Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1983, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1983, Side 12
12 DV. FÖSTUDAGUR18. NÖVEMBER1983. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaðurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fróttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjó**ar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjóm: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 8éAU. Auglýsingar: SÍOUMÚLA33. SÍMI 27022. Afgreiðsla,áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. P rentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað 25 kr. Ríkisfyrirtæki til sölu Yfirleitt var því vel tekið þegar fjármálaráðherra lýsti yfir í sumar aö hann mundi beita sér fyrir sölu sem flestra ríkisfyrirtækja. Flestir Islendingar eru andvígir miklum umsvifum ríkisins og telja óeðlilegt að almenningur greiði íþyngj- andi skatta til þess eins að standa undir hallarekstri á fyrirtækjum í eigu hins opinbera. Sérstaklega á þetta við þegar ríkið stendur aö starfsemi eða þjónustu sem að öðru jöfnu getur vel átt heima í höndum annarra. Ferðaskrifstofur, fiskvinnsla og afurðasala, heildversl- un grænmetis, verslunarrekstur fríhafnar, verksmiðju- hald og fleira í þeim dúr er atvinnustarfsemi sem ekki er í verkahring hins opinbera nema þá til að hleypa af stokkunum þegar aðrir hafa ekki til þess bolmagn eða áhuga. Ríkið á að standa undir þjónustu og starfsemi sem aðrir geta ekki annast, félagslegri samhjálp svo sem skóla- menntun, heilbrigðisþjónustu, almannavörnum, rannsóknarstarfi. Vitaskuld er ekki útilokað aö einstakl- ingar, eða stofnanir á þeirra vegum, geti staðið fyrir menntun og menningarstarfi, stundað hagkvæmar rann- sóknir eða rekið heilbrigðisstofnanir. Út í þá sálma verð- ur ekki fariö enda löngu viðurkennt að þjónusta af ýmsu tagi, póstur og sími, rafmagns- og hitaveitur, spítalar og skólar eru samfélagslegar þarfir sem í aðalatriðum skulu vera undir umsjón opinberra eða hálfopinberra aðila. Albert Guðmundsson hefur heldur ekki gengið svo langt að tala um sölu á slíkum stofnunum. En hann hefur verið talsmaður þess að báknið minnki og þjónustufyrirtæki, sem safnast hafa undir hatt ríkisins fyrir tilviljun eða vegna þeirrar tilhneigingar stjórnvalda að vera alstaðar með puttana, skuli burt úr ríkiseign. Vaskleg framganga Alberts við að skera báknið burt hefur hrist upp í kerfinu og fólk hefur vaknað til vitundar um þá staðreynd að allt í kringum okkur er ríkið aö vasast í starfsemi sem ekkert á skylt við eðlileg afskipti hins opinbera. Menn hafa áttað sig á aö sofandi höfum við flotið að ósi gegnumsýrðs sósíalisma í smáu sem stóru. Þess vegna hefur tillögum Alberts verið vel tekið af þorra þjóðarinnar. En einn er sá hópur manna sem ætlar að hika. Það eru meðráðherrar Alberts í ríkisstjórninni. Viðbrögð þeirra margra við tilkynningu fjármálaráð- herra, að hann hafi samið átján frumvörp um sölu jafn- margra ríkisfyrirtækja, hafa vægast sagt verið misjöfn. Þau eru haltu mér — slepptu mér. I orði kveðnu hafa ráðherrarnir allir talið sig málsvara minnkandi ríkisafskipta en þegar kemur að framkvæmd- inni kemur hik á liðið og þeir gefa út allskyns yfirlýsingar í hálfkveðnum vísum og með loðnu orðalagi, að ekkert liggi á; að það verði fyrst að finna