur fengiö svokallaða „toksik
chokssyndrom”veiki þaö sem af er
árinu. 1982 fengu einnig 3 konur þessa
veiki. Fram aö þessu hafa 12 danskar
konur f engiö veikina.
Þessi veiki sem ööru nafni nefnist
„tappaveikin” er talin stafa m.a. af
notkun tíöatappa. Ekki er vitaö enn af
hverju þessi veiki stafar. Vitaö er aö
henni veldur ákveöin baktería sem
getur myndast viö notkun tíöatappa.
Karlmenn geta reyndar fengiö þessa
veiki en enn er ekki vitað af hverju þaö
stafar.
Einkenni tappaveikinnar er mjög
hár hiti og óráö. I Bandaríkjunum er
vitaö um tilfelli þar sem hún hefur
valdiö dauöa.
Samkvæmt upplýsingum sem við
höfum aflaö okkur er ekki vitað til þess
aö þessi veiki hafi hrjáö Islendinga.
-APH
Fæðingaroriof
Viö birtum hér á síðunní fyrir
skömmu samanburö á fæöingarorlofi í
nokkrum löndum.
Þar kom fram aö Tryggingastofnun
ríkisins greiðir fæöingarorlof eftir
ákveönum reglum og skiptast greiösl-
urnar niöur í þrjá flokka eftir því hvort
viðkomandi hefur veriö í fullu eöa
hálfu starfi.
Félagsmenn Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja njóta annarra
rétttinda. Konur eiga rétt á 3 mánuöa
leyfi vegna bamsburöar ef þær hafa
verið í hálfu starfi eöa meira síöustu 6
mánuöi fyrir fæöinguna. Þær fá greidd
full laun þessa þrjá mánuöi. Karlmenn
njóta ekki þessara réttinda. Ef konur
uppfylla ekki þessi skilyrði geta þær
fengið greitt frá Tryggingastofn-
uninni.
Kermarar njóta sömu réttinda og
félagsmenn Bandalags starfsmanna
ríkisog bæja. En ef barn fæðist í
sumarfríi þeirra eiga þeir rétt á aö fá
tveggja mánaöa frí af sjálfum kennslu-
tímanum.
-APH
SVEITARÚGBRAUÐ
Vegna fjölda áskorana birtum viö
hér enn einu sinni uppskriftina aö
sveitarúgbrauöi. Eftir öllum sólar-
merkjum að dæma virðist sem þessi
uppskrift hafi slegið í gegn.
Sveitarúgbrauö:
600 g sykur
400 g heilhveiti
2 kg rúgmjöl
1 tsk. salt
lpk. (50g) þurrger
11/21 mjólk
Þessu er öllu hnoðaö vel saman og
sett í þrjár 2 lítra mjólkurfemur. Hver
fema er bara hálffyllt og deiginu
þjappaö vel niður svo ekki myndist
loftbólur. Síðan er límt vel fyrir opið á
femunum og brauðin bökuö viö 100° C í
ca 12 klukkustundir.
/ velferðarríkinu Sviþjóð hafa foreidrar rétt á 60 daga leyfi fri störfum ár hvert vegna veikinda barna
sinna.
Frí vegna veikinda barna
1 Svíþjóö hafa móðir eða faðir rétt
á 60 daga leyfi frá störfum ef barn
þeirra er veikt, sá sem gætir bams-
ins er veikur eöa ef barniö þarf aö
fara til læknis o.s.frv. Foreldramir
halda fullum launum í þessum
leyfum. Auk þessa hafa foreldrar
rétt á aö taka sér f rí einn dag á ári til
að heimsækja bamiö á bamaheim-
ilið. Þessi réttindi gilda þar til barniö
nær 12 ára aldri.
Geta má þess aö feður í Svíþjóö
notfæra sér þessi réttindi í jafnmikl-
um mæli og mæöur.
Hérlendis eru þessi réttindi öllu
viöaminni. Yfirleitt gildir sú regla aö
foreldrar hafa rétt á aö ráðstafa 7
dögum af sínum eigin veikinda-
frídögum vegna veikinda bama.
-APH
Það eru margar leiðir til orkusparnaðar, hvort þetta er rétta leiðin vitum við hins vegar ekki.
Orkuspamaðarráð: _
NOTH) EKKIUÓS
AÐÓÞÖRFU
Þurrkari
Ef þvottur er hengdur til þerris á
snúrur er engri orku sóaö. Þar sem
þurrkari er á aö nota þvottavél sem
vindur vel því að þurrkarinn þarf
tvöfalt meiri orku á hvert kg fata en
vindan í þvottavélinni. Fylla skal
þurrkarann af þvotti og varast ber
aö ofþurrka föt.
önnur notkun raforku
Við kaup á raftækjum er rétt aö
hafa í huga orkunotkun þeirra.
Sumir lampar þurfa stórar pemr en
Iýsa þó lítið. Aörir' nota flúrperur
sem gefa frá sér 3 sinnum meira ljós
en glóperur þó báöar noti jafnmikinn
straum. Meö því aö slökkva ljós sem
ekki er þörf fyrir má halda orkunotk-
un niðri. Lýsing þarf einnig aö vera
rétt hverju sinni. Best er aö hún bein-
ist mest aö því sem verið er aö vinna
viö en auk þess er þægilegt að hafa
daufa birtu í herberginu sem dvaliö
erí.
Gerð og frágangur annarra heimil-
istækja getur haft áhrif á orkunotkun
þeirra. Til dæmis nota frystikistur
því minni straum sem þær em betur
einangraöar o.s.frv. Til em sjón-
varpstæki sem þannig era gerö að
myndin kemur strax og stutt er á
takkann (svokölluð „instant-on”). I
þessum tækjum er lampanum haldiö
heitum allan sólarhringinn. Ætla má
aö orkunotkun slíks,sjónvarpstækis á
ári sé 212 kílóvattstundir og af þeim
fari 44 í aö halda lampanum heitum.
Þaö er fimmti partur af heildarnotk-
un tækisins. Meö því aö hafa slökkt á
sjónvarpinu, þegar enginn horfir á
þaö, sparast orka.
Póstverslanir
— Réttindi neytenda fþeim viðskiptum
Á síðari áram hefur farið í vöxt áö
fyrirtæki gefa út vöru- eöa pöntunar-
lista sem þau ýmist auglýsa í blöö
um eöa senda beint til neytenda.
Vöramar era ekki haföar til sýnis í
verslunarhúsnæöi fyrirtækisins heldur
er þeim lýst í máli og oft einnig í mynd-
um og er neytendum boöið aö panta
vörur í bréfi eöa í síma.
Eflaust fagna margir neytendur því,
ekki síst dreifbýlisfólk, aö eiga þess
kost aö fá ýmsan varning sendan í
pósti og þurfa ekki aö leita í verslunum
aö þeim vörum semþá vanhagar um.
Slíkir verslunarhættir eru hins vegar
meö ööra sniöi en fólk hefur vanist.
Þykir því ástæöa til að gera kaup-
endum/neytendum grein fyrir þeim
réttindum sem þeir hafa lögum sam-
kvæmt.
Rangar, villandi upp-
lýsingar óheimiiar
Öheimilt er að gefa rangar, villandi
og ófullnægjandi upplýsingar í aug-
lýsingum eöa með öðrum hætti. Þar
sem neytendur eiga þess ekki kost að
skoða vöruna áöur en þeir festa kaup á
henni, þegar varan er keypt í
svokallaöri póstverslun, er mikilvægt
aö lýsingin á vamingnum sé nákvæm
ogítarleg.
Ennfremur skal tekiö fram aö sam-
kvæmt kaupalögunum á kaupandi
heimtingu á að vara hafi þá eiginleika
sem seljandi hefur sagt vöruna hafa.
Varan er gölluö ef svo er ekki.
Ef vara er gölluð
Þá skal tekiö fram aö sett hafa verið
ýmis lög og reglur til aö vernda heilsu
og öryggi neytenda. Til dæmis mega
ekki vera á boðstólum rafmagnsvörur
sem hafa ekki hlotiö viöurkenningu
Rafmagnseftirlits ríkisins.
Ef vara er gölluð getur kaupandi
krafist:
1) aö f á afslátt af kaupverðinu,
2) aö fá aðra vöru í staðinn,
3) aö rifta kaupunum, það er aö skila
hinu selda aftur og fá endurgreiðslu.
Kaupandi þarf ekki að sætta sig viö aö
fá innleggsnótu í slíkum tilvikum.
Þaö er því mikilvægt aö í vöra- og
pöntunarlistum, sem dreift er inn á
heimili almennings, komi fram nafn
seljanda eöa verslunarheiti fyrirtækis-
ins, heimilisfang þess eða fast aösetur
og símanúmer en ekki einungis númer
ápósthólfi.
Verölagsstofnun telur ennfremur aö
auk upplýsinga um verð vörannar
þurfi aö koma fram sá sendingarkostn-
aður sem neytendur verða aö greiða ef
slíkur kostnaður er ekki innifalinn í
verðinu. Einnig þarf að koma fram hve
langur afgreiöslufrestur er.
Settar verði reglur
um póstverslanir
Þegar neytendur panta vöru óséða
getur stundum fariö svo að þeir veröi
fyrir vonbrigöum þegar þeir fá hana í
hendur. Þeir geta til dæmis hafa mis-
skiiiö lýsingu vörannar á einhvem hátt.
Þaö er því eðlilegt aö póstverslun taki
fram í tilboðum sínum réttindi sem
hún .lætur kaupendum í té, svo sem
skilafrestogfleira.
Verölagsstofnun mun beita sér fyrir
því aö settar veröi reglur um póst-
verslanir í samræmi viö þau dæmi sem
hér hafa verið sett fram.
Aö lokum skal tekiö fram aö sá sem
setur á stofn fyrirtæki veröur sam-
kvæmt lögum aö hafa verslunarleyfi
og að láta skrásetja nafn fyrirtækisins.
Sigríður Haraldsdóttir,
fulltrúi í neytendamáladeild
Verðlagsstofnunar.