kaupendur. Vitaskuld er þaö rétt að ekkert ríkisfyrirtæki verður selt ef enginn finnst kaupandinn. En ef svo fer þá er ekki við ráðherrana að sakast; þá getur enginn haldið því fram að tilraunin hafi ekki verið gerð. Þess vegna á að láta á það reyna með því að samþykkja heimild til sölu á þessum fyrirtækjum, bæði í ríkisstjórn og á þingi. Frumvörpin á að leggja fram og þau á að samþykkja í heimildarformi. Eftirleikurinn er síðan í höndum al- mennings. Undansláttur ráðherra gagnvart frumvörpum Alberts er ástæðulaus. Nú er um að gera að skera á bákn- ið. Ef þessi ríkisstjórn getur það ekki — þá hver? ebs Stefnumörkun í umferöarör- yggismálum A hverju ári veröa alltof mörg umferöarslys á götunum hér í Reykjavík. Slys sem valda þjáningu þeirra sem fyrir þeim veröa og aðstandenda þeirra. Þessi slys kosta líka gífurlega peninga, enda kemur fram í útreikningum framkvæmda- stjóra ríkisspítalanna að á árinu 1982 sé tekjutap og kostnaður vegna sjúkrahúss- og stofnanavistar yfir 314 milljónir króna og ef munatjón er tekiö með fer þessi upphæð upp í 440,7 milljónir á landinu öllu. Taliö er líklegt að upphæðin á þessu ári nálg- ist milljarðinn. Slysatíðni er óeðli- lega há hér miöaö við nágrannalönd- in. Koma mætti í veg fyrir mikinn hluta þessara umferðarslysa ef göturnar yrðu geröar öruggari fyrir þá sem um þær ferðast. Það er hægt að gera á tiltölulega ódýran hátt með margs konar ráðum. Grannþjóðir lengra komnar Umferðaröryggismál hafa verið ofarlega á baugi hjá nágranna- þjóðum okkar að undanförnu og lík- legt er aö norrænt umferðaröryggis- ár hafi líka haft töluverö áhrif hér á landi. En nágrannaþjóðir okkar eru komnar lengra en við á þessu sviöi. I Þrándheimi í Noregi er nú verið að setja upp hraðahindranir í öllum íbúðahverfum. I Álaborg í Dan- mörku var á þessu ári ákveðið að verja 5,5 dönskum milljónum í að taka sérstaklega fyrir skólaleiöir barna og gera þær öruggari, en könn- un þar sýndi að skólaböm ferðast þar um 60.000 km daglega á leið til og frá skóla um götur borgarinnar og að um f jórðungur þeirra álítur að leiðin til og frá skóla sé óörugg — hættuleg. Danir og Hollendingar hafa mikið gert af því að breyta húsagötum í svokallaðar vistgötur, þar sem há- markshraði er 15—30 km/klst. og íbúarnir geta notað götuna sem sitt athaf nasvæði en ekki bara gangstétt- ir. Norðmenn, Svíar og Finnar nota frekar hraðahindranir af ýmsum gerðum til aö lækka umferðarhraða. I Reykjavík hafa á þessu ári verið settar upp um 15 hraðahindranir og fleiri eru væntanlegar. Fólk hefur vaxandi áhyggjur af hættunni af umferðinni og eygir nú möguleika á því að vinna að úrbótum, enda rígnir yfir umferðardeild Reykjavíkur- borgar beiðnum um hraðahindranir og úrbætur, bæði bréflega og símleiöis. „Þaö líður varla sá dagur að ekki sé hringt,” er sagt hjá umferðardeildinni. Umferöardeildin hefur aftur á móti engar skýrar línur til að fara eftir og er því nauðsynlegt að marka stefnu í þessum málum og áætla til þeirra fé. Þetta kostar peninga eins og allir vita en þeim peningum er vel variö og skila sér margfalt til baka. Lækkun hámarkshraða Alþýðubandalagsmenn í borgar- stjórn fluttu nú fyrir skömmu tillögu ,,En staðreyndin er sú, að fóik græðir sáraiitinn tima á þvi að gefa i á milli ijósa og stöðvunar- skyldu í innanbæjarakstri. . . " um að þeir sem með umferðar- og skipulagsmál fara hjá borginni hefji nú þegar undirbúning að þvi að ná niður aksturshraöa í öllum íbúða- hverfum borgarinnar með hraða- hindrunum og merkingum. Hámarkshraði á umferðargötum og sumum safngötum verði ekki meiri en 30 km/klst. Kannanir erlendis hafa sýnt að ekki dugir að setja upp skilti með leyfilegum hámarkshraöa, jafn- hliða er nauðsynlegt að setja upp hindranir og merkingar. Talið er aö með slíkum aðgerðum sé hægt að fækka umferðarslysum um 25%. Kjallarinn Guðrún Ágústsdóttir ' • „Koma mætti i veg fyrir mik- inn hluta þessara umferðar- slysa efgöturnar yrðu gerðar öruggari fyrir þá sem um þær ferðast." Reynsla okkar er svipuð, í gamla vesturbænum er veriö að gera tilraun með 30 km hámarkshraða á klst. Sett voru upp skilti og vakin veruleg athygli á aðgerðinni í fjölmiðlum. Nú rúmum fimm mánuðum síðar hefur komiö í ljós að fáir virða 30 km hámarkshraðann og hafa íbúarnir nú farið fram á að settar verði upp hraðahindranir til að gera 30 km hámarkshraðann að raunveruleika. Nú er alveg ljóst að einhver hluti borgarbúa er mótfallinn svona rót- tækum aðgerðum — það tala ýmsir ökumenn um aö upphækkanir séu hvimleiðar og að ómögulegt sé að hökta áfram á 30 km hraöa. Fólk sé að flýta sér — tíminn er dýrmætur o.s.frv. En staðreyndin er sú að fólk græðir sára lítinn tíma á því að gefa í á milli ljósa og stöðvunarskyldu í innanbæjarakstri, þar er frekar um sálrænan þátt að ræöa. Reiknað hefur verið út að hægt er að græða 20 sek. áþvíaðakaVesturgötuna enda á milli á 60 km hraöa í staö 30. Hvaö munar fólk um 20 sek. og þó það væru 2 mínútur. Er fólk ekki tilbúið til þess að fóma nokkrum sekúndum akandi í bifreiðinni sinni fyrir aukið öryggi í umferöinni. Hraður akstur er talin ein helsta orsök umferðar-, slysa. Við alþýðubandalagsmenn í borgarstjóm emm að fara fram á að mörkuð verði ákveðin stefna sem miðar að því aö minnka hraða á vissum götum borgarinnar í því skyni að fækka umferðarslysum. Viö viljum að þeir embættismenn og þær nefndir borgarinnar sem umferðar- mál heyra undir taki hvert íbúðar- hverfi skipulega fyrir og ákveöi hvaöa götur skuli hafa 30 km hámarkshraða á klst. og hvaða götur skuli taka við gegnumumferð. Meö þessu móti er verið að beina umferð frá einni götu yfir á aöra — fólk velur frekar götu þar sem aka má á 50 km hraða helduren 30. Byrjað í vesturbænum I tillögu okkar leggjum við áherslu á að byrja þessar aðgerðir í vestur- bænum gamla og á þeún stöðum, þar sem mesta slysahættan er. Enn- fremur má hugsa sér aö taka sér- staklega fyrir skólaleiðir barna erns og gert var í Alaborg. En það er ekki nóg að setja upp hraöahindranir — sú aðgerö eúi er talin koma í veg fyrir um 25% umferðarslysa eins og áður sagði. Jafnframt því er nauðsynlegt aö bæta og auka kennslu skólabama í umferðarmálum og ekki síður að leggja ríka áherslu á að kenna nýjum ökumönnum tiilitssemi við óvarða vegfarendur. Foreldrafélög skóla, íbúasamtök og einstaklingar knýja nú á um aögerðir. Borgaryfirvöld veröa að koma til móts viö þessar óskn. Spumúigin er ekki hvort umferðar- hraðúin veröur múinkaöur í íbúöa- hverfum með hindmnum og merkingum, heldur hvenær. Reykjavík, h. 15. nóvember 1982. Guðrún Ágústsdóttir borgarfulltrúi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